Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 35
Sigurmyndin Leikskólinn Njálsborg var sigurvegarinn
í ljósmyndasamkeppni þátttökuskóla verkefnisins.
ÞESSA vikuna, 5. til 9. maí, stendur yfir Comeniusar-vika
um alla Evrópu, en Comenius er leik-, grunn- og fram-
haldsskólahluti menntaáætlunar Evrópusambandsins.
„Á hverju ári hljóta 30 skólar hér á landi styrki til sam-
starfs – í hverju verkefni má áætla að 100 nemendur í
hverjum skóla taki þátt, eða alls 3000 nemendur ár hvert,“
segir Ragnhildur Zoëga, verkefnastjóri Comeniusar.
Markmið Comeniusar-vikunnar er að koma á framfæri
þeim jákvæðu áhrifum sem evrópskt skólasamstarf hefur
á þátttakendur í Evrópu. Kennarar og nemendur vinna
sameiginlega að allskyns verkefnum og fá tækifæri til að
skiptast á heimsóknum; að minnsta kosti þrjú lönd vinna
saman að hverju verkefni en 31 land er þátttakandi í
menntaáætlun Evrópusambandsins.
„Bein samskipti milli þeirra skóla sem taka þátt verða
mjög mikil,“ segir Ragnhildur og nefnir sem dæmi að
Lýsuhólsskóli, sem er lítill á íslenskan mælikvarða, hafi á
síðustu þremur árum starfað náið með skólum á Ítalíu og í
Frakklandi. „Ótal mörg skemmtileg verkefni verða til á
þennan hátt, í skólum um alla Evrópu,“ segir hún.
Í apríl stóð Landsskrifstofa menntaáætlunar fyrir ljós-
mynda- og slagorðasamkeppni meðal þátttökuskólanna
hér. Leikskólinn Njálsborg sigraði í ljósmyndakeppninni
en Menntaskólinn á Akureyri varð hlutskarpastur með
slagorðið „Fara - Nema - Njóta“ sem dómnefnd fannst
lýsa vel markmiðum Comeniusar-samstarfs. Íslenskir
skólar hafa nú tekið þátt í Comeniusar-verkefnum í 15 ár
og nemendur og kennarar notið góðs af.
Kynna evrópskt samstarf
30 skólar taka þátt í Comeniusar-verkefnum á hverju ári
Menning 35FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009
„GLEÐIN í spilamennskunni var
einstök, lífleg og mjög heillandi. Mað-
ur náði vart andanum í sprelllifandi
flutningnum og tónlistin hreif hlust-
andann með. Innlifunin var sterk og
andríkið ómótstæðilega kraftmikið.“
Svo skrifaði finnski gagnrýnandinn
Katariina Järvinen um tónleika Ca-
put á íslensku menningarhátíðinni í
Vaasa í Finnlandi á dögunum. Þar
hélt Caput tvenna tónleika, þá fyrri í
boði Sinfóníuhljómsveitarinnar í
Vaasa en Guðni Franzson stjórnaði
Caput á báðum tónleikunum.
Þrír íslenskir einleikskonsertar
voru á dagskrá Caput í ferðinni, og
tvö hljómsveitarverk önnur. Bryndís
Halla Gylfadóttir var einleikari í
Canto Elegiaco eftir Jón Nordal og
Emil Friðfinnsson flutti hornkonsert
Huga Guðmundssonar, Hex. Kol-
beinn Bjarnason frumflutti flautu-
konsert Atla Heimis Sveinssonar nr.
2 – að tónskáldinu viðstöddu, en það
var einmitt sá flutningur sem var til-
efni orða gagnrýnandans hér að of-
an.Þá lék Caput Langa skugga fyrir
strengjasveit eftir Hauk Tómasson
og Svítu úr Blindingsleik eftir Jón
Ásgeirsson.
Tatu Kantomaa harmónikkuleik-
ari, sem er fluttur aftur til Finnlands
eftir langdvalir á Íslandi, lauk tón-
leikunum með einleik í bandoneon-
konsert Astor Piazzolla.
Kraftmik-
ið andríki
Caput heillaði á ís-
lenskri hátíð í Vaasa
Caput Gleði í spilamennskunni.
