Morgunblaðið - 30.03.2009, Side 33
Reið Tori Spelling er ósátt.
Nýr kafli Candy Spelling.
Talast
ekki við
MÆÐGUNAR Tori og Candy Spell-
ing talast ekki við.
Hin 63 ára Candy segir í viðtali
við People að hún hitti Tori og eig-
inmann hennar Dean aldrei og hún
hafi aldrei hitt yngra barn þeirra
Stellu en séð Liam nokkrum sinn-
um áður fyrr.
Hún segist ekki vera viss um af
hverju Tori er reið henni. „Ég hef
reynt að ræða við hana en það hef-
ur ekki tekist. Hún veit kannski
ekki sjálf hvers vegna hún er reið,“
segir Candy sem var gift sjónvarps-
þátta- og kvikmyndaframleiðand-
anum Aaron Spelling í 37 ár eða
þangað til hann lést árið 2007.
Candy er nú að hefja nýjan kafla
í lífi sínu, hún ætlar að selja risa-
stórt sveitasetur sitt þar sem hún
hefur búið síðan 1991 og kaupa sér
helmingi minni íbúð. Æviminningar
hennar koma einnig út á morgun en
bókin ber nafnið Stories From
Candyland.
„Einn daginn munu barnabörn
mín vita hver ég er vegna sjóðs sem
ég hef stofnað fyrir þau. En ég
myndi vilja vera hluti af lífi þeirra
núna,“ segir Candy Spelling.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Hart í bak (Stóra sviðið)
Þrettándakvöld (Stóra sviðið)
Sædýrasafnið (Kassinn)
Skoppa og Skrítla í söng-leik (Kúlan)
Eterinn (Smíðaverkstæðið)
Kardemommubærinn (Stóra sviðið)
Ósóttar pantanir seldar þremur dögum fyrir sýningu
Sýningum lýkur 15. maí. Tryggðu þér sæti
Ath. snarpt sýningatímabil
Í samstarfi við Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands
Örfáar aukasýningar með bestu vinkonum barnanna
Miðaverð aðeins 2.000 kr.
Mið 1/4 kl. 20:00 Ö
Fim 2/4 kl. 20:00 U
Mið 15/4 kl. 20:00 Ö
Fös 3/4 kl. 20:00 6.sýn.
Fim 16/4 kl. 20:00 7.sýn. Ö
Fös 3/4 kl. 21:00 Ö
Sun 5/4 kl. 21:00
Fös 17/4 kl. 21:00
Lau 18/4 kl. 13:00 Ö
Lau 18/4 kl. 14:30 Ö
Lau 25/4 kl. 13:00 Ö
Fim 2/4 kl. 21:00
Fös 3/4 kl. 21:00
Fim 23/4 kl. 20:00 Ö
Lau 2/5 kl. 20:00 U
Fös 8/5 kl. 20:00
Fös 17/4 kl. 20:00 8.sýn.
Þri 21/4 kl. 20:00 U
Lau 18/4 kl. 21:00
Fös 24/4 kl. 21:00
Lau 25/4 kl. 21:00
Lau 25/4 kl. 14:30 Ö
Fim 16/4 kl. 21:00
Fös 17/4 kl. 21:00
Lau 9/5 kl. 20:00
Fös 15/5 kl. 20:00
Lau 25/4 kl. 17:00 U
Sun 26/4 kl. 14:00 U
Sun 26/4 kl. 17:00 U
Þri 28/4 kl. 18:00 aukas. U
Sun 3/5 kl. 14:00 U
Sun 3/5 kl. 17:00 U
Þri 5/5 kl. 18:00 U
Sun 10/5 kl. 14:00 U
Sun 10/5 kl. 17:00 U
Lau 4/4 kl. 14:00 U
Lau 4/4 kl. 14:00 U
Sun 5/4 kl. 17:00 U
Sun 5/4 kl. 17:00 U
Lau 18/4 kl. 14:00 U
Lau 18/4 kl. 17:00 U
Sun 19/4 kl. 14:00 U
Sun 19/4 kl. 17:00 U
Lau 25/4 kl. 14:00 U
Lau 16/5 kl. 14:00 U
Lau 16/5 kl. 17:00 U
Sun 17/5 kl. 14:00 U
Sun 17/5 kl. 17:00 U
Sun 24/5 kl. 14:00 U
Þri 26/5 kl. 18:00 U
Lau 30/5 kl. 14:00 U
Lau 30/5 kl. 17:00 U
Lau 6/6 kl. 14:00 U
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Söngvaseiður – miðarnir rjúka út
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.isPáskatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða með glæsilegasta
móti. Flutt verður Sköpunin eftir Haydn sem margir telja vera hans
meginverk. Hinn heimsþekkti Paul McCreesh stjórnar hljómsveit-
inni. Hann hefur um árabil verið í fremstu röð þeirra sem sérhæfa sig
í tónlist endurreisnar, barokks og klassíkur og hljóðritun hans á þessu
verki hlaut hin virtu Gramophone-verðlaun á síðasta ári.
