Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 2
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is APRÍL var mjög hlýr, en veður var þó venju fremur órólegt og úr- komusamt var um landið sunn- anvert. Þetta kemur fram í bráða- birgðayfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Meðalhiti í Reykjavík var 5,0 stig og er það 2,1 stigi ofan við með- allag. Í fljótu bragði sýnist Trausta apríl vera u.þ.b. sá tíundi hlýjasti frá upphafi samfelldra mælinga. Það sem af er öldinni hafa apr- ílmánuðir oftast verið mjög hlýir, þannig að núverandi apríl er sá fjórði hlýjasti frá aldamótum. Úrkoma í Reykjavík var mikil og trúlega er hann einn af tíu úrkomu- sömustu aprílmánuðum þar. Á Ak- ureyri stefnir meðalhitinn í 3,4 stig sem er 1,7 stigum ofan meðallags. Mánuðurinn er einnig fjórði hlýj- asti apríl það sem af er öldinni á Akureyri. Ítarlegt yfirlit frá Trausta verður tilbúið eftir helgina. Sigurður Þór Guðjónsson, áhugamaður um veður, bloggar á mbl.is í gær, að hann fái ekki betur séð en að í nýliðnum apríl hafi mælst meiri úrkoma, á mannaðri veðurstöð í það minnsta, en áður hefur mælst á veðurstöð á Íslandi í apríl. Á Kvískerjum í Öræfum hafi mælst 523,7 millimetra úrkoma. Gamla Íslandsmetið var 520,7 mm frá 1984 og var það einnig á Kví- skerjum. Sigurður segir ennfremur á bloggi sínu að fleiri úrkomumet hafi fallið og sum hraustlega. Nefn- ir hann meðal annars til sögunnar Vík í Mýrdal, Stórhöfða í Vest- mannaeyjum, Eyrarbakka og Mýri í Bárðardal. Helgi Björnsson á Kvískerjum, sem annast hefur veðurathuganir ásamt bróður sínum Hálfdáni um áratuga skeið, segir að þessi apr- ílmánuður verði þeim bræðrum minnisstæður. Heita megi að ein- hver úrkoma hafi fallið á hverjum degi í apríl. Helgi segir að að öðru leyti hafi veður verið hlýtt og úrkoman hafi haft góð áhrif á gróður og fuglalíf. Hann segir að mikið vatn komi af jöklunum og ár og lækir séu í sum- arvexti. Þegar Morgunblaðið talaði við Helga í gær var dimmviðri á Kví- skerjum og rigning öðru hverju. Apríl er grimmastur mánaða, græðir grös upp úr dauðri moldinni, hrærir girndum saman við minningar, glæðir vorregni visnaðar rætur. T.S. Eliot Eyðilandið (The Waste Land). Þýðing Sverrir Hólmarsson. Apríl var hlýr en óvenjublautur syðra  Mánuðurinn verður bræðrunum á Kvískerjum eftirminnilegur vegna óvenjumikillar úrkomu  Nýliðinn aprílmánuður er sá tíundi hlýjasti frá upphafi samfelldra veðurmælinga hér á landi Morgunblaðið/Heiddi Rigning Mikið hefur rignt í apríl og regnhlífar komið að góðum notum. Suma daga hefur rokið verið svo mikið að þær hafa ekki komið að gagni. 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is 5,0 Meðalhitinn í Reykjavík í apríl var 2,1 gráðu yfir meðallagi. 523,7 Nýtt rigningarmet fyrir apríl virðist hafa litið dagsins ljós á Kvískerjum í Öræfum. FYRSTI áfangi nýbyggingar Há- skólans í Reykjavík í Öskjuhlíð verður tekinn í notkun í árslok 2009. Byggingin var kynnt fyrir starfsfólki og aðstandendum skól- ans í gær. Byggingin verður um 30.000 fermetrar að stærð á tveim- ur til þremur hæðum með um 50 kennslustofur. Seinni hluti bygg- ingarinnar er á áætlun og verður honum lokið á næsta ári. Að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, fram- kvæmdastjóra fjármála- og þróun- arsviðs HR, hafa kostnaðaráætlanir sem lagt var upp með staðist. Ákveðnum hluta byggingarinnar var þó frestað og skipulagi hliðrað vegna þessa. Tekin í notk- un í lok ársins Morgunblaðið/Heiddi Ræða Svafa Grönfeldt, Jón S.Val- dimarsson og Róbert Wessman. Eftir Önund Pál Ragnarsson og Andra Karl ENGAN 27 farþega Fokker- flugvélar Flugfélags Íslands sakaði þegar tvö aðaldekk vélarinnar sprungu við lendingu á Reykjavík- urflugvelli á sjötta tímanum í gær- kvöldi. Að sögn starfsmanns Rann- sóknarnefndar flugslysa (RNF) voru bremsurnar læstar, sem olli því að hjólin snerust ekki, ofhitnuðu og dekkin sprungu að lokum. Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands, sagði í samtali við fréttavef Morg- unblaðsins, mbl.is, að á meðan beðið hefði verið eftir bílum til að flytja farþegana yfir í flugstöðvarbygg- inguna, hefði góður tími gefist fyrir flugstjórann til að útskýra fyrir far- þegum hvað hefði farið úrskeiðis. Þegar í flugstöðvarbygginguna var komið tók þjónustustjóri flug- félagsins á móti farþegum þar og var að sögn Árna ekki að sjá geðs- hræringu eða vanlíðan á fólki. Ekki þótti því ástæða til að veita farþeg- um áfallahjálp. Í stað þess var far- þegum vísað á símanúmer til að hringja í ef þeir vildu tjá sig um at- vikið við starfsmenn flugfélagsins síðar meir. Með fulla stjórn á vélinni „Þetta fór allt á besta veg,“ sagði Bragi Baldursson, flugvélaverk- fræðingur og starfsmaður RNF, en hann skoðaði skemmdirnar á flug- vélinni. Dekkin affelguðust ekki, heldur gáfu þau eftir þegar loftið fór úr þeim. „Og flugstjórarnir höfðu fulla stjórn á vélinni allan tímann.“ Hann sagði jafnframt lík- legt að farþegar hefðu varla orðið varir við það þegar dekkin sprungu. Ljósmynd/Frosti Heimisson Athugun Starfsmenn Rannsóknarnefndar flugslysa voru kallaðir á vettvang og fóru þeir ítarlega yfir atvik málsins. Læstar bremsur ollu því að dekk sprungu  Engan 27 farþega Fokker-flugvélar sakaði í flugatvikinu Í HNOTSKURN »Vélin var að koma fráKulusuk á Grænlandi og lenti klukkan 18.51 á Reykja- víkurflugvelli. »Flugvélin staðnæmdist ábrautinni og var ekki hreyfð fyrr en búið var að selflytja alla farþegana frá borði og huga að skemmd- unum. »Reykjavíkurflugvelli varlokað í um það bil tuttugu mínútur vegna flugatviksins. Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í gær að taka Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haralds- sonar og Jóhann- esar Kristinsson- ar, til gjaldþrotaskipta. Fons hefur ver- ið atkvæðamikið í íslensku viðskipta- lífi undanfarin ár. Auk Securitas og Plastprents á Fons hlut í bresku leikfangaversluninni Hamleys og norrænu ferðaskrifstofunni Ticket. „Þetta er auðvitað mikið áfall,“ segir Pálmi en vill að öðru leyti lítið tjá sig um stöðu félagsins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru eignir félagsins metnar á tíu til tólf milljarða. Þar af eru fjór- ir milljarðar í reiðufé. Skuldirnar nema hins vegar um tuttugu millj- örðum. Viðskiptabankarnir þrír eru stærstu kröfuhafar. bjorgvin@mbl.is Samþykkt að Fons fari í gjaldþrot Pálmi Haraldsson ENGAR formlegar stjórnarmynd- unarviðræður fara fram í dag, á al- þjóðlegum frídegi verkafólks. Fundað var í Norræna húsinu í gær og er búist við að viðræður taki u.þ.b. viku til viðbótar. Breytingar hafa verið gerðar á viðræðuhópnum því Össur Skarp- héðinsson og Ögmundur Jónasson taka nú þátt í viðræðunum. Með því hefur starfshópur um Evrópumál verið lagður niður, eða stækkaður, að minnsta kosti að svo komnu máli. Ögmundur segir að þetta hafi ver- ið ákveðið svo hlutirnir væru ekki ræddir í tvennu lagi. Spurður um hvernig gengi svaraði Ögmundur að því myndi Steingrímur svara, en annars væri allt „í góðum gír“. Stjórnar- myndun í „góðum gír“ ENGAR ályktanir voru gerðar á miðstjórnarfundi Frjálslynda flokksins sem fram fór í gær. Vænt- anlega verður annar miðstjórn- arfundur haldinn eftir mánuð eða svo, að sögn Magnúsar Reynis Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra flokksins. Á fundinum var rætt um stöðu flokksins og stjórnmálanna að lokn- um kosningum. Fram hefur komið að Magnús Þór Hafsteinsson, fyrr- verandi varaformaður Frjálslyndra, vill að flokksmönnum gefist færi á að endurmeta forystuna á landsþingi. Á miðstjórnarfundinum var hins vegar ákveðið að boða ekki til landsþings. halldorath@mbl.is Miðstjórnin komi aftur saman Morgunblaðið/Heiddi Frjálslyndir Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi var viðstaddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.