Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009 Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is Á SAMA tíma og hver hópurinn af öðrum gengur á rúmlega tvö þúsund metra háan Hvannadalshnúk glíma bormenn Íslands við festu og hrun á rúmlega tvö þúsund metra dýpi í bor- holu í Vítismóum í grennd við Kröflu. Hvorki hefur gengið né rekið í rúm- lega hálfan mánuð og um síðustu helgi var ákveðið að skilja borkrónuna eftir og fara framhjá festunni á leið niður á rúmlega fjögur þúsund metra dýpi. „Þetta hefur gengið brösulega síð- an við komumst niður á um tvö þús- und metra 17. apríl,“ segir Bjarni Pálsson, verkfræðingur hjá Lands- virkjun Power. „Bergið er mjög lag- skipt þarna og hrungjarnt og við lent- um tvisvar sinnum í því að það hrundi á strenginn og holan var við það að falla saman. Við það að reyna að losa okkur út úr þeim vandræðum slitnaði strengurinn, fyrst á 2.050 metrum og síðan á 2.102 metrum. Okkur tókst að fiska upp hluta af strengnum en þrjá- tíu metrar og borkrónan urðu eftir neðst í holunni. Við teljum mikilvægt að hafa hol- una eins beina og framast er kostur og því lögðum við mikið á okkur til að ná krónunni og strengnum upp. Nú höfum við fallið frá því og erum að steypa tappa neðst í holuna. Síðan er ætlunin að bora út úr holunni ofan við tappann og sveigja framhjá festunni og borkrónuleifunum. Við teljum að ef vel tekst til með þessa aðgerð, þá geti hlykkurinn orðið það mjúkur að hann valdi ekki of mikilli mótstöðu,“ segir Bjarni. Tafirnar kosta um 100 milljónir Hann segir að í áætlunum hafi ver- ið gert ráð fyrir að atvik sem þessi gætu komið fyrir. Talsverður kostn- aður fylgir svona töfum og má áætla hann um eða yfir 100 milljónir króna. Hver stöng í borstrengnum er 13 metra löng og borkrónan er 42 senti- metrar í þvermál. Bjarni segir að erf- iðleikana megi hugsanlega að hluta rekja til þessa mikla þvermáls en nú sé farið dýpra en nokkru sinni með svo svera holu. Mikið reyni á stang- irnar en holan mjókkar síðan þegar neðar dregur og þá verður þvermálið það sama og bormenn þekkja. Bormenn í basli á tvö þúsund metra dýpi Ljósmynd/Magnús Á. Sigurgeirsson Festa Hjalti Hafsteinsson og Júlíus Emilsson við borstrenginn og krónuna.  Lentu í festu og þurfa að bora sig út úr holunni ENGINN fékk sex tölur réttar í Víkingalottóinu í gær. Potturinn verður því tvöfaldur í næstu viku. Þetta þýðir líka að svokallaður of- urpottur, sem í þetta skiptið var rúmur milljarður króna, stefnir yfir 1.200 milljónir í næstu viku, að sögn Stefáns Konráðssonar, fram- kvæmdastjóra Íslenskrar getspár. Ofurpotturinn virkar þannig að í upphafi hvers útdráttar er dregin út ein tala, svokölluð ofurtala. Ef hún kemur aftur upp á meðal þeirra sex talna sem mynda vinningsröðina, þá verður ofurpotturinn virkur og sá sem fær sex rétta hlýtur hann. Enginn vann í Víkingalottó NOKKUÐ á annan tug umsókna um hvalveiðileyfi hefur borist sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. „Það er mikill áhugi og menn eru spenntir,“ segir Ásta Einarsdóttir lögfræðingur í ráðuneytinu og segir að nokkuð sé um að haft sé samband við sjávarútvegsráðuneytið vegna málsins. Um 70% þeirra hvalveiði- umsókna sem borist hafa koma frá einstaklingum sem hafa ekki stund- að hvalveiðar áður. „Fólk er greini- lega að leita nýrra tækifæra.