Morgunblaðið - 30.03.2009, Síða 30
30 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009
BRESKI ljósmyndarinn Paul Gra-
ham vann hin eftirsóttu ljós-
myndaverðlaun Deutsche Börse
Photography Prize fyrir árið 2009.
Vinningsupphæðin hljóðar upp á
um fimm milljónir króna.
Graham, 52 ára, fékk verðlaunin
fyrir bókaröðina A Shimmer of
Possability. Hún samanstendur af
tólf bókum sem segja smásögur í
myndum af lífi fólks í Ameríku í
dag.
Deutsche Börse Photography
Prize eru veitt fyrir framúrskar-
andi framlag til samtímaljósmynd-
unar á árinu. Tilnefning til verð-
launanna er í höndum alþjóðlegs
faghóps. Dómnefnd velur síðan
fjóra úr hópi hinna tilnefndu og er
sýning á verkum þeirra sett upp í
Photographers’ Gallery í London.
Sýningin þetta árið var opnuð þar
nú í febrúar og stendur til 12. apríl
næstkomandi, þá fer hún á flakk til
Berlínar í lok maí og til Frankfurt í
sumar.
Þeir þrír sem voru tilnefndir
ásamt Graham voru Emily Jacir
frá Palestínu, fyrir innsetningu sína
á síðasta Feneyjatvíæringi, og hin
bandarísku Tod Papageorge, fyrir
sýninguna Passing Through Eden
– Photographs of Central Park í
Michael Hoppen Gallery, og Taryn
Simon fyrir sýninguna An Americ-
an Index of the Hidden and Unfa-
miliar í The Photographers’ Gall-
ery.
Paul Gra-
ham vann
Fékk Deutsche Börse
Photography Prize
Paul Graham Ein myndin úr bóka-
röðinni A Shimmer of Possibility.
YALE-háskólinn ætlar fyrir dóm-
stóla til að fá úr því skorið hver
eigi eitt frægasta málverk Vincent
Van Gogh, The Night Cafe, sem
hefur verið eign listasafns skólans
síðan árið 1961. Ástæða þess er að
nú hefur maður að nafni Pierre
Konowaloff komið fram og sagst
vera barnabarnabarn Rússans Ivan
Morozov sem átti málverkið árið
1918 og vill fá það aftur í hendur
fjölskyldunnar.
Konowaloff segir að eignir for-
föður hans hafi verið herteknar í
kommúnistabyltingunni og verkið
verið selt úr landi af sovéskum
stjórnvöldum á sínum tíma.
Málstaður Konowaloff þykir ekki
góður þar sem langur tími er liðinn
frá því að verkið varð eign Yale og
flest möguleg vitni látin.
Barist um
Van Gogh
The Night Cafe Eftir Van Gogh.
Í KVÖLD, mánudaginn
30. mars, kl. 20 verður
opnuð ljósmyndasýning
Guðrúnar Huldu Páls-
dóttur í Gallerí Sykri í
Molanum í Kópavogi.
Guðrún nefnir sýn-
inguna Svipstundir og
verða þar til sýnis ljós-
myndirnar sem hún tók á ferðalagi um Asíu í vet-
ur og sýna mannlíf frá Nepal, Bangladess og
Búrma. Einlægar portrettmyndir bera vott um
sérstakt samband ljósmyndarans við viðfangs-
efnið og heillandi landslagið einkennist af friðsæld
og tímaleysi.
Þetta er fyrsta einkasýning Guðrúnar.
Sýningin Svipstundir stendur til aprílloka.
Myndlist
Ljósmyndir frá
ferðalagi um Asíu
Ein mynda Guðrúnar.
FRIÐRIK Rafnsson, bók-
menntafræðingur og þýðandi,
verður með rabb í Alliance
francaise annað kvöld, 31.
mars, kl. 20.
