Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 UNIFEM á Íslandi Laugavegi 42 Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Sími 552 6200 unifem@unifem.is www.unifem.is Miðstöð Sameinuðu þjóðanna, Laugavegi 42 Laugardaginn 2. maí kl. 13-14. UNIFEM-UMRÆÐUR um mansal Katrín Hauksdóttir, meistaranemi í alþjóðasamskiptum - Mansal og vændi á alþjóðavísu- Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur á jafnréttis- og vinnumálasviði félags- og tryggingamálaráðuneytisins -Mansal á Íslandi og aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda- Allir velkomnir og ókeypis inn. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi. BYRJUNARÖRÐUGLEIKAR við notkun nýs tölvuforrits við skrán- ingu á breyttum atkvæðaseðlum urðu þess valdandi að tölur sem yfir- kjörstjórnir þriggja kjördæma veittu um útstrikanir voru ónákæm- ar og yfirkjörstjórn í fjórða kjör- dæminu treysti sér ekki til að gefa tölurnar. Yfirkjörstjórnir hafa talið breyt- ingar og útstrikanir á atkvæðaseðl- um á talningarstað, í beinu fram- haldi af talningunni sjálfri enda er það hluti af henni. Þetta hefur verið gert í höndunum nema Reykjavík- urkjördæmum þar sem tölvuforrit hefur verið haft til aðstoðar. Þorkell Helgason, starfsmaður landskjör- stjórnar, segir að þegar grunur vaknaði fyrir þessar kosningar um að mikil aukning yrði á útstrikunum og öðrum breytingum hafi verið ráð- ist í það verk með stuttum fyrirvara að útbúa töluforrit fyrir yfirkjör- stjórnirnar til að halda utan um þessa talningu. Nokkrir byrjunar- örðugleikar urðu við notkun forrits- ins þar sem það sá ekki við sér- stökum innsláttarvillum sem hent gátu. Þá veittu yfirkjörstjórnirnar upplýsingar um útstrikanir með mismunandi hætti. Röðin breyttist ekki Starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa frá kosningum farið nákvæmlega yf- ir talninguna og gáfu í gær út end- anlegar tölur um úrslit. Villurnar sem fram komu á tölum um útstrik- anir höfðu í engum tilvikum áhrif á röð frambjóðenda. Útstrikanir í Norðvesturkjör- dæmi reyndust minni en uppgefnar tölur hafa áður sýnt. Samkvæmt töl- um sem fengust á sunnudag vantaði til dæmis útstrikanir Einars K. Guð- finnssonar og Ólína Þorvarðardóttir þá ranglega sögð hafa fengið flestar útstrikanir. Lilja Rafney Magn- úsdóttir var aðeins strikuð út á broti þeirri atkvæðaseðla sem upphaflega var talið. Fyrstu tölur um útstrik- anir í Suðvesturkjördæmi reyndust of lágar. Tölurnar úr Suður- kjördæmi voru nálægt lagi enda voru þær byggðar á handtalningu. Tölurnar sem yfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmum gáfu út voru réttar enda gefnar út seinna. helgi@mbl.is Forritið skilaði röngum tölum um útstrikanir  Starfsmenn lands- kjörstjórnar hafa yfirfarið talningu                         ! #! $         % &"'   ( ) * + ,!   - ) . /  0 - 1  2 .  ( ) /1 ! '"-   - 3  % + 2  "( & ,"*  ( 4 5   1  & 6 ,. +  ( /  . .  / & 6 71 - 8 ! ,$  "( ) - "% 3  - ) # 1 -!   ( 9 , + /: 0 ) - !  1  , -! " "- 9 , "&"'  "( ) - !   / / /  ( 3  3+  "( 9 2 ;6 2  - $ -  $  "/ ) < !+'  - 4 =  .  0 ) ' + <"'> "0 . '  ( ? &+ . +   - ) 3'   ( @ * /1 &6 ( 4 # 8 - A                                                                  B B B B B B B B B B B B B B B B B B B B B B B B B B B B B Í HNOTSKURN »Útstrikunum var beittmiklu meira nú en í fyrri alþingiskosningum. »Landskjörstjórn kemursaman til fundar á mánu- dag til að úthluta formlega þingsætum. FRÉTTASKÝRING Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is MÁL Alsírbúans Hitchems Mansrís lá óhreyft hjá Útlendingastofnun í heilt ár áður en það var tekið til meðferðar. Stofnunin synjaði honum um hæli í síðasta mánuði og er málið nú til kærumeðferðar hjá dóms- málaráðuneytinu. Mansrí er nú í hungurverkfalli þar sem hann dvelst á flótta- mannahælinu Fit í Reykjanesbæ en níu dagar eru síðan hann neytti síð- ast matar. Ákvörðun Útlend- ingastofnunar var birt honum 19. maí sl. en hún hljóðaði upp á synjun á hæli og brottvísun með end- urkomubanni í fimm ár. Að sögn Hauks Guðmundssonar, forstjóra Útlendingastofnunar, varð nið- urstaðan þessi þar sem saga manns- ins hefði verið metin ótrúverðug þar sem misræmis gætti í frásögn hans um aðstæður sínar. Fyrir úrskurðinn hafði Mansrí beðið hátt í tvö ár eftir úrlausn sinna mála. „Þetta er hluti af fortíðinni þegar hér var langur hali af þessum málum,“ segir Haukur. „Þessi mað- ur sótti um í ágúst 2007 og það var ekki byrjað að vinna í málinu fyrr en í ágúst 2008. Ég vil þó taka skýrt fram að svona er þetta ekki lengur. Við byrjum að vinna í málum nokk- urn veginn um leið og þau koma.