Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 29
Dagbók 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 Í dag er föstudagur 1. maí, 121. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: „Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt.“ (Mk. 4, 24.) Verkalýðsdagurinn skipar alvegsérstakan sess í huga Víkverja vegna þess að þann dag fyrir mörg- um árum hófst blaðamannsferill hans hjá Morgunblaðinu; reyndar á fríi og hafa sumir vinir Víkverja reynt að ná sér niðri á honum með því að segja að starfsferill hans sé búinn að vera tómt frí. Víkverji telur sig ekki þurfa að taka fram, að það er auðvitað tóm tjara. x x x Að vonum hefur margt á daganadrifið og margan góðan sam- starfsmanninn hefur Víkverji átt þessi Morgunblaðsár. Þar gengur einvalalið um garða og Víkverji telur sig ríkan mann fyrir þau samskipti. Svo eru nýlega mikil umskipti geng- in um garð hjá Morgunblaðinu. Eig- endur sem Víkverji hefur lengst af unnið hjá eru það ekki lengur. Þeir voru upp til hópa menn sem kunnu að eiga dagblað og Víkverji á ekki annað en góðar minningar af kynn- um sínum við þá. Maður kemur í manns stað. Á þessum tímamótum leyfir Víkverji sér að líta bjartsýnn fram á veg Morgunblaðsins með nýjum eig- endum og góðum samstarfsmönnum. x x x Fátt hefur glatt Víkverja meir enendurkoma Sextetts Ólafs Gauks og vonandi eru tvennir tón- leikar í Fríkirkjunni aðeins upphafið á öðru meira. Víkverji man þá tíð þegar Sextett Ólafs Gauks var „Hljómsveitin“ og lagði allt undir sig; landið og miðin. Þetta voru dúndurböll, hver plötu- smellurinn rak annan og þau komu fram í sjónvarpsþáttum, sem eru frá- bærir í huga Víkverja, en hann rekur minni til að hafa séð eða heyrt eftir Ólafi Gauki að þættirnir séu ekki lengur til, því sjónvarpið hafi tekið yfir þá. Það er náttúrlega ekkert annað en ófyrirgefanlegt. x x x Sá sextett sem nú stígur á svið erekki eins mannaður og fyrr. En eins og Ólafur Gaukur sagði: Sándið er það sama. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. 0-0 Rxe4 5. d4 Rd6 6. dxe5 Rxb5 7. a4 Rbd4 8. Rxd4 Rxd4 9. Dxd4 d5 10. Dd3 c6 11. a5 Dh4 12. Be3 Be7 13. f4 0-0 14. Rd2 f6 15. Dc3 Dh5 16. a6 fxe5 17. fxe5 Hxf1+ 18. Hxf1 Dg6 19. Bc5 Bh3 20. Hf2 Hf8 21. Bxe7 Hxf2 22. Dxh3 Hxd2 Staðan kom upp á alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyr- ir nokkru í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Stórmeistarinn Mihailo Oleksienko (2.550) frá Úkraínu hafði hvítt gegn sænska alþjóðlega meist- aranum Nils Grandelius (2.464). 23. Dc8+! Kf7 24. e6+! Kxe7 25. Dd7+ Kf6 26. Df7+! Dxf7 27. exf7 Hd1+ 28. Kf2 Kxf7 29. axb7 og svartur gafst upp enda getur hann ekki varn- að því að peð hvíts á b7 renni upp í borð og verði að drottningu. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sjálfspilandi slemma. Norður ♠ÁK8 ♥Á8653 ♦D63 ♣K4 Vestur Austur ♠965 ♠10743 ♥D972 ♥10 ♦ÁK52 ♦G10984 ♣G2 ♣1076 Suður ♠DG2 ♥KG4 ♦7 ♣ÁD9853 Suður spilar 6♣. Þrjú pör af tólf sögðu laufslemmu í þessu spili Íslandsmótsins. Slemman er hundvond, því bæði þarf trompið að liggja 3-2 og svo verður hjartadrottn- ingin að skila sér. Trompið liggur vel, en ♥D lítur út fyrir að vera í öruggu skjóli í vestur. Eða hvað? Sagnhafarnir þrír unnu allir slemm- una og fóru létt með. Vestur kom út með ♦K, fékk talningu frá makker sín- um og skipti þá yfir í spaða. Með tíg- ulásinn sannaðan í vestur er þvingun óhjákvæmileg. Eftir flóðbylgju af svörtum slögum verður lokastaðan þessi: Í blindum er ♥Á8 og ♦D, en heima á sagnhafi ♥KG4. Vestur neyð- ist til að hanga eins og hundur á roði á tígulásinum og fækka þar með hjörtum sínum niður í tvö. Fjögur-eitt legan í hjarta frelsar sagnhafa síðan undan ágiskun í lokastöðunni. