Morgunblaðið - 23.03.2009, Side 40
Birgir Sveinbergsson er
smiður í Kardemommubæ
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
BIRGIR Sveinbergsson leikmyndasmiður hefur smíðað
leikmynd fyrir fjórar uppfærslur Þjóðleikhússins á
Kardemommubænum, 1975, 1984, 1995 og 2009.
Árið 1975 smíðaði Birgir fyrst leikmynd fyrir Karde-
mommubæinn og hitti þá höfundinn Thorbjörn Egner
sem kom á sýningu verksins í Þjóðleikhúsinu.
„Ég hafði gert nokkuð sem hann sagði mér að hann
hefði ekki nokkurs staðar séð áður í sviðsmynd í Karde-
mommubænum. Hann sagði mér að venjan væri sú að
nota staur til að halda uppi þakinu yfir bakaríinu en ég
hafði notað aðra aðferð og Egner var mjög hrifinn af því,“
segir Birgir. „Við töluðum saman nokkra stund. Hann var
ákaflega skemmtilegur maður. Ég sagði honum að mér
fyndist mikil heimspeki í þeim boðskap í Dýrunum í
Hálsaskógi að ekkert dýr mætti éta annað dýr. Þá sagði
Egner við mig: „Allt sem stendur í verkum mínum er
sannleikur, þar er enginn tilbúningur.“
Auk þess að eiga þátt í að smíða fjórum sinnum leik-
mynd í Kardemommubæinn hefur Birgir þrisvar smíðað
leikmyndir fyrir Dýrin í Hálsaskógi og einnig leikmyndir
fyrir Karíus og Baktus. Hann segir að Dýrin í Hálsaskógi
séu í meira uppáhaldi hjá sér en Kardemommubærinn en
bætir við: „Kardemommubærinn er mjög fallegt leikrit.
Það sem hrífur mig ekki síst þar er hversu embættismað-
urinn Bastían bæjarfógeti er einföld og góð sál.“ | 32
Morgunblaðið/Golli
Birgir Sveinbergsson Þá sagði Egner við mig: „Allt
sem stendur í verkum mínum er sannleikur.“
Hitti Thorbjörn Egner
MÁNUDAGUR 23. MARS 82. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
MP banki vill hluta af útibú-
um SPRON og Netbankans
MP banki hefur áhuga á að taka
yfir hluta af útibúaneti SPRON og
Netbankans, nb.is. Á þriðja hundrað
manns missir vinnuna í SPRON þar
sem FME hefur yfirtekið starfsemi
bankans. »2
Ferming í fokheldri kirkju
Ytri umbúnaðurinn er ekki allt,
segir Guðmundur Karl Brynjarsson,
sóknarprestur í Lindasókn, sem
fermdi um helgina í fyrsta sinn í fok-
heldri sóknarkirkjunni sinni. »4
Ósáttir við launalækkunina
Starfsmenn Reykjavíkurborgar
eru óánægðir með að á sama tíma og
vinna eykst eigi að minnka þá yf-
irvinnu sem unnin er. »6
Bankastjórar yfirheyrðir
Rannsóknarnefnd Alþingis ætlar
að hefja formlegar skýrslutökur af
stjórnendum bankanna í næstu viku.
Á vef nefndarinnar segir að hún hafi
metið það nauðsynlegt að hafa viss
skjöl í höndunum fyrir skýrslutök-
urnar, sem hún hafi nú. »6
Fái leiguna út á „samning“
Félag sem rekið er af fyrrverandi
sveitarstjóra Grímseyjarhrepps
krefst þess að krafa sem hreppurinn
hefur gegn félaginu verði lækkuð
þar sem hreppurinn skuldi því húsa-
leigu. Oddvitinn segir leigusamning-
inn falsaðan. »8
Börnin biðu forsetans
Nemendur í Waldorfskóla biðu
óþreyjufullir eftir forsetanum á
laugardag. Í skólanum var opið hús
og heiðraði forsetinn nemendurna
með nærveru sinni, einni og hálfri
klukkustund síðar en þau reiknuðu
með. »11
SKOÐANIR»
Staksteinar: Ráðdeild Vinstri
grænna
Forystugreinar: Tímabær ákvörðun
Gegnsæ fjármál flokkanna
Pistill: Veröldin snýst í hringi
Ljósvaki: Útsvar næstu árin
UMRÆÐAN»
Á að kasta krónunni?
Minnipokamenn
Hverjir eru verðugir?
Dómaraheimild í forsjármálum
Heitast 4°C | Kaldast -1°C
Hæg, vestlæg átt og
bjart með köflum, en
stöku él við sjávarsíð-
una. Hiti núll til fimm
stig. »10
Verslunarskóli Ís-
lands og Fjölbrauta-
skóli Suðurnesja
munu eigast við í úr-
slitum Mælsku- og
rökræðukeppni. »35
RÆÐULIST»
Versló
mætir FS
KVIKMYNDIR»
Það gengur vel hjá
Freidu Pinto. »37
Það kennir ýmissa
grasa í Norræna
húsinu þar sem Nor-
ræni tískutvíæring-
urinn er haldinn
í fyrsta skipti. »36
HÖNNUN»
Færeyskt og
grænlenskt
FÓLK»
Flugan skoðaði bæði
tísku og myndlist. »34
FÓLK»
Pabbi Simpson er
ósáttur við Romo. »37
Menning
VEÐUR»
1. Gat ekki staðið við greiðslur
2. Björguðu 5 ára telpu
3. Jade Goody látin
4. Tilfinningaríkur fundur
»MEST LESIÐ Á mbl.is
TÁP og fjör og frískir ungir menn að leik í góða veðrinu á Selfossi. Hvað er
hægt að hugsa sér betra? Nökkvi stekkur upp í körfuna, Steindór fylgist
með úr fjarska, tilbúinn að gera eina þriggja stiga körfu, Eysteinn skottast
um og Atli Snær hvílir lúin bein og fylgist með stóru strákunum.
Morgunblaðið/hag
Fjör í körfunni
ÞAÐ borgar sig að
greiða reikninga á
eindaga en ekki
gjalddaga því þá
daga sem líða frá
eindaga að gjald-
daga safnar upp-
hæðin vöxtum,
annað hvort hjá
greiðanda eða hjá
þeim sem rukkar.
Reikningar eru oftar en ekki með
gjalddaga 1. dag mánaðar en ein-
daga 15. dag sama mánaðar.
Margir opna því heimabankann
sinn 15. dag hvers mánaðar og
borga reikninga á eindaga. Málið
vandast nokkuð þegar þann 15. ber
upp á helgi því reikningar sem eru
greiddir í heimabanka á laugardegi
eða sunnudegi eru ekki færðir til
bókar fyrr en á mánudegi. Þar af
leiðandi geta dráttarvextir fallið á
reikninga af þeirri einu ástæðu að
þann 15. ber upp á helgi. Kunningi
blaðamanns varð fyrir þessu um
miðjan þennan mánuð og var alls
rukkaður um 1.500 krónur vegna
„vanskila“ á nokkrum reikningum
frá Sjóvá. Vanskilin voru bakfærð
eftir símtal frá kunningjanum og sú
sem varð fyrir svörum var sammála
um að eindaga ætti alls ekki að
bera upp á helgi. runarp@mbl.is
Auratal