“ Þrír hrefnuveiðimenn fengu leyfi strax í janúar en umsóknir annarra eru í matsferli hjá Fiskistofu, sem fer yfir umsóknirnar og kallar eftir viðbótargögnum sé þess þörf. Þá þurfa umsækjendur að sækja nám- skeið þar sem m.a. er farið yfir aflíf- unaraðferðir og annað tengt hval- veiðunum. Námskeiðið verður haldið um miðjan maí og stendur í þrjá daga. Það kostar 100.000- 120.000 kr. og mun norski sérfræð- ingurinn Egil Ole Øen sjá um að uppfræða umsækjendur. „Að nám- skeiði loknu mun Fiskistofa síðan skila inn tillögum sínum og við yf- irförum þær og veitum leyfin á grundvelli þeirra upplýsinga sem þar liggja fyrir,“ segir Ásta. annaei@mbl.is Margir nýir vilja halda á hvalveiðar LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu rannsakar nú nauðgun sem átti sér stað við Tryggvagötu í Reykja- vík á sunnudagsmorgun. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferð- isbrotadeildar lögreglunnar, segir að ráðist hafi verið á 19 ára stúlku og henni nauðgað. Stúlkan kærði nauðgunina til lögreglunnar og gat gefið lögreglu lýsingu á árás- armönnunum. Tveir karlmenn, sem eru af er- lendu bergi brotnir, voru hand- teknir skömmu síðar og voru í framhaldinu úrskurðaðir í gæslu- varðhald til föstudags. Þeir hafa verið yfirheyrðir en játningar liggja ekki fyrir. Björgvin segir að það muni koma í ljós á morgun hvort farið verði fram á áframhaldandi gæslu- varðhald yfir mönnunum á grund- velli almannahagsmuna. Rannsakar nauðgun VEXTIR á þeim lánum Frjálsa fjárfestingabank- ans sem bera breytilega vexti ættu að fara til- tölulega hratt niður lækki Seðlabankinn stýrivexti. Þetta segir Ingólfur Friðjónsson, nýr framkvæmdastjóri bankans, sem átti von á hressilegri lækkun stýri- vaxta. Ákvörðun um breytta vexti lánanna gæti þá legið fyrir á næstu tveimur vikum. „Breytilegu vaxtaflokkarnir fylgja stýrivöxtunum og ættu því, ef ein- hver skynsemi er í kerfinu, að fara tiltölulega hratt niður. Það gerist að vísu ekki sjálfkrafa, heldur er tekin ákvörðun um það hverju sinni,“ seg- ir hann. „Það má hins vegar alltaf velta fyrir sér hvort eðlilegt sé að hafa svona gríðarlega háa vexti á verð- tryggðum lánum.“ Frjálsi sé þó ekki sá eini sem bjóði þessi lánakjör, heldur sé það víðar í bankakerfinu. Morgunblaðið greindi á laugardag frá láni manns á sextugsaldri sem tók 9,5 milljón króna lán hjá bank- anum um mitt ár 2003. Vextir þess voru þá 8,9% en eru nú 10,35%. Af- borgunin í mars 2005 nam rétt um 200 þúsund krónum en nú í apríl greiddi maðurinn tæpar 400 þúsund krónur. Afborganir eru á þriggja mánaða fresti. Þrátt fyrir háa vexti liggur hækkun lánsins síst þar. „Verðbólgan er stærsti örlaga- valdurinn,“ segir Ingólfur. „Það er dýrt og vont að vera með innlent lán í verðbólgu, því hún gengur lítt og illa til baka.