Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 AÐALSTEINN Leifsson, lektor í við- skiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir í grein í Morg- unblaðinu þann 29. apríl sl., að hægt sé að semja við Evrópu- sambandið um sjávar- útveg án undanþágna eða sérlausna. Hvað sem líður trú hans og trausti á góðvild Evrópusam- bandsins stendur eftirfarandi óhaggað: 1. Ef Ísland gerðist aðili að ESB yrði hafið umhverfis Ísland Evrópusambandshaf. 2. Við aðild að ESB flyttist vald til lagasetningar um fiskveiðar á Íslandsmiðum til ráðherraráðsins í Brussel. 3. Kæmi til aðildar flyttist um- boð til samninga um hlutdeild í deilistofnum til Evrópusambands- ins. 4. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika er til endurskoðunar eins og skýrt kemur fram í svo- kallaðri Grænbók ESB um hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu sambandsins. Skýrslan var kynnt þann 22. apríl sl. Fylgismenn aðildar að ESB hafa vísað til þessarar reglu sem tryggingar fyrir hags- munum Íslands í sjáv- arútvegi kæmi til að- ildar. Endurskoðun stefnunnar staðfestir að þessi regla veitir Íslandi enga trygg- ingu til auðlindanýt- ingar til langframa. 5. ESB hefur bann- að hvalveiðar og nú einnig selveiðar. Er ekki ástæða til að hafa efasemdir um framtíð fiskveiða innan sambandsins? Í áð- urnefndri Grænbók segir að ekki sé lengur hægt að horfa til sjávar- útvegs án samræmis við stefnu í öðrum málaflokkum er snerta haf- ið og nýtingu þess. 6. Með aðild að ESB myndu lög breytast um eignarhald erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegsfyr- irtækjum. Þar með væri engin trygging fyrir því að arður af sjávarútvegi flyttist ekki úr landi. 7. Allt stjórnskipulag ESB er breytingum undirorpið. Nærtæk- asta dæmið er Lissabonsamning- urinn, sem nú er í „staðfesting- arferli“ eins og það er kallað. Engin trygging er fyrir því að breytingar geti ekki orðið hvenær sem er. Þær gætu leitt til veru- legrar skerðingar á réttindum Ís- lendinga til veiða við landið. Aðalsteinn er í hópi þeirra sem hafa vísað til reglunnar um hlut- fallslegan stöðugleika sem trygg- ingu fyrir hagsmunum Íslands. Nú þegar Evrópusambandið lýsir því sjálft yfir að þessi trygging sé alls ekki fyrir hendi grípur hann til þess að túlka þau tíðindi sem mik- il tækifæri fyrir íslenskan sjávar- útveg! Það er ekki aðeins villandi held- ur í hæsta máta óábyrgt að láta í það skína að hægt sé að tryggja hagsmuni grundvallaratvinnuveg- ar landsins innan ESB með þeirri léttúð sem einkennir nálgun Að- alsteins Leifssonar. Villandi og óábyrg umræða um íslenskan sjávarútveg og ESB Eftir Sigurð Sverrisson »ESB hefur bannað hvalveiðar og nú einnig selveiðar. Er ekki ástæða til að hafa efa- semdir um framtíð fisk- veiða innan sambands- ins? Sigurður Sverrisson Höfundur er upplýsinga- og kynning- arfulltrúi LÍÚ. TVÆR ólíkar ástæður valda tölu- verðum efa um að hægt sé að treysta Samfylkingunni til að fara fyrir eða vera burðarás í ríkisstjórn Íslands. Annars vegar það að flokksmenn virðast leggja allt sitt traust á að innganga í ESB leysi vanda þjóð- arinnar. Hins vegar uppgjör flokks- ins við ríkisstjórnarsamstarf hans og Sjálfstæðisflokksins. Er greiðsla Icesave-skulda hluti af kostnaði við inngöngu í ESB? Hver sem afstaða okkar til ESB kann að vera, þá ættu flestir skyn- samir Íslendingar að meta það svo að a.m.k. séu takmörk fyrir því hvað aðgöngumiðinn má kosta. Það verð sem við erum tilbúin að greiða hlýt- ur að ráðast af mati á ávinningi þess að vera í sambandinu. Nú liggur fyrir að það getur haft veruleg áhrif á skuldastöðu ríkis- sjóðs hvernig til tekst í samningum um Icesave-skuldir. Á það hefur verið bent og ekki hrakið að lög skylda ekki íslenska ríkið til að ábyrgjast Icesave-innstæður um- fram það sem er í tryggingasjóði innlána. Ef Ísland tekur engu að síður á sig skuldbindingarnar þá getur kostnaður okkar eftir atvikum numið hundruðum milljarða króna (sem samsvarar öllum tekjuskatti einstaklinga á Íslandi í einhver ár). Ef okkur ber ekki lagaleg skylda til að taka á okkur