Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 Baráttudagverka-manna ber upp við und- arlegar að- stæður að þessu sinni. Hinir lægst launuðu hafa mátt horfa upp á það und- anfarin ár að munurinn á lægstu og hæstu launum hefur margfaldast. Á þess- um tíma var þó bót í máli að kjör hinna lægst laun- uðu fóru engu að síður batnandi og kaupmáttur launa þeirra jókst, þótt ekki væri það í neinni lík- ingu við þá hæst launuðu. Þegar bankarnir hrundu í haust reið gríðarlegt högg yfir allt samfélagið, flest fyrirtæki standa mun veikari fótum eftir góð- ærið en fyrir það og stöð- ugt fjölgar á atvinnuleys- isskrám. Sömuleiðis hafa kjör vinnandi fólks versn- að til muna vegna hruns- ins. Þar kemur tvennt til. Margar stéttir hafa fallist á launalækkun til þess að auðvelda atvinnurek- endum þungan róður. Að auki hefur hrun krón- unnar leitt til verðhækk- ana og rýrir það enn kaupmátt upphæðarinnar, sem kemur upp úr launa- umslaginu. Á nokkrum mánuðum hafa íslenskir launþegar dregist ræki- lega aftur úr fólki í sam- bærilegum störfum í ná- grannalöndunum. Nú hljóta hreyfingar launþega því að spyrja sig með hvaða hætti þetta bil verði brúað að nýju. Við stéttarfélögum blasa nú mótsagnakennd skilyrði. Kjörum umbjóðenda þeirra hefur hrakað svo mjög að leita þarf langt aftur til að finna sambæri- leg dæmi. Hins vegar er ekki gefið mál að hefð- bundnar launakröfur yrðu í raun til að bæta kjör launafólks af þeirri ein- földu ástæðu að stórfelld hækkun launa myndi fyrst og fremst ýta undir verð- bólgu, sem yrði fljót að éta upp hækkunina auk þess sem vísitalan ryki upp með tilheyrandi áhrif- um á höfuðstól verð- tryggðra lána. Hvað á þá forusta stétt- arfélaga að taka til bragðs þegar meira að segja á vinstrivæng stjórnmál- anna er talað um að komið geti til áfram- haldandi launa- lækkana og kjararýrnunar? Framundan er augljóslega varnarbarátta, sem verður í því fólgin að koma í veg fyrir áfram- haldandi kjaraskerðingu. Stéttarfélögin verða að veita jafnt atvinnurek- endum sem ríkisvaldinu rækilegt aðhald. Ef laun- þegar halda að sér hönd- um verða aðrir að gera það líka. Atvinnurekendur og hið opinbera geta engin áhrif haft á það sem gerist úti í heimi, en þeim ber skylda til að gera sitt ýtr- asta til að tryggja stöð- ugleika í íslensku efna- hagslífi. Hið opinbera verður að átta sig á að hækkun gjalda og álaga hefur bæði bein og óbein áhrif. Hækkun á áfeng- isgjaldi veldur ekki aðeins hækkun á áfengi, heldur einnig á lánum almenn- ings. Stjórnendur fyrirtækja verða einnig að sýna ábyrgð og forðast hækk- anir umfram þær sem óhjákvæmilegar eru vegna hruns krónunnar og hækkunar aðfanga. Í raun eru engar for- sendur til þjóðarsáttar eftir bankahrunið – það ríkti engin þjóðarsátt um að deila ávöxtunum af góðærinu. Almenningur þarf hins vegar að taka af- leiðingunum og axla byrð- arnar af uppbyggingunni, sem nú fer í hönd, og það má ekki gleymast í svart- holi gullfiskaminnisins þegar hjólin fara að snú- ast á nýjan leik – hvenær sem það verður. Þá verður að gæta þess að ekki verði að nýju farið í sama farið með einkavæðingu og eft- irlitsleysi. Það verður að tryggja að uppbygging ís- lensks efnahags fari fram með þeim hætti að allir njóti góðs af. Það þarf að tryggja viðskiptafrelsi, en koma um leið í veg fyrir að örfáir aðilar geti ginið yfir öllu sem hreyfist. Hlutverk verkalýðshreyf- ingarinnar verður á næstu misserum ekki síst fólgið í að veita stjórnvöldum og atvinnulífi aðhald til þess að uppbyggingin eftir hrunið verði ekki næsta rannsóknarefni. Hlutverk verkalýðs- hreyfingarinnar verður á næstu misserum ekki síst fólgið í að veita stjórnvöldum og at- vinnulífi aðhald.