Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 E7F E7F      B B E7F !/F      B B (G.  5 !!    B B 8-% (#F      B B E7F"@ E7F? !    B B Þetta helst ... ● HÆKKUN um 5,82% á gengi bréfa Marels leiddi til 0,67% hækkunar úr- valsvísitölu Kauphallarinnar í gær. Bréf Bakkavarar lækkuðu hins vegar um 0,87% og Össurar um 0,64%. Önnur hlutabréf hreyfðust ekki, en velta á hlutabréfamarkaði nam aðeins um 71 milljón króna. Velta á skuldabréfamarkaði nam hins vegar rúmum 6,9 milljörðum króna. bjarni@mbl.is Marel hækkar ● SAMKOMULAG hefur tekist um sameiningu bíla- framleiðendanna Chrysler og Fiat. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, greindi frá þessu í gær. Stjórn Chrysler hefur óskað eftir gjaldþrotavernd samkvæmt bandarískum gjald- þrotalögum þar sem ekki tókst að ná frjálsum samningum við lánardrottna félagsins. Bandarísk stjórnvöld gera ráð fyrir að greiðslustöðvunin muni vara í 1-2 mánuði og að Chrysler fái að minnsta kosti 3 milljarða dala lán á lágum vöxt- um frá ríkissjóði. gummi@mbl.is Chrysler og Fiat munu sameinast Barack Obama, Bandaríkjaforseti. ● Á MIÐNÆTTI í nótt rann út kyrr- stöðusamningur við lánardrottna sem Atorka Group hf. tilkynnti þann 8. apríl síðastliðinn. Samningurinn fól það í sér að ekki voru greiddir vextir eða afborganir af tveimur skulda- bréfaflokkum útgefnum af félaginu. Útistandandi skuldabréf Atorku eru 20,7 milljarðar króna að nafn- virði og gilti kyrrstöðusamningurinn um stærstan hluta þessara bréfa. Í tilkynningu segir að Atorka vinni áfram að fjárhagslegri end- urskipulagningu félagsins, en ekki náðist í talsmann félagsins í gær. bjarni@mbl.is Kyrrstöðusamningur Atorku útrunninn Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is TÓLF félög, sem eru með skulda- bréf skráð í Kauphöllinni, hafa til- kynnt að þau muni ekki birta árs- reikning sinn fyrir árið 2008 innan þeirra tímamarka sem þeim ber að skila honum. Á meðal þeirra eru Exista, Milestone og Stoðir/FL Group, sem voru umsvifamikil í ís- lensku viðskiptalífi fyrir hrun bank- anna síðastliðið haust. Reikningun- um átti að skila í síðasta lagi í gær. Flest umrædd félög eru í gjald- þrotameðferð, greiðslustöðvun eða glíma við alvarlega rekstrarerfið- leika. Þau vísa öll í sömu undan- þáguheimildina í lögum um verð- bréfaviðskipti. Páll Harðarson, aðstoðarforstjóri Kauphallarinnar, segir hana geta gripið til ýmissa úrræða telji hún útgefanda hafa brotið reglur. „Við munum skoða hvert tilfelli fyrir sig og það er alveg ljóst að Kauphöllin mun fylgja þessum málum mjög fast eftir. Almennt í svona tilvikum þá sendum við fyrirspurn til við- komandi útgefanda og hann er beð- inn að skýra upplýsingagjöf sína til markaðarins. Síðan fer það eftir eðli hvers máls fyrir sig hvert fram- haldið verður. Þar kemur til greina áminning eða jafnvel févíti ef útgef- andi reynist brotlegur.