Morgunblaðið - 30.03.2009, Side 13
hjúkrunarheimili og í fyrra var skrif-
að undir viljayfirlýsingu um þá fram-
kvæmd. Lítið hefur hins vegar gerst
í því máli síðustu mánuði, en fundur
verður haldinn um hjúkrunarheim-
ilið með forystu Grundar og fulltrú-
um félagsmálaráðuneytis í byrjun
apríl. Þá mun það vera lang-
tímamarkmið Oddfellowreglunnar
að höfuðstöðvar hennar verði fluttar
á lóð á háholtinu.
Auk íbúðabyggðar var gert ráð
fyrir að þarna yrði svokallað við-
skiptastræti og árið 2007 var til um-
ræðu að þarna yrðu höfuðstöðvar
einhverra fyrirtækja.
Eðlilega er hægagangurinn sem
einkennir framkvæmdir í Urriðaholti
áhyggjuefni framkvæmdastjóra
Urriðaholts og bæjarstjórans í
Garðabæ. Þeir eru þó báðir bjartsýn-
ir á að úr rætist.
Fyrirmyndarhverfi
eftir einhver ár
„Þessi fáu byggingaleyfi sem hafa
verið gefin út eru lýsandi fyrir
ástandið í þjóðfélaginu,“ segir Jón
Pálmi. „Fólk frestar því að byrja
framkvæmdir því það er erfitt að fá
lán og margir hafa lent í vandræðum
með að selja eldra húsnæði. Vegna
þessa er ekki mikill hraði í skipu-
lagningu næsta áfanga í Urriðaholti.
Hins vegar er þetta svæði mjög sér-
stakt og þarna verður risið fyr-
irmyndarhverfi eftir einhver ár,“
segir Jón Pálmi.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í
Garðabæ, segir að staðsetning þessa
hverfis sé einstök og hann segist
bjartsýnn á að hverfið byggist upp á
næstu árum. „Í ljósi aðstæðna í þjóð-
félaginu kemur til greina að skoða
frestun næstu áfanga,“ segir Gunn-
ar. „Það verður tekið til umræðu ef
erindi berst þar að lútandi, en þetta
hverfi á eftir að rísa.“
í frosti
Morgunblaðið/RAX
standast vart lengur þar sem innan við tugur byggingaleyfa hefur verið gefinn út.
13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009
Í FRÉTT blaðsins í gær var ekki
farið rétt með upphæð greiðslna til
Evu Joly fyrir ráðgjafarstörf hennar
vegna rannsóknar á bankahruninu.
Hið rétta er að Joly fær 2.000 evrur
á viku en ekki á mánuði eins og sagði
í fréttinni. Þetta leiðréttist hér með.
8 þús. evrur á mánuði
LEIÐRÉTT
SJÓMANNADAGSRÁÐ er að hefja
byggingu á 95 leiguíbúðum fyrir 60
ára og eldri við Boðaþing í Kópa-
vogi. Gunnar I. Birgisson, bæj-
arstjóri í Kópavogi, og Guðmundur
Hallvarðsson, formaður Sjó-
mannadagsráðs, tóku fyrstu skóflu-
stunguna að þjónustu- og leiguíbúð-
unum á föstudaginn var.
Framkvæmdir hefjast í vor.
„Hönnun og skipulag þjónustu-
og öryggisíbúðanna miðast við að
aldraðir geti sem lengst haldið eig-
ið heimili og nýtt sér þá þjónustu
sem Hrafnista og Kópavogsbær
bjóða í Boðaþingi, s.s. fæði, heim-
ilishjálp eða heimahjúkrun. Inn-
angengt verður úr nýju bygging-
unni yfir í þjónustumiðstöð
aldraðra sem Kópavogsbær er að
reisa við Boðaþing 9. Í þjónustu-
miðstöðinni verður fjölnotasalur
með eldhúsi, sundlaug og fönd-
ursalur auk þess sem þar verður
boðið upp á sjúkraþjálfun, hár- og
fótsnyrtingu,“ samkvæmt frétta-
tilkynningu. Auk þess að reka þjón-
ustumiðstöðina mun Hrafnista sjá
um rekstur hjúkrunarheimilis sem
Kópavogsbær er að reisa við Boða-
þing í samvinnu við ríkið.
