Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is ÞEIR sem fengu að kjósa í fyrsta sinn í al- þingiskosningunum um liðna helgi voru ekki aðeins ungmenni sem höfðu ekki náð 18 ára aldri í kosningunum árið 2007, heldur einnig fjöldi fólks sem síðan þá hefur verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Meðal þeirra sem kusu í fyrsta sinn á Íslandi á laugar- daginn, og reyndar í fyrsta sinn á ævinni, var hin 28 ára Elham Tehrani frá Íran sem fékk ríkisborgararéttinn í janúar. Leið sem alvörumanneskju Að hennar sögn var það stór stund þegar hún gekk úr kjörklefanum og setti atkvæði sitt í kjörkassann. „Mér leið eins og ég væri orðin alvörumanneskja því ég hafði lengi fylgst með fréttum og með ríkisstjórninni en aldrei átt rétt á að taka ákvarðanir og vera hluti af einhverju. Mér fannst ég ekki vera hluti af íslenska þjóðfélaginu en eftir að ég fékk ríkisborgararéttinn varð ég það loksins,“ segir Elham. Lætur drauminn rætast Hún fluttist ein til landsins fyrir átta árum og útskrifaðist síðasta sumar sem matvæla- fræðingur frá Háskóla Íslands. Hún og frændi hennar vinna nú hörðum höndum að því að láta draum hennar um að opna veit- ingastað rætast en staðurinn, sem enn hefur ekki hlotið nafn, mun bjóða upp á alþjóðlegan mat. Elham baðst undan myndbirtingu. Loksins orðin hluti af þjóðfélaginu  Elham Tehrani fluttist til Íslands fyrir átta árum og fékk íslenskan ríkisborgararétt í janúar  „Mér leið eins og ég væri orðin alvörumanneskja,“ segir hún um að hafa fengið að kjósa Í HNOTSKURN »Árið 2007 fengu 473 ís-lenskan ríkisborgararétt sem voru 16 ára og eldri og gátu því kosið sl. helgi. Þar af voru 185 karlar og 288 kon- ur. Flestir komu frá Póllandi, Filippseyjum og Taílandi. »Árið 2008 fengu 658 ís-lenskan ríkisborgararétt sem voru 17 ára og eldri. Þar af voru 266 karlar og 392 konur. Ekki liggja fyrir tölur frá árinu 2009. Morgunblaðið/Sverrir Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VARÐSKIPIÐ Þór verður vænt- anlega afhent í mars 2010. Ný Dash-8-flugvél Landhelgisgæslunnar verður afhent 27. júní nk. Landhelg- isgæslan hefur þurft að gæta mikils aðhalds í rekstri. Dregið var úr út- haldi varðskipanna og nýverið var þremur þyrluflugmönnum sagt upp. Georg Lárusson, forstjóri Landhelg- isgæslunnar, var því spurður hvort búið væri að tryggja rekstur nýja varðskipsins. „Fjárlög ársins 2010 eru ekki tilbú- in þannig að við vitum ekki hvernig því verður háttað. Við reiknum samt fastlega með að skipið verði í rekstri,“ sagði Georg. Samkvæmt landhelgisgæsluáætlun, sem rík- isstjórnin samþykkti 2007, er talið nauðsynlegt að reka minnst þrjú varðskip. Georg sagði að gengið hefði verið út frá því að nýi Þór bættist við flotann en fyrir eru varðskipin Ægir og Týr. „Það hefur ekkert breyst í þeim efnum, nema í þá átt að við þurfum að reka enn fleiri skip,“ sagði Georg. „Hins vegar gerum við okkur grein fyrir því að aðstæður á Íslandi eru ákaflega sérstakar nú og við munum sníða okkur stakk eftir því. Fjárveit- ingar til Landhelgisgæslunnar vegna 2010 liggja ekki fyrir, ekki frekar en til annarra stofnana. Þegar þær liggja fyrir munum við laga rekst- urinn að þeim.“ Reiknað er með að hægt verði að reka varðskipið Þór með 18 manna áhöfn líkt og er á varðskipunum Ægi og Tý. Það er lágmarksáhöfn, að sögn Georgs. Hann telur að reksturskostn- aður nýja varðskipsins verði mjög áþekkur og reksturskostnaður gömlu skipanna. „Það er allt önnur og betri orkunýting í þessu nýja skipi, enda er þetta 40 árum yngri hönnun. Vél- arnar eru miklu sparneytnari en þær sem við notum í dag,“ sagði Georg. Ekkert hefur verið ákveðið um að leigja nýja Þór til Noregs. Georg sagði að hugmyndir um það tengdust viðræðum við norska sjóherinn um samstarfssamning. Norska strand- gæslan er innan sjóhersins. Um er að ræða sambærilegan samning og gerður var við danska sjóherinn sem annast m.a. landhelgisgæslu við Fær- eyjar og Grænland. Georg sagði að í viðræðunum hefði m.a. verið rætt um samnýtingu á skipum, mannskap og öðrum tækjum. Einnig svæðaskipt- ingu við leit og