Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 28
✝ ón Óskar Hjör-leifsson fæddist í Reykjavík 6. apríl 1924. Hann lést á heimili sínu 27. apríl sl. Faðir hans var Hjörleifur Magnús Jónsson, vöru- bifreiðastjóri og síðar fisksali í Reykjavík, f. 7.8. 1899, d. 6.10. 1968. Foreldrar hans voru Jón Magnússon, trésmiður á Akranesi, f. 10.2. 1874, d. 19.11. 1918, og Þórunn Brandsdóttir, verkakona í Reykja- vík, f. 18.9. 1865, d. 28.12. 1953. Móðir Jóns Óskars var Ástríður Andrésdóttir, húsfreyja í Reykja- vík, f. 8.4. 1903, d. 26.5. 1993. For- eldrar hennar voru Andrés Ólafs- son, bóndi á Hrísbrú í Mosfellssveit, Kjós., f. 8.6. 1871, d. 12.2. 1956, og k.h. Ólöf Jónsdóttir, húsfreyja, f. 30.4. 1873, d. 9.4. 1934. Jón Óskar var næstelstur sex alsystkina, elst- ur var Jón Magnússon, f. 31.10. 1922, d. 3.9. 1923, Ólöf, f. 16.1. 1927, Andrés, f. 25.1. 1929, Hjördís Þórunn, f. 7.4. 1932, og Reynir Ár- sæll, f. 16.3. 1934, d. 29.5. 1935. Hálfsystir þeirra samfeðra var leifur Magnús, f. 7.7. 1956, dóttir hans og Sigríðar Óskarsdóttur er Inga Heiða, f. 19.10. 1980, sambýlis- maður Gregory Barrett. Þau skildu. 4) Laufey, f. 29.12. 1961, gift Magnúsi Arnulf Lúðvíkssyni, börn þeirra eru Eyrún Inga, f. 12.11. 1991, Ásta Lára, f. 13.4. 1994, og Jón Lloyd, f. 21.4. 2007. Jón Óskar var stúdent úr fyrsta stúdentshópnum úr Verslunarskóla Íslands 1945. Cand. oecon. frá Há- skóla Íslands 1951. Hann var starfs- maður Hvals hf. 1949 og frá mars 1951 til 1952. Framkvæmdastjóri Sambands smásöluverslana (Kaup- mannasamtaka) 1952. Starfsmaður Shell hf. á Íslandi 1952-1955. Með- eigandi firmans Georg Ámundason & co. 1955-1961. Starfaði að mestu sjálfstætt við reikningshald og kaupsýslu, umboðsverslun frá 1961 (flutti inn sjúkravörur frá Þýska- landi). Starfsmaður Endurskoð- unarskrifstofu Eyjólfs Sigurjóns- sonar 1968-1971. Jón Óskar var ritari í stjórn Félags íslenskra stór- kaupmanna 1958-1961. Einn af stofnendum smábátafélagsins Snarfara og formaður um stund. Áhugamál hans voru m.a. bækur, tónlist, skoðunarferðir um sundin blá á bátnum sínum, ferðalög, mannkynssaga og stjórnmál. Útför Jóns Óskars verður gerð frá Grensáskirkju í dag, 7. maí, kl. 15. Svava, f. 10.2. 1920, d. 5.12. 1995. Móðir hennar hét Kristbjörg Kristjánsdóttir, f. 18.9. 1901, d. 24.7. 1991. Jón Óskar kvæntist 23.7. 1948 Ingu Þuríði Guðbrandsdóttur, f. 13.2. 1927, d. 16.3. 2006. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- brandur Gunn- laugsson, sjómaður og verkamaður í Reykjavík, f. 23.6. 1900, d. 26.6. 1949, og Þuríður Ingi- björg Ámundadóttir húsfreyja, f. 23.6. 1898, d. 17.9. 1991. Börn Jóns og Ingu eru: 1) Þuríður Ingibjörg, f. 31.1. 1949, börn hennar og Jónasar Þ. Sigurðssonar eru Sigríður, f. 27.10. 1979, og Anna Hildigunnur, f. 5.2. 1989. Þau skildu. Maki Guð- finnur G. Johnsen. 2) Guðbrandur, f. 2.2. 1951, börn hans eru Birgir Már, f. 11.2. 1976, giftur Ásu Ein- arsdóttur, þau eiga þrjú börn, Hlina Snæ, Birki Smára og Karitas Ísold; Lilja Holm, f. 21.8. 1979, gift Isak Hoy, þau eiga tvö börn, Sebastian og Cassöndru; Óskar, f. 15.6. 1984. Maki María Maríusdóttir. 3) Hjör- Elsku afi, þú hættir aldrei að koma á óvart. Það er ótrúlegt hvað einn maður getur haft mikil áhrif á líf manns. Þú hafðir þessi áhrif á mig, elsku afi minn, það versta er að þú hefur ekki hugmynd um það. Sem dæmi get ég tekið ást þína á klassíkri tónlist. Ég hafði ekki hugmynd um að þú hlustaðir á sömu tónlist og ég hlusta á. Fyrir ekki svo löngu fórum við; ég, mamma, Ásta Lára og Jón Lloyd í heimsókn til þín. Það var eftirmiðdag- ur og sólin skein. Þú sýndir okkur myndaalbúmin frá þínum sokka- bandsárum. Gleðin sem skein úr aug- unum á þér og