PALLBORÐSUMRÆÐUR
um verk Guðrúnar Kristjáns-
dóttur verða á sýningu hennar
Veðurskrift í Hafnarborg kl. 18
í dag. Þátttakendur verða
Oddný Eir Ævarsdóttir heim-
spekingur og rithöfundur, Pét-
ur Gunnarsson rithöfundur og
formaður rithöfundasambands
Íslands, Guðni Tómasson list-
fræðingur og dagskrárgerð-
armaður og listamaðurinn
sjálfur. Leitast verður við að svara spurningum
um ólíkan hátt lista og fræða á því að lesa land og
miðla því, og hvernig lesturinn í landið fær nýja
merkingu á okkar tímum. Sýningin er opin alla
daga nema þriðjudaga frá kl. 11-17.
Myndlist
Veðurskrift Guð-
rúnar í pallborði
Guðrún
Kristjánsdóttir
Eftir 50 uppseldar sýningar á
Akureyri eru þær mættar í Ís-
lensku óperuna – þær Edda
Björgvinsdóttir, Helga Braga
Jónsdóttir og Björk Jak-
obsdóttir. Þær eru Fúlar á
móti í uppistandi eftir Jenny
Eclair og Judith Holder í ís-
lenskri útfærslu Gísla Rúnars
Jónssonar. Þetta er í fyrsta
skipti sem þessar vinsælustu
uppistandsleikkonur þjóð-
arinnar stíga saman á svið. Þær skauta í gegnum
síðara skeiðið og gera óspart grín að sjálfum sér
og öðrum. Nú fá karlmenn loksins að vita hvers
vegna eiginkonur, systur og mæður þeirra eru
eins og þær eru. Frumsýning er 7. maí.
Leiklist
Fúlar á móti
komnar í Óperuna
Fúlar á móti brosa
stöku sinnum.
FÍLAHJÖRÐIN rumskar
heita tónleikar í Þjóðleik-
húskjallaranum í kvöld kl. 21
til styrktar Steingrími Eyfjörð
Guðmundssyni hljóðmanni,
sem einnig er þekktur sem
Hawaígítarundrið Kramda
hjartað, kvikmyndatónskáld,
lagahöfundur, hagyrðingur,
kórstjóri og ótalmargt fleira.
Steingrímur hefur háð stranga
baráttu við hvítblæði í hartnær
hálft ár. Fram koma Sýrupolkasveitin Hringir
ásamt Möggu Stínu, nýstirnin í Comedy-
rokksveitinni Skelkur í bringu, gleðibankarnir
Úlfur Eldjárn & Músíkvatur, eina og sanna Stór-
sveit Júpiters og sjálfur Dóri Dragbít.
Tónlist
Fílahjörðin
rumskar í kvöld
Steingrímur Ey-
fjörð Guðmundsson
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
SALEEM Abboud Ashkar er nafn
sem ekki er á hvers manns vörum, –
ekki enn. Í dag er hann ein skærasta
vonarstjarna klassískrar tónlistar.
Hann er Palestínumaður, uppalinn í
Ísrael, og í kvöld leikur hann einleik
með Sinfóníuhljómsveit Íslands í 5.
píanókonsert Beethovens, Keis-
arakonsertinum.
„Ég ólst upp í Nasaret, fékk ungur
áhuga á píanóinu, og áttaði mig
snemma á því að ég yrði að flytjast á
brott ef ég vildi láta þann draum
minn rætast að þroskast sem píanó-
leikari. Það var óhemjuspennandi að
uppgötva klassíska tónlist, en um leið
sársaukafullt að hugsa til þess að
þurfa að yfirgefa foreldra mína,
menningu mína og samfélag. Ég
skynjaði að klassísk tónlist var ekki
hluti af rótum mínum. Þótt ég ætti
ekki heima í klassískri tónlist land-
fræðilega, þá fann ég strax að ég var
hennar og hún mín. Þetta var eitt-
hvað sem ég varð að gera; löngun mín
til að verða píanóleikari var nánast
eins og sjúkleg þráhyggja.“
Útlendingur í eigin samfélagi
Ég spyr Ashkar hvort ekki hafi
verið erfitt fyrir palestínskan dreng
að láta þennan draum rætast.