Framkvæmdin verður boðin út í
heild á næstunni og hefjast fram-
kvæmdir í vor. Hönnuðir eru THG
arkitektar, Verkfræðiþjónustan
ehf. og VSÓ ráðgjöf.
Ljósmynd/KOM
Sjómannadagsráð byggir 95 þjónustu-
og leiguíbúðir við Boðaþing í Kópavogi
Á MIÐSTJÓRNARFUNDI
Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ)
27. mars sl. var fjallað m.a. um
starfsemi lífeyrissjóða. Miðstjórn-
armönnum er það mikið áhyggju-
efni hversu mikið umfjöllun um líf-
eyrissjóðakerfið og uppbyggingu
þess einkennist af þekkingarleysi
og alhæfingum. „… óhófleg hækk-
un varð á launakjörum nokkurra
forsvarsmanna lífeyrissjóða í skjóli
ofsafenginnar uppsveiflu launa-
kjara á fjármálamarkaði: Þessi of-
urlaun voru harkalega gagnrýnd af
stéttarfélögum. Sama gilti um glys-
ferðir og skrautsýningar fjármála-
fyrirtækja, hvort sem þær fóru
fram erlendis eða á árbökkum dýr-
ustu laxveiðiáa landsins. Launakjör
þessara forsvarsmanna og þeirra
sem hafa verið þátttakendur í
Þórðargleði bankanna hafa skaðað
lífeyrissjóðina umtalsvert,“ segir
m.a. í ályktun RSÍ um lífeyrsissjóð-
ina.
Samskonar kröfur
Jafnframt telur miðstjórn RSÍ
brýna nauðsyn á að þessi atriði
verði tekin til gagngerðrar endur-
skoðunar og að launakjör eigi að
vera í samræmi við það sem gengur
og gerist á vinnumarkaði. „Þjóðin
er aftur orðin eigandi bankakerf-
isins, sem hefur leitt til endurskoð-
unar á kjörum yfirmanna bank-
anna. Sjóðfélagar lífeyrissjóða gera
samskonar kröfur. Sama gildir um
þátttöku í ferðum og kynningum.“
Hafa gagnrýnt
glysferðir og
skrautsýningar
SAMKVÆMT kosningalögum skal dómsmálaráðu-
neytið halda skrá um listabókstafi stjórnmálaflokka
og ákveða bókstaf nýrra samtaka að fengnum ósk-
um þeirra, með hliðsjón af listabókstöfum annarra
stjórnmálasamtaka í undangengnum kosningum.
Bókstafir nýrra stjórnmálasamtaka eru eftirfar-
andi:
A-listi Framfaraflokksins
L-listi Lista fullveldissinna
N-listi Samtaka um réttlæti
O-listi Borgarahreyfingarinnar
P-listi Lýðræðishreyfingarinnar
Aðrir flokkar sem voru með listabókstafi fyrir, voru B-listi Fram-
sóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, F-listi Frjálslynda flokksins, I-
listi Íslandshreyfingarinnar, S-listi Samfylkingarinnar og V-listi
Vinstri grænna. Íslandshreyfingin hefur nú sameinast Samfylkingunni.
Sex nýir listabókstafir
Í NÝRRI tilkynningu frá stjórn
Borgarahreyfingarinnar kemur
fram að hreyfingin hafni leiðtoga-
stjórnmálum eins og þau hafi birst
hér á landi. Af þeim sökum hafi
Borgarahreyfingin nú ákveðið að
skipta ekki með sér verkum sam-
kvæmt hefðbundnum aðferðum í
hlutverk formanns, varaformanns
og ritara og þessir starfstitlar verði
ekki notaðir í starfi hreyfing-
arinnar.