ömmu á myndunum er ógleymanleg. Það sem er mér þó minnisstæðast af þessum eftirmið- degi eru sögurnar sem þú sagðir. Það var engu líkara en þú hefðir verið að koma heim úr útskriftarferðinni þinni í gær. Þú lifnaðir allur við og það var ótrúlegur eldmóður æskunnar sem greip þig og augun í þér. Þú mundir allt. Hvert þið fóruð, með hverjum, hvernig þið komust á leiðarenda. Ég mun aldrei gleyma þessari stund. Ég þakka mínum sæla að þú hafir fengið að kynnast „nafna“, honum bróður mínum, Jóni Lloyd. Ég lofa þér því að hann fær að heyra sögur af afa sínum og hann mun fá að heyra allt um það hvernig þú söngst fyrir hann. Það kom öllum í opna skjöldu þegar þú komst með þessa flottu bassarödd sem söng Litlu andarung- ana af svo mikilli innlifun að heimsins besti söngvari hefði aldrei getað sleg- ið þér við. Þú varst mikill lífskúnstner, ef svo má að orði komast, eins og sést á tón- listarsmekknum. Það sem mér þykir vænst um eru þó allar matarstund- irnar sem ég átti með þér. Pönnukök- ur með rjóma og bláberjasultu, eitt stykki Staur frá Freyju og fleira góð- gæti. Það sem var þó langbest var piparmyntusúkkulaðiskyrið með rjóma. Það var það besta í heimi þeg- ar maður var lítil fimm ára snót og ég segi það alveg satt að ég sakna þess enn þann dag í dag. Sunnudagurinn hófst þannig, við mamma komum í heimsókn eftir að hafa farið í sund. Þá var hungrið byrjað að sverfa verulega að og við skutluðumst niður í mötu- neyti að sækja mat. Þar hittum við alls kyns kostulega kvisti sem spurðu þessa litlu stelpu spjörunum úr. Ég var alltaf svo kát yfir hrósinu sem ég fékk. Mikið ertu í fallegum kjól, mikið ertu með fallegt hár og svo framvegis. Ég hefði verið lafandi af hræðslu hefði ekki verið fyrir þig, afi minn. Þú stóðst á bak við mig eins og klettur og ég hef sjaldan verið jafn örugg og á þessum stundum. Eftir máltíðina var haldið af stað út í búð. Þar var keypt piparmyntuskyr og rjómi. Svo var veisla. Elsku afi, ég vona að þú vitir hversu vænt mér þykir um þig. Ég skrifaði hér áðan að þú kæmir stöðugt á óvart. Andlát þitt bar ansi hratt að og ég held að enginn hafi verið tilbú- inn. Það er kannski bara fyrir bestu, það er ekkert gott að vita allt. Þín verður sárt saknað en þó vona ég að þú megir hvíla í friði og ró. Þú ert eflaust kominn á betri stað. Ég er þér ósköp þakklát fyrir allt það sem þú sagðir mér og fyrir allar minning- arnar sem þú gafst mér. Þín Eyrún Inga. Elsku afi minn, mig langaði bara að þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér, sagt mér og gert með mér.Það fækkar í þeim hópi sjö pilta, sem vorið 1945 fyrstir luku stúdents- prófi frá Verzlunarskóla Íslands. Lát- inn er Jón Óskar Hjörleifsson, sá sjötti til að kveðja. Jón var drjúgur námsmaður, sam- viskusamur og nákvæmur, jafnvígur á allar námsgreinar, jafnt reikning og bókfærslu sem tungumál.Að loknu stúdentsprófi innritaðist einn úr hópnum í lögfræði en þrír í viðskipta- fræði og var Jón einn þeirra. Lauk hann prófi úr Viðskiptadeild á venju- legum tíma með ágætri einkunn. Var hann þó þá þegar búinn að eignast konu og börn og þurfti að vinna með náminu til þess að sjá þeim og sér far- borða því engum námslánum var þá til að dreifa. Að loknu háskólanámi réðst Jón til Skeljungs en snéri sér síðar að heild- verslun, ýmist einn eða með öðrum og annaðist jafnframt bókhald og endur- skoðun fyrir ýmis fyrirtæki. Jón var farsæll í starfi og vinsæll meðal við- skiptamanna sinna. Þegar aðeins slaknaði á fjárfesing- arfjötrum hér á landi á 6 tug tuttug- ustu aldar og Reykjavíkurborg út- hlutaði lóðum undir smáíbúðahús í Sogamýri, sóttum við þrír samstúd- entar um lóðir. Var okkur Jóni úthlut- að lóðunum nr. 82 og 84 