Morgunblaðið - 30.03.2009, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.03.2009, Qupperneq 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009 Í HNOTSKURN »Raunávöxtun LSR var íheildina séð neikvæð um 25,3% á síðasta ári. »Meðalraunávöxtun síðustufimm ára hefur því verið um 0,5%, en 2,1% sé horft til síðustu tíu ára. »Miðað er við að raun-ávöxtun verði að vera 3,5% að meðaltali á ári. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is RAUNÁVÖXTUN Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, LSR, var nei- kvæð upp á 25,3% á síðasta ári, sam- kvæmt uppgjöri sjóðsins. Þá var raunávöxtun Lífeyrissjóðs hjúkr- unarfræðinga, LH, neikvæð um 26,7% á sama tímabili. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm ára var því 0,5%, en hjá LH var hún neikvæð um 0,1%. Eins og áður hefur komið fram er miðað við að raunávöxtun lífeyr- issjóða verði að vera um 3,5% á ári eigi þeir að standa undir skuldbind- ingum sínum. Í uppgjörinu kemur fram að af- skriftir sjóðanna tveggja á árinu nemi samtals 23,4 milljörðum króna og við þær bætast varúðarfærsla vegna framvirkra gjaldeyrissamn- inga upp á 18,2 milljarða króna. Vegna þess að skuldajafnað verður milli gjaldeyrissamninganna og skuldabréfa frá bönkunum tengjast þessar tvær tölur mjög náið. Ekki fengust upplýsingar um hlutfall af- skrifta, en ef miðað er við eign sjóðs- ins í skuldabréfum lánastofnana og fyrirtækja í ársbyrjun 2008 nema af- skriftirnar um 70%. Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri LSR, segir að mjög gaumgæfilega hafi verið farið yfir af- skriftarþörf vegna fjárfestinga í skuldabréfum fjármálastofnana og fyrirtækja. „Starfsmenn okkar gerðu það í samstarfi við ríkisend- urskoðun. Afskriftarþörfin var metin eftir bestu getu og ekkert gert til að reyna að fegra tölurnar að þessu leyti.“ Segir hann að SPRON og Straumur hafi fallið eftir áramót og því hefði tæknilega ekki þurft að færa afskriftir þeirra vegna í árs- reikning fyrir árið 2008. „Við ákváðum hins vegar að færa af- skriftir vegna fjárfestinga í bréfum þessara fyrirtækja í reikninginn.“ Komið hefur fram gagnrýni á störf sjóðsins, m.a. frá Pétri Blöndal al- þingismanni, sem sagði í viðtali á Stöð 2 að ógreidd ábyrgð ríkisins vegna LSR næmi allt að 440 millj- örðum króna og sagði hana því jafn- ast á við kostnað vegna Icesave- reikninga Landsbankans. „Þarna var Pétur að tala um eldri deild sjóðsins, svokallaða B-deild. Um hana gilda eldri reglur og var henni lokað fyrir nýja sjóðfélaga árið 1997. Núna eru um 80% sjóðfélaga okkar í A-deildinni. Gamla kerfið byggðist ekki nema að litlu leyti á sjóðssöfnun, heldur var að miklu leyti um gegnumstreymiskerfi að ræða. Þýðir það að ríkissjóður borg- ar stóran hluta skuldbindinganna í formi lífeyrisgreiðslna.“ Gatið 270 milljarðar Segir hann vissulega áhyggjuefni hversu háar skuldbindingarnar séu, en að Pétur nefni þó ekki í gagnrýni sinni að sjóðurinn eigi talsverðar eignir upp í þessar skuldbindingar. Hrein eign B-deildar var í árslok 2008 tæpir 173 milljarðar króna og ef miðað er við áðurnefnda 440 millj- arða er gatið, sem fylla þarf upp í, um 267 milljarðar króna. „Þá ber að hafa í huga að skuld- bindingarnar koma til greiðslu á u.