björgun. Þar hefði m.a. komið upp að Norðmenn kynnu að þurfa á skipi að halda á árunum 2009 og 2011. Ekki nýtt að fullu hér heima Georg sagði nokkuð ljóst að ekki yrði mögulegt að nýta tæki Land- helgisgæslunnar að fullu hér heima á næstunni. Því væri talið skynsamlegt að kanna möguleika á að leigja tækin tímabundið til útlanda. Georg lagði áherslu á að ekkert hefði verið ákveð- ið um þetta. Fokker-flugvél Landhelgisgæsl- unnar, TF-SYN, er nú tímabundið í geymslu á Akureyri. Georg sagði ástæðu þess vera tvíþætta. Tveir flugmenn vélarinnar væru að fara til þjálfunar á nýju Dash-8-vélinni og reiknað væri með að fleiri færu síðar. Einnig þyrfti að gera breytingar á flugskýli Gæslunnar vegna komu nýju flugvélarinnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Glæsifley Nýja varðskipið var sjósett í Chile í fyrradag og gefið nafnið Þór. Það er afar fullkomið og hefur smíðin vakið athygli víða um heim. Reikna með rekstri Þórs  Landhelgisgæslan fær nýja flugvél afhenta í júní og nýja varðskipið í mars 2010  Forstjóri LHG segir ekkert ákveðið um leigu nýja varðskipsins til annarra landa GEFIN hefur verið út reglugerð um tvö hvalaskoðunarsvæði og eru þau annars vegar í Faxaflóa og hins vegar á milli Tröllaskaga og Mán- áreyja norður af Tjörnesi. Á þeim verður með öllu óheimilt að stunda hvalveiðar. Í fréttatilkynningu segir, að Steingrímur J. Sigfússon, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi skrifað undir reglugerðina en Hafrannsóknastofnun vann að til- lögum um fyrrnefnd svæði eftir samráð við hagsmunaaðila. Fram kemur í fréttatilkynning- unni, að í þessum efnum togist ólík- ir hagsmunir á en tilgangurinn með afmörkun svæðanna sé að draga úr árekstrum af þeim sökum og hljóti þeir, sem í hlut eiga, að virða það. Lætur ráðherra þá ósk í ljós, að ákvörðunin um svæðin verði til þess, að þessar tvær atvinnugrein- ar, hvaðaskoðun, og hvalveiðar, geti eftirleiðis starfað í meiri sátt og samlyndi en verið hefur. Hvalaskoð- unarsvæði afmörkuð SAMTÖK hollenskra sparifjáreig- enda, sem áttu 100 þúsund kr. inneign á Icesave-reikningum Landsbankans í Hollandi, segjast munu kæra Ísland til fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins og Eftirlitsstofnunar EFTA verði innistæðurnar ekki greiddar út í næstu viku. Telja Hollendingarnir að þar sem ís- lensk stjórnvöld hafi ábyrgst innistæður sparifjáreigenda á Ís- landi felist í því mismunun og þar með brot gegn reglum Evrópska efnahagssvæðisins, ef reiknings- eigendur íslensku bankanna í öðrum EES-ríkjum njóti ekki sama réttar. Hópurinn, sem nefnir sig Ice- saving, sendi bréf til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um miðjan apríl þar sem segir að kæran verði lögð fram 6. maí hafi greiðslur ekki borist. Ekkert svar hafi borist. Kæra Ísland vegna Icesave KEPPT verður um Reykjavíkurbik- arinn á morgun og þar með hefst Sumarhátíð Kayakklúbbsins. Kepp- endur verða ræstir klukkan 10 við aðstöðu klúbbsins við Geldinganes í Reykjavík. Að keppni lokinni, klukkan 12, mun þyrla Landhelg- isgæslunnar æfa björgun af sjó. Nánari upplýsingar á vefnum www.kayakklubburinn.is. Sumarhátíð Kayakklúbbsins Hvert verður hlutverk Þórs? Þór verður fullkomnasta varðskip sinnar tegundar á Norður- Atlantshafi. Auk hefðbundinnar land- helgisgæslu verður nýja varðskipið mikilvægur hlekkur í samstarfi Ís- lendinga við nágrannaþjóðir sem gerir ráð fyrir gagnkvæmri aðstoð við öryggiseftirlit og björgun. Hvaða búnaður verður í Þór? Um borð verður búnaður til meng- unarvarna, fjölgeislamælir og DPS- kerfi sem gerir kleift að láta skipið sjálft halda kyrru fyrir í ákveðinni stöðu á sama stað með mikilli ná- kvæmni. Einnig öflugur eftirlitsbún- aður, t.d. innrauðar og næturmynda- vélar. Skipið getur verið færanleg stjórnstöð í neyðaraðgerðum. Hvað gerir skipið fjölnota? Auk þess að vera varðskip verður það öflugt dráttarskip með 120 tonna toggetu. Snúningspunktur dráttarvírs er fyrir framan stýri og skrúfur og því auðvelt að breyta stefnu þótt dregin séu stór skip. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.