Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar ı Borgartúni 12-14 ı www.reykjavik.is/fer Tökum vel á móti sumrinu Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að taka höndum saman við að hreinsa til í borginni eftir veturinn og taka á móti vorinu með bros á vör. Reykjavíkurborg mun í ár ekki fjarlægja garðúrgang og greinaafklippur sem skilin eru eftir við lóðamörk. Kallað er eftir auknu frumkvæði og ábyrgð borgarbúa og vakin athygli á því að endurvinnslustöðvar Sorpu taka við 2 rúmetrum í hverri ferð af garðaúrgangi og greinaafklippum frá íbúum að kostnaðarlausu. Hvetjum til dáða með eigin frumkvæði. Með því að hreinsa rusl, snyrta tré og runna í garðinum okkar hvetjum við aðra til að taka til hendinni. Stígum skrefinu lengra og tínum rusl utan girðingar, við næsta göngustíg eða á nálægu útivistarsvæði. Hreinsunardagur í götunni eða í hverfinu býður upp á skemmtilega samveru. Notum hugmyndaflugið og gerum tiltektina að skemmtilegu verkefni. Nánari upplýsingar á reykjavik.is/fer og í síma 411 1111. FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is LANDSPÍTALINN hefur virkjað viðbragðsáætlanir sínar vegna þess möguleika að svínainflúensa berist hingað. Landspítalinn er hluti af heilbrigðiskerfinu og leik- ur stórt hlutverk í viðbrögðum við farsóttum sem sóttvarnalæknir stýrir. Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar á Landspít- alanum, sagði nokkra sjúklinga hafa komið á spítalann í rannsókn vegna gruns um smit. Í gær hafði enginn þeirra reynst vera með svínainflúensu. Ef grunur leikur á að einhver hafi sýkst af svínainflú- ensu er tekið strokpróf úr nefkoki. Ólafur sagði að skyndipróf, sem greinir ekki undirtegundir, skilaði niðurstöðu á nokkrum klukku- stundum. Nákvæmari próf eru um tvo daga í vinnslu áður en nið- urstaða liggur fyrir. Ólafur var spurður hvernig spít- alinn væri í stakk búinn til að bregðast við ef svínainflúensan yrði að farsótt hér á landi. „Við erum með takmarkaða að- stöðu til að taka á móti mjög mörgu fólki. Spítalinn er bara með 800 rúm og ekkert aukalega fyrir utan það. Við erum með áætlanir um hvernig við getum nýtt sem best þau rúm sem við höfum,“ sagði Ólafur. Til er áætlun um viðbrögð ef til þess kemur að sjúklingar þarfnist innlagnar vegna smitandi sjúk- dóms á borð við svínainflúensu. Ólafur sagði að í byrjun yrðu væntanlega notuð fimm einangr- unarherbergi sem eru á deild A-7. Síðan er stærri aðstaða til ein- angrunar þar sem hægt er að hafa um tíu sjúklinga. Ef fleiri þyrftu einangrunar við taldi Ólafur að breyta þyrfti deildum, sem nú eru í annarri notkun, í einangr- unardeildir. Hann benti á að það væri flóknara mál því spítalinn væri alltaf fullsetinn af sjúkling- um. Vel birg af veirulyfjum Birgðir af veirulyfinu Tamiflu hér á landi eru með því mesta sem þekkist í heiminum miðað við íbúa- fjölda. Þær nægja til meðferðar á um þriðjungi þjóðarinnar. Ólafur sagði að undirbúningur fyrir inflúensufaraldra sem unninn var á árunum 2005-2007 hefði stuðlað að talsverðri birgðasöfnun af lyf- inu. Þessar lyfjabirgðir eru undir verndarvæng sóttvarnalæknis. Ólafur sagði reiknað með að þeir sem sýndu sjúkdómseinkenni fengju lyfjameðferðina. 