Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 21
Einu sinni sem oftar þegar ég kom til hennar þurfti ég að leita að henni. Blómin sem ég hafði fært henni daginn áður voru orðin blóm annarrar konu og hvergi var mynd- in sjáanleg sem barnabarnið hafði fært henni. Það er skelfilegt, þegar maður er orðinn veikur og getur ekki borið hönd yfir höfuð sér, að þurfa að liggja frammi á gangi, hvað þá án nokkurra möguleika á að kalla eftir hjálp – bjöllulaus. Það eru nefni- lega ekki bjöllur á ganginum fyrir rúmliggjandi sjúklinga að kalla á aðstoð. Talandi um hátækni; úr- ræði spítalans var að láta sjúklinginn hafa handbjöllu með kólfi, en … það var bara ein slík til. Áður en ég hafði uppgötvað þennan bjöllu- skort kom ég að móður minni þar sem hún lá á ganginum bjöllulaus. Hún hafði legið þar dá- góða stund, ófær um að biðja um aðstoð af neinu tagi. Ég varð algerlega miður mín. Ég gat samt ekki tekið hana heim með mér og sinnt henni þar, vegna lyfjanna sem hún þurfti að fá örar en hefði dugað með þjónustu heimahjúkr- unar sem aðeins gat komið tvisvar á dag. Ég sinnti aðeins hlutastarfi þessi árin; til þess að geta annast hana heima árin áður en hún fór á spítalann, og á meðan hún var þar. Sjaldan hef ég orðið jafn miður mín og einmitt á þessari stundu. Hvernig fær maður sig til að fara af FLESTIR eru svo heppnir að þurfa ekki að dvelja lengi á spít- ala, en allflestir eyða þó síðustu dögum lífs síns inni á þannig stofnunum. Sértu óánægður með dvölina undir þessum kring- umstæðum er fátt sem þú getur gert á meðan, og auðvitað ómögulegt eftir á. Mér finnst það vera hlutverk mitt að greina frá því sem marg- ir lenda í þegar dauðann ber að dyrum. Aðstaða margra dauð- vona einstaklinga á Íslandi er vægast sagt öm- urleg. Aðstaða starfsfólksins sömuleiðis. Til að gera langa sögu stutta þá missti ég móður mína fyrir rétt rúmum 2 árum. Hún dvaldi á spítala í um 20 daga og fjórðunginn af þeim tíma var hún höfð frammi á gangi. Það var ekkert herbergi laust, eða pláss til að deila herbergi með öðrum. Það var ekki eins og hún hefði skyndilega orðið fyrir slysi og hugsanlega væru einhverjar líkur á að hún myndi lifa. Nei, það lá ljóst fyrir að þetta væri hennar banalega. Þannig varði hún fjórðunginum af banalegu sinni á ganginum. Þriðjunginn af tímanum gat hún deilt herbergi með fleiri deyjandi einstaklingum en þá var hún aldrei oftar en tvær nætur í sama herbergi. Hún var sannarlega ekki ein um þessa eymd. Eftir Hjördísi Bjartmars Arnardóttur » Að deyja frammi á gangi var hlutskipti margra síð- ustu ár fyrir kreppuna, á mesta uppgangstíma þjóð- arinnar. Hvernig verður ástandið næstu misserin? Hjördís Bjartmars Arnardóttir Höfundur er teiknari. Viltu deyja frammi á gangi? spítalanum, frá hinum veika, undir svona kring- umstæðum? Ég get einungis reynt að ímynda mér hvernig þetta er fyrir hinn deyjandi. Sjálf fylltist ég ótta, yfirþyrmandi sektarkennd og vanmætti. Ekki gæti ég hugsað mér að vinna á spít- alanum, undir svona kringumstæðum. Það er fullkomlega ömurlegt að reyna að útskýra fyrir dauðvona manneskju og aðstandendum hennar að það er ekki pláss fyrir hana á spítalanum til að deyja. Maður þarf eiginlega að panta tíma til þess að fá að deyja með sæmd. Þetta er ekki til- raun til að vera með neinn húmor. Án gríns, til að eiga möguleika á að fá líknandi meðferð á þartilgerðum stofnunum