Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 HÚN ELSKAÐI ALLT SEM MIAMI HAFÐI UPPÁ AÐ BJÓÐA EN TIL ÞESS AÐ FÁ STÖÐUHÆKKUNINA SEM HANA HEFUR ALLTAF DREYMT UM VERÐUR HÚN AÐ FLYTJA Í MESTA KRUMMASKUÐ Í HEIMI! SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI FYRSTA DREAMWORKS ANIMATION TEIKNIMYNDIN SEM ER GERÐ SÉRSTAKLEGA FYRIR ÞRÍVÍDD(3D). SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SPARBÍÓ 550krkr á allar sýningar merktar með appelsínugulu - Þ.Þ., DV MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR FRÁ FRAMLEIÐANDANUM MICHEAL BAY SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA 14 L L L 16 12 L 12 L L L L L L 16 16 16 16 X MEN ORIGINS: WOLVERING kl. 1:30 - 3:40 - 5:40D - 8D - 10:20D DIGITAL X MEN ORIGINS: WOLVERING kl. 5:40 - 8 - 10:20 LÚXUS VIP STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 2D - 3:50D L DIGITAL NEW IN TOWN kl. 5:50 - 8 - 10:20 L OBSERVE AND REPORT kl. 6 - 8 - 10:20 OBSERVE AND REPORT kl. 1:30 - 3:40 LÚXUS VIP 17 AGAIN kl.1:30-3:40-5:50-8-10:20 L I LOVE YOU MAN kl. 8 KNOWING kl. 10:20 MONSTER VS... m. ísl. tali kl. 1.30 - 3:40 - 5:50 L CHIHUAHUA m. ísl. tali kl. 1:30 L BOLT m. ísl. tali kl. 3:40 / ÁLFABAKKA NEW IN TOWN kl. 8:10 - 10.20 L STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 2D - 4D - 6D L DIGITAL THE UNBORN kl. 8:20 - 10.20 OBSERVE AND REPORT kl. 10:20D DIGITAL MONSTERS VS ALIENS m. ísl. tali kl. 23D - 43D - 63D L 3D DIGTAL MONSTERS VS ALIENS m. ísl. tali kl. 1:40 - 3:40 L LET THE RIGHT ONE IN kl. 8 (gangnrýnandinn) THE BAADER MEINHOF COMPLEX kl. 5:40 (gangnrýnandinn) / KRINGLUNNI VIÐ Eyjafjörð er fjölbreytt og áhugaverð safnaflóra. Margir skoða þessi menningarverðmæti og á morgun gefst gott tækifæri til þess, á sjálfan Eyfirska safnadag- inn, árlegri hátíð sem nú fer fram þriðja sinni og hefur vakið tölu- verða athygli til þessa. Hugtakið langur laugardagur öðlast nýja merkingu; söfnin sem standa fólki opin eru staðsett allt frá Siglufirði í norðri til Saurbæjar í Eyjafjarðarsveit í suðri. Í fljótu bragði sýnast mér einir 140 km þar á milli, ef farið er yfir Lágheiðina. Langur ennfremur í þeirri merk- ingu að söfnin eru opin frá klukkan ellefu til fimm. Að spara bensínið Akureyringar geta skilið bílinn eftir heima, hvort sem þeir hugsa sér að kíkja á söfnin í bænum eða bregða sér til að mynda á Smá- munasafn Sverris Hermannssonar í félagsheimilinu Sólgarði, við Saurbæ, skoða gamla bæinn í Lauf- ási, fræðast um Jóa risa á Dalvík eða skoða Síldarminjasafnið eða Þjóðlagasetur Bjarna á Siglufirði. Innanbæjar verður safnastrætó á ferðinni; farið frá Nætursölunni kl. eitt, tvö, þrjú og fjögur. Leið- sögumaður verður með í för og komið við á Amtsbókasafninu, í Davíðshúsi, Flugsafni Íslands, í Húna II, á Iðnaðarsafninu, Lista- safninu, Minjasafninu, Nonnahúsi, Leikmunasafni Íslands í Laxdals- húsi og á Sigurhæðum. Safnarútur verða líka á ferð um fjörðinn. Rúta 1 fer frá Umferðarmiðstöð- inni við Hafnarstræti á Akureyri klukkan hálfellefu að morgni. Þeir sem fara með Rútu númer 1 geta valið um tvennt; annars vegar að fara út í Hrísey að kynna sér Holt og hús Hákarla-Jörundar og sigla þaðan til Dalvíkur og skoða byggðasafnið Hvol, þar sem m.a. er að sjá ýmislegt varðandi Jóhann risa. Hins vegar er hægt sleppa Hrísey og fara út fjörðinn, á Nátt- úrugripasafn Ólafsfjarðar og síðan Þjóðlagasetrið og Síldarminjasafn- ið á Siglufirði. Í heimleiðinni er komið við á Hvoli á Dalvík. Heim- koma beggja hópa er áætluð klukk- an sjö að kvöldi. Rúta 2 fer að Smámunasafninu, Safnasafninu á Svalbarðsströnd og gamla bænum í Laufási. Brottför klukkan hálftólf og heimkoma um fimmleytið. Skjaldborg um heimilin … Sérstök ástæða er til þess að nefna, nú þegar mikið er talað um að slá skjaldborg um heimilin í kreppunni, að ekkert kostar að taka sér far með strætisvagninum eða rútunni og aðgangur er líka ókeypis á öll söfnin. Vert er að geta þess sérstaklega að á morgun verður formlega opn- aður Norðurhaldshluti listahátíð- arinnar List án landamæra. Ljós- myndasýning Finns Inga Erlendssonar verður opnuð klukk- an hálftólf á Bláu könnunni og klukkan eitt verður fimm metra hár skúlptúr, Safnvörður, afhjúp- aður af Huglistarhópnum við Safnasafnið á Svalbarðsströnd. List án landamæra á Norðurlandi verður svo formlega sett klukkan þrjú í Ketilhúsinu á Akureyri. Þar verður ýmislegt til skemmtunar, m.a. frumflutt tónverk eftir Jón Hlöðver Áskelsson, Inúítaflétta, en það flytja barnakór Lundarskóla, blásarar og trommarar. Smámunirnir, þjóðlögin, síldin, flugið AF LISTUM » Fjölbreytt safnaflóravið Eyjafjörð stendur öllum opin án endur- gjalds á morgun og ókeypis rútur ganga frá Akureyri Ljósmynd/Alma Skaptadóttir Hjá Jörundi Þessi ungi sveinn skoðaði hús Hákarla-Jörundar í fyrra. TENGLAR .............................................. www.sofn.is Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.