þ.b. fimmtíu árum og miðað við stöðu sjóðsins núna mun ríkið ekki þurfa að leggja til viðbótarframlag næstu tíu árin eða svo að öllu óbreyttu,“ segir Haukur. Þegar til þess komi að ríkið þurfi að leggja aukalega til sjóðsins verði útlit í efnahagsmálum væntanlega orðið öllu bjartara en nú sé. A-deild LSR byggir á sjóðssöfnun- arkerfi, eins og flestir aðrir lífeyris- sjóðir. Sá er munurinn hins vegar á deildinni og öðrum sjóðum að standi sjóðurinn ekki undir skuldbindingum þarf að auka iðgjöld, en ekki er hægt að skerða réttindi, nema Alþingi breyti lögum um sjóðinn. Iðgjöldin eru greidd af launagreiðendum og er ríkið stærst þeirra. „Trygginga- fræðileg staða A-deildarinnar er í árslok 2008 neikvæð um 13,1%, sem er innan lögbundinna 15% marka. Því kemur ekki sjálfkrafa til aukn- ingar iðgjalda, en staða deildarinnar veldur vissulega áhyggjum. Hafa ber hins vegar í huga að ólíkt og hjá mörgum sjóðum hafa réttindi sjóð- félaga ekki verið aukin vegna ávöxt- unar sjóðsins á undanförnum árum, heldur hafa aðeins fylgt hækkunum á neysluverðsvísitölu.“ Raunávöxtun LSR var neikvæð um 25,3% í fyrra Framkvæmdastjóri segir að aukaframlag verði ekki nauðsynlegt næstu 10 árin Morgunblaðið/Sverrir Veldur áhyggjum Framkvæmdastjóri LSR segir afkomu sjóðsins í fyrra vissulega valda áhyggjum, en að auknar álögur á ríkið muni ekki koma fram næstu tíu árin. Ekki er hægt að skerða greiðslur úr sjóðnum. EINS og fram hefur komið und- anfarna daga var raunávöxtun líf- eyrissjóðakerfisins afar slæm í fyrra. Aðstæður hafa vissulega ver- ið afleitar og er því ekki að undra að lífeyrissjóðirnir hafi orðið fyrir búsifjum. Skuldbindingar margra sjóða eru langt umfram eignir þeirra og þarf með einhverjum hætti að brúa það bil. Það er hægt með þrennum hætti. Í fyrsta lagi er hægt að skerða réttindi núverandi lífeyr- isþega og munu nokkrir sjóðir nú þegar hafa ákveðið slíka skerðingu. Þá geta sjóðir hækkað iðgjöld sem launþegar greiða í sjóðina og gæti það létt undir með sjóðunum. Þriðji möguleikinn er svo að ávöxtun á næstu árum verði svo góð að hvorki þurfi að skerða rétt- indi né hækka iðgjöld. Ein leið, sem fær væri í því sambandi væri að flytja aftur heim erlendar eignir sjóðanna og nota þær til að kaupa verðbréf af erlendum aðilum. Erlendir krónubréfaeigendur vilja ólmir losna við þessar fjárfest- ingar og hugsanlega væri hægt að ná við þá hagstæðum samningum. Ekki væri vitlaust fyrir lífeyrissjóð- ina að nýta sér veikt gengi krón- unnar með þessum hætti. Að lokum má nefna að með kaupum á verð- tryggðum ríkistryggðum bréfum geta lífeyrissjóðirnir reiknað sér raunverulegan gengishagnað við kaupin sem rétt gæti stöðu þeirra. Skert rétt- indi, hærri iðgjöld Morgunblaðið/Brynjar Gauti Peningar Færi gæti verið fyrir sjóð- ina að flytja fé heim til Íslands. Gætu nýtt sér lágt gengi krónunnar EIGN Lífeyrissjóðs verzlunar- manna í fyrirtækjaskuldabréfum var metin með varfærnum hætti í upp- gjöri sjóðsins fyrir síðasta ár og færð verulega niður. Kemur þetta fram í yfirlýsingu sem forstjóri LV, Þor- geir Eyjólfsson, hefur sent frá sér. „Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu sunnudaginn 29. mars 2009 er um- fjöllun sem lýtur að því að raunveru- leg staða lífeyrissjóðanna sé mun veikari en opinberar tölur