Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 Atvinnuauglýsingar Markaðsmál og sala Starfsmaður óskast til að sinna markaðs- setningu og sölu á nýrri áhugaverðri vöru fyrir alþjóðlegan markað. Verður að geta starfað sjálfstætt. Áhugasamir sendi umsókn og ferilskrá á netfang myjobin2010@gmail.com Óskum eftir matreiðslumanni í áhugavert verkefni við þróun og uppbyggingu á nýjum veitingastað. Umsóknir sendist á esjustofa@internet.is Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunnar félags sjálfstætt starfandi fræðimanna verður haldinn fimmtudaginn 7. maí kl. 15:00 í fundarsal félagsins að Hringbraut 121, 4. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf. Tillaga að lagabreytingu verður borin upp og liggur hún frammi á skrifstofu RA og heimasíðu félagsins (www.akademia.is). Stjórnin. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja þriðjudaginn 5. maí 2009, kl. 10:00, í skrifstofu embættisins að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Snæringsstaðir (145316, 213-7702), Svínadal, Húnavatnshreppi, þingl. eig. Benedikt Steingrímsson o.fl., gerðarbeiðendur Vörður tryggingar hf., Fóðurblandan hf. og Jötun vélar ehf. Kúfustaðir (145379), Húnavatnshreppi, þingl. eig. Jón B. Sigvaldason o.fl., gerðarbeiðandi Áki bifreiðaþjónusta ehf. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 30. apríl 2009, Bjarni Stefánsson sýslumaður. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Aðalstræti 92, Patreksfirði, 2. h. fimmtudaginn 7. maí 2009 kl. 14:00 á eftirfarandi eignum: Gilsbakki 2-4, íbúð 0001, fastanr. 212-4879, Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Mjóni ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Gilsbakki 2-4, íbúð 0002, fastanr. 212-4880, Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Mjóni ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Gilsbakki 2-4, íbúð 0101, fastanr. 212-4881, Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Mjóni ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Gilsbakki 2-4, íbúð 0102, fastanr. 212-4882, Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Mjóni ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Gilsbakki 2-4, íbúð 0103, fastanr. 212-4883, Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Mjóni ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Gilsbakki 2-4, íbúð 0104, fastanr. 212-4884, Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Mjóni ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Gilsbakki 2-4, íbúð 0105, fastanr. 212-4885, Bíldudal,Vesturbyggð, þingl. eig. Mjóni ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Gilsbakki 2-4, íbúð 0201, fastanr. 212-4886, Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Mjóni ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Gilsbakki 2-4, íbúð 0202, fastanr. 212-4887, Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Mjóni ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Gilsbakki 2-4, íbúð 0203, fastanr. 212-4888, Bíldudal,Vesturbyggð, þingl. eig. Mjóni ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Gilsbakki 2-4, íbúð 0204, fastanr. 212-4889, Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Mjóni ehf, gerðarbeiðandi Íbú Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 30. apríl 2009. Úlfar Lúðvíksson. