Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 32
32 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009  Hljómsveitin Steed Lord með Svölu Björgvins- dóttur í broddi fylkingar er á leiðinni til Pól- lands þar sem sveitin mun spila í samkvæmi á vegum hinnar evr- ópsku MTV-sjónvarpsstöðvar. Sam- kvæmið verður í Varsjá 16. maí og því ljóst að Steed Lord mun ekki fylgjast með úrslitunum í Evr- óvisjón sem fram fara sama kvöld. Enda kannski ekki þeirra tebolli... Spila fyrir fína og fræga fólkið á MT Fólk  Sá orðrómur er kominn á kreik að hljóm- sveitin Sigur Rós sé á leið í hljóð- ver í maí til að taka upp sjöttu breiðskífu sveit- arinnar. Eitt- hvað mun vera til í þeim orðrómi þó að skipulegar upptökur hafi ekki verið niðurnegldar skv. heimildum Morgunblaðsins. Þá mun það setja strik í reikninginn að Jónsi, söngv- ari Sigur Rósar, hefur nýverið gef- ið út plötuna Riceboy Sleeps með kærasta sínum Alex Somers. Sam- an hyggjast þeir kynna plötuna eins víða og mögulegt er og því tak- markaður tími sem söngvarinn hef- ur til að sinna upptökum. Þar fyrir utan hafa þær sögusagnir heyrst að Jónsi sé með í undirbúningi sóló- plötu en þær fréttir hafa enn ekki fengist staðfestar úr herbúðum sveitarinnar. Sigur Rós á leiðinni í hljóðver Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ er rosalega mikill áhugi, meiri en ég bjóst við,“ segir Linda Björk Sumarliðadóttir, formaður Bretta- félags Íslands, um hjólabretta- samkomu sem haldin verður um næstu helgi og er eingöngu ætluð stelpum. „Við hvetjum stelpur til að koma í Parkið, og koma út að skeita. Það hefur ekki verið mikið af stelpum í þessu, þær eru svolítið feimnar. Þannig að allar stelpur eru velkomn- ar, hvort sem þær hafa aldrei farið á hjólabretti eða eru vanar,“ segir Linda, en samkoman verður haldin í Skateparkinu á horni Vesturgötu og Seljavegar laugardaginn 9. maí. „Við gerðum þetta fyrir svona tveimur árum og þá mættu margar stelpur. Það var rosalega gaman og hvatti margar stelpur til að byrja að skeita,“ útskýrir Linda. Snjóbrettin vinsæl Á staðnum verða nokkrir kennarar sem munu aðstoða byrjendur sem og lengra komna við að fóta sig á brett- inu. „Það verða stelpur á staðnum sem eru mjög góðar, og svo verður strákur frá Brettafélagi Reykjavíkur sem ætlar að leiðbeina. Þannig að hvort sem menn eru lengra komnir eða nýbyrjaðir geta menn fengið ábendingar um hvernig eigi að gera hitt og þetta.“ Aðspurð segir Linda að Bretta- félag Íslands hafi hingað til einblínt á snjóbrettin, en nú ætli félagið að víkka sjóndeildarhringinn og gera meira varðandi hjólabrettin. Þá segir hún að þessi tvö jaðarsport fari oft saman hjá fólki. „Það var allavega þannig í gamla daga að þetta var mikið til sama fólkið. En í dag er það að fara á snjóbretti bara eins og að fara á skíði. En fólkið sem er í kjarn- anum, ef hægt er að orða það þannig, er rosalega mikið bæði á hjóla- og snjóbretti,“ segir Linda og bætir því við að vinsældir snjóbretta séu stöð- ugt að aukast. „70% þeirra sem stunda Bláfjöll og Hlíðarfjall eru t.d. snjóbrettafólk, sem eru ansi margir.“ Linda hvetur stelpur á öllum aldri til að mæta í Skateparkið hinn 9. maí kl. 18. Miðaverð er 500 kr. og sérstök hvatningarverðlaun verða veitt. Allar stelpur út að skeita  Brettafélag Íslands hvetur stelpur til að koma á hjólabretti um næstu helgi  „Það hefur ekki verið mikið af stelpum í þessu, þær eru svolítið feimnar“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Brettastelpur Linda (t.h.) ásamt Hebu Shahin sem vinnur einnig að skipu- lagningunni fyrir næstu helgi. Þær hvetja stelpur á öllum aldri til að mæta. Linda segir aðstöðu fyrir hjóla- brettafólk góða um þessar mundir, og að þar skipti Skate- parkið sköpum. „En við höfum oft verið búin að setja upp svona aðstöðu, en svo misst húsnæðið. Það er nefnilega ekki mikill peningur settur í þessa senu, en fólkið sem stendur að þessu er svo áhugasamt að það kemur hlutunum bara í gang,“ segir hún. Góð aðstaða www.brettafelag.is Öruggt skjól í nýrri eign FAGMENNSKA METNAUR REYNSLA www.bygg.is Glæsilegar, vandaðar íbúðir • Vandaðar íslenskar innréttingar úr eik frá Brúnás • Innihurðir og flísar frá Agli Árnasyni • AEG eldhústæki frá Ormsson • Gólfhiti í baðherbergi • Álklæðning utanhúss Sími 562 4250 www.fjarfesting.is FJÁRFESTING FASTEIGNASALA EHF BORGARTÚNI 31 Kynntu þér eignir á sölu hjá Bygg á heimasíðu þeirra, bygg.is Lundur • Langalína • Jónshús • 17. júní torg Lundur 1-3 Jónshús Langalína 9-11 Vesturbrú 1 17. júní torg GLÆSILEGAR SÝNINGARÍBÚIR– hafðu samband og við aðstoðum þig við að finna íbúðina þína Einnig er möguleiki á leigu! UPPLÝSINGAR UM SKOÐUN Hilmar: 896 8750 Benedikt: 693 7304 fyrir 60 ára og eldri fyrir 50 ára og eldri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.