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú þarft að setja þig vel inn í allar þær breytingar sem orðnar eru í sam- skiptum. Líklega er um að ræða ráðlegg- ingar sem þú vilt alls ekki heyra. (20. apríl - 20. maí)  Naut Aukinn dugnaður þinn gæti ógnað núverandi samböndum. Hvað áttu nú að gera við tíma þinn og orku? Þú verður fljótur að fylla upp í þá eyðu. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Í dag er heppilegt að gera fjár- málasamninga eða verja fé til skemmt- unar. Láttu neikvæðni annarra ekki draga úr þér því þú veist hvað þú þarft að gera. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Leitaðu leiða til að auka skilning þinn á heiminum. Aðeins þannig tekst þér vel til. Vertu sveigjanlegur og gam- ansamur. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er nauðsynlegt að geta bæði gef- ið og þegið því án annars er hitt ekkert. Ef þú lætur verða af því reyndu þá að gera það fyrri hluta dags. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Stundum þegar maður hlustar af alefli nær maður orðunum en ekki merk- ingu þeirra. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þig langar til að hjálpa vini þínum, kunningja eða jafnvel einhverjum ókunnugum í dag. Láttu ekkert verða til þess að koma þér úr jafnvægi svo þú getir haldið í stjórnartaumana. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ættir að kaupa inn til heim- ilisins því ættingjar þínir munu líklega kíkja í heimsókn. Reyndu að forðast ósannindi. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Upplagt að bjóða vinum heim í dag og halda þeim teiti. Kannski er ástæð- an sú að bogmaðurinn hefur framkvæmt í stað þess að hafa áhyggjur upp á síðkast- ið. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Er á brattann að sækja? Það þýðir ekki að þú eigir að gefast upp. Ykk- ur er báðum mikið í mun að sannfæra hinn aðilann. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þegar þú talar við aðra skaltu ganga úr skugga um að þeir skilji þig. Einhver gæti líka tekið upp á því að gera þér óvæntan greiða. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú laðast að fólki sem þú átt lítið sameiginlegt með. Fjölbreytni er hress- andi. Sýndu sjálfstæði, styrk og þol- inmæði. Stjörnuspá 1. maí 1783 Eldgos hófst út af Reykjanesi, sennilega þar sem nú er Eld- eyjarboði. Við gosið mynd- aðist 800 metra löng eyja sem nefnd var Nýey, en hún var horfin í sæ ári síðar. 1. maí 1923 Alþýðusambandið gekkst fyrir hátíðahöldum og kröfugöngu í Reykjavík í fyrsta sinn, í til- efni af baráttudegi verkalýðs- ins. Alþýðublaðið sagði að kröfugangan hefði „mikil áhrif haft á almenning í bæn- um“. Kröfuspjöldin voru hvít með rauðum áletrunum svo sem „Atvinnubætur gegn at- vinnuleysi,“ „Engar kjall- arakompur“ og „Hvar er landsspítalinn?