Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 30
30 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand SKRÍTINN DRAUMUR, HA? RÚMLEGA ÞAÐ ER MIG AÐ DREYMA EÐA ÞIG? HEF EKKI HUGMYND KANNSKI ER ÞÁ AÐ DREYMA HVAÐ?!? AUMINGJA FRÚ RÓSA... HÍ HÍ ÉG GERÐI SAMKOMULAG VIÐ FRÚ RÓSU... ÉG LOSA MIG VIÐ TEPPIÐ EF HÚN HÆTTIR AÐ NAGA NEGLURNAR SÍNAR OG ÞÚ ERT VISS UM AÐ HÚN GETI EKKI HÆTT... ÞAÐ ER RISASTÓR HROSSAFLUGA Á HNAKKANUM Á ÞÉR! ÉG NÆ HENNI! EKKI HREYFA ÞIG! ER HÚN ENNÞÁ ÞARNA? HREYFÐIR ÞÚ ÞIG NOKKUÐ? BURT MEÐ ÞIG! HVERNIG GETUM VIÐ FENGIÐ PABBA ÞINN TIL AÐ FARA SVO VIÐ GETUM VERIÐ EIN? GERÐU EITTHVAÐ ÓVIÐEIGANDI... SYNGDU FYRIR OKKUR ÉG VEIT EKKI HVAÐ ÉG ÆTLA AÐ KALLA ÞÁ... EN MÉR ER MJÖG ILLT Í ÞEIM KALLI, VIÐ HÖFUM ÁKVEÐIÐ AÐ FINNA NÝJAN GÍTARKENNARA HANDA ÞÉR HVAÐ? EN SÓLEY ER FRÁBÆR! JÁ... EN HÚN HEFUR EKKI KENNT ÞÉR NEITT! OG?!? EF ÞÚ ÞARFT EINHVERN TÍMANN KENNSLU Í ÞVÍ AÐ FÍFLAST ÞÁ GETUM VIÐ HRINGT Í HANA HVAÐ ER AÐ, JONAH? STÆRSTI AUGLÝSAND- INN OKKAR ER HÆTTUR AÐ AUGLÝSA HJÁ OKKUR! HELDUR ÞÚ AÐ ÓVINUR ÞINN HAFI HÓTAÐ HONUM? ÉG SÉ ENGA AÐRA SKÝRINGU ÉG ÞORI AÐ VEÐJA AÐ ÞESSI FANTUR HEFUR FUNDIÐ HANN ÞAÐ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ ÉG FINNI ÞENNAN FANT! MEÐAL sumarboðanna í Miðbænum eru útisölubásar á Laugaveginum. Einn slíkur var fyrir utan Glætuna bókakaffi í sólskininu á dögunum og setti notalegan svip á verslunargötuna. Morgunblaðið/Heiddi Nýtur sólarinnar Þakkir ÉG VIL koma á fram- færi þakklæti til starfsfólks hjartadeild- ar Landspítalans, bæði til lækna og annarra. Ég vil árétta að hvert fyrirtæki sem hefur svo gott fólk í sinni þjónustu má vera stolt af því. Ég þakka mikið fyrir mig og sendi bestu kveðjur til allra og gangi þeim sem allra best. Sæmundur Þorsteinsson. Sigur Vinstri grænna VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð vann stórsigur um allt land en ekki síst í Norðvest- urkjördæmi. Við fengum hér þrjá menn kjörna á þing. Þar komu ný inn þau Lilja Rafney Magnúsdóttir frá Suðureyri og Ásmundur Einar Daðason, bóndi á Lambeyrum í Dalasýslu. Ásmundur er jafnframt yngsti þingmaðurinn sem nú tekur sæti á Alþingi, 26 ára gamall, fædd- ur 1982. Geta má þess einnig að fyrsti varaþingmaður VG í kjör- dæminu, Halldóra Lóa Þorvalds- dóttir í Reykholti er fædd 1981 og annar varaþingmaður VG, Telma Magnúsdóttir í Steinnesi, Austur- Húnavatnssýslu er fædd 1983. Kosningarbarátta VG í kjördæm- inu var bæði kraftmikil og skemmtileg. Formlegar kosn- ingaskrifstofur voru á tíu stöðum í kjördæminu en auk þess var á mörgum heimilum, götuhornum og hvar sem fólk hittist rekin kosn- ingabarátta og málin skýrð. Við háðum heiðarlega og málefnalega baráttu sem hvíldi á okkar eigin málstað og pólitískri sýn. Við