Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009  Draumalandið, heimildarmynd Andra Snæs Magnasonar og Þor- finns Guðnasonar, verður sýnd á Húsavík í kvöld. Að sýningu lokinni munu þeir Andri og Þorfinnur svara spurningum bíógesta og taka þátt í umræðum. Athyglisvert verð- ur að sjá hvernig viðtökur myndin, og ekki síst aðstandendur hennar, fá á Húsavík og alljóst að umræð- urnar sem fram munu fara að sýn- ingunni lokinni verða fjörugar svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Verður Draumalandinu vel tekið á Húsavík? Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is EINS og greint var frá í Morgunblaðinu í gær eru að minnsta kosti sex aðilar með heimildarmyndir um bankahrunið og kreppuna á Íslandi í bígerð. Fleiri miðlar verða þó nýttir til að segja þá harm- sögu sem hér hefur átt sér stað, og sem dæmi má nefna að um næstu mánaðamót kemur út í Þýska- landi bók eftir Halldór Guðmundsson og Dag Gunnarsson sem fjallar um fjármálahrunið. „Við Dagur Gunnarsson mágur minn skrifuðum litla bók um Íslendinga í kreppu, að beiðni míns þýska útgefanda, Btb Random House, sem á sínum tíma gaf út ævisöguna mína um Laxness,“ segir Hall- dór og bætir því við að bókin nefnist Öll erum við Íslendingar eða Wir sind alle Isländer, sem sé nokkuð táknrænt. „Einmitt í ljósi þess að Þjóð- verjar stefna í sömu átt og við, þótt skellurinn hafi ekki verið eins harður og fjármálaþenslan ekki eins yfirgengileg.“ Í bókinni er þýskum lesendum sagt frá aðdrag- anda fjármálahrunsins á Íslandi, viðbrögðum stjórnvalda og almennings og það svo sett í sam- hengi við íslenska sögu og alþjóðlegan vanda. „Síðan eru þarna svipmyndir af tíu Íslendingum, þekktum sem óþekktum, um það hvernig þeir lentu í kreppunni, hvernig þeir upplifa hana og hvaða augum þeir líta framtíðina. Dagur hefur tekið portrettmyndir af þessu góða fólki, og svo fylgja nokkrar góðar teikningar Halldórs Bald- urssonar,“ segir Halldór. „Öll erum við Íslendingar“ í Þýskalandi  Úvarpsþáttur Bubba Morthens, Færibandið, sem hóf göngu sína á Rás 2 skömmu eftir bankahrun, hefur notið mikilla vinsælda meðal landsmanna og vakið þónokkra at- hygli. Óljóst hefur verið hvort þátt- urinn muni halda áfram og þegar hlustandi spurði Bubba út í það fyr- ir skömmu vissi hann það meira að segja ekki sjálfur. Nú hefur hins vegar verið greint frá því á heima- síðu Bubba að þátturinn muni halda áfram göngu sinni í sumar. „Þetta eru góðar fréttir, ekki aðeins fyrir okkur aðdáendur Bubba og Rásar 2, heldur alla alþýðu og almenning þessa lands,“ segir á síðunni. Það er því ljóst að Bubbi mun halda áfram að spyrja hina ýmsu framámenn í þjóðfélaginu spjörunum úr, og svara misgáfulegum spurningum og athugasemdum hlustenda. Færiband Bubba heldur áfram að rúlla í sumar Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er þróun sem hefur átt sér stað um allan heim, að aðsókn að myndum sem eru ekki hrein Holly- wood-afþreying fer stöðugt minnk- andi, og ástandið versnar með hverju árinu sem líður,“ segir Ísleif- ur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Bíódaga Græna ljóssins, kvik- myndahátíðar sem lauk á mánudag- inn. Aðsókn að hátíðinni var langt undir væntingum, en aðeins um 3.800 manns sáu þær 17 myndir sem sýndar voru í 17 daga. Þessi slæma aðsókn kemur sérstaklega mikið á óvart í ljósi þess að flestar mynd- anna fengu afar góða dóma, meðal annars hér í Morgunblaðinu þar sem engin mynd fékk undir þremur og hálfri stjörnu. Sem dæmi má nefna kvikmyndina Gomorra sem fékk fimm stjörnur, eða fullt hús, en að- eins 981 sá myndina (sem reyndist að vísu besta aðsókn á einstaka mynd á hátíðinni). Þá má nefna ís- lensku heimildarmyndina Me and Bobby Fischer sem aðeins 318 manns sáu, sem hlýtur að teljast af- ar léleg aðsókn á nýja íslenska mynd. Smekkur ekki að versna Aðspurður segist Ísleifur telja að margir samverkandi þættir skýri þessa lélegu aðsókn. „Það er nátt- úrlega mikil samkeppni þegar kem- ur að afþreyingu. Síðastliðin ár hef- ur tæknin sprungið út og menn eru komnir með rosalegar græjur heim til sín, nánast komnir með bíó heim í stofu. Þessi hópur sem við erum að reyna að ná til er orðinn fullorðinn, kominn með börn og líður af- skaplega vel heima hjá sér, þannig að hann bíður bara eftir að þessar myndir komi á DVD,“ segir Ísleifur. „En svo hefur niðurhalið mikið að segja, enda er það að ná nýjum hæð- um. Nærtækasta dæmið er að það er hægt að fara inn á einhverja síðu þar sem búið er að flokka allar mynd- irnar á hátíðinni saman. Það er nátt- úrlega rosalegt.