Friðrik rabbar um nýjustu
bók Milans Kundera, Une
Rencontre. Bókin, sem er
greinasafn í níu hlutum um
menningu Evrópu frá 16. öld til
nútímans, kom út í París 26.
mars og hefur þegar hlotið
gríðarlegt lof. Friðrik vinnur nú að þýðingu bók-
arinnar. Fyrirlesturinn verður á íslensku, en út-
dráttur verður á frönsku. Einnig verða sýndir þrír
stuttir bútar úr sjónvarpsviðtölum frá ýmsum
tímum. Alliance francaise er á Tryggvagötu 8.
Bókmenntir
Friðrik rabbar um
Milan Kundera
Friðrik Rafnsson
ÚT ER komin bókin Saga fata-
gerðar og fatahönnunar á Ís-
landi frá lokum 19. aldar til
byrjun 21. aldar eftir Ásdísi Jó-
elsdóttur.
Í bókinni er fjallað um fata-
gerð sem heimilisiðnað, upphaf
fataframleiðslu og fataverk-
smiðjur SÍS á Akureyri og Ála-
fossi, kreppuna á 4. áratugn-
um, seinni heimsstyrjöldina og
inngönguna í EFTA og áhrif
þess á iðnframleiðslu og útflutning á fatnaði. Far-
ið er inn á þróun menntunar á sviði fatagerðar og
fatahönnunar, heimilis- og listiðnað, tískusýn-
ingar, kaupstefnur, skoðuð staða fatahönnunar á
síðustu árum og safngildi greinarinnar.
Hönnun
Sögu fatagerðar
gerð skil í bók
Kápa bókarinnar.
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
ÓPERUDEILD Söngskóla Sigurðar Demetz undir
stjórn Keiths Reeds flytur í kvöld, 30. mars, óperuna
Töfraflautuna eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Flutn-
ingurinn verður í Lindakirkju.
Drífandi tónlistarmaður
„Síðustu árin höfum við verið að setja upp hluta af
óperum og alltaf notast við píanó þangað til núna. Þetta
er í fyrsta skipti sem skólinn ræðst í að setja á svið óp-
eru í fullri lengd með öllu tilheyrandi,“ segir Guðbjörg
Sigurjónsdóttir, skólastjóri Söngskóla Sigurðar De-
metz. „Það sem hefur breyst er að við erum með mann
sem er gríðarlega öflugur á tónlistarsviðinu, Keith
Reed, sem stjórnar uppfærslunni en hann er organisti í
Lindakirkju og hefur drifið þetta verkefni áfram. Þar
sem söngskólinn er ríkur af nemendum var alveg upp-
lagt að gera þetta. Verkið er sett upp í heild sinni með
hljómsveit og kór sem samanstendur af félögum úr
kórum sem Keith hefur verið að stjórna. Tuttugu og
átta nemendur skólans fara með einsöngshlutverk og
flestir þeirra eru í framhaldsdeild eða að ljúka burtfar-
arprófi en óperan skartar mörgum hlutverkum sem
gefur yngri nemendum einnig tækifæri á að sýna hvað í
þeim býr. Við eigum örugglega eftir að læra mikið af
þessu.“
Kirkja sem tónleikahús
Fyrsta sýning verður í Lindakirkju í kvöld klukkan
20 og síðan verða sýningar 1. apríl og 3. apríl á sama
tíma. Lindakirkja var vígð rétt fyrir jólin og er ekki
enn fullbúin en þetta verður í fyrsta skipti sem hún er
notuð sem tónleikahús. „Sem tónleikahús lofar kirkjan
mjög góðu enda er hátt til lofts og vítt til veggja og
hljómburðurinn því sérlega góður,“ segir Guðbjörg.