44 dóu vegna flensu 1988 Ólafur benti á að í sjálfu sér væru fréttir af þessu fyrirbæri, sem H1N1-svínainflúensan er, um margt jákvæðar. Aðallega þó það að hún virtist ekki hafa valdið miklum veikindum utan Mexíkó. Hækkun viðbúnaðarstigs hjá Al- þjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) endurspeglaði að smitleið- ir sjúkdómsins væru virkar. Ólaf- ur sagði að það að fara af fjórða stigi á fimmta stig þýddi að fleiri væru að smitast, en ekki að sjúk- dómurinn væri orðinn svæsnari eða orðinn að drepsótt. Inflúensa er árviss gestur en breytileg ár frá ári. Ólafur sagði fólk e.t.v. ekki átta sig á því að allmörg dauðsföll tengdust venju- legri inflúensu. Á vef Hagstof- unnar mætti sjá flokkun látinna eftir dánarorsökum. Þar sést með- al annars að frá 1981-2007 eru skráð alls 309 dánartilvik vegna inflúensu. Flest urðu þau á árinu 1988 þegar flensan lagði 44 að velli. Unnið eftir viðbragðsáætlun  Nokkrir hafa komið á Landspítalann til skoðunar en enginn reynst vera smitaður af svínainflúensu  Fjölmörg dánartilvik eru tengd venjulegri inflúensu og 1981-2007 dóu 309 vegna flensu hér á landi Norður-Ameríka Suður Ameríka Asía/Ástralía Evrópa Afríka Nýja-Sjáland Ísrael Ástralía Suður-Kórea Mexíkó* Bandaríkin Kanada Gvatemala Kosta Ríka El Salvador Perú Chile Brasilía Kólumbía Argentína 101 23 12 2 25 30 11 - 1 1 10 2 114 5 2.500 - - 3 2 2 3 26 20 10 4 13 8 3 1 1 - - 1 - - 3 2 - - 260 113 28 - - - 84 1 - - - - 1 - - - - Spánn Bretland Þýskaland Austurríki Sviss Frakkland Danmörk Holland Finnland Noregur Líkleg tilfelli Staðfest tilfelli Dauðsföll L S D - - - - - - - - - - 2 -Suður-Afríka - - - - - - - - - L S D Forseti Mexíkó hefur hvatt landsmenn til að vera heima hjá sér í dag og næstu fimm daga eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hækkaði viðbúnaðarstig sitt vegna svínaflensu í fimm sem er næsthæsta stigið Tveggja ára mexíkóskt barn varð fyrsta fórnarlamb flensunnar í ÚTBREIÐSLA SVÍNAFLENSU LÖND ÞAR SEM FÓLK HEFUR SMITAST AF SVÍNAFLENSU Eins og staðan var í gærkvöldi Mexíkó BANDARÍKIN Fyrsta dauðs- fallið staðfest Talið er nú líklegt að 84 hafi dáið af völdum svínaflensu í Mexíkó en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur aðeins staðfest tólf dauðsfallanna og 260 smittilfelli. Tala líklegra svínaflensutilfella í Mexíkó byggist á upplýsingum frá         CDD C C9 C4 CA       Svínaflensan breiðist út EKKI verður gripið til skimunar farþega við komu á Keflavík- urflugvöll að svo stöddu þar sem það er talið þjóna litlum tilgangi. Samráðsfundir til að undirbúa við- brögð við mögulegum svínaflensu- faraldri voru haldnir í gær. Víðir Reynisson, deildarstjóri almanna- varnadeildar Ríkislögreglustjóra, sagði að m.a. hefði verið fundað með ráðuneytisstjórum og áhöfn sam- hæfingarstöðvarinnar. Einnig var farið yfir viðbragðsáætlun sem gerð var fyrir ári. Í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli hefur verið opn- uð inflúensumóttaka. Ferðamenn geta leitað þangað hafi þeir inflú- ensulík einkenni. Handþvottur er mikilvægur Sóttvarnalæknir áréttaði í gær, að gefnu tilefni, að andlitsgrímur fyrir hinn almenna borgara gerðu lítið gagn til að verjast svínainflú- ensu. Þær væru hins vegar gagn- legar heilbrigð- isstarfsmönnum sem önnuðust sjúklinga og gætu minnkað smithættu ef sýktur ein- staklingur bæri slíka grímu. Þá benti sótt- varnalæknir á að handþvottur og notkun handspritts væri áhrifarík aðgerð til að minnka hættu á smiti. Á þessu stigi er ekki talin ástæða til að ráðleggja fólki að forðast um- gang við annað fólk. Notkun veirulyfja er einungis ráðlögð sjúklingum sem læknir tel- ur líklegt að séu með svínainflúensu. Sjúklingar fá lyfin afhent á heilsu- gæslustöð og/eða sjúkrahúsi. Fyr- irbyggjandi notkun lyfjanna er ekki ráðlögð að sinni og einstaklingum ekki ráðlagt að birgja sig upp af lyfjum heima. gudni@mbl.is Ekki gripið til skimunar strax Reuters Óþarft Grímur fyrir almenna borgara gagnast lítið til að verjast flensunni. Víðir Reynisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.