“ Ísleifur segist ekki telja að smekkur fólks á kvikmyndum sé hreinlega að versna þótt aðsókn á „hefðbundnar“ Hollywood-myndir haldist alltaf nokkuð góð. „Ég held að þetta fólk sé bara að fullnægja þessum þörfum sínum annars staðar en í bíóinu. Ég vil ekki trúa því að smekkurinn sé að versna, heldur er bíóið kannski bara ekki lengur staðurinn fyrir þessa upp- lifun, hún er líklega búin að færast heim í stofu og í tölvuna.“ Ísleifur segir deginum ljósara að tap verði af hátíðinni að þessu sinni. „Við ætlum samt að gefa allar þessar myndir út á DVD á sama tíma og höldum í vonina um að líf þeirra sé ekki alveg búið hér á landi,“ segir hann. En er þetta þá í síðasta skipti sem Bíódagar Græna ljóssins eru haldnir? „Þetta heldur allavega ekki áfram svona, við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt. Þannig að Græna ljósið fer í langt sumarfrí, og við skoðum hvað gerist með haustinu.“  Aðsókn að Bíódögum Græna ljóssins var langt undir væntingum aðstandenda  Aðeins 318 manns sáu íslensku heimildarmyndina Me and Bobby Fischer Morgunblaðið/Ómar Hugsjónastarf Ísleifur segir vissulega leiðinlegt að fleiri hafi ekki séð þær frábæru myndir sem voru á dagskrá. Fáir sáu frábærar myndir Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „ÞETTA er búið að vera frekar ró- legt hjá okkur í dag,“ segir Jónatan Garðarsson, fararstjóri Evr- óvisjónhópsins. Hann er á línunni frá Moskvu. „Jóhanna ákvað að hvíla sig fyrir átökin á morgun (í dag) en þá er önnur æfing. Aðrir fóru í bæinn og skoðuðu Rauða torgið og Kremlarm- úra. Svo förum við í boð til íslenska sendiherrans á föstudaginn.“ Jóhanna fann þó tíma til að fara í rússneska sjónvarpið og segir Jón- atan að hún hafi heillað starfsmenn með því að syngja „Is It True?“ á rússnesku. „Hún skrýddist líka rúss- neskum búningi og það vakti mikla lukku!“ Fyrsta svarið er nei Jónatan er eldri en tvævetur þegar að keppninni kemur og hefur oftsinn- is verið í hlutverki fararstjóra. Þegar hann ber keppnina í Moskvu saman við þær fyrri segir hann að margt sé mjög flott – en ýmislegt undarlegt um leið. „Það vantar ekki metnaðinn og stórhuginn varðandi alla umgjörð hérna. En um leið er allt frekar stíft og allt kostar peninga. Það er enginn greiðasemi í gangi. Menn eru aðeins farnir að mýkjast og eru farnir að segja „kannski“ en þegar við vorum nýkomin var svarið alltaf nei. Og ef við spurðum af hverju þá var við- kvæðið „Af því bara.“ Svo erum við send hingað og þangað og aftur til baka. Þetta er eins og atriðið í Little Britain. „Yeah, but no, but yeah but …“ (hlær). En þetta hefst á end- anum, maður þarf bara að vera fastur fyrir.“ Stórtækir en stífir Rússar Ljósmynd/Jónatan Garðarsson Engin stífni hér Hópurinn skellti sér á Eurovisionklúbbinn í gær.  Jónatan Garðarsson, fararstjóri Evróvisjónhópsins, hefur marga Evróvisjónfjöruna sopið Aðsókn að nokkrum myndum á Bíódögum Græna ljóssins og stjörnugjöf í Morgunblaðinu: Hunger bbbbn 84 Boy A bbbmn 62 Die Welle bbbmn 473 Young@Heart bbbbn 160 Man on Wire bbbbm 224 Frozen River bbbbm 561 Stjörnur og aðsókn  Pétur Hallgrímsson gítarleikari, sem hefur meðal annars leikið með Lay Low á tónleikaferð hennar um heiminn að undanförnu er kominn á samning hjá Slogan Music í LA en samningnum landaði hann eftir Made in Iceland-ferð ÚTÓNs. Pétur verður þar höfundur fyrir kvik- mynda- og auglýsingatónlist í góðu kompaníi með söngvara Spirituli- zed og fleiri góðum mönnum. Pétur Hallgríms landar samningi í LA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.