gefa til kynna. Sú umfjöllun sem þar kemur fram á ekki við um stöðu Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna. Hvað eign LV í erlendum skulda- bréfum varði þá sé hún óveruleg í hlutfalli af eignum sjóðsins og alfarið í formi eignar í erlendum skulda- bréfasjóði sem fjárfestir í dreifðu safni erlendra ríkisskuldabréfa. Metin áhrif þeirra áfalla sem dunið hafa á síðan um áramót með falli Straums, SPRON og Sparisjóða- bankans leiða til þess að áætluð tryggingafræðileg staða versnar um 1,6% sem þýðir að hún færi úr -7,2% í -8,8% sem hefur ekki bein áhrif á réttindi og lífeyri sjóðfélaga. „Sjóð- urinn átti ekki óveðtryggð skulda- bréf/víxla nokkurra fyrirtækja sem verið hafa í fréttum að undanförnu t.d. Stoða, Landic Property, Nýsis, Milestone, Baugs, Teymis, 365, Kög- unar, Mosaic Fashions og Atorku.“ Skuldabréf Exista voru færð niður um 60%, FL Group um 90%, Samson um 95% og Eimskips um 60%. Hins vegar voru bréf Alfesca og Bakka- varar ekki færð niður. Fóru ekki til Rússlands Þá segir í yfirlýsingunni að for- stjóri og starfsmenn eignastýringar sjóðsins hafi á árunum 2005 til og með 2008 farið í fjórtán kynnisferðir fyrirtækja. Ferðirnar hafi flestar verið tveggja til þriggja daga vinnu- ferðir. „Kynnisferðirnar tengdust kynn- ingu á erlendri starfsemi félaganna sem í hlut áttu. Við eignastýringu er gagnlegt að kynnast stjórnendum hlutafélaga og hugmyndum þeirra um framtíðarsýn félaganna. Það er sérstaklega mikilvægt þegar um viðamiklar breytingar er að ræða í rekstri félaganna líkt og þegar um kaup á öðrum fyrirtækjum er að ræða,“ segir í yfirlýsingunni. Hvað aðrar ferðir varðar hafi for- stjóri sjóðsins í undantekningartil- vikum, einu sinni til tvisvar á ári, þegið boð í veiði innanlands. „Starfs- menn lífeyrissjóðsins hafa ekki tekið þátt í veiðiferðum erlendis, t.d. til- vitnaðri ferð Morgunblaðsins til veiða í Rússlandi, fóru ekki á úrslita- leik í Meistarakeppni Evrópu í Aþenu, tóku ekki þátt í ferðum tengdum akstursíþróttum og hafa ekki þegið boð í skíðaferðir eða golf- ferðir á erlenda grund.“ Varfærið mat eigna sjóðsins  Forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir umfjöllun um raunverulega stöðu lífeyrissjóða ekki eiga við um LV  Fóru í fjórtán kynnisferðir síðustu fjögur ár LV Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. ÍSLENSKIR launþegar hafa al- mennt ekkert val um það í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða, að séreign- arsparnaði undanskildum. Þrátt fyrir það hafa sjóðfélagar ekki nema óbein áhrif á skipun stjórna í sjóðina. Samtök launþega, verka- lýðsfélögin, skipa almennt hluta stjórna sjóðanna. Launþegar, sem með réttu má kalla eigendur sjóðanna, geta því ekki kosið stjórnir sjóðanna beint. Reglur um skipan stjórna ein- stakra sjóða eru sumar komnar til ára sinna. Má sem dæmi nefna að Kaupmannasamtök Íslands skipa einn af átta mönnum í stjórn Lífeyr- issjóðs verzlunarmanna. KÍ hafa hins vegar ekki lengur hlutverk á vinnumarkaði. Þess í stað eru þau eins konar fjárfestingar- og styrkt- arsjóður sem styðja á við þróun verslunar í landinu. SVÞ hafa sóst eftir sæti KÍ í stjórn sjóðsins en ekki fengið. Hafa ekki áhrif á skip- un stjórna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.