“ Reyndist vera með falsað franskt vegabréf Eftir að málið var loks tekið til meðferðar tók að sögn Hauks nokk- urn tíma að úrskurða hvort franskt vegabréf Mansrís væri falsað og komst stofnunin að raun um að svo væri í nóvember sl. „Eftir það dróst málið af því að hann var stöðugt að leggja fram ný gögn, án þess að beð- ið væri um þau. Í janúar fékk hann svo lokafrest og hann klárar ekki málið fyrr en 6. mars. Við erum svo tilbúin með úrskurðinn rúmri viku seinna.“ Þá hafi Mansrí nýtt sér 15 daga kærufrest áður en málið fór til kærumeðferðar hjá dómsmálaráðu- neytinu þar sem það er enn. Í gær kom fram að Mansrí hefði verið boðið að skrifa undir staðlaða yfirlýsingu þess efnis að hann óskaði ekki eftir læknisaðstoð missti hann meðvitund í hungurverkfallinu. Haukur segir alls ekki lagt að mönn- um að undirrita þessa yfirlýsingu. „En ef menn ætla að svelta sig í hel og vilja ekki aðstoð er eins gott að það sé alveg á hreinu.“ En væri ekki réttara að hafa þann valkost í yf- irlýsingunni, að þiggja lækn- isaðstoð? „Ef maðurinn vill að gripið verði inn í þá undirritar hann þetta ekki,“ segir Haukur og telur að þannig eigi vilji hans að vera skýr. Morgunblaðið/Kristinn Löng bið Mansrí á flóttamannahælinu Fit í Reykjanesbæ en hann hefur nú verið í hungurverkfalli í níu daga. Mál hælisleitanda lá óhreyft í heilt ár  Hitchem Mansrí var synjað um hæli hér á landi í síðasta mánuði og hefur kært úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins Í HNOTSKURN » Hitchem Mansrí hefurbeðið í tvö ár eftir úrlaus sinna mála en það dróst að taka þau fyrir í heilt ár. » Í ljós kom í nóvember sl.,að franskt vegabréf hans var falsað. » Fimm einstaklingar, sembeðið hafa um hæli, hafa farið í hungurverkfall í vetur. Eftir Andra Karl andri@mbl.is HANNES Sigmarsson, yfirlæknir við Heilsugæslu Fjarðabyggðar, hefur enn ekki aftur snúið til vinnu þrátt fyrir að embætti ríkissaksókn- ara hafi ákveðið að vísa kæru Heil- brigðisstofnunar Austurlands (HSA) frá. Endurkoma hans hefur frestast þar sem Ríkisendurskoðun tók ný- verið ákvörðun um að hefja rann- sókn á málefnum læknisins auk þess sem embætti landlæknis hefur ekki lokið rannsókn á faglegum þáttum verka hans. Hannes sem var grunaður um fjárdrátt í starfi nýtur mikils stuðn- ings og nýverið voru stofnuð Holl- vinasamtök heilsugæslunnar í Fjarðabyggð. Um 90 manns eru í samtökunum sem m.a. vinna að því að standa vörð um heilsugæsluna, starfsemi hennar og starfsfólk. Á sjálfur sæti í stjórninni Á stofnfundinum síðastliðinn sunnudag komu málefni Hannesar, sem á reyndar sæti í stjórn samtak- anna, til umræðu. Í fundargerð segir svo: „Fundurinn var spennuþrung- inn og það brann mjög á fólki að Hannes Sigmarsson læknir byrjaði störf sem fyrst. Einar Rafn Haralds- son [forstjóri HSA] vildi ekki svara ítrekuðum spurningum þess efnis hvenær eða hvort Hannes kæmi aft- ur til starfa. […] Greinilegt var af viðbrögðum Einars Rafns, að hann vildi ekki Hannes aftur til starfa.“ Einar Rafn sagði í samtali við Morgunblaðið að engin persónuleg óvild lægi þar að baki. Hann hefði á fundinum skýrt afstöðu stofnunar- innar og aðdraganda málsins. Grun- ur hefði leikið á að Hannes hefði dregið sér fé með því að ofreikna sér laun. Mál hans væru ennfremur enn til rannsóknar og á meðan svo væri, hæfi hann ekki störf að nýju. Til rannsóknar hjá land- lækni og Ríkisendurskoðun Í HNOTSKURN »Hafin hefur verið undir-skriftasöfnun á Eskifirði þar sem skorað er á yfirstjórn HSA að segja af sér vegna máls Hannesar. »Hannes hefur starfað semlæknir á Austurlandi í tæpa tvo áratugi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.