} 1. maí Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ J æja, ég tilheyri víst elítunni. Ég þakka hólið. Ég er Evrópusinni. Það eru nokkur ár síðan ég sann- færðist um að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu, en það eru aðeins nokkrir dagar síðan ég sá fyrst ástæðu til að kynna þá skoðun fyrir öðr- um. Á næstunni mun fólk skipa sér í fylk- ingar. Víglína verður dregin milli Evr- ópusinna og andstæðinga aðildar. Það verður töluvert um skotgrafahernað. Meirihluti alls þess sem fram mun koma í umræðunni verð- ur með áróðursstíl, þ.e. einstrengingslegur málflutningur með það að augnamiði að fegra aðra hlið málsins með stílbrögðum og útúr- snúningum. Þetta mun gilda jafnt um báðar fylkingar. Ég vil nota þetta tækifæri og lýsa því hér með yfir að í öllum skrifum mínum og málflutningi um Evrópumálið mun ég ekki beita áróðri. Ég mun aldrei vísvitandi fegra mína hlið málsins á kostnað málefnalegrar um- ræðu. Ég mun aldrei gegn betri vitund snúa út úr góð- um rökum andstæðinga aðildar með stílbrögðum eða hótfyndni. Ástæðan er sú að ég veit sem er að útúr- snúningur og áróður gagnast aldrei málstaðnum þegar til lengri tíma er litið. Auk þess er of mikið í húfi til að varpa því á bálköst hnyttni eða gremju. Fyrir Evrópusambandsaðild eru ýmis rök með og á móti. Evrópusamandsaðild er ekki lausn á efnahags- kreppunni. Þeir sem aðeins eru fylgjandi aðild vegna þess að þeir trúa að hún sé neyðarúrræði vegna efnahagskreppunnar eða lausn allra vandamála sem að henni lúta ættu að endur- skoða hug sinn til aðildar. Með slíku viðhorfi er slæmt að stofna til áratuga langs stjórn- mála- og viðskiptasambands. Slíkt samband skal aðeins stofna með viðhorfi sem nær langt úr fyrir líðandi stund og snýst um miklu meira en efnahag og viðskipti. Að þessu sögðu er ljóst að um Evrópu- sambandsaðild gilda að hálfu leyti tilfinn- ingarök. Það má líkja þessu við hjónaband. Um gagnsemi hjónabands tveggja aðila gilda að hálfu leyti efnahagsleg og hagnýt rök og að hálfu leyti óútskýrðar tilfinningar sem enginn getur gerst svo hrokafullur að útlista í nokkrum setningum eða greinarstúf. Það sama gildir um þetta. Pössum okkur á að aðskilja tilfinningar frá staðreyndum og lofum hvert öðru að vera sanngjörn og málefnaleg í umræðu um Evrópusambandsaðild. Auk þess sé ég enga ástæðu til að rífast um málið að svo stöddu. Mér heyrist öll stjórnmálaöfl vera reiðubúin til að láta þjóðina kjósa um málið. Er þá ekki fyrsta skrefið að ákveða hvenær kosning fari fram? Og varla verður kosið nema samningstilboð liggi fyrir, svo það er óumflýjanlegt að sækja um aðild. Við förum varla að ríf- ast um það? Það væri varla málefnalegt. Andstæðingar aðildar! Hugsið ykkur að minnsta kosti tvisvar um áður en þið svarið því. bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com Bergur Ebbi Pistill Varúð! Evrópuáróður Vinsæll forseti þrátt fyrir kreppuna FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is H efð er fyrir því í Banda- ríkjunum að gera upp fyrstu 100 daga nýs forseta í embætti, en þau þáttaskil urðu nú í vikunni. Barack Obama sagðist á sín- um tíma vilja sameina sundraða þjóð og deila má um hversu vel það hafi tekist. En Obama og menn hans eru sáttir við að forsetinn skuli nú, þrátt fyrir kreppuna, njóta stuðnings 63% til 72% kjósenda, ef marka má skoð- anakannanir. Og 48% segja nú Banda- ríkin vera á réttri leið. Michael Kazin, sagnfræðiprófessor við Georgetown-háskóla, skipar