þennan kostnað, hvers vegna þá að gera slíkt? Tals- menn Samfylkingarinnar hafa bent á að ef komið hefði upp réttaróvissa vegna ábyrgða á Icesave hefði það getað valdið áhlaupi á banka í Evr- ópu. Hér hlýtur að vakna sú spurn- ing hvort það sé okkar hlutverk, jafnvel þótt við gætum, að verja banka í Evrópu fyrir frekara hruni. Einnig hefur verið bent á siðferði- legar skyldur okkar, en auðvelt er að hrekja slík rök. Benda má á þann skaða sem framferði Breta hefur valdið, þá áhættu sem innstæðueigendur tóku gegn því að fá hærri vexti og getuleysi okkar til að taka á okkur slík- ar skuldbindingar eftir hið mikla hrun sem hér hefur orðið. Hér er ég ekki að segja að við eigum ein- faldlega að neita að borga. Það er eðlilegt að semja um málið. Hins vegar verða þeir sem semja fyrir okkar hönd að átta sig á sterkri samnings- stöðu okkar og vera tilbúnir að beita henni. Ástæða þess að ég efast um að Samfylkingin hafi vilja til þess er að hörð afstaða okkar í slík- um samningum gæti valdið nei- kvæðri afstöðu Breta og annarra Evrópuþjóða þegar og ef kemur að umsókn okkar um inngöngu í ESB. Ef Samfylkingin sér engan annan valkost en að ganga í ESB og vill ekki hætta á neitt sem kann að skaða það ferli, þá er viðbúið að fulltrúar hennar séu tilbúnir að samþykkja fjárhagslegar álögur á Íslendinga sem ella hefði ekki þurft. Gengið til samninga án valkosta Líkur á að gengið verði til samn- inga um inngöngu í ESB hafa aukist nú að loknum kosningum. Almennt séð gildir það í viðskiptum, litlum sem stórum, að þú vilt halda þeim möguleika opnum að samningar takist ekki. Ef viðhorf þitt er að þú eigir engan annan valkost, þá getur það leitt til þess að þú gangir að samningi sem annars teldist óásætt- anlegur. Þótt skoðun kunni að vera sú að upptaka evru eftir inngöngu í ESB sé besti kosturinn, þá er nauð- synlegt að hafa útfærðan annan val- kost, hvort sem það er einhliða upp- taka evru eða peningamálastefna sem gerir kleift að notast við krón- una áfram. Því miður virðist sem Samfylk- ingin ætli að setja allt sitt traust á velvilja ESB þegar kemur að samn- ingum. Á sama hátt og það eru öfg- ar að finna ESB allt til foráttu, þá er það barnaskapur að halda að ESB muni sjá til þess að ekki verði lagðar á okkur of miklar eða ósann- gjarnar álögur. Við sjálf og engir aðrir verðum að gæta eigin hags- muna. Markmið stjórnmálaflokks um inngöngu í ESB má ekki blinda sýn á hið raunverulega verkefni: að tryggja farsæld á þessu landi. Það á að vera hið óbifandi markmið og all- ir valkostir skoðaðir til að svo megi verða. Að axla ábyrgð eða koma henni yfir á aðra Seinni ástæðan fyrir vantrausti á Samfylkingunni snýst ekki um beina efnahagslega hagsmuni, held- ur skort á ábyrgð eða heiðarleika. Hér er ég að tala um uppgjör Sam- fylkingarinnar við ríkisstjórnarsam- starfið við Sjálfstæðisflokkinn. Í hnotskurn virðist niðurstaða þeirra á landsfundi vera sú að að svo miklu leyti sem rekja megi afglöp stjórn- arinnar til Samfylkingarinnar þá sé þar eingöngu um það að ræða að þau hafi ekki fylgt eigin sannfær- ingu heldur látið eitthvert ótilgreint gildismat samstarfsflokksins yfir sig ganga. Þetta kann einhverjum að finnast léttvægt, en svo tel ég ekki vera. Í fyrsta lagi felst í því töluverður hroki að telja að eigin sannfæring sé göfugust allra og að hún hefði jafnvel getað komið í veg fyrir hrunið hefði henni verið fylgt. Í öðru lagi þá er hér annaðhvort verið að segja að flokkurinn sé tilbúinn að fara í stjórnarsamstarf og láta sem allt sé í fínu standi þótt hann sé í raun að fórna sinni sann- færingu og gildum, eða um að ræða ódýra eftirá skýringu þar sem ábyrgðinni er í raun kastað yfir á aðra. Sá sem ekki getur viðurkennt eigin mistök, fyrir sjálfum sér og öðrum, mun að öllum líkindum end- urtaka þau. Er Samfylkingunni treystandi fyrir stjórn Íslands? Eftir Viktor J. Vigfússon » Flokkur sem sér engan annan valkost en ESB er líklegur til að samþykkja ónauðsyn- legar fjárhagslegar álögur á Íslendinga. Viktor J. Vigfússon Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.