virðist þurfa að panta dvöl a.m.k. 1-2 árum áður en þú hefur hugsað þér að deyja! Hver veit það hvenær hann kveð- ur nákvæmlega? Veist þú það? Viltu deyja frammi á gangi? Hið úrræðagóða starfsfólk spítalans eyddi miklum tíma í að reyna létta sjúklingunum síð- ustu dagana með því að gefa öllum tækifæri á örlitlu næði. Sjúklingurinn þurfti ekki að eyða allri sinni banalegu á ganginum því hjúkr- unarfólkið hafði komið upp einhverju kerfi þar sem reynt var eftir fremsta megni að gera öll- um jafnhátt undir höfði og hjálpa öllum. Það er hins vegar ekki góð nýting á háskóla- menntuðu fólki að láta hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða eyða fleiri klukkustundum á dag í að selflytja sjúklinga hingað og þangað um deild- ina, bara til þess eins að veita þeim örlítið næði á dauðastund eða í aðdraganda hennar. Að eyða síðustu dögum ævi sinnar með þess- um hætti er hræðileg tilhugsun en er þó raun- verulegt hlutskipti margra. Það er ekki vinsælt að fjalla um okkar eigin dauðastund eða ann- arra og fæstir gera sér grein fyrir því hvað bíð- ur þeirra. Að þetta skuli hafa verið hlutskipti margra síðustu ár fyrir kreppuna, á mesta upp- gangstíma í sögu þjóðarinnar, þegar þjóðin hélt að hún ætti nóga peninga, er sannarlega um- hugsunarefni. Hvernig verður ástandið næstu misserin? Spyrja má hver ber ábyrgð á því hvernig fyrir okkur er komið. ----- Það er mikilvægt að það komi fram að allt starfsfólk spítalans sem kom að umönnun móð- ur minnar var dásamlegt. Það er ekki öfunds- vert að vinna undir þessum kringumstæðum og mig langar að koma þakklæti til allra sem önn- uðust hana. 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 Fimleikar Haraldur Njálsson tekur á honum stóra sínum í Elliðánum í gær þegar keppt var í Elliðaárródeói. Eins og svipurinn ber vitni um þurfa menn að einbeita sér ætli þeir að ná árangri í snúningum, veltum og hvers kyns flúðabrögðum. Það gerði Haraldur og hampaði hinum eftirsótta Ródeóbikar. Árni Sæberg Guðrún Þóra Hjaltadóttir | 30. apríl Hvað á að skerða? Það hlýtur að vera erfitt verk að skera niður í heil- brigðisþjónustunni og enginn öfundsverður af því … Þegar verið er að hagræða hlutunum er það oft þannig að hluti kostn- aðarins færist frá ríkinu yfir til sjúklings- ins. Stundum er það í lagi ef um einstaka tilvik er að ræða. Aftur á móti er það afar erfitt fyrir fólk sem er með króníska sjúk- dóma og er háð læknum og þjónustu heil- brigðisgeirans. Sjálf þekki ég þetta á eigin skinni og hef virkilega fundið fyrir því und- anfarin ár hvað hlutur sjúklings hefur hækkað mikið, það gerðist nefnilega líka á tímum útrásarvíkinganna. Meira: gudruntora.blog.is BLOG.IS NÚ ER lokið erfiðum og annasömum vetri þar sem reynt hefur gríðarlega á alla í okkar samfélagi. Alþingiskosn- ingarnar um liðna helgi setja með ákveðnum hætti punkt fyrir aftan þann kafla og marka um leið upphafið að því sem koma skal. Nýrrar rík- isstjórnar bíða fjölmörg erfið og flókin úrlausnarefni á öllum sviðum, þar á meðal að takast á við sársaukafullan nið- urskurð í rekstri hins opinbera. Það er ljóst að engin opinber starfsemi kemst hjá því að takast á við niðurskurð og breytingar á starfsemi sinni og allir eru meðvitaðir um þá stöðu. Það er hins vegar mikilvægt að átta sig á því að hreinn nið- urskurður og beinn samdráttur á ýmsum sviðum getur haft í för með sér út- gjaldaaukningu