Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 Ekki á af forseta Íslands að ganga.     Fyrst kom misskilningur erlendusendiherranna í hádegisverð- inum, þar sem Ólafur Ragnar átti að hafa boðið Rússum herstöðvar og hellt sér yfir Breta. Frásögn norska sendiherrans rataði í þarlenda fjöl- miðla. Forsetinn mátti bruna í Kast- ljósið til að bera misskilninginn til baka.     Svo var það mis-skilningurinn um innistæðu- tryggingarnar. Þýzkir fjölmiðlar ætluðu af göfl- unum að ganga af því að þýzkur blaðamaður hafði tekið orð forsetans „úr samhengi“ og hélt að hann hefði sagt að Íslendingar ætluðu ekki að borga erlendum sparifjáreigendum, sem áttu innistæður á reikningum í Kaupþingi. Þetta var óheppilegt, því að Þjóðverjar eru mjög viðkvæmir fyrir sparifénu sínu. Hálft utanrík- isráðuneytið var á öðrum endanum í heilan dag að leiðrétta misskilninginn.     Ofan á þetta bættist misskilning-urinn milli forseta vors og eigin- konu hans. Hann sagði henni að hún mætti ekki segja ákveðna hluti í við- tali við útlent glanstímarit. Hún sagði þá samt og vakti talsverða athygli á landi og þjóð.     Nú síðast er það furðulegur mis-skilningur út af fálkaorðunni, sem hefur pirrað voldugasta ríki í heimi og gert forsetaembættið hlægi- legt.     Ólafur Ragnar hefur viljað efla sjálf-stæði forsetaembættisins, ekki sízt í erlendum samskiptum.     Gæti hugsazt að það yrði minni mis-skilningur ef hann hlítti forsögn utanríkisráðuneytisins um þau sam- skipti, eins og forverar hans gerðu? Ólafur Ragnar Grímsson Meiri misskilningur Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 7 léttskýjað Lúxemborg 16 heiðskírt Algarve 19 léttskýjað Bolungarvík 3 rigning Brussel 17 skýjað Madríd 17 léttskýjað Akureyri 11 skýjað Dublin 13 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Egilsstaðir 8 rigning Glasgow 12 skýjað Mallorca 19 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 8 heiðskírt London 17 léttskýjað Róm 13 léttskýjað Nuuk -3 skýjað París 18 heiðskírt Aþena 21 léttskýjað Þórshöfn 9 þoka Amsterdam 18 heiðskírt Winnipeg 5 skúrir Ósló 18 heiðskírt Hamborg 22 léttskýjað Montreal 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 heiðskírt Berlín 26 heiðskírt New York 15 léttskýjað Stokkhólmur 10 heiðskírt Vín 17 léttskýjað Chicago 17 alskýjað Helsinki 10 heiðskírt Moskva 7 alskýjað Orlando 28 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 1. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.10 0,9 11.24 3,0 17.27 1,1 23.55 3,3 4:59 21:52 ÍSAFJÖRÐUR 0.43 1,9 7.25 0,4 13.37 1,5 19.37 0,6 4:48 22:13 SIGLUFJÖRÐUR 2.50 1,2 9.23 0,2 16.00 1,1 21.42 0,5 4:30 21:56 DJÚPIVOGUR 2.13 0,7 8.03 1,6 14.21 0,6 21.03 1,9 4:24 21:25 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á laugardag Vestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttir til á Austur- landi. Kólnar og hiti 1 til 6 stig seinnipartinn. Á sunnudag Hæg suðvestlæg átt og stöku skúrir um vestanvert landið, en léttskýjað fyrir austan. Snýst í vaxandi sunnanátt með rigningu eða slyddu sunnan- og vest- anlands þegar líður á daginn. Hiti breytist lítið. Á mánudag Allhvöss suðvestanátt og skúrir eða rigning, en hægari vindur og þurrt að mestu um austanvert landið. Hiti 0 til 5 stig. Á þriðjudag og miðvikudag má búast við breytilegum eða norðlægum áttum með skúrum eða éljum víða um land og frem- ur svölu veðri. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan- og norðaustan 5-13 og víðast rigning framan af og tals- verð úrkoma suðaustanlands. Dregur úr veðri um allt land síð- degis en norðvestan 8-13 með skúrum suðvestanlands í kvöld. Hiti 3 til 10 stig en hiti um frost- mark norðvestantil í nótt. REYNIR Traustason, ritstjóri DV og fyrrverandi ritstjóri Mannlífs, var í Hæstarétti í gær dæmdur til að greiða hálfa milljón króna til ríkissjóðs fyrir að birta áfengisauglýsingar í fylgiriti Mannlífs í júlí árið 2006. Sonur Reynis, Jón Trausti, var jafn- framt dæmdur í Hæstarétti í gær. Hann var, ásamt ritstjóra Nýs lífs, dæmdur til að greiða Ás- geiri Þór Davíðssyni miskabætur vegna ummæla sem birtust í tímaritinu Ísafold. Með dómi sínum yfir Reyni var staðfestur dóm- ur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júní á síðasta ári. Reynir krafðist sýknu í málinu og byggði á því að ekki hefði verið um auglýsingar að ræða, heldur umfjöllun um áfengi. Talið var að um hefði verið að ræða tilkynningar til almennings vegna markaðs- setningar þar sem sýndar hafi verið áfengisteg- undir. Það væri brot á áfengislögum. Þar sem höfundur var ekki nafngreindur var Reynir talinn bera refsiábyrgð sem ritstjóri. Miskabæturnar lækkaðar Hæstiréttur staðfesti einnig að hluta dóm yfir Jóni Trausta Reynissyni, ritstjóra DV og fyrrver- andi ritstjóra Ísafoldar, og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, fyrrverandi ritstjórnarfulltrúa Ísafoldar, vegna ummæla um Ásgeir Þór í tímarit- inu í júní 2007. Í héraði voru þau dæmd til að greiða Ásgeiri eina miljón kr. í miskabætur. Fallist var á með Ásgeiri að í ummælum hefðu falist aðdróttanir um refsiverða háttsemi. Hins vegar var talið að tvenn ummæli í greininni væru almenns eðlis og beint að ótilgreindum mönnum. Jón Trausti og Ingibjörg voru dæmd til að greiða Ásgeiri 500 þúsund kr. í miskabætur og 300 þúsund kr. til að standa straum af birtingu nið- urstöðu dómsins. Hæstiréttur dæmir ritstjóra DV  Kveðinn upp dómur yfir feðgunum Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni Eftir Sigurð Sigmundsson Bláskógabyggð | Nýtt gistiheimili sem hjónin Vilborg Guðmundsdóttir og Loftur Jónasson í Myrkholti í Bláskógabyggð hafa byggt var formlega tekið í notkun á dögunum. Það hefur hlotið nafnið Skálinn. „Drekkum nú í Skála skál/ skörungum til sóma,“ segir í vísu sem Jón Karlsson í Gýgjarhólskoti skrifaði á servíettu við athöfnina. Fjölmenni var við opnun hússins. Séra Sigurður Sigurðarson, biskup í Skálholti, flutti hugvekju og blessaði húsið. Bygging hússins hófst í ágúst í fyrra en þau hjón hafa að mestu leyti unnið að byggingarvinnunni sjálf með annarri vinnu. Húsið er 285 fer- metra timburhús með 8 fjögurra manna herbergjum, 100 ferm. sal, góðri eldunaraðstöðu og rúmgóðum baðherbergjum. Gistiaðstaðan verður leigð út sem svefnpokapláss með eldunaraðstöðu fyrir gesti. Húsið stendur skammt frá Gullfossvegi og verður opið allt árið. Þarna eru kjörnar aðstæður, m.a. fyrir hestamenn, en góðar og greiðar reiðleiðir eru við hálend- isbrúnina. Nú þegar hafa allmargir hestahópar pantað Skálann fyrir sumarferðir sínar. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Gistihúseigendur Vilborg Guðmundsdóttir og Loftur Jónsson unnu sjálf við byggingu Skálans í Myrkholti í Bláskógabyggð. „Skörungum til sóma“ Nýtt gistiheimili opnað í Myrkholti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.