Tryggðu þér miða
Miðasala í síma 545 2500
eða á www.sinfonia.is
HAYDN | SKÖPUNIN
Hljómsveitarstjóri | Paul McCreesh
Einsöngvarar | James Gilchrist
| Stephan Loges
| Rebecca Bottone
Kórar | Kór Áskirkju
| Hljómeyki
TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI
FIMMTUDAGINN 2. APRÍL KL. 19.30
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
NICOLE Richie og Joel Madden
ætla að láta örlögin ráða hvað þau
eignast mörg börn. Þau eiga 14
mánaða gamla dóttur, Harlow Win-
ter, og Richie ber nú annað barn
þeirra undir belti.
Madden segir að þau hafi ekki
gert áætlun um hvað þau ætli að
eignast mörg börn og því séu þau
óviss um hvað fjölskyldan endar á
að verða stór. „Við látum ást okkar
ráða því hvað við eignumst mörg
börn,“ sagði Madden. Honum þykir
mjög erfitt að fara frá Richie og
dóttur þeirra þegar hann fer í tón-
leikaferðalög með bandi sínu The
Good Charlotte.
Móður Madden grunaði fyrst
allra að Richie væri þunguð aftur.
Hún hringdi í son sinn og spurði
hann að því áður en þau vissu það
sjálf sagði Madden í útvarpsviðtali
nýlega.
Barnafólk Joel Madden og Nicole
Richie eiga von á öðru barni.
Ástin ræður
LEIK- OG SÖNGKONAN Jennifer
Hudson hefði valið að starfa sem
tattúlistamaður ef hún hefði ekki
leiðst út á braut skemmtanaiðnaðar-
ins.
Hún segir að hún hefði stefnt á allt
annan starfsferil ef hún hefði ekki
slegið í gegn sem söngvari og leikari.
„Annað val mitt var að vera tattú-
listamaður vegna þess að ég er mikið
fyrir að teikna,“ segir hin 27 ára
stjarna sem lenti í sjötta sæti í sjón-
varpskeppninni American Idol árið
2004. Hún freistaðist til að fara út í
tónlistarbransann vegna þess að sú
vinna gaf betur af sér en að vinna á
hamborgarastað.
„Þegar ég var 17 ára vann ég á
Burger King en komst síðan að því
að ég græddi meira á því að koma
fram á skemmtunum og syngja svo
ég ákvað að hætta á Burger King og
nota hæfileika mína frekar til tekju-
öflunar.“
Hudson er trúlofuð David Otunga
og hefur brúðkaupsdagurinn verið
ákveðinn en hún vill ekki gefa hann
upp. Hún segir þau haga sér eins og
hvert annað par. „Við erum eins og
stórir krakkar, okkur finnst mjög
gaman að fara í hjólatúra og taka
hundana okkar með.“
Hudson heldur í sinn fyrsta tón-
leikatúr á morgun.
Reuters
Hudson Ákvað að taka sönginn fram yfir vinnu á hamborgarastað.
Vann á ham-
borgarastað