Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 22
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið í Galleríi Fold á Rauðarárstíg, virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16 Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu G uðm unda A ndrésdóttir Listmunauppboð Allir velkomnir mánudaginn 11. maí Sumargleði í Galleríi Fold við Rauðarárstíg Í dag kl. 15:00 opnum við tvær sýningar stórmálaranna Tryggva Ólafssonar og Daða Guðbjörnssonar. Kvartett Guðmundar Steingrímssonar leikur léttan jazz við opnunina. Nýr valkostur Eigðu eða leigðu Gallerí Fold býður upp á nýjan valkost. Nú gefst viðskiptavinum Gallerís Foldar færi á að leigja listaverk til allt að þriggja ára. Eftir þrjú ár eignast leigutakinn verkið. Hægt er að skila verkinu hvenær sem er á samningstímanum eða greiða það upp. Daði Guðbjörnsson sýnir ný olíuverk í Hliðarsal Gallerís Foldar. Titill sýningarinnar er Ísland án tára. Myndirnar eru allar málaðar á undanförnum mánuðum og eins og titillinn gefur til kynna horfir listamaðurinn bjartsýnum augum til framtíðar. Tryggvi Ólafsson er fluttur heim á gamla Frón eftir næstum hálfrar aldar búsetu hjá Dönum. Nú sýnir hann ný og nýleg verk í Forsal Gallerís Foldar. Ragnhildar Ágústsdóttur Síðasta sýningarhelgi Nú eru síðustu forvöð að skoða sýninguna „Memento Mori“, en henni lýkur 3. maí. Opið 1. maí frá kl. 14–17 22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 ÍSLENDINGAR standa frammi fyrir mesta efnahagsvanda á lýðveldistímanum. Við glímum bæði við fjár- mála- og gjaldeyris- kreppu sem leitt hefur til alvarlegrar efna- hagskreppu. Þessi staða kallar á að við tökum með ábyrgð og festu á vandanum því annars er hætta á enn frekari efna- hagsþrengingum og jafnvel öðru hruni. Nú í sumarbyrjun verða kjara- samningar á almennum vinnumark- aði endurskoðaðir og gengið verður frá samningum launafólks við ríki og sveitarfélög. Aðilar vinnumarkaðar- ins, hvort heldur það eru atvinnu- rekendur, fulltrúar starfsmanna rík- is og sveitarfélaga eða fulltrúar launafólks á almenna vinnumark- aðinum eru sammála um að samhliða gerð og endurskoðun kjarasamninga verði tvennt að eiga sér stað. Annars vegar viljum við gera nýjan sáttmála milli vinnumarkaðarins og stjórn- málaflokkanna um forsendur var- anlegs stöðugleika þar sem hlutverk og ábyrgð samningsaðila á vinnumarkaði og stjórnvalda er skil- greind. Hins vegar vilj- um við ná víðtækri sátt um hvernig við getum sameiginlega unnið okkur út úr þessum mikla vanda. Til skamms tíma eru mik- ilvægustu markmiðin að ná niður atvinnu- leysinu, lækka vexti og koma á stöðugleika í gengi krón- unnar. Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um að í lok næsta árs þurfi atvinna að hafa vaxið á ný þannig að atvinnuleysi verði undir 8%. Einnig er mikilvægt að marktæk skref hafi verið stigin til að uppfylla stöð- ugleikaskilyrði fyrir upptöku evru. Þetta þýðir að verðbólgan verði ekki yfir 2,5%, halli hins opinbera ekki meiri en 10,5% af landsframleiðslu, vextir hafi lækkað þannig að nafn- vextir ríkisskuldabréfa til tíu ára verði að hámarki 4% hærri en á evrusvæðinu og að dregið hafi úr gengissveiflum og gengið styrkst þannig að evran verði á bilinu 130- 140 kr. Markmiðið að lífskjör árið 2013 verði svipuð og fyrir hrun Til þess að ná þessum markmiðum þarf að ná víðtækri samstöðu um áætlun um það hvernig við fyr- irbyggjum hraðan fjármagnsflótta úr landi og sköpum þannig skilyrði fyrir afnámi gjaldeyrishafta og hrað- ari lækkun vaxta. Þetta er lykilatriði til þess að taka á vanda heimilanna og til að skapa hagstæð rekstrarskil- yrði fyrir fyrirtækin þannig að störf- in verði varin og aðstæður skapaðar fyrir fjölgun þeirra á ný. Samhliða þessu er mikilvægt að draga úr hallarekstri ríkisins í samræmi við sameiginlega áætlun stjórnvalda og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Það verður erfitt og sársaukafullt verk- efni og því eru aðilar vinnumark- aðarins sammála um mikilvægi þess að verja velferðarkerfið eins og kost- ur er. Til lengri tíma eru aðilar vinnu- markaðarins sammála um að setja sér þau markmið að vinna bug á at- vinnuleysinu, tryggja hér bætt lífs- kjör og koma hér á varanlegum stöð- ugleika. Stöðugleikanum náum við með því að setja okkar það markmið að fyrir árslok 2013 höfum við náð að uppfylla skilyrði fyrir upptöku evru. Það þýðir að við þurfum að hafa náð tökum á krónunni þannig að hún verði stöðug, að við búum við lága nafnvexti, að verðbólga verði hófleg og að komið verði á jafnvægi í rekstri hins opinbera. Það er ljóst að til að vinna bug á atvinnuleysinu þurfa að hafa orðið til a.m.k. 15.000 ný störf fyrir árslok 2013. Jafnframt vilja aðilar vinnumarkaðarins setja sér það sem markmið að lífskjör mæld sem landsframleiðsla á mann vaxi þannig að þau verði a.m.k. þau sömu og fyrir bankahrunið. Til að ná þessum markmiðum þurfum við að tryggja að hagvöxtur á árunum 2011-2013 verði ekki minni en 4-4,5%. Það gerum við bara með því að auka traust og trú á íslenskt efnahagslíf, örva innlendar fjárfest- ingar í atvinnulífinu og stuðla að beinum erlendum fjárfestingum samhliða því að koma á eðlilegum lánaviðskiptum við erlenda banka. Það er augljóst að við munum ekki ná þessum markmiðum með því að þvinga erlendar fjármálastofnanir til að dvelja hér með fjármagn sitt með gjaldeyrishöftum og ofurvöxtum. Það er skoðun ASÍ að við þessar aðstæður verðum við að hafa kjark til að horfast í augu við staðreyndir, bregðast við þeim og leita nýrra leiða að sameiginlegum markmiðum. Eina færa leiðin að mati ASÍ að þessum markmiðum er að Íslend- ingar sæki um aðild að ESB og setji sér það sem markmið að taka upp evru á eins skömmum tíma og hægt er. Í millitíðinni getum við fengið stuðning Evrópska seðlabankans við fastgengisstefnu með aðild að geng- issamstarfi ESB-þjóðanna í gegnum ERM II. Með slíkri ábyrgri afstöðu, þar sem samið verði við ESB um grundvallarhagsmuni einstakra at- vinnugreina út frá sjónarmiði bæði atvinnurekenda og launafólks, náum við að skapa aukinn trúverðugleika á fjármála- og gjaldeyrismörkuðum þannig að við fáum svigrúm til að takast á við vandann. Forsendur þríhliða sáttmála um stöðugleika Eftir Gylfa Arnbjörnsson »Eina færa leiðin að mati ASÍ að þessum markmiðum er að Ís- lendingar sæki um aðild að ESB og taki upp evru eins fljótt og hægt er. Gylfi Arnbjörnsson Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.