Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 ZHANG Yining frá Kína mænir á boltann í einliðaleik gegn Nikoletu Stef- anovu frá Ítalíu í gær en þær eru meðal þátttakenda á heimsmeist- aramótinu i borðtennis sem fram fer í Yokohama í Japan. Kínverjar eru geysisterkir í íþróttinni og hirtu öll gullverðlaun á síðustu ólympíuleikum og á tveimur síðustu heimsmeistaramótum. Reuters Einbeiting í Yokohama FIMM dóu og minnst 12 manns slös- uðust þegar maður keyrði inn í mannþröng í borginni Apeldoorn í Hollandi í gær. Mikill fjöldi var sam- ankominn til þess að fagna hollensku konungsfjölskyldunni en landsmenn héldu í gær svonefndan drottning- ardag hátíðlegan. Maðurinn mun hafa keyrt á miklum hraða inn í mannfjöldann og stefnt að opinni rútu Beatrix drottningar og fjöl- skyldu hennar. „Það var blóð úti um allt,“ segir Cynthia Boll, sjón- arvottur að árásinni. Maðurinn slasaðist sjálfur og var þegar handtekinn. Embættismenn sögðu í gærkvöldi að maðurinn hefði sagt lögreglunni að hann hefði ætlað að aka á rútu drottningarinnar. Mikill fjöldi fólks var á staðnum en drottningardagurinn er almenn- ur frídagur í landinu. Hollendingar hafa haldið hann hátíðlegan frá 1949 en þann dag fæddist dóttir Wilhelm- ínu drottningar, Júlíana. Beatrix valdi þennan dag árið 1980 til þess að sverja eiðinn er hún tók við. Ók inn í mann- þröngina  Fimm dóu í árás á rútu drottningar Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is CHRYSLER-bílaverksmiðjurnar bandarísku fengu í gær ígildi greiðslustöðvunar og sagði í yfirlýs- ingu frá Hvíta húsinu að um væri að ræða „stutta gjaldþrotameðferð“ sem tekið gæti 30-60 daga. Barack Obama forseti sagði að fyrirtækið myndi nú hefja samstarf við ítölsku Fiat-verksmiðjurnar sem fullyrt er að muni smám saman eign- ast meirihluta í Chrysler án þess að þurfa að greiða fyrir hann. Obama sagði stjórn sína hafa reynt að hindra þessa niðurstöðu en sumir lánardrottnar Chrysler hefðu ekki viljað semja. Var ljóst að hann hugsaði þeim þegjandi þörfina. Fyrirtækið er mjög skuldsett, það fékk fyrir áramótin skilyrta fjár- hagsaðstoð frá ríkinu og hefur að undanförnu reynt árangurslaust að endurskipuleggja reksturinn. Um 54.000 manns unnu hjá Chrysler í árslok 2008 og eru þá meðtaldir starfsmenn utan Bandaríkjanna. Ekki er talið að margir muni missa vinnuna. Tapið lendir einkum á sum- um lánardrottnum Chrysler sem una illa sínum hlut og segja lög hafa verið brotin. Chrysler er þriðji stærsti bíla- framleiðandi landsins, seldi hálfa aðra milljón bíla á heimamarkaði í fyrra. Stærri eru General Motors, sem einnig á við geysimikinn fjár- hagsvanda að stríða, og Ford. Dómstólar munu nú skipa tilsjón- armenn með Chrysler sem fær að sögn embættismanna milljarða doll- ara í opinberan stuðning til að greiða fyrir endurskipulagningunni. Chrysler, sem kennt er við frum- kvöðulinn Walter P. Chrysler, er fornfrægt fyrirtæki í bandarískum iðnaði og var formlega stofnað 1925. Fyrsti Chrysler-bíllinn var kynntur 1924, hann var með loftsíu, olíusíu og háþrýsta vél, allt búnað sem aðrir framleiðendur tóku síðan upp. Bílafyrirtækið Chrysler í þrot  Sameinast Fiat sem sagt er eignast meirihluta í bandaríska fyrirtækinu Reuters Fornfrægt Merki Chrysler við bíla- sölufyrirtæki í New York. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is EMBÆTTISMENN Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) reyndu í gær að draga úr ótta manna við svínaflensuna sem hefur breiðst út til að minnsta kosti tólf landa. Embættismennirnir sögðu að ekkert benti til þess að skæður heimsfar- aldur væri yfirvofandi eða að hækka þyrfti viðbúnarstig WHO í sjötta og efsta stigið. Þeir vöruðu þó við því að svínaflensutilfellum kynni að fjölga á flensutímabilinu á komandi vetr- armánuðum á suðurhveli jarðar. „Varast ber ofsahræðslu“ Embættismenn Evrópusam- bandsins tóku í sama streng. „Við þurfum að vera á varðbergi en var- ast ber ofsahræðslu,“ sagði Andro- ulla Vassiliou, sem fer með heilbrigð- ismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Það er mjög líklegt að þetta verði að heimsfaraldri, en það þýðir ekki að hann