“ gag@mbl.is Býst við lægri lána- vöxtum Frjálsi fjárfestinga- bankinn og lánin Hverjir standa að verkefninu? Landsvirkjun ber meginþungann af djúpborunarverkefninu í Kröflu og borgar um helming kostnaðar, sem er áætlaður um 20 milljónir dollara, auk þess sem til stendur að verja um 10 milljónum dollara í rannsóknir á vökva og jarðlögum og að reisa og reka til- raunaorkuver á næstu árum. Tveir al- þjóðlegir rannsóknasjóðir taka þátt í kostnaði við tilteknar rannsóknir. NSF í Bandaríkjunum greiðir um 3 milljónir dollara og ICDP í Þýskalandi 1,5 millj- ónir dollara. Hitaveita Suðurnesja, Orkuveita Reykjavíkur, Orkustofnun, Alcoa og Statoil Hydro eru einnig stórir þátttakendur í verkefninu. Hver er tilgangurinn? Boruð verður allt að 4.500 metra hola við Kröflu niður í eldvirkt háhitasvæði með það að markmiði að virkja yf- irmarkshitaðan vökva á þessu mikla dýpi. Um einstakt verkefni er að ræða, sem fylgst er með víða um lönd, en þetta er fyrsta slíka djúpbor- unarholan í heiminum. S&S VEFMYNDAVÉL sem sett var upp í Eldey í fyrra „fraus“ og komast viðgerðarmenn ekki til að laga hana fyrr en í desember nk. Eyjan er friðuð og mannaferðir ein- ungis leyfðar þangað í desember og janúar ár hvert. Myndavélin var sett upp 20. janúar 2008. Sigurður Harðarson, rafeindavirkjameistari hjá Feris ehf., sem vann við uppsetningu vélarinnar, segir að þá hafi verið eft- ir að samstilla búnað í eynni og í landi. Næst þegar gefið hefði í eyna hefði það verið orðið of seint vegna friðunar- innar. Sjónvarpsmerkið frá myndavélinni á að fara með örbylgjum í mótttökustöð Hitaveitu Suðurnesja í landi. Farið var í Eldey 18. desember sl. og sendibúnaðurinn fínstilltur. Þá var farið að vinna við að koma myndunum úr Eldey inn á heimasíðu HS. „Svo bara einn morguninn sást ekki neitt. Skýringin er líklega sú að eitthvað hafi gerst í samskiptum milli myndavélarinnar og lands. Það þarf að endurræsa vélina,“ sagði Sigurður. Nú er það ekki hægt nema úti í Eldey. „Við megum fara næst út í desember og þá förum við með tvöfaldan búnað þannig að við getum unnið þetta þráðlaust úr landi. Við erum að glíma við tæknileg vanda- mál á stað sem er friðaður. Annars væri fyrir löngu búið að laga þetta. En þetta er torsótt því við höfum stuttan tíma og það á versta tíma ársins.“ Búnaðurinn í Eldey er knúinn öflugum sólarrafhlöðum sem hlaða rafgeyma. Þeir hafa 730 amperstundir í raf- magni og hleðslubúnaðurinn getur hlaðið allt að 12 amper við bestu skilyrði. 32 Mb samband er á milli lands og Eld- eyjar og sagði Sigurður prófanir sýna að fjarskipta- sambandið út í Eldey væri svo gott að þar væri hægt að reka skrifstofu með fimm nettengdum tölvum. gudni@mbl.is Vefmyndavélin í Eldey „fraus“ Morgunblaðið/RAX Eldey Vefmyndavélin og tilheyrandi búnaður fór í Eld- ey í janúar 2008. Myndavélin var gangsett en „fraus“. 15% afsláttur NICOTINELL Munnsogstöflur með bragði! Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni þegar reykingum er hætt. Til að ná sem bestum árangri skal ávalt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðlinum með lyfinu. Skammtar eru einstaklingsbundnir og eru ákvarðaðir eftir því hversu mikið var reykt. Munnsogstöflur: skammtar mega þó aldrei vera stærri en 30 stykki á dag af 1 mg og mest 15 stykki á dag af 2 mg. Leita skal til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga eða versnandi hjartaöng, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega eiga ekki að nota Nicotinell nikótínlyf. Börn undir 18 ára aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Lesið allan fylgiseðilinn áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. ®

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.