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Hraunbær 42, 204-4622, Reykjavík, þingl. eig. Ásgerður Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf, þriðjudaginn 5. maí 2009 kl. 11:30. Reykás 43, 204-6419, Reykjavík, þingl. eig. Bjarni Friðjón Karlsson, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg ogTryggingamiðstöðin hf, þriðjudaginn 5. maí 2009 kl. 10:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 30. apríl 2009. Tilkynningar Landskjörstjórn Fundur um úthlutun þingsæta Landskjörstjórn kemur saman til fundar mánudaginn 4. maí 2009 kl. 17.00 til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir almennar alþingiskosningar sem fram fóru hinn 25. apríl sl. Hér með er umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram við alþingiskosningarnar gefinn kostur á að koma til fundarins, sem haldinn verður á 2. hæð í Austurstræti 8—10, Reykjavík, húsnæði nefnda- sviðs Alþingis. Gengið er inn frá Vallarstræti. Reykjavík, 30. apríl 2009, landskjörstjórn. Folketingets ombudsmand Hans Gammeltoft-Hansen heldur fyrirlestur í Norræna húsinu laugardaginn 2. maí kl. 16.30 um starf sitt og áhugamál. Á eftir mun hann spila flautusónötu eftir Händel og kompositionir fyrir flautu og píanó eftir Ibert með aðstoð Steens Lindholm. Allir velkomnir. Dansk-íslenska félagið. Ertu að leita þér að vinnu? Vantar þig starfskraft? Farðu inn á mbl.is/atvinna Elsku tengda- mamma. Nú er komið að kveðjustund. Eins og alltaf á stundum sem þessum kem- ur margt upp í hugann og margar minningar renna hjá eins og fallegar myndir. Alveg frá fyrstu stundu þeg- ar við hittumst fyrst varstu mér góð og hlý. Betri tengdamömmu hefði ég ekki getað fengið. Það hefur verið mér heiður að fá að fylgja þér í gegn- um árin. Þú ert kona sem fórst ekki fram á mikið en gafst þeim mun meira. Elsku Björg, að fá að hjálpa þér og styðja síðasta spölinn var ómetanlegt og þær stundir mun ég geyma djúpt í hjarta mér. Manstu ferðina okkar til Reykjavíkur þegar þú háöldruð fórst að kaupa þér nýtt í búið? Við tvær að borða saman og spjalla. Parísarferðin okkar. Aldrei gleymi ég því hvað þú varst hrærð og glöð þegar sunginn var fyrir þig afmælissöngurinn í sigl- ingunni á Signu, tár á kinn og einlæg gleði, glampar í augunum á þér. Ávallt hefur fylgt þér lítillæti og hóg- værð. Kleinulykt í lofti, pönnukökur og annað góðgæti á borðum. Talaðir aldrei illa um nokkurn mann og vildir öllum vel. Börnunum mínum varstu alveg einstök amma og Gumma mínum góð móðir. Þeirra söknuður er mikill. Núna sé ég þig fyrir mér á himnum, Björg Hallvarðsdóttir ✝ Björg Hallvarðs-dóttir fæddist á Geldingaá í Leir- ársveit 27. mars 1921. Hún andaðist á lyf- lækningadeild Sjúkra- húss Akraness aðfara- nótt sumardagsins fyrsta, 23. apríl síðast- liðins og fór útför hennar fram frá Akra- neskirkju 30. apríl. að klappa saman lóf- um, hlæja og segja sögur. Elsku Björg, ég ætla að kalla þig Björgina mína. Vonandi næ ég að taka þig mér til fyr- irmyndar. Hjá þér skiptu veraldleg gæði ekki máli heldur hjartahlýja og það að vera til staðar. Takk fyrir samferð- ina og það sem þú skildir eftir þig. Við sjáumst seinna á nýj- um stað. Megi guð og góðir englar vernda þig í nýjum heimkynnum. Með tár á kinn og kertaljós lýk ég þessum kafla í okkar sameiginlega lífi. Börnum og öðrum aðstandendum sendi ég mína dýpstu samúð. Góða nótt. Þú mátt svífa hærra og hærra heiðblámans um ljósan stig. Allt sem þú átt yndislegast er aðeins draumur fyrir mig. Ætti sál mín auðlegð þína, yndi og fegurð, vorsins hljóm. Mætti ég alla ævi mína yrkja ljóð um vor og blóm. (Halldóra B. Björnsson.) Þín Guðrún Ísleifsdóttir. Elsku amma Björg. Núna þegar þú hefur kvatt þennan heim renna marg- ar minningar í gegnum hugann. Þú ert sú manneskja sem ég hef um- gengist í gegnum lífið sem ég lít einna mest upp til. Aldrei hef ég heyrt þig hallmæla einum einasta manni og alltaf varstu brosandi. Aldrei mátti sjá á þér að lífið væri erfitt eða ósann- gjarnt. Alltaf þegar maður kom til þín mætti maður viðmóti sem ekki öllum er gefið en þú varst svo rík af. Margar minningar koma upp í hug- ann þegar maður fer að hugsa til baka. Það voru hrein forréttindi að fá tækifæri til þess að upplifa allan æv- intýraheiminn sem fylgdi því að koma til þín á Breiðina. Húsið sjálft alger ævintýraheimur fyrir ungan dreng og gleymi ég því aldrei þegar ég var orð- inn nógu stór og sterkur til þess að fá að lyfta hleranum á eldhúsgólfinu þínu