verði mannskæður,“ sagði Vassiliou. Hún benti á að þótt svína- flensan hefði valdið dauðsföllum í Mexíkó hefði hún ekki verið skæð í öðrum löndum. „Á ári hverju deyja 250.000 manns af völdum inflúensu, jafnvel við venjulegar aðstæður,“ hafði fréttastofan AFP eftir Vassi- liou. Frönsk stjórnvöld beittu sér fyrir banni við farþegaflugi til Mexíkó til að hefta útbreiðslu flensuveirunnar en lítill stuðningur var við þá tillögu á fundi heilbrigðisráðherra ESB- landanna í Lúxemborg í gær. Heilbrigðisráðuneyti Mexíkó sagði í gærkvöldi að 260 svínaflensu- tilfelli hefðu verið staðfest í landinu og þar af hefðu tólf manns dáið. Talið er nú líklegt að 84 hafi dáið af völd- um veirunnar í Mexíkó, mun færri en óttast hefur verið. Ný svína- flensutilfelli voru staðfest í Bret- landi, Hollandi, Perú og Sviss í gær. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði að hún myndi hér eftir kalla svínaflensuveiruna „inflúensu A (H1N1)“. Svínabændur víða um heim hafa lagt fast að stjórnvöldum að breyta nafni veirunnar þar sem sala á svínakjöti hefur minnkað þótt fólk geti ekki smitast af flensunni með því að borða kjöt. Ekki horfur á skæðri farsótt Reuters Komin til Perú Piltur bólusettur á sjúkrahúsi í Lima, höfuðborg Perú. Fyrsta svínaflensutilfellið í landinu var staðfest í gær.  Embættismenn WHO segja að ekkert bendi til þess núna að heimsfaraldur sé yfirvofandi og fram- kvæmdastjórn ESB segir að ekki sé ástæða til að óttast að svínaflensuveiran verði mjög mannskæð Hvað veldur vanda bílarisanna? Bent er á að bandarísku fyrirtækin hafi verið sein að bregðast við kröf- um neytenda um eyðslugranna bíla, þau hafi látið erlendum keppinautum sínum eftir þá framleiðslu. Einnig hafi stéttarfélög fengið samninga um mjög hagstæð kjör, einkum á sviði lífeyrisgreiðslna, sem íþyngi mjög rekstri fyrirtækjanna. Er samruni við Fiat góð lausn? Slíkt samstarf gæti reynst vel en sporin hræða óneitanlega í þeim efn- um. En árið 1998 sameinuðust Chrysler og þýska bílafyrirtækið Daimler-Benz og gekk sú tilraun ekki vel. Samvinnunni var í reynd slitið 2007 er Chrysler-hluti samsteyp- unnar var seldur fjármálafyrirtækinu Cerberus. S&S TÍMAMÓT voru í Írak í gær þegar yfirmaður breska herliðsins afhenti Bandaríkjamönnum formlega frið- argæsluhlutverk það sem Bretar hafa haft með höndum í suðurhluta Íraks frá 2003. Allt breskt herlið verður á brott frá Írak fyrir lok vik- unnar, mánuði á undan áætlun. Minningarathöfn var haldin í Basra í gær vegna þeirra 179 Breta sem fallið hafa í Írak frá innrásinni 20. mars 2003. Fyrr á árinu tóku Írakar aftur við yfirstjórn á alþjóða- flugvellinum í Basra en Bretar not- uðu hann sem herstöð. Bretar hyggjast nú fjölga um 700 manns í friðargæsluliðinu í Afganist- an. kjon@mbl.is Breskt her- lið frá Írak BANDARÍSKIR vísindamenn sem rannsaka afbrigðið af H1N1- veirunni er veldur svínaflensunni núna eru sammála um að það virð- ist ekki líklegt til að valda jafn- miklu manntjóni og þekktar far- sóttir eins og t.d. spænska veikin 1918, segir á vefsíðu Los Angeles Times í gær. Sé jafnvel hugsanlegt að manntjónið verði ekki jafn mik- ið og í hefðbundnum flensufaraldri að vetrarlagi. Þá veikjast að jafn- aði 5-20% Bandaríkjamanna og að meðaltali deyja 36.000. Er fyrst var farið að rannsaka af- brigðið urðu margir óttaslegnir vegna þess að hegðun þess minnti mjög á afbrigðið sem olli spænsku veikinni er banaði 50-100 millj- ónum manna, að því er talið er, flestum í þriðja heiminum. Hún fór hins vegar rólega af stað, mann- tjónið var í fyrstu mjög lítið. „Þetta afbrigði skortir viss sam- eindafræðileg einkenni [sem veir- an frá 1918 hefur],“ segir Peter Pa- lese, sérfræðingur í inflúensu við Mount Sinai-læknamiðstöðina í New York. Mestu skipti að í af- brigðinu séu ekki ákveðnar am- ínósýrur sem talið er að fjölgi veiruhlutum í lungunum og geri þannig sjúkdóminn mannskæðari en ella. En Palese segir jafnframt að haldi veiran áfram að herja fram á sumarið aukist hættan á að hún stökkbreytist og verði í kjöl- farið mannskæðari. Gæti verið hættulítið afbrigði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.