á öðrum sviðum hins op- inbera rekstrar eða annars staðar í sam- félaginu. Það segir sig sjálft að slíkur niðurskurður er afar óskyn- samlegur. Afleiðingar kreppu, atvinnu- leysis og efnahagslegs óstöð- ugleika eru vel þekktar á öllum sviðum og þar á meðal á sviði löggæslu. Vitað er til dæmis að á slíkum tímum aukast auðg- unarbrot á borð við innbrot og þjófnaði og þær tölur um aukn- ingu þessara brota sem blasa við lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu frá síðasta hausti eru tæpast tilviljun. Eftir því sem atvinnu- leysi eykst og atvinnuleys- istímabilið lengist aukast margskonar fé- lagsleg vandamál sem í sínum erfiðustu myndum enda á borði lögreglu. Með hliðsjón af þessu og fjölmörgum öðrum þáttum er mikilvægi löggæslu á krepputímum augljóst. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur líkt og aðrar opinberar stofnanir dregið um- talsvert saman seglin á liðnum mánuðum. Hagræðingarkröfu hefur verið mætt með fækkun starfsfólks og þar með talið lög- reglumanna, uppsögn og endurskoðun fastra launakjara, samdrætti í yfirvinnu, breyt- ingum á vaktafyrirkomulagi og niðurlagn- ingu deilda. Endurskoðuð forgangsröðun og endurskipulagning verkefna miðar að því að tryggja eins og kostur er að lögreglan sinni eftir sem áður eins vel og kostur er því grundvallarhlutverki sínu að halda uppi lög- um og reglu. Í dag blasir við sú staða að lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið færri í langan tíma. Tugir lögreglumanna eru reiðubúnir að koma til starfa hjá embættinu og styrkja þannig starfsemi þess og efla lög- gæsluna, en fjárhagsstaðan gerir það að verkum að ekki er unnt að ráða þá til starfa. Hluti þeirra þiggur því atvinnuleysisbætur á kostnað ríkissjóðs. Lögreglan er ein af mörgum mikilvægum stofnunum í samfélaginu. Á erfiðum tímum þurfa allir að auka byrðarnar og lögreglan er þar ekki undanskilin. Hagræðingu innan löggæslunnar er unnt að ná fram með enn frekari fækkun og sameiningu stofnana og öðrum sambærilegum hagræðingaraðgerð- um. Það er hins vegar ekki skynsamlegt að ganga svo nærri lögreglunni í niðurskurði að það auki útgjöld á öðrum sviðum þjóðfélags- ins, því slíkt gerist óhjákvæmilega þegar af- brotatíðni eykst og starfsmönnum á atvinnu- leysisskrá fjölgar sem ella hefðu verið við störf innan lögreglunnar. Hægt er að færa fyrir því margvísleg rök að það sé beinlínis skynsamlegt að standa vörð um öfluga lög- gæslu á tímum efnahagslegra erfiðleika. Skýrustu rökin eru fjölgun starfa og fækkun afbrota. Nú um stundir eru fáir skynsamlegir fjár- festingarkostir. Eitt skýrt dæmi má þó nefna fyrir væntanlega nýja ríkisstjórn: Öfl- ug löggæsla er skynsamleg fjárfesting. Öflug löggæsla er skynsamleg fjárfesting Eftir Stefán Eiríksson » Afleiðingar kreppu, at- vinnuleysis og efnahags- legs óstöðugleika eru vel þekktar á öllum sviðum og þar á meðal á sviði löggæslu. Stefán Eiríksson Höfundur er lögreglustjóri á höf- uðborgarsvæðinu. Lilja Sigrún Jónsdóttir | 30. apríl Grenndargarðar Garðyrkjufélag Íslands hefur gert samning við Reykjavíkurborg vegna tilraunaverkefnis um „grenndargarða til mat- jurtaræktunar í þéttbýli“ sumarið 2009. Hægt verður að leigja 25 fermetra garða og er skráning hafin hjá Garðyrkjufélaginu, á gardurinn(hjá) gardurinn.is eða sjá www.gardurinn.is … Meira: nytjagardar.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.