Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 BRÉF TIL BLAÐSINS EIGNARHLUTUR húseigenda er að brenna upp. Í dag er mikið eignabál í gangi á eignum lands- manna og er fólk að sjá eignarhlut sinn hverfa vegna okurvaxta og verðbólgu- báls. Það liggur fyrir að ef ekkert verður að gert er mikil hætta á því að fólk gefist upp og hætti að borga og munu þá lánastofnanir sem eiga þessi lán verða af miklu fjárstreymi vegna þessa og eignast hús í bunkum sem er raunveruleg ógn við alla. Þessi leið er mannlegri en skuldaaðlögunarleið rík- isstjórnar þar sem forsenda hennar er sú að viðkomandi fjölskylda verður að vera komin í þrot en það vill Framsókn koma í veg fyrir með öðruvísi leiðum. Það tapa allir á hruni. Því vill Framsókn skoða all- ar leiðir með opnum hug því við vit- um að það duga engar venjulegar aðgerðir gegn núverandi ástandi. Dæmi: Jón Jónsson á hús, sem metið er á 40 milljónir. Jón skuldar í þessu húsi 30 milljónir sem þýðir að eignarhlutur hans sem er 10 milljónir mun smám saman hverfa vegna lækkandi fasteignaverðs og hækkandi áhvílandi láns, þannig að það vinnur allt gegn Jóni með hans eignarhlut, og á endanum mun Jón sjá sér hag í því að hætta að borga og afhenda lykla að húsinu. Hvað er til ráða? Skoðum þann möguleika að húseig- andi og lánasjóður taki saman höndum og geri með sér tímabund- inn búsetusamning. Lausn Jóns felst í því að hann gerir samning við lánasjóðinn um innlausn á veðhluta sem lánasjóð- urinn á í húsinu til t.d. tveggja ára og mun þá lánasjóðurinn eiga eign- arhlut upp á 30.000.000 í húsinu sem metið er á 40.000.000 en þetta gæti verið ca. 75% af eign- arverðmæti á þessu húsi. Það sem gerist við þennan gjörning er að Jón losnar undan láninu þennan tíma, 2 ár og eignarhlutur Jóns verður tryggður á sama hátt og eignarhlutur lánasjóðsins. Þessi 2 ár greiðir svo Jón leigu til lána- sjóðsins á ákveðnu gengi fyrir nýt- ingu hans á 75% eign sjóðsins í húsinu og Jón mun áfram sjá um að halda við eigninni og einnig halda áfram að búa í húsinu. Samningur þessi yrði svo endurskoðaður að 2 árum liðnum og þar með kaup Jóns á hlut sjóðsins að öllu leyti eða hluta og þá á því markaðsverði sem þá er í gangi á eign eins og Jóns. Hver er svo ávinningurinn? Hann er sá að í stað þess að lána- sjóðurinn missi mögulega greiðslur frá Jóni þá býr hann til hvata fyrir Jón að halda áfram að borga af húsinu, núna tímabundið með leigu- greiðslum, og búa áfram í því, en hvatinn fellst í verndun eign- arhlutar Jóns í þessum samningi. Með þessu höldum við greiðslu- flæði í gangi en það er gríðarlega mikilvægt í því ástandi sem er í dag. Örvun fasteignamarkaðar Einnig má sjá fyrir sér að ef Jón vill selja þá gæti hann selt samning sinn til þriðja aðila og sé ég fyrir mér að hús með svona samning gætu verið eftirsótt vara og myndi þá þriðji aðili borga Jóni fyrir sinn hlut og taka við leigusamningi sem gerður var og gætum við mögulega séð hreyfingu fara af stað á hús- næðismarkaði samhliða þessari að- gerð. Báðir græða á endanum Með þessari leið græða báðir að- ilar, þar