Þá segir í tilkynningunni að al-
menningur hafi um liðna helgi
þurft að horfa upp á stanslausa um-
fjöllun um landsfundi Samfylkingar
og Sjálfstæðisflokks og þar hafi
fyrirferð flokksleiðtoga og leið-
togakjörs „varpað stórum skugga á
þá málefnalega umræðu sem ann-
ars ætti að vera í landinu“.
„Borgarahreyfingin bendir á að
það var einmitt leiðtogadýrkun af
þessu tagi sem leiddi til þeirrar öm-
urlegu niðurstöðu að Alþingi varð
óstarfhæft.“
Í tilkynningunni segir jafnframt
að Borgarahreyfingin muni koma
fram sem heild og sýna mörg andlit
í aðdragana kosninga.
Leiðtogastjórn-
málum hafnað
STUTT
Eins og kóngur við Kinnagötu
VIÐ Kinnagötu 14 í Urriðaholti hef-
ur Hallfreður Emilsson ríkt eins og
kóngur í ríki sínu síðustu mánuði.
Hann byggir þar hús fyrir Emil son
sinn, landsliðsmann í knattspyrnu,
sem leikur með Reggiana í efstu
deild ítölsku knattspyrnunnar. Hús-
ið er langt komið og sperrurnar
komnar. „Við klárum þetta í róleg-
heitum, það er ekkert sérstakt sem
rekur á eftir okkur,“ segir Hall-
freður.
Þetta hús er lengst komið, en
ekki langt frá er byrjað á tveimur
öðrum einbýlishúsum og verið er að
byggja eitt parhús í holtinu. Hall-
freður rekur byggingafyrirtækið
Stekkjarhús við annan mann og á
það nokkrar lóðir í hverfinu, en
framkvæmdir eru ekki á döfinni á
næstunni.
„Þetta er svolítið sorglegt, því
þessi staður er einstaklega fal-
legur, öll þjónusta á næstu grösum
og golfvöllur og Heiðmörkin innan
seilingar,“ segir Hallfreður. „Eftir
fall bankanna hefur margt farið um
sjálft sig og margir lent í erf-
iðleikum. Þetta lagast þó vonandi
allt og ég sé fyrir mér að þarna
verði risið myndarhverfi eftir fimm
til sjö ár,“ segir Hallfreður.
Nánast fokhelt Hallfreður Emilsson við húsið sem hann er langt kominn
með að byggja. Flestar aðrar lóðir í Urriðaholti bíða betri tíma.
Við kynningu og sölu á lóðum í
Urriðaholti bauð Landsbankinn
lán til kaupa á lóðum, greiðslu
gatnagerðargjalda og fram-
kvæmdalán. Við fall bankanna
breyttist þetta og um sérstaka
lánafyrirgreiðslu Nýja Lands-
bankans hefur ekki verið að
ræða síðan, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins. Ekki er
mögulegt að skila lóðum í Urr-
iðaholti, enda ekki um venjulega
úthlutun sveitarfélags að ræða.
Einkum voru það bygginga-
og verktakafyrirtæki sem
keyptu lóðir í Urriðaholti, en
einnig einstaklingar. Einhverjir
þeirra fengu lán vegna lóð-
arkaupa með veði í lóðinni. Lán-
in munu hafa verið tekin í er-
lendri mynt samkvæmt
ráðleggingum bankans og er
fullt lóðalán orðið talsvert
hærra en lóðarverðið var á sín-
um tíma.
Margfaldur vandi
Ofan á þau bætast síðan gatna-
gerðargjöld, sem geta verið á
bilinu 4-8 milljónir vegna ein-
býlishúss, og greiðsla fasteigna-
gjalda af lóðinni. Loks má nefna
að ekki gengur vel þessar vik-
urnar að selja fasteignir til að
fjármagna nýjar framkvæmdir.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hafa einstaklingar
sem eiga sex lóðir í Urriðaholti
borið saman bækur sínar und-
anfarið og rætt stöðu sína við
lögfræðing. Meðal annars hefur
verið rætt um hvort um for-
sendubrest sé að ræða af hálfu
Urriðaholts og sveitarfélagsins.
Lánin hærri
en lóðaverðið