„Innréttingar vantar í kirkjuna þannig að við erum að
fara inn í hrátt húsnæði með gráum veggjum en setjum
upp sviðsmynd sem er mikið til sköpuð af fólki sem
tengist sýningunni. Ég hef þá trú að þetta verði afar
skemmileg sýning og tónlistin er vitaskuld yndisleg.“
Út í heim
Söngskóli Sigurðar Demetz hefur verið starfandi frá
árinu 2006. Í skólanum eru þrjár deildir: unglingadeild,
blönduð deild og einsöngsdeild sem skiptist í óp-
erudeild og ljóðadeild. „Það hafa verið mjög góðir nem-
endur við þennan skóla sem útskrifast og fara síðan út
í heim í framhaldsnám. Það er okkar gróði á þessum
árum,“ segir Guðbjörg.
Gróði í góðum nemendum
Töfraflautan í flutningi óperudeildar Söngskóla Sigurðar Demetz í Lindakirkju
Morgunblaðið/Ómar
Töfraflautan Tuttugu og átta nemendur skólans fara með einsöngshlutverk.
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
TÉKKNESKI sagnfræðingurinn Miroslav Hroch
er staddur hér á landi. Hroch er einn fremsti sér-
fræðingur Evrópu í sögu þjóðernishreyfinga og
hefur skrifað fjölda bóka og tímaritsgreina um
mótun þjóðernisvitundar og menningarlegrar
þjóðernisstefnu í smærri ríkjum Evrópu.
Hroch mun í dag, mánudaginn 30. mars, flytja
fyrirlestur í boði Sagnfræðistofnunar Háskóla Ís-
lands. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Lögbergi
kl. 17.
Titill fyrirlestrar Hrochs er Why Did They
Win? „Fyrirlestur minn snertir Ísland óbeint. Ég
ætla að fjalla um það hvernig þjóðernishópar í
Evrópu kröfðust viðurkenningar sem fullmótaðar
þjóðir en flest þjóðríki Evrópu eru byggð á slíkum
kröfum,“ segir Hroch. „Ég mun aðallega fjalla um
þrjá þætti í þessu ferli. Í fyrsta lagi við hvaða að-
stæður forvígismenn slíkra hreyfinga hófu bar-
áttu fyrir þjóðréttindum, hvaðan þessir menn
voru og hver þjóðfélagslegur bakgrunnur þeirra
var.
Í öðru lagi leitast ég við að svara því hvers
vegna ákveðnir hópar náðu markmiðum sínum en
ekki náðu allir þjóðernishópar í Evrópu því sem
þeir stefndu að. Það er engin ein ástæða fyrir því
að ákveðnir hópar stóðu uppi sem sigurvegarar
heldur var það samspil ýmissa þátta. Ég mun
rekja þessa þætti. Að síðustu reyni ég svo að
greina hvernig þjóðerni mótar enn pólitíska vit-
und og samfélagsgerð í smærri ríkjum Evrópu
sem urðu til á grundvelli þjóðernisbaráttu.“
Saga þjóðernishreyfinga
Morgunblaðið/Ómar
Miroslav Hroch Einn fremsti sérfræðingur Evr-
ópu í sögu þjóðernishreyfinga.
Miroslav Hroch heldur fyrirlestur í Lögbergi
Nýi söngskólinn – Hjartansmál var stofnaður
árið 1995 og var Sigurður Demetz verndari
skólans og kenndi þar meðan heilsa hans
leyfði. Hann lést árið 2006.
Eftir dauða hans var nafni skólans breytt
og hann kallaður Söngskóli Sigurðar Demetz
til minningar um hann og þakklæti fyrir það
mikla starf sem hann vann í þágu sönglistar
á Íslandi í fimmtíu og fimm ár.
Við skólann starfa margir kennarar og má
þar nefna Diddú, Jóhönnu Linnet, Bjarna
Thor Kristinsson, Bergþór Pálsson, Gunnar
Guðbjörnsson, Guðbjörn Guðbjörnsson og
Gerrit Schuil.
Til minningar um Demetz
Hamagangurinn var
þó fullmikill á köfl-
um og gítarsóló í fyrra lag-
inu algerlega út úr kú. 36
»