Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 127. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Frávik um 1.650 milljónir  Vegagerðin ráðgerði að bjóða út verkefni fyrir um sex milljarða króna á þessu ári. Frávik eru hins vegar langt undir áætlun í mörgum tilvikum, um 1.650 milljónir á sex ný- framkvæmdum, og má því ætla að ráðist verði í fleiri verk en upp- haflega var reiknað með. Vegagerð- in hefur boðið margar nýfram- kvæmdir út að undanförnu. »22 Ekkert gengur að bora  Hvorki hefur gengið né rekið í rúman hálfan mánuð við að bora holu á rúmlega 2 þúsund metra dýpi í Vítismóum við Kröflu. Tafirnar kosta alls um 100 milljónir. »4 FÍA stefnir Icelandair  Atvinnuflugmenn segja Icelandair brjóta kjarasamninga með því að ráða erlenda verktaka í gegnum áhafnaleigur í skattaskjólum. »12 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Að detta á rassinn Staksteinar: Samhljóða óráð Forystugreinar: Kjarnavopn í reiði- leysi | Styrkjamálið er vakandi Pistill: Höfum við efni á þjóðkirkju? UMRÆÐAN» Heimslögregla – í þjónustu hverra? Vond guðfræði Íslandssjóðurinn Mín skoðun Spá lækkun stýrivaxta áfram Veiðir vatnasilung með börnunum Gjaldeyrismisvægi gæti eytt eigin fé bankanna VIÐSKIPTI»                        !    " # $ %  %  " &' ("' "  ) *+,-./ *0.-++ *.,-// ++-1+2 *0-*,2 *1-3/1 ***-+, *-+/*. */0-*1 *,3-30 4 564 ,#  7 +..0 *+,-8/ *0.-,/ *.3-*0 ++-10. *0-++. *1-/8* ***-13 *-+/23 */0-3* *,/-+, +*0-++03 &  9: *+,-,/ *0*-*2 *.3-1. ++-,1, *0-+3, *1-/33 ***-// *-+//2 *0.-+3 *,/-38 Heitast 7° C | Kaldast 0° C Norðan 10-18 m/s og slydda eða snjókoma, einkum norðaustantil, en víða bjart sunnan- og suðvestanlands. » 10 Aðsókn að Bíódög- um Græna ljóssins var afar dræm þrátt fyrir framúrskar- andi góðar kvik- myndir. »36 KVIKMYNDIR» Græna ljósið slökkt? LJÓÐLIST» Bono kveður dýrt um sjálfan Presley. »37 Caput heillaði finnska áheyrendur upp úr skónum með firnagóðum leik á ís- lenskri menning- arhátíð í Vaasa. »35 TÓNLIST» Ómótstæði- legt andríki EVRÓVISJÓN» Þéttur Evróvisjónpakki að vanda. »36, 38, 39 TÓNLIST» Eftirlýstur: Fyrir tón- listarlega glæpi. »40 Menning VEÐUR» 1. Lögreglan rannsakar nauðgun 2. Ferguson fékk slæmar fréttir 3. Ungfrú Kalifornía í vandræðum 4. Fékk 80% af andliti annarrar  Íslenska krónan stóð í stað »MEST LESIÐ Á mbl.is ALDREI hafa fleiri sótt skíðasvæði landsins en á nýliðnum vetri. Gestir skíðasvæðanna voru 421 þúsund, sem er 42% aukning frá vetrinum á undan, en gamla metið var sett þann vetur. Aukin aðsókn var að öllum skíðasvæðum á landinu. Ýmsar skýringar eru taldar vera á hinni stórauknu aðsókn. Snjóalög voru sérlega hagstæð í vetur sem og veðurfar. Einnig er staða efna- hagsmála í landinu talin hafa haft augljós áhrif á aðsóknina. Talsvert minna var um að fólk færi í skíða- ferðir til útlanda og þess í stað fór það í skíðaferðir innanlands. Er nú svo komið að skíðaiðkun er orðin stór þáttur í vetrarþjónustu víða á landsbyggðinni. Starfsmenn skíðasvæðanna munu ræða málin og fagna góðum árangri á ársfundi, sem hefst á Seyðisfirði í dag. | 14 Skíðasvæðin aldrei vinsælli ÞAÐ hefur verið vel mætt í morgungöngur Ferðafélagsins og hann var ekki lítill, hópurinn sem gekk á Vífilsfell í gærmorgun. Hér eru nokkrir á leið upp á tindinn baðaðir morgunsól- inni og þegar niður var komið hröðuðu göngu- garparnir sér í vinnuna. Upp á fjall í morgunsólinni Morgunblaðið/Heiddi Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „JAFNVEL í lýðræðisríki eins og Ísrael viðgengst ákveðinn hugs- unarháttur sem er á sinn hátt sam- félagsleg innræting. Að því leyti var það mér mikilvægt að spila með Dív- an-hljómsveitinni. Það var lærdóms- ríkt að sjá og greina hvernig fólk hugsar og hegðar sér þegar það er sett í sérstakar aðstæður. Mikilvægi lærdómsins fólst í því að sjá hvernig sumum tókst hægt og bítandi að brjóta af sér hlekki hugarfarsins og hvernig sumum tókst það ekki,“ seg- ir Saleem Abboud Ashkar, Palest- ínumaður frá Nasaret. Ashkar er ein skærasta von- arstjarna í heimi klassískrar tónlist- ar í dag, og leikur einleik með Sin- fóníuhljómsveit Íslands í kvöld, í Píanókonsert nr. 5 eftir Beethoven. Reynsluna sem hann lýsti hér hlaut hann með þátttöku sinni í Dív- an-hljómsveitinni, sem Daniel Bar- enboim stofnaði í þeim tilgangi að leiða saman hæfileikarík ungmenni frá Ísrael og Palestínu. Hljómsveitin vakti strax heimsathygli, ekki bara fyrir frábæran flutning tónlistar, heldur líka það starf friðar og sátta sem Barenboim vann með henni. „Fyrir okkur Palestínumenn snýst lífið um baráttuna fyrir því að komast af. En listin lifnar ekki við um leið og lífið kemst í lag. Hún lifir þrátt fyrir erfiðleikana, og jafnvel enn frekar, því mitt í þeim grípur fólk í það sem gefur því andlega reisn. Menningarlíf meðal Palest- ínumanna á undir högg að sækja, því það er ekki skipulagt og við eigum ekki stofnanir til að sinna því sem skyldi. Það eru einstaklingarnir sem þarfnast listarinnar og halda henni lifandi.“ | 35 Líknin í listinni  Palestínumaðurinn Saleem Abboud Ashkar leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói í kvöld Morgunblaðið/Heiddi Listin „Fyrir okkur snýst lífið um baráttuna fyrir því að komast af. En listin lifnar ekki við um leið og lífið kemst í lag. Hún lifir þrátt fyrir erfiðleikana.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.