og fá að fara sjálfur niður í kjall- ara. Þá var maður orðinn að manni. Fjaran og klettarnir voru hluti af þessum ævintýraheimi, eyddi maður ófáum stundunum að safna rekaviði, kíkja í gullfjöruna sem meira að segja fólk sem hefur búið á Skaganum í mannsævi veit ekki af. Þessu fékk maður að kynnast í gegnum þig. Svo var ekkert betra en að koma inn eftir öll ævintýrin, setjast á kollinn sinn við eldhússkenkinn horfa á út á hafið í gegnum gluggann með Svala og brúna köku með hvíta kreminu í höndunum. Það voru alltaf ákveðnir hlutir sem maður gat gengið að vísum þegar maður heimsótti þig, elsku amma, sama hvort það var Svala-ferna, Remi-kex, pönnsurnar, kleinurnar góðu, eða bara hlýjan sem fylgdi þér. Eftir að þú fluttir á Höfðagrundina og ég var orðinn eldri fæddust fleiri svona góðar stundir. Við feðgar og fleiri reyndum eftir fremsta megni að gefa þér, amma mín, það sem þú áttir skilið. Aldrei skoraðist maður undan því, sama hvort maður var að smíða pallinn góða, teppaleggja, síðar park- etleggja eða mála fyrir þig fallega húsið að innan sem utan. Því alltaf fann maður hversu þakklát þú varst og kunnir svo vel að meta þá hluti sem maður gerði fyrir þig. Við vorum svo heppin hér í Jörund- arholtinu að fá að njóta margra jóla og áramóta með þér og Lárusi frænda. Þegar maður fékk mjúkan pakka vildir þú alltaf fá að skoða inni- haldið, enda varst þú mikil handa- vinnukona, og var gaman að fylgjast með þér þrátt fyrir aldurinn hversu klár þú varst í höndunum og sértak- lega í saumnum. Það sem mig langar að taka með mér inn í lífið frá þér er æðruleysið og einlægnin. Þessar klukkustundir sem ég fékk að eiga með þér um nóttina sem þú fórst eru mér gríðarlega mikilvægar, það að hafa fengið að halda í litlu höndina þína og fylgja þér síðustu skrefin í þessum heimi er fyrir mér ómetan- legt. Það var svo mikill friður yfir þér. En mikið er ég feginn að þú hafir fengið hvíldina og friðinn sem þú átt svo sannarlega skilið eftir langa ævi. Ég veit að þú ert kominn á fallegan stað, örugglega sveitina þína, með þinn Lazyboy-stól og afa Skúla þér við hlið. Og auðvitað brosandi. Það varst þú, eitt stórt bros. Hetja í einu orði sagt. Takk fyrir allt, elsku amma, ég mun sakna þín mikið. Bjarki Þór Guðmundsson. Hinsta kveðja til elsku mömmu. Elsku móðir mín kær, ætíð varst þú mér nær, ég sakna þín, góða mamma mín. Já, mild var þín hönd er um vanga þú straukst, ef eitthvað mér bjátaði á. Við minningu um þig geymum og aldrei við gleymum, hve trygg varst þú okkur og góð. Við kveðjum þig, mamma, og geymum í ramma í hjarta okkar minningu um þig. (Gylfi V. Óskarsson.) Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kysstu Björn Skúla og pabba frá okkur, elsku mamma. Hvíl í friði. Ástarkveðja, Þín Málfríður Guðbjörg og Gísli Hallberg. Hlý og góð, kát og kærleiksrík varst þú, elsku amma mín. Nú þegar jarðvist þinni er lokið og minningarn- ar streyma fram í huga minn þá verð- ur mér ljóst hversu rík við höfum ver- ið að eiga þig að. Það var alltaf svo hlýtt og notalegt að koma til þín, bæði niður á Breið í ævintýrahúsið og seinna á Höfðagrundina. Alltaf vor- um við velkomin til þín og ekki kom til mála að kveðja án þess að hafa smakkað á einhverju góðgætinu. Heimsókn þín til Parísar er mér af- ar minnisstæð. Þar áttum við saman ógleymanlegar stundir og lentum í skemmtilegum ævintýrum, m.a. læst- umst við í lyftu við la Tour Eiffel, okk- ur báðum mál, og öryggisverðirnir sko aldeilis ekkert að flýta sér. Við hlógum nú mikið þegar við höfðum losnað úr prísundinni. Enda sást þú auðveldlega broslegu hliðarnar á hlutunum. Ég mun sakna þín sárt amma, en ég veit að þú ert hvíldinni fegin. Hlæj- andi, með glampa í augum og klapp- andi saman lófunum situr þú eftir í huga mér. Megi englarnir vaka yfir þér á góð- um stað, elsku amma. Þín, Andrea.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.