„Erfiðleikarnir snerust um allt
annað en tónlistina. Þeir snerust um
pólitík, tungumál og menningu. Þá á
ég ekki bara við það ytra, heldur
einnig innra. Ég fann að ég yrði eins
og útlendingur í eigin samfélagi við
það að takast á við klassískt tónlist-
arnám sem var öðrum börnum mjög
framandi. En það sem ekki drepur
mann gerir mann sterkari og í dag
veit ég að þótt þessi leið hafi verið
mér erfið, þá er ég mun auðugri
manneskja fyrir vikið. Það var auð-
velt fyrir mig að spila á píanó, en um
leið erfitt að vera í þeim sporum en
halda áfram að samsama mig upp-
runa mínum og menningu. Ég áttaði
mig þó ekki til fulls á því hvað þetta
var erfitt fyrr en eftir á, þegar ég full-
orðnaðist, því ofan á allt annað var
ekki auðvelt að lifa í samfélagi þar
sem ríkti stöðug pólitísk ólga.“
Um hugarfar og innrætingu
Ashkar komst í kynni við píanó-
leikarann og hljómsveitarstjórann
Daniel Barenboim, sem stofnaði Div-
an-hljómsveitina, sinfóníuhljómsveit
ungmenna frá Palestínu og Ísrael.
Fyrir starfrækslu hljómsveitarinnar
hefur Barenboim uppskorið ómælt
lof og viðurkenningar, en líka andúð
og hatur, en yfirvöld í heimalandi
hans, Ísrael, hafa gagnrýnt hann
harðlega fyrir samskiptin við Palest-
ínumenn og jafnvel reynt að koma í
veg fyrir tónleika hljómsveitarinnar.
„Það hafði mjög mikilvæg listræn
áhrif á mig að kynnast Barenboim og
þroskaði mig líka sem manneskju, því
verkefnið er öflugt og áhrifamikið.
Ég lærði gríðarlega margt, ekki bara
af því að hitta önnur ungmenni og
spila í sátt og friði, heldur líka í miklu
dýpri skilningi. Ég lærði um mann-
skepnuna og hvernig hún hegðar sér
og hugsar; hvernig henni er kennt að
hugsa;um innrætingu hugarfars og
samfélags, og þá andlegu orku og
spennu sem skapast þegar ólíkt fólk
vinnur saman að ákveðnu takmarki.“
Ég var hennar og hún mín
Palestínski píanóleikarinn Saleem Abboud Ashkar leikur með Sinfóníunni
Sjúkleg þráhyggja að fá að læra á hljóðfærið þrátt fyrir ytri og innri erfiðleika
Morgunblaðið/Heiddi
Saleem Abboud Ashkar „Það sem ekki drepur mann gerir mann sterkari“
Á tónleikunum í kvöld verða leikin tvö frönsk verk, Leikir eftir Debussy og
Métaboles eftir Henri Dutilleux, en stjórnandinn, Ludovic Morlot, er franskur.
Saleem Abboud Ashkar leikur svo einleik í Píanókonsert Beethovens nr. 5.
„Ein af fyrstu plötunum sem pabbi eignaðist var með píanókonsert Tsjaí-
kovskíjs og fimmta píanókonsert Beethovens. Þetta voru verkin sem ég heyrði
fyrst og heilluðu mig gjörsamlega,“ segir Ashkar. „Mér fannst Beethoven-
konsertinn svo mikilfenglegur og óhugsandi að ég, lítill palestínskur strákur,
næði einhvern tíma að klífa þetta músíkalska Everest. Ég man ennþá hvað
þessi tilfinning var ógnarsterk og hvað draumurinn um að spila hann var fjar-
lægur. Enn þann dag í dag finnst mér konsertinn jafnstórbrotinn, og enn
finnst mér hann risavaxið fjall að klífa, og þegar ég spila hann snýst það ekki
bara um það að geta það; tilfinningin frá barnæskunni fylgir mér í hvert sinn.“
Eins og risavaxið fjall
OSMO Vänskä, fyrrum aðal-
hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, er nú aðalstjórnandi
Sinfóníuhljómsveitarinnar í Minnea-
polis og nýtur mikillar hylli hljóm-
sveitarinnar, áheyrenda og gagn-
rýnenda. New York Times segir frá
því að hljómsveitin óttist helst að
aðrar hljómsveitir reyni að stela
honum.
Osmo vinsæll
Læknar hafa oft
beðið hina 25 ára
stjörnu að taka sig saman
í andlitinu. 39
»