“ Þegar hafa nokkrir skuldabréfaútgefendur ver- ið beittir slíkum févítum sem hafa numið allt að 1,5 milljónum króna. Stóru félögin vilja ekki skila ársreikningum sínum Í HNOTSKURN »Félögin sem ætla ekki aðbirta reikninga sína eru: 365, Atorka, Stoðir/FL Group, Kögun, Landic Property, Landsafl, Teymi, Exista, Egla, Milestone, Moderna Finance og Askar Capital. »Kauphöllin getur beitt fé-lögin ýmiss konar úrræðum telji hún að þau hafi brotið regl- ur. »Hún getur meðal annarssett fjármálagjörninga þeirra á athugunarlista, áminnt þau, birt opinbera yfirlýsingu um málið, beitt févítum eða tek- ið fjármálagjörningana úr við- skiptum Kauphallar. Exista Á meðal þeirra sem hafa tilkynnt um frestun á birtingu ársreikninga eru félög sem voru umsvifamikil í íslensku viðskiptalífi fyrir bankahrun. ENN hefur ekki verið gengið frá sölu á Sjóvá til áhugasamra kaup- enda en bæði erlendir og innlendir aðilar hafa átt í viðræðum um kaup á tryggingafélaginu. Áreiðanleikakönnun á Sjóvá hefur þegar verið framkvæmd og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins kom ekkert óeðlilegt fram í henni. Vonast er til að hægt verði að kom- ast að niðurstöðu í málinu í næstu viku. Á meðal þeirra erlendu aðila sem hafa lýst yfir áhuga á að kaupa Sjóvá er færeyska tryggingafélagið Føroy- ar. Hinir áhugasömu erlendu bjóð- endur eru allir úr Evrópu, meðal annars frá hinum Norðurlöndunum. thordur@mbl.is Ekki búið að selja Sjóvá  Niðurstaða fæst jafnvel í næstu viku FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) birti í gær athugasemd við frétta- skýringu Morgunblaðsins um efna- hagsreikning nýju bankanna, sem birtist á fimmtudag. Þar fullyrðir FME að þær tölur sem birtar voru varðandi heildareignir bankanna, sem byggjast á minnisblaði Olivers Wymans frá því í janúar, end- urspegli ekki niðurstöður þess verð- mats sem skilað var í endanlegri gerð 22. apríl. Ekki er þó sagt frá því hver niðustaða þess verðmats er. Í fréttaskýringu Morgunblaðsins var skýrt tekið fram að hún byggðist á umræddu minnisblaði Wymans frá því í janúar og ekki gefið til kynna að um endanlegt verðmat væri að ræða. thordur@mbl.is Segja matið ekki rétt MP BANKI ætlar að opna útibú SPRON í Borgartúni í þarnæstu viku. Þar verður rekin þjónustu- miðstöð fyrir viðskiptavini MP banka. Ólafur Haraldsson mun stýra viðskiptabankaþjónustu fyrirtæk- isins sem netbankinn tilheyrir einnig. Ólafur vann í um 30 ár hjá SPRON áður en sparisjóðurinn fór í þrot. Hann segir að sextán fyrrverandi starfsmenn SPRON muni vinna í þjónustumiðstöðinni sem rekin verð- ur undir merkjum MP banka. Þarna verður rekið hefðbundið útibú, net- bankinn og þjónustuver. „Við vonumst til að fyrrverandi viðskiptavinir SPRON komi til baka. Við höfum fundið fyrir því að marg- ir bíða eftir að útibúið verði opnað. Þarna starfar fólk sem áður var í útibúum SPRON og viðskiptavin- irnir þekkja,“ segir Ólafur. MP banki hefur gert leigusamn- ing við eiganda hússins sem hýsti áð- ur útibú SPRON og eins leigir skila- nefnd sparisjóðsins MP banka tæki og húsbúnað. Ólafur segir að þetta feli ekki í sér að búið sé að ganga frá kaupum MP á SPRON eins og til stóð. Verðmæti sparisjóðsins hafi fallið vegna taf- anna og forsendur breyst. „Við ætlum að byggja þessa þjón- ustu upp hægt og rólega. Þetta er fyrsta útibúið sem við opnum og svo sjáum við til með næstu skref,“ segir Ólafur. bjorgvin@mbl.is Sextán fyrrverandi starfsmenn SPRON fá vinnu í útibúi MP banka í Borgartúni Opnar Bráðlega geta fyrrverandi viðskiptavinir SPRON farið í sitt gamla útibú í Borgartúni. