Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 41
FYRSTI opinberi atburðurinn fer fram í kvöld. Það er finnsk/breski listahópurinn Cause & Effect sem ríður á vaðið með gagnvirkri kvik- myndasýningu í Regnboganum kl. 20. Kvikmyndasýningin verður með hefðbundnu sniði en þegar myndirnar hefjast eru áhorfendur þátttakendur í at- burðarás þeirra. Á föstudagskvöldið verður svo sýndur af- rakstur námskeiða vikunnar í myndlistardeild Listaháskólans í Laugarnesi. Íslenskir og er- lendir nemendur sýna verk sem nota jafnt hreyfingu, mynd og hljóð í tilraunakenndum uppákomum. Þar má sjá afkvæmi listrænnar og tæknilegrar nýsköpunar sem og afkvæmi ólíkra listgreina. Í hádeginu á laugardaginn verður hinn tilraunaglaði S.L.Á.T.U.R.-hópur með uppákomu í Vogum á Vatnsleysuströnd og sama dag, kl. 14.30, verður raflistafélagið Lorna með sýningu Í Listasafni Suðurnesja. Allsherjar uppske- ruhátíð verður svo á laugardagskvöldið í Sölvhóli, Sölvhólsgötu 13. Er þá ekki allt upptalið en allar nán- ari upplýsingar má nálgast á www.raflost.is. Hin rafmagnaða dagskrá Raflosts! SÝND Í ÁLFABAKKA ....ERTU NÓGU MIKILL MAÐUR TIL AÐ SEGJA ÞAÐ? -TOMMI - KVIKMYNDIR.IS SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI HVER SEGIR AÐ ÞÚ SÉRT BARA UNGUR EINU SINNI? VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI 2 VIKUR Í RÖÐ! “FUNNY AS HELL…” PETER TRAVERS / ROLLING STONE VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA HIÐ SÍGILDA ÆVINTÝRI ER LOKSINS KOMIÐ Í BÍÓ SÝND MEÐÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR FRÁ FRAMLEIÐANDANUM MICHEAL BAY SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI 16 L 12 L 16 12 L 12 12 12 12 12 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 6 THE UNBORN kl. 8 - 10 MONSTERS VS ALIENS m. ísl. tali kl. 6 STATE OF PLAY kl. 8 OBSERVE AND REPORT kl. 10:20 / AKUREYRI 17 AGAIN kl. 8 PUSH kl. 8 KNOWING kl. 10:10 THE BOY IN THE STRIPED PAYJAMAS kl. 10:10 / KEFLAVÍK I LOVE YOU MAN kl. 8 PUSH kl. 8 - 10:20 FAST & FURIOUS kl. 10:20 / SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009 Hvernig getum við nýtt menningu og menningartengda ferðaþjónustu til nýrrar sóknar? Menningarráð landsbyggðarinnar kynna starfsemi sína og bjóða upp á fjölbreytt atriði. Fjöldi spennandi erinda og viðburða. Nánari dagskrá á www.ferdamalastofa.is Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Hátíðin stendur fram til laugardags í þetta sinnið. Áherslan þetta árið er á gagnvirkni og samslátt ólíkra forma, þ.e. hversu langt er hægt að fara með tónlistarformið í sam- blöndun við aðrar greinar og geira. Hægt verður að sjá „dansara stjórna rafhljóðum, kvikmyndir sem áhorfendur geta stýrt, beint samspil hljóðs og myndar og gagn- virkar innsetningar sem notast við gervigreind“, eins og segir í til- kynningu. Hátíðin er um leið nokk- urs konar ráðstefna, en fyr- irlestrar, námskeið og vinnubúðir eru keyrð meðfram tónleika/ viðburðadagskrá. Nemendur frá Finnlandi verða áberandi í nám- skeiðum en svo koma fyrirlesarar víða að; t.a.m. mun Þórhallur Magnússon, tónlistarmaður og list- heimspekingur sem búsettur er í Brighton, halda fyrirlestur sem ber yfirskriftina: „Um þekking- arfræðileg verkfæri: Fyr- irbærafræði hljóðfæra.“ Snýst um framsækni Eins og sést er ekki beint verið að sigla eftir meginstraumnum og undir það tekur Guðmundur Steinn Gunnarsson, kynningarfulltrúi há- tíðarinnar og meðlimur í neðanjarð- artónlistarhópnum S.L.Á.T.U.R. „Þetta snýst um framsækni og frumlegheit, það er alveg klárt. Við erum í raun að kanna möguleika, hvort og hvernig hægt er að stefna ólíkum listgreinum saman við tón- list í gegnum einhvern skurðpunkt. Þemað í ár er gagnvirkni og þessi blöndun sem er að verða áberandi. Stundum er talað um nýmiðlalist. Við skoðum líka mikið hvernig raf- magn, tölvur og aðrar tækninýj- ungar geta nýst á skapandi hátt.“ Grasrótin efld Guðmundur segir að Raflosts- aðstandendur hafi hægt og bítandi verið að efla hátíðina; gestum hafi fjölgað svo og samstarfsmönnum en aðalskipuleggjendur eru þeir Áki Ásgeirsson, Haraldur Karls- son, Hilmar Þórðarson og Rík- harður H. Friðriksson. Metnaður- inn hefur alla tíð verið mikill og hingað hafa komið þekktir raf- tónlistarmenn, bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum og í fyrra var að- algesturinn hinn þekkti raftónlist- arfrumkvöðull Morton Subotnick. Guðmundur segir enda markmiðið vera það að efla grasrót íslenskra raftónlistarmanna með því að kynna yngri kynslóðum nýjustu strauma erlendis frá. „Íslensk raftónskáld hafa þá kjörið tækifæri til að kynna sig á hátíðinni og auk þess getur almenn- ingur sótt sér fræðslu og kynnst einhverju nýju,“ segir Guðmundur að lokum. Morgunblaðið/Golli Leitandi Aðstandendur Raflosts hlusta eftir tónlist framtíðarinnar. Möguleikar músíkurinnar  Raftónlistarhátíðin Raflost sett form- lega í þriðja sinn  Hinstu mörk og möguleikar tónlistarinnar könnuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.