Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 8
ÞRÍR menn hafa verið handteknir og einn gefið sig fram við lögreglu vegna innbrota í verslanir og til- rauna til innbrota í hraðbanka á undanförnum dögum. Mennirnir sem um ræðir eru útlendingar og var lýst eftir þeim fyrir nokkrum dögum og myndir birtar af þeim í fjölmiðlum. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu, voru mennirnir þrír handteknir í Leifsstöð þegar einn þeirra var á leið úr landi. Þeir hafa verið yfirheyrðir, en ekki verður gerð krafa um gæsluvarðhald. Ómar Smári segir ekki útilokað að fleiri kunni að verða handteknir í tengslum við rannsókn málsins og varar fólk við því að taka boðum um skartgripi og nýlegar snyrtivör- ur til sölu utan verslana, þar sem þar gæti verið um að ræða þýfi. Hann bendir fólki á að hafa sam- band við lögregluna á höfuðborg- arsvæðinu ef það fær slík tilboð. Innbrot Menn grunaðir um þjófnað voru handteknir eftir myndbirtingu Hraðbankaþjófar voru handteknir 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 Breytt áskriftarverð ÁSKRIFTARVERÐ Morgunblaðsins hækkar 1. maí og kostar nú mán- aðaráskrift 3.390 kr. en kostaði 2.950 krónur áður. Helgaráskrift að Morgunblaðinu kostar nú 2.070 kr. en kostaði 1.800 kr. áður. Netáskrift kostar 1.950 en kostaði 1.700 kr. FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is FRÁ því Fjarskiptasjóður og Sím- inn gengu frá samningi um upp- byggingu háhraðanets á lands- byggðinni hafa óánægjuraddir orðið háværar hjá samkeppnisaðilum Sím- ans, þar á meðal Vodafone, en einnig hjá smærri fjarskiptafyrirtækjum sem boðið hafa upp á netþjónustu á landsbyggðinni. Óánægjan snýr einkum að því að samningurinn sem gerður var 25. febrúar sl. skuli ekki hafa verið gerður á þeim forsendum sem útboð vegna verkefnisins hafði kveðið á um. Síminn bauð um 390 milljónir í verkefnið í útboði sl. haust. Mikill verðmunur var á tilboðum í það sem skýrðist m.a. af því að fyrirtækin lögðu til ólíkar, tæknilegar lausnir við uppbyggingu háhraðanetsins, skv. upplýsingum frá Gunnari Svavarssyni, formanni Fjar- skiptasjóðs. Vildu hætta við Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær vildu forsvarsmenn Símans hætta við þátttöku í verkefn- inu, m.a. annars vegna þess að tilboð fyrirtækisins í verkefnið væri of lágt. Kristján Möller, samgöngu- ráðherra og ráðherra fjarskipta- mála, hefur sjálfur lýst því þannig í útvarpsviðtali við Ísland í bítið á Bylgjunni að forstjóri Símans hafi komið til hans 4-5 sinnum og sagt að fyrirtækið gæti ekki staðið við til- boðið. „En alltaf hefur okkur tekist að blása lífi í það [verkefnið innsk. blm.],“ sagði Kristján í viðtalinu 27. febrúar sl. Verkefninu breytt án útboðs Viðræður Kristjáns og forstjóra Símans, Sævars Freys Þráinssonar, báru árangur og settu verkefnið í annan farveg. Ákveðið var að fjölga stöðum sem háhraðatengingin átti að ná til úr 1.100 í 1.800. Þau heimili sem þiggja þjónustuna sem Síminn mun byggja upp munu eiga kost á 2Mb/s teng- ingu en það er umtalsvert meiri hraði en í boði er á mörgum stöðum á landinu. Áætlað er að uppbygg- ingu verði lokið í árslok 2010. Sam- kvæmt samningnum verður Síman- um skylt að veita öllum fjarskiptafyrirtækjum á landinu að- gang að ADSL-tengingunum sem settar verða upp í verkefninu. Sam- hliða uppbyggingu á netþjónustunni hyggst Síminn byggja upp 3G- farsímasamband á stöðunum. Samn- ingurinn segir meðal annars til um að Síminn fái einkaleyfi á 3G- þjónustunni í sex mánuði á hverjum stað. Óánægja samkeppnisaðila Sím- ans beinist meðal annars að þessu ákvæði. Þeir telja einkaleyfið óþarft