Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009 ✝ Halldór SveinnRafnar fæddist í Reykjavík 20. janúar 1923. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 1. maí 2009. For- eldrar hans voru hjónin Stefán Sig- urður Jónasson Rafn- ar, aðalbókari hjá SÍS í Reykjavík, f. 5.4. 1896, d. 17.4. 1947 og Ásthildur Sveins- dóttir Rafnar, hús- móðir í Reykjavík, f. 24.4. 1894, d. 11.6. 1934. Hálfsystur Halldórs sam- feðra: Þórunn Rafnar f. 1941, d. 1996, var gift Hallgrími Jónssyni; og Hildur Rafnar, f. 1943, búsett í Bandaríkjunum, gift Jim Patshic. Halldór kvæntist 14. ágúst 1946 Þorbjörgu Jónsdóttur Rafnar, fyrr- verandi bankamanni, f. 23.07. 1926. Hún er dóttir Jóns Þorsteinssonar, verslunarmanns á Seyðisfirði og konu hans Sigríðar Stefánsdóttur, húsmóður. Dætur Halldórs og Þor- bjargar eru: 1) Ásthildur Sigríður, f. 22.8. 1947, gift Þorsteini Ólafs- syni. Börn þeirra eru: a) Halldór Friðrik, hans börn eru Þorsteinn Friðrik, Magnús Friðrik og Sigrún Ásta. b) Bergljót, gift Magnúsi aður borgarfógeti 1967 og gegndi því starfi þar til hann missti sjón- ina árið 1974. Að lokinni dvöl í end- urhæfingu fyrir nýblinda í Tor- quay í Bretlandi setti hann á stofn lögfræðilega ráðgjöf fyrir skjól- stæðinga Öryrkjabandalags Ís- lands. Halldór var formaður Blindrafélagsins á árunum 1978- 1986 og framkvæmdastjóri félags- ins 1985-1994. Hann var varafor- maður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í nokkur ár. Einnig sat hann í stjórn samstarfsnefndar blindrafélaga á Norðurlöndum og var formaður þeirra um nokkurt skeið. Hann var fulltrúi Íslands við stofnun Evrópusambands blindra í Osló 1984 og við stofnun Heims- sambands blindra í Rihjad í Saudi- Arabíu sama ár. Halldór sat í stjórn Umferðarráðs f.h. Ör- yrkjabandalags Íslands og Félags eldri borgara auk þess sem hann var fulltrúi blindra í stjórn Hjúkr- unarheimilisins Eirar 1990-2008. Halldór var sæmdur ridd- arakrossi Hinnar íslensku fálka- orðu 1987 fyrir störf í þágu blindra á Íslandi. Þorbjörg og Halldór héldu lengst heimili í Fossvogi en síðustu ár hefur hann dvalið á Hjúkr- unarheimilinu Eir í Grafarvogi. Útför Halldórs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Stephensen, þeirra synir eru Kristófer Konráðsson, Ólafur Flóki og Hrafn. c) Þórhallur Eggert, kvæntur Jóhönnu Gunnlaugsdóttur, börn þeirra eru Ólaf- ur Bjarni og Ásthild- ur Jóna. 2) Jónína Þórunn, f. 6.5. 1951, gift Guðmundi Þor- grímssyni. Börn þeirra eru: a) Hall- grímur, í sambúð með Gíslínu Ernu Valentínusdóttur, þeirra börn eru Bergþóra Hrönn, Gyða Kolbrún og Guðmundur Óli. b) Þórólfur, í sam- búð með Áslaugu Rögnu Ákadótt- ur, þeirra dætur eru Bryndís Rún og Birna Rún. c) Áslaug, í sambúð með Unnari Þór Garðarssyni, þeirra dóttir er Sigrún Egla. 3) Andrea Þorbjörg f. 10.9. 