Obama á bekk með nokkrum forsetum sem hafi tekist að leggja drög að alger- um þáttaskilum í Bandaríkjunum á fyrstu 100 dögunum. Hann sé í hópi með Franklin D. Roosevelt, Abraham Lincoln og Ronald Reagan. „Tímarnir eru ekki jafn erfiðir og á fjórða ára- tugnum [í tíð Roosevelts] en Obama hefur brugðist við ástandinu af hörku,“ segir Kazin. Obama hefur fyrst og fremst þurft að kljást við efnahagsmálin en hefur á skömmum tíma snúið við mörgu sem forverinn George W. Bush stóð fyrir. Hann hefur leyft stofnfrumurann- sóknir, tók ákvörðun um að loka Gu- antanamo-fangabúðunum, hefur slak- að nokkuð á samskiptahömlum gagnvart Kúbu. Minnst hefur breyt- ingin verið í málefnum Írak og Afgan- istan og spurning hvort stefnan hefði orðið mjög ólík ef repúblikanar hefðu sigrað. Mýkri stíll í alþjóðamálum En stíllinn í utanríkismálum er ann- ar og umheimurinn er nú vinveittari Bandaríkjunum. Obama leggur sig fram um að blíðka Evrópuleiðtoga sem margir hverjir fundu Bush allt til foráttu. Og ef til vill tekst Obama að fá Írana að samningaborðinu með því að draga úr áróðursstríðinu. En bent er á að kaldur veruleikinn geti umturnað þessari nýju slök- unarstefnu. Ef Rússland breytist í al- gert einræðisríki í anda nýfasisma, Pakistan hrynur í innbyrðis átökum eða Ísraelar gera skyndiárás á Íran, svo að dæmi séu nefnd, er ekki hægt að leysa málin með mýkri stíl. Fyrst mun reyna verulega á Obama í al- þjóðamálum við slíkar aðstæður. Hart er deilt um stefnuna í efna- hagsmálum. Sumir segja hana allt of varkára en aðrir og þá einkum repú- blikanar, óttast að forsetinn sé að kollsigla ríkisskútunni og breyta um leið Bandaríkjunum í sósíalistaríki. Nánir samstarfsmenn segja að forset- inn sé fyrst og fremst „pragmatisti“, þ.e. hann vilji raunhæfar lausnir en ekki einblína á hugmyndafræði. Er hann beitti sér fyrir því að þingið sam- þykkti 787 milljarða dollara framlög til að styrkja efnahaginn var hann í reynd aðeins að halda áfram því sem hægrimaðurinn Bush var löngu byrj- aður á. En margir hagfræðingar, þ. á m. Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krug- man, segja að ganga þurfi miklu lengra í ríkisstuðningi, annars verði aðstoðin vindhögg. Krugman er vinstrisinni en ýmsir markaðs- hyggjumenn mæla einnig með róttæk- ari aðgerðum og vilja að ríkið yfirtaki bankana eins og gert var hér á landi. AP Nýr félagi Barack Obama var nærri dottinn í garðinum við Hvíta húsið þeg- ar hann sýndi nýja heimilishundinn, Bo. Með Obama er eldri dóttirin, Malia. Mikill meirihluti Bandaríkja- manna er sáttur við störf Bar- acks Obama forseta og 48% landsmanna segja í könnunum að þjóðin sé nú á réttri leið. Aðeins 44% eru því ósammála. FORSETINN nýtur þess hve auð- velt hann á með að ná til almenn- ings, snilld hans á því sviði er ein- stök og höfðar til allra þjóða. Og hann liggur ekki á liði sínu. Á þess- um hundrað dögum hefur hann haldið nærri jafn marga meirihátt- ar blaðamannafundi og George W. Bush allt fyrra kjörtímabilið. Heimildarmenn segja Barack Obama mjög sáttan í Hvíta húsinu, einkum þyki honum mikils um vert að geta verið að staðaldri sam- vistum við eiginkonu sína og börn. Og ekki má gleyma að fyrir mann með ómældan áhuga á stjórnmálum er það gefandi að fá að ráða. Hann byrjar daginn á líkamsrækt um hálfsjöleytið, fær sér síðan morgunverð með fjölskyldunni og vinnur af kappi. Þá er það kvöld- verðurinn og loks er hann sagður hakka í sig lesefni af mörgu tagi á kvöldin, oft fram yfir miðnætti. SÁTTUR VIÐ STARFIÐ ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.