“ 1. maí 1935 Bifreiðaeinkasala ríkisins tók til starfa. Í rúm sjö ár var öðr- um en einkasölunni bannað að flytja til landsins bifreiðar og bifreiðavélar, dráttarvagna og bifhjól, hjólbarða, gúmmí- slöngur og bifreiðarafgeyma. 1. maí 1936 Seinasti apríl, kvæði eftir Halldór Laxness, birtist í tíma- ritinu Rauða fánanum. Síðar var kvæðið eignað Ólafi Kára- syni í Heimsljósi og er nú þekkt sem Maístjarnan. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… Líney Guðmundsdóttir, áður bú- sett á Bergþórugötu 25, mun halda upp á níræðisafmæli sitt á núver- andi heimili sínu, Suðurholti 5, Hafnarfirði, laugardaginn 2. maí. Opið hús frá kl. 14 og fram eftir degi. Allir velkomnir. Blóm og gjaf- ir vinsamlegast afþakkað. 90 ára „ÉG er mikið barn í mér þannig að mér finnst mjög gaman að eiga afmæli. Ég er hins vegar ekki mikið fyrir að halda veislur en fer yfirleitt alltaf út að borða á afmælinu mínu,“ segir Halla Birg- isdóttir, sem fagnar 30 ára afmæli sínu í dag og að þessu sinni verður þar engin undantekning á. Hún ætlar út að borða í tilefni dagsins og einhver köku- bakstur mun koma við sögu, en þar sem hún stend- ur í ströngu í próflestri vegna meistaranáms í mannauðsfræði við Háskóla Íslands bíða frekari afmælishöld betri tíma. „Þegar prófin eru búin held ég áfram og geri meistararitgerðina. Ég held því að ég geymi öll veisluhöld þar til ég er búin í skólanum.“ Hún viðurkennir að það sé ekki spennandi að ljúka námi og koma út á vinnumarkaðinn um þessar mundir. „Þetta eru dálítið erfiðir tímar og mér sýnist ekki mikið af lausum stöðum í mínu fagi. Hins vegar er ég kennari í grunninn og fer kannski bara aftur að kenna.“ En hvað skyldi þrítugt afmælisbarn langa í í afmælisgjöf um þessar mundir? „Það er góð spurning,“ segir Halla og hlær. „Eiginlega er ekkert sem mig langar í en það er alltaf gaman að fá pakka. Fólk verður bara að koma á óvart.“ ben@mbl.is Halla Birgisdóttir er þrítug í dag Próflestur og út að borða Sudoku Frumstig 8 7 5 8 2 2 6 5 1 3 9 1 4 7 3 4 5 1 9 6 4 9 7 8 9 4 5 6 2 7 1 2 3 5 6 7 8 9 1 5 5 7 8 1 2 4 3 7 3 4 8 5 6 3 2 8 9 9 2 4 1 6 4 2 7 6 2 5 5 8 7 4 9 9 3 4 1 7 8 6 5 2 6 7 5 3 9 2 4 8 1 2 8 1 6 5 4 9 3 7 4 1 7 2 8 9 5 6 3 8 2 6 4 3 5 7 1 9 5 9 3 7 1 6 8 2 4 1 4 8 9 6 3 2 7 5 7 5 2 8 4 1 3 9 6 3 6 9 5 2 7 1 4 8 9 5 4 1 8 6 3 7 2 7 2 8 4 9 3 6 1 5 3 6 1 7 5 2 8 4 9 4 7 3 2 6 8 5 9 1 2 1 9 5 3 7 4 8 6 5 8 6 9 1 4 2 3 7 6 9 5 8 4 1 7 2 3 8 3 7 6 2 9 1 5 4 1 4 2 3 7 5 9 6 8 5 6 4 1 7 2 8 3 9 8 2 9 5 3 6 1 4 7 3 1 7 4 8 9 5 2 6 1 7 6 9 4 8 2 5 3 9 4 5 6 2 3 7 8 1 2 8 3 7 1 5 9 6 4 7 3 1 2 5 4 6 9 8 4 9 2 8 6 7 3 1 5 6 5 8 3 9 1 4 7 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Krossgáta Lárétt | 1 larfur, 8 sár- um, 9 aðkomumanns, 10 ótta, 11 mannsnafn, 13 meiða, 15 umstang, 18 vísa, 21 kvendýr, 22 glæpafélagsskapur, 23 gróði, 24 lundi. Lóðrétt | 2 rotin, 3 sár, 4 beinpípu, 5 þagga niður í, 6 nokkra, 7 fjall, 12 bors, 14 hreysi, 15 heið- ur, 16 greftrun, 17 iðja, 18 gribba, 19 örlaga, 20 siga. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skran, 4 sópur, 7 pontu, 8 rytja, 9 táp, 11 röng, 13 þrái, 14 áræða, 15 búnt, 17 karp, 20 eir, 22 tet- ur, 23 óskar, 24 romsa, 25 akrar. Lóðrétt: 1 sýpur, 2 rænan, 3 naut, 4 sorp, 5 pútur, 6 ró- aði, 10 ámæli, 12 gát, 13 þak, 15 bítur, 16 notum, 18 ask- ar, 19 perur, 20 erta, 21 rófa. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.