síðustu alþingiskosningar fyrir tveimur árum fengu Vinstri græn 16% atkvæða í kjördæminu og voru hársbreidd frá því að fá tvo menn kjörna. Nú fékk hreyfingin 22,8 % atkvæða og hefur þá ríflega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningunum 2003. Fyrir hönd okkar sem erum nú kjörin á þing fyrir VG í Norðvest- urkjördæmi og annarra þeirra sem skipuðu sæti á listanum okkar vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem lögðu á sig ómælda vinnu, hug og hönd sem leiddi okkur fram til þessa glæsilega sigurs. Kjós- endum þökkum við stuðninginn og traust- ið. Við höfum verk að vinna, vorið með björt- um nóttum fer í hönd. Með óskum um gleðilegt sumar og baráttukveðjur á há- tíðisdegi verkafólks 1. maí. Jón Bjarnason. Nova hagstæðast EFTIR að hafa farið í gegnum hafsjó af tilboðum símafyrirtækj- anna, skipt yfir frá einu í annað vegna „best price for you“ tilboða komst ég að þeirri niðurstöðu að Nova er hagstæðasta símafyr- irtækið í dag enda ekki sóandi stórfé í auglýsingaherferðir – þang- að hlýtur jú stór hluti „afraksturs- ins“ að fara hjá hinum símafyr- irtækjunum. Harpa Karlsdóttir. Lýst eftir armbandsúri SILFURLITAÐ Delma-dömu- armbandsúr með steinum, á bleikri leðuról tapaðist í febrúar inni í versluninni Krónunni á Bíldshöfða eða á bílaplaninu þar fyrir framan. Finnandi er vinsamlega beðinn um að hafa samband við Ernu Elí- asdóttur í síma 587-9027. Eiginmaður Siggu týndi hring GIFTINGARHRINGUR úr hvíta- gulli fannst í Bankastræti. Inni í hringnum stendur „Þín Sigga 22.07.06.“ Eiginmaður Siggu getur haft samband í síma 692-0444. Svuntan sem fauk DÖKKBLÁ svunta fauk af Silver Cross barnavagni 29. apríl í ná- grenni við Framnesveg og Seljaveg. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band í síma 697-5463.           Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Félag kennara á eftirlaunum | Á morg- un, laugardag: Síðasti fræðslu- og skemmtifundur vetrarins í Stangarhyl 4 hefst kl. 13.30. Aðalfundarstörf í lokin. Félagsheimilið Gjábakki | Hin árlega Vorsýning í Gjábakka hefst í dag kl. 14. Vorsýningin verður opin 1.-3. maí kl. 14- 18. Handunnir nytja- og skrautmunir unnir af högum höndum og hugviti eldra fólks. Vöfflukaffi í boði frá kl. 14-17. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Hin ár- lega vorsýning verður í Gullsmára dag- ana 1.-3. maí og verður opin alla dagana frá kl. 14-18. Vöfflukaffi verður selt alla dagana kl. 14-17. Hraunsel | 1. maí kaffi á vegum verka- lýðsfélaganna, í Hraunseli, þar sem kröfugangan endar. Hæðargarður 31 | Málverkasýning Erlu Þorleifsdóttur og Stefáns Bjarnasonar opin kl. 13-17. Upplýsingar í Ráðagerði, s. 411-2790.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.