við Sogaveg. Þar hófum við byggingaframkvæmd- ir með skóflu og haka 17. maí 1952 með því að grafa fyrir kjallaraveggj- unum á húsi Jóns. Ekki var þá Íbúða- lánasjóður til og engin lán að fá utan kr. 27.500 þegar fokhelt var. Við þess- ar aðstæður hjálpaði hver öðrum bæði með efni og vinnu. Það styrkti samheldnina og vináttuna. Þar bjugg- um við Jón svo hlið við hlið með stækkandi fjölskyldum okkar í nokk- ur ár en Jón og Inga Guðbrandsdóttir kona hans ásamt börnum sínum mun lengur. Samheldni brautryðjendanna úr Verzlunarskólanum hélst og efldist með árunum uns yfir lauk. Oftast var Jón Hjörleifsson hrókur alls fagnaðar enda sögumaður góður og glaðlyndur fram á efri ár þótt andstreymi mætti honum af og til á lífsleiðinni eins og svo mörgum. Við Benta kveðjum þennan bekkj- arbróður okkar og vin með söknuði og þakklæti fyrir áratuga vináttu og margar glaðar stundir. Valgarð Briem. Þegar þú fórst með mig og Eyrúnu Ingu á Þjóðminjasafnið og svo niður á tjörn, ég mun aldrei gleyma því. Eins og ég mun aldrei gleyma sögunum sem þú sagðir eða hlutunum sem þú kenndir mér. Ég gæti talið upp enda- laust það skemmtilega sem við höfum gert saman og allar góðu minningarn- ar um þig. Þú ert búinn að vera svo stór og mikilvægur hluti í lífi mínu og ég á eftir að sakna þín. Guð blessi þig, afi minn. Þín Ásta Lára. Jón Óskar Hjörleifsson 28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður og ömmu, AUÐAR R. TORFADÓTTUR, Máshólum 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E á Landspítalanum við Hringbraut fyrir góða umönnun. Jóna Björg Hafsteinsdóttir, Fjölnir Björgvinsson, Torfi Þór Fort, Siriket Maneenak og ömmustelpur. ✝ Hjartans þakkir fyrir veitta samúð og hlýju vegna fráfalls eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HREINS ÞÓRIS JÓNSSONAR, Engjavegi 16, Ísafirði. Guð blessi ykkur öll. Amalía Kristín Einarsdóttir, Einar Hreinsson, Anna Karen Kristjánsdóttir, Margrét Kristín Hreinsdóttir, Þorsteinn Jóhannesson, Jón Heimir Hreinsson, Inga Bára Þórðardóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Harpa Magnadóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR HERMANNSSON frá Flatey á Skjálfanda, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 9. maí kl. 13.00. Sigrún Ragnarsdóttir, Gestur Gunnarsson, Helga Ragnarsdóttir, Kristinn Guðni Hrólfsson, Hermann Ragnarsson, Dómhildur Antonsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Ómar Ingimundarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, FANNEY ODDGEIRSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést laugardaginn 2. maí. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 11. maí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast Fanneyjar eru vinsamlega beðnir að láta dvalarheimilið Hlíð njóta þess. Heiða Hrönn Jóhannsdóttir, Birgir Stefánsson, Anna María Jóhannsdóttir, Birgir Marinósson, Lilja Helgadóttir, Jóhann Már Jóhannsson, Þórey S. Jónsdóttir, Svavar Hákon Jóhannsson, Sigurbjörg Þ. Jónsdóttir, Kristján Jóhannsson, Sigurjóna Sverrisdóttir, Haukur Jóhannsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Föðurbróðir minn og mágur okkar, MAGNÚS ÓTTAR MAGNÚSSON nýrnasérfræðingur, lengst af starfandi í Ohio, Mass., Bandaríkjunum, er látinn. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Laufey Björnsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Gísli Guðmundsson og fjölskyldur. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR BJÖRNSSON fyrrv. húsvörður, frá Brennu, Neskaupstað, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 8. maí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Brigitte Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.