Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 ROGER EBERT, EINN VIRTASTI KVIKMYNDAGAGNRÝNANDI USA. SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND Í ANDA KNOCKED UP OG FORGETTING SARAH MARSHALL ...ERTU NÓGU MIKILL MAÐUR TIL AÐ SEGJA ÞAÐ? SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI SKY HVER SEGIR AÐ ÞÚ SÉRT BARA UNGUR EINU SINNI? SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI 2 VIKUR Í RÖÐ! KRINGLUNNI OG AKUREYRI “FUNNY AS HELL…” PETER TRAVERS / ROLLING STONE NY TIMES SEGIR: SPRENGHLÆGILEG, GRÓFUSTU BRANDARAR SEM SÉST HAFA Í BÍÓ... LANDMARK COMEDY DAVID EDELSTEIN N.Y. MAGAZINE VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, Empire Fbl Mbl. „AFHVERJU GETA BANDARÍKJAMENN EKKI GERT SVONA MYNDIR LENGUR?“ CNN SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI 16 L L L 16 12 L 12 L L L L 12 12 L 12 12 12 L L HIÐ SÍGILDA ÆVINTÝRI ER LOKSINS KOMIÐ Í BÍÓ FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN SÝND ME Ð ÍSLENSK U TALI KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, á allar 3D sýningar merktar með grænu850 krrSPARBÍÓ STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 L THE UNBORN kl. 8 - 10 STATE OF PLAY kl. 8 OBSERVE AND REPORT kl. 10:20 RACE TO WITCH MOUNTAIN kl. 6 L MONSTERS VS ALIENS m. ísl. tali kl. 2 - 4 L / AKUREYRI 17 AGAIN kl. 6 - 8 L PUSH kl. 8 THE BOY IN THE STRIPED PAYJAMAS kl. 10:10 KNOWING kl. 10:10 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 4 - 6 MONSTERS VS ALIENS m. ísl. tali kl. 4 BEVERLY HILLS CHIHUAHUA m. ísl. tali kl. 2 FRÍTT Í BÍÓ BEDTIME STORIES kl. 2 FRÍTT Í BÍÓ / KEFLAVÍK PUSH kl. 8 -10:20 I LOVE YOU MAN kl. 8 FAST & FURIOUS kl. 10:20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 L MONSTERS VS ALIENS m. ísl. tali kl. 2 - 4 L MALL COP kl. 6 L / SELFOSSI Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er samningur frá 2003 sem gilti til 2005. Það átti ekki að reikna samninginn upp frá 2005 en leik- arar hafa gert það einhliða og fram- leiðendur virðast ekki hafa rekið augun í það,“ segir Ari Kristinsson, formaður Sambands íslenskra kvik- myndaframleiðenda, SÍK, sem hef- ur sagt upp samningi við Félag ís- lenskra leikara. Árið 2003 gerðu SÍK og FÍL með sér samning til tveggja ára. Í samningnum var gert ráð fyrir að launatölur samningsins myndu hækka í samræmi við launa- vísitölu tvisvar á samningstímanum, 1. janúar 2004 og 1. janúar 2005. Samningurinn gilti til 1. maí 2005 og eftir það tók við þriggja mánaða uppsagnarfrestur. FÍL hefur síðan einhliða sett árlega inn hækkun á heimasíðu sína í samræmi við hækk- un launavísitölu. Of hátt „Ég er nýkominn aftur sem for- maður SÍK og þegar ég fór að semja við leikara tók ég eftir þessu, að mönnum hafði yfirsést að samning- urinn væri löngu runninn út og að leikarar höfðu engar heimildir til að hækka hann síðan þá. En við erum að fara að setjast niður til þess að semja,“ segir Ari og bætir því við að vissulega sé undarlegt að und- anfarin ár hafi verið greitt sam- kvæmt einhliða hækkunum FÍL. „Framleiðendur hafa hreinlega ekki verið nógu duglegir við að lesa samninginn. En á sínum tíma vönd- ust menn á að nota tölurnar sem gefnar eru upp á heimasíðu FÍL, og hafa svo haldið áfram að gera það í góðri trú. Það er líklega vanda- málið, að þeir sem voru að framleiða byrjuðu á að fara inn á þá síðu til að sjá hver staðan væri, en áttuðu sig ekki á því hvenær þetta rann út.“ Aðspurður segir Ari núverandi taxta of háa. „Þeir hækkuðu þetta bara samkvæmt launavísitölu, það hefur enginn fengið beinar hækk- anir samkvæmt launavísitölu síðustu fjögur árin. Og framleiðendur héldu bara að menn hefðu samið af sér,“ segir hann, en sest verður að samn- ingaborðinu um miðjan maí. Hvað mögulegar lækkanir varðar segir Ari ekkert hægt að segja fyrr en samningaviðræður hefjast. En eftir hvaða taxta er þá greitt í dag? „Við höfum beint því til félaga okkar að borga samkvæmt þeim tölum sem samið var um á sínum tíma. Við höfum enga aðra samn- inga. Það er töluvert af myndum að fara af stað í sumar og í síðustu myndum sem gerðar voru var farið eftir taxta leikarafélagsins. En það er ekki búið að semja vegna mynd- anna sem fara af stað í sumar,“ seg- ir Ari, en samningurinn tekur til kvikmynda og sjónvarpsþátta, en ekki auglýsinga. Engin leiðindi Randver Þorláksson, formaður FÍL, segir málið í farvegi. „Þetta er engin gjaldskrá sem við höfum sett upp heldur uppreikn- aðar tölur sem við höfum reiknað samkvæmt launavísitölu frá 2005. Síðan þá hafa engar viðræður átt sér stað og þá gildir sá samningur sem var, og hann hlýtur að fela í sér launavísitölu. Það er að minnsta kosti minn skilningur. En það eru engin leiðindi,“ segir Randver. En kemur til greina að lækka taxtann frá því sem nú er? „Það hefur ekki komið upp á borð eða verið rætt. Enda er það ekki í stöðunni,“ svarar Randver. Leikaralaun í lausu lofti  Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda hefur sagt upp samningi við Félag íslenskra leikara  Leikarar hafa hækkað taxta einhliða undanfarin ár  Samningaviðræður hefjast um miðjan maí Ari Kristinsson Randver Þorláksson Skuggalegur Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki sínu sem Steingrímur í spennumyndinni Reykjavík Rotterdam sem gerð var á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.