sem tap sjóðsins á greiðslu verðtryggingar af láninu þessi 2 ár er í raun léttvægt í samanburði við það tjón ef Jón gefst upp og hættir að borga. Það liggur fyrir að þetta er mjög sértæk leið en við að- stæður sem þessar þá duga ekki venjuleg úrræði GUNNAR ÞÓR SIGBJÖRNSSON, Egilsstöðum. Fjölskyldur og lánasjóðir taki höndum saman Frá Gunnari Þór Sigurbjörnssyni Gunnar Þór Sigbjörnsson Á SAMA tíma og Samfylkingin og skyldulið hennar reyna að þrýsta Ís- lendingum inn í ESB blasir við sambandinu djúp kreppa sem ógn- ar undirstöðum þess og framtíð. Við ríkjandi aðstæður af- hjúpast gífurlegar mótsagnir innan ESB sem varða ekki síst evru-mynt- bandalagið og stöðu ríkjanna innan þess. Í fyrsta sinn eftir að stefnan var tekin á sameiginlega mynt heyrast nú efasemdir um að sjálft ESB-kerfið fái staðist átökin. Ný- legt dæmi um slíkar áhyggjur eru orð eins af postulum samrunans, Joschka Fischer, fyrrum utanrík- isráðherra Þýskalands sem í viðtali við BBC sagðist nú í fyrsta sinn óttast um framtíð ESB. Í svipaðan streng taka fleiri eins og Helmut Schmidt fyrrum kanslari Þýska- lands og Jaques Delors lengi for- seti framkvæmdastjórnar ESB. Kreppan alvarlegust í ESB Um það leyti sem íslensku bank- arnir hrundu sl. haust kepptust leiðtogar helstu ESB-ríkja við að telja fólki trú um að sambandið stæði styrkum fótum með heil- brigðara fjármálakerfi og minni skuldsetningu en Bandaríkin og Bretland. Nú er annað komið á daginn. Evrópusambandið stendur frammi fyrir fjármála- og efna- hagskreppu sem reynist dýpri og enn erfiðari viðfangs en í Banda- ríkjunum til þessa. Verg þjóð- arframleiðsla í Bandaríkjunum er nú talin munu dragast saman um 2% á þessu ári en um 3-4% í ESB á heildina litið. Viðbrögðin við sam- drættinum hafa verið afar ólík hjá þessum risum, Bandaríkin hafa dælt opinberu fjármagni út í efna- hagskerfið í stórum stíl en ESB farið hægar í sak- irnar. Þar ráða mestu hagsmunir þýsku auð- hringanna sem halda utan um sitt með stuðningi þýskra stjórnvalda en á kostnað annarra aðild- arríkja. Framleiðni er afar misjöfn í ein- stökum ESB-ríkjum, hæst í þýskum iðnaði en langtum lakari í Miðjarðarhafslöndum ESB sem af þeim sök- um búa m.a. við langtum óhag- stæðari lánskjör. Þannig engjast einstök ESB-ríki nú í spennitreyju sameiginlegs gjaldmiðils og æ fleiri rekast nú á Maastricht-skilyrðin og eiga yfir höfði sér refsiaðgerðir. Ír- land og Lettland eru verst stödd en önnur lönd fylgja fast á eftir. Þessi staða ætti að vera þeim Ís- lendingum umhugsunarefni sem láta sig dreyma um ESB-aðild og evru sem gjaldmiðil. Lýðskrum og veruleiki Daginn fyrir kjördag auglýsti Jóhanna Sigurðardóttir í öllum fjölmiðlum: „ESB snýst um vinnu og velferð.