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is HLUTUR íslenskra kaffiframleið- enda á markaði virðist hafa aukist til mikilla muna frá bankahruninu, ef marka má tölur Hagstofunnar um vöruskiptajöfnuð. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs nam innflutn- ingur á óbrenndu kaffi 44,4% af heildarinnflutningi á kaffi, en á sama tíma í fyrra nam hlutfallið 29,4%. „Aukningin á milli ára er einstök og hefur aldrei verið svona mikil á þeim nítján árum sem ég hef starfað hér,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, for- stjóri Kaffitárs. Segir hún að und- anfarin ár hafi heldur verið á bratt- ann að sækja fyrir íslenskar kaffibrennslur og markaðshlutdeild íslensks kaffis frekar dalað en auk- ist. „Þar til fyrir kreppu var fólk e.t.v. minna að velta fyrir sér hvort varan væri íslensk eða ekki. Við lít- um svo á að kaffi sem brennt er og malað hér á landi sé íslensk vara enda verður verðmætasköpunin til hér við þá meðferð.“ Lægra verð á sjávarafurðum Fyrstu þrjá mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 100,7 milljarða króna en inn fyrir 86,1 milljarð króna. Afgangur var því á vöruskipt- unum við útlönd, reiknað í fob-verð- mæti, sem nam 14,6 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhag- stæð um 37,5 milljarða á sama gengi. Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu, segir að þrátt fyrir afganginn sé hann minni en vonast hefði verið til fyrir nokkrum mán- uðum og ekkert í líkingu við það sem var fyrir áramót. „Verð á helstu út- flutningsvörum okkar, sjávarafurð- um og áli, hefur lækkað mikið und- anfarna mánuði, eða um nær 20% í íslenskum krónum talið. Þetta skipt- ir gríðarlegu máli fyrir okkur.“ Ef meðalverð áls og sjávarafurða verður 10% lægra í ár en á síðasta ári glatast 45 milljarðar í útflutnings- tekjum. Að sama skapi þarf verðið ekki að hækka mikið til að skila stór- auknum afgangi af vöruskiptum, að því er segir í skýrslu IFS. Verðlækkanir á sjávarfangi og áli draga úr útflutningstekjum Vegur íslensks kaffis fer vaxandi Morgunblaðið/Sverrir Kaffi Innflutningur á óbrenndu kaffi jókst um 53 tonn.● NAFNI FL Group var í gær formlega breytt í Stoðir, en sú breyting hefur lengi staðið til. Á hluthafafundi, sem lokaður var fjölmiðlum, var tekin ákvörðun um nafnbreytinguna. Þá var ákveðið að færa niður allt hlutafé í fyrirtækinu og gefa út nýtt hlutafé í fjórar milljónir króna, til að uppfylla lagaskyldu þar um. Félagið er í nauðasamningum við kröfuhafa og fengu stjórnendur heimild frá hluthöfum til að halda áfram að endurskipulagningu þess í samræmi við áður kynnta hagræðingaráætlun. Þá var samþykktum félagsins breytt á þá lund að halda skuli aðalfund þess fyrir ágústlok, en samkvæmt eldri reglum þurfti fundurinn að fara fram fyrir maílok. Eins og áður segir var fundurinn lok- aður fjölmiðlum og sagði Júlíus Þor- finnsson, upplýsingafulltrúi FL Group, venjuna þá að aðalfundir séu opnir fjöl- miðlum en ekki almennir hluthafa- fundir. Blaðamenn Morgunblaðsins hafa hins vegar bæði setið hluthafa- fundi sem og aðalfundi félagsins í gegn- um tíðina. bjarni@mbl.is Hlutafé FL var fært niður og nafni breytt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.