og hugsanlega lögbrot. Blási lífi í verkefnið  Fjarskiptafyrirtæki eru ekki sátt við hvernig staðið var að samningi við Símann um uppbyggingu háhraðanets Morgunblaðið/Árni Sæberg Á tali Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, og Kristján Möller samgönguráðherra sjást hér slá á létta strengi þegar gsm-sendi á vegum Símans var komið upp í Norðurárdal í fyrra. Samningur Fjarskiptasjóðs við Símann var stærri en upphafleg áform gerðu ráð fyrir. Fjarskipta- fyrirtæki eru ósátt við hvernig staðið var að því að breyta for- sendum samningsins. STUTT 390 milljónir bauð Síminn upp- haflega í uppbyggingu há- hraðanets um land allt 606 milljónir var samningur Símans við Fjarskiptasjóð að lokum 1.800 staðir á landinu öllu munu njóta góðs af háhraðanetinu fullbúnu JOE Borg, sem fer með sjáv- arútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði á blaða- mannafundi í Brussel í síðustu viku að ef Ísland sækti um aðild að sambandinu væri hann þess full- viss að lausn fyndist á sjáv- arútvegsmálum sem mundi tryggja að fiskveiðum á Íslandi yrði stjórnað með sama hætti og gert hefði verið til þessa. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, þar sem Borg kynnti skýrslu, svonefnda grænbók, um sjávarútvegsstefnu ESB. Þar kom m.a. fram að níu af hverjum 10 fiskistofnum í lögsögu bandalags- ins væru ofveiddir. Fram- kvæmdastjórnin er að skoða hvort taka eigi upp frjálst framsal á veiðikvótum að íslenskri fyr- irmynd og vísaði Borg til þess á fundinum. Borg sagði að flytja yrði ákvörð- un um stjórn fiskveiða á mismun- andi svæðum í lögsögu bandalags- ins nær svæðunum og íbúum þar. Erlendur blaðamaður spurði Borg hvort hann teldi að sjávarútvegs- mál yrðu minni fyrirstaða en áður var talið í hugsanlegum viðræðum Íslands og ESB í ljósi þess að borið væri lof á fisk- veiðistjórnun Ís- lands. Borg svaraði að það væri rétt að ESB væri að taka upp ýmsar ráðstafanir sem norræn lönd á borð við Ísland og Noreg hefðu tekið upp, m.a. til að vinna gegn brottkasti. „Ef Ísland ákveður að sækja um aðild þarf að semja um (sjáv- arútvegsmál) sem hafa til þessa verið viðkvæm. Ég get ekki sagt fyrir um hver niðurstaða slíkra viðræðna yrði en ég er viss um að ef Ísland ákveður að sækja um að- ild … mun landið finna í fram- kvæmdastjórninni samningsaðila sem er reiðubúinn til að ræða með mjög jákvæðum hætti hvort hægt sé að finna lausn sem tryggir að framtíð íslenskra sjómanna verði svipuð og verið hefur til þessa, en það yrði að vera innan marka sam- eiginlegu sjávarútvegsstefnunnar.“ Borg sagði að Ísland myndi án efa geta lagt sitt til málanna við endurskoðun fiskveiðistefnunnar. „Lausn finnst á sjávarútvegsmálum“ Ræddi um stöðu íslenskra sjómanna Joe Borg Síminn átti lægsta boð í uppbygg- ingu háhraðanets fyrir rúmlega 1.100 staði. Var farið í verkið á þeim forsendum. Verkefnið breyttist hins vegar verulega að umfangi eftir að sam- starf Fjarskiptasjóðs og Símans hófst. Að lokum var samningurinn, sem gengið var frá 25. febrúar, upp á 606 milljónir en ekki 390 eins og tilboð Símans hljóðaði upp á. Fjarskiptasjóður leitaði til Rík- iskaupa vegna þess að umfang verkefnisins hafði aukist. Var það metið svo að ekki þyrfti að bjóða verkefnið út að nýju þrátt fyrir aukið umfang. Ríkiskaup féllust á breyttar forsendur NÚ stendur yfir viðamikil æfing á Vallarheiði í Reykjanesbæ hjá Ís- lensku alþjóðasveitinni en hún er sú sjöunda af alþjóðlegum rústabjörg- unarsveitum, sem fá mun úttekt og vottun hjá Sameinuðu þjóðunum að henni lokinni. Stóræfing á Vall- arheiði hjá ÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.