“ Hver er raunveruleik- inn hvað þetta varðar? Atvinnu- leysisstig innan ESB hefur um langt skeið verið á allt öðru og lak- ara róli en hérlendis. Um skeið tókst að ná atvinnuleysi niður í 6-7% að meðaltali en síðustu tvö árin hefur það vaxið til muna og er nú að meðaltali 8% í aðildarríkj- unum. Verst er ástandið á Spáni með 17,5% án vinnu og yfir 4 millj- ónir atvinnuleysingja, í Lettlandi og Litháen um og yfir 14% og á Ír- landi 10%. Í Þýskalandi er atvinnu- leysi nú 8,6%, tvöfalt meira í land- inu austanverðu en í vesturhlutanum. Alvarlegast er at- vinnuleysið í ESB hjá ungu fólki á aldrinum 15-24 ára og nemur nú að meðaltali 17,5%. Á Spáni er at- vinnuleysið hjá þessum aldurshópi um 32%, í Svíþjóð 24%, í Ung- verjalandi 22% og í Finnlandi 17%. Þetta eru meðaltöl en víða á lands- byggð í ESB er atvinnuleysið langtum meira. Ekki er að undra þótt for- ystumenn í ESB-ríkjunum hafi vaxandi áhyggjur af félagslegum óróa vegna atvinnuleysisins, nið- urfærslu launa og annarri skerð- ingu á réttindum almennings. Þannig hafa Michael Sommer for- seti þýska verkalýðssambandsins DGB og Gesine Schwan forseta- frambjóðandi þýskra sósíal- demókrata nýlega varað við að til óeirða kunni að draga síðar á árinu og í Frakkandi gerast svipaðar raddir háværar. Eins og sjá má af þessu getur málflutningur oddvita Samfylking- arinnar um ESB sem kjölfestu „vinnu og velferðar“ ekki flokkast undir annað en ómerkilegasta lýð- skrum. Ólýðræðislegar valdastofnanir Ólýðræðislegt stjórnkerfi hangir sem myllusteinn um háls Evrópu- sambandsins. Framkvæmdastjórn- in í Brussel, skipuð embætt- ismönnum, er eina stofnun sambandsins sem lagt getur fram lagafrumvörp með tillögum um væntanlegar tilskipanir. Evr- ópuþingið svonefnda hefur aðeins umsagnarrétt um slík frumvörp, þarf hins vegar að samþykkja fjár- lög sambandsins og getur beitt stöðvunarvaldi í vissum tilvikum. Fjarlægar valdastofnanir ESB í Brussel (framkvæmdastjórnin), Strassburg (þingið) og Lúxemburg (dómstóllinn) hafa ýtt undir póli- tískt sinnuleysi og gefa lítið sem ekkert færi á lýðræðislegu aðhaldi. Að stofnunum þessum safnast hins vegar herskarar launaðra lobby- ista, flestir á vegum stórfyrirtækja og hagsmunasamtaka. Nýkomin er út skýrsla á vegum ESB sem leiðir í ljós að ríkin 10 í austanverðri álf- unni sem gengu í sambandið árið 2004 telja sig fá litla sem enga áheyrn í Brussel og hafa gefist upp við að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir sem meirihluti þeirra aðildarríkja sem fyrir voru mótar hverju sinni. Ekki er seinna vænna að almenningur fái hlutlægar upp- lýsingar um eðli og innviði Evrópu- sambandsins þannig að fólk sjái í gegnum þann áróður sem óskamm- feilnir stjórnmálamenn og sjálf- skipuð „elíta“ hafa látið frá sér fara að undanförnu. Eftir Hjörleif Guttormsson »Daginn fyrir kjördag auglýsti Jóhanna Sigurðardóttir í öllum fjölmiðlum: „ESB snýst um vinnu og velferð.“ Hver er raunveruleik- inn hvað þetta varðar? Hjörleifur Guttormsson Höfundur er fv. þingmaður og ráðherra. Blekkingarnar um Evrópusambandið og lýðskrum Samfylkingar                   !" #  $ %  !  &   '    &( )  ) * +( ) #  ,  ) - "              $. .  $.  / +.  " . !   /)    0  ) '  12  '  #) )  $  ) 3 . #  $  .              4 " 4  5% " !' . 1    6 )         * " 7 !  +     8 ))+. * +.                7   ) 9   :9 ; ) ) 9 ;  ) :9 ;     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.