1960, gift Einari Þór Þórhallssyni. Börn þeirra eru Sunna Björg og Stefán Arnar. Halldór fékkst við bókaútgáfu á námsárum sínum og gaf m.a. út ýmis rit eftir afa sinn, séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Hann starfaði við Borgarfógetaembættið í Reykjavík í 25 ár. Hann var skip- Með Halldóri S. Rafnar er genginn einstakur Íslendingur. Halldór fæddist á milli tveggja heimsstríða þegar Ísland var örfá- tækt. Hann missti móður sína 11 ára að aldri og þjáðist frá barnæsku af augnsjúkdómi sem setti mark á allt hans líf. Hann bugaðist aldrei. Hann var gæddur óvenjulegum gáfum og mannkostum. Jákvæðni, góðmennska og sanngirni voru hans helstu dyggð- ir. Hann var mannasættir og talaði fallega um fólk og til fólks. Halldór var glæsilegur á velli, hár og hrokkinhærður, og hafði til að bera eðlislæga tign og fágun í fasi. Rómur hans var mildur og hlýr. Hvar sem hann kom vakti hann athygli. Hann var barnabarn séra Jónasar frá Hrafnagili, föður íslenskra þjóð- fræða, og ákvað að nema lög þótt hann sæi aldrei á töfluna. Faðir hans Stefán var aðalbókari SÍS. Móðir hans Ásthildur skrifaðist á við Sigrid Undset, þekktustu skáld- konu Noregs. Nokkrum árum eftir að Halldór var skipaður borgarfógeti í Reykjavík árið 1967 missti hann lessjón. Hann naut aðstoðar fjölskyldu og sam- starfsfólks við að lesa gögn og skjöl í flóknum dómsmálum. Alla dóma varð hann síðan að segja upp fyrir ritara eftir minni. Það var ofurmannlegt. Engum dómi hans var nokkru sinni hnekkt í Hæstarétti. Í ársbyrjun 1974 varð Halldór al- blindur og varð að biðjast lausnar frá embætti. Viðbrögð Halldórs við embættis- og sjónmissi voru einstök. Hann tók örlögum sínum af fullkomnu æðru- leysi. Hann afréð að sækja blindra- skóla á Englandi þar sem hann lærði að lifa með því að vera blindur. Þegar heim var komið kom hann fram í út- varpi og hélt fyrirlestra á vegum fjöl- margra félagasamtaka um þá reynslu að verða og vera blindur. Fyrirlestr- arnir vöktu athygli á málefnum blindra. Vegna þeirra varð hann þjóð- þekktur maður. Hann helgaði líf sitt upp frá því samtökum blindra og ör- yrkja og vann stórvirki fyrir þau sam- tök. Halldór var sögufróður og kunni m.a. nöfn allra Englandskonunga og stjórnarár þeirra sem og sögu allra helstu konungsætta Evrópu. Forvitni hans var arfur frá MR þar sem hann eignaðist sína bestu vini. Mér er í fersku minni að þegar Halldór missti lessjón var hann að lesa sögu spænsku borgarastyrjaldarinnar, bók sem við lukum síðan við að lesa sam- an, auk fjölda annarra síðar meir. Kynni okkar hófust 1962 þegar 17 ára unglingur varð ástfanginn af elstu dóttur hans. Hann var 39 ára að aldri. Vinátta okkar varaði í nær hálfa öld. Mér varð ungum ljóst að það var gæfa að eiga Halldór Rafnar sem tengda- föður. Göfugri manni hef ég ekki kynnst. Í huga mér var Halldór nán- ast helgur maður, slík var mennska hans, viska og göfgi. Þó var hann ekki fremur en Sókrates án breyskleika. Um Halldór Rafnar má segja líkt og um Teit Ísleifsson biskup að hann hefði með sóma getað verið hvort- tveggja, biskup og konungur. Bisk- upsbagall hefði þó farið honum betur en konungskróna. Ég kveð ástsælan tengdaföður minn með orðum Horatios við dauða Hamlets: „Now cracks a noble heart. Good night, sweet prince, And flights of angels sing thee to thy rest!“ Þorsteinn Ólafsson. Í dag kveð ég elskulegan tengda- föður minn, ljúfmenni mikið og rétt- sýnan mann með stórt hjarta. Fyrstu kynni mín af Halldóri voru þegar ég fór að venja komur mínar á Freyju- götuna til að heimsækja heimasætuna á bænum en það var um tveimur ár- um eftir að Halldór missti alveg sjón- ina. Eftir sjónarmissinn reyndist nauðsynlegt fyrir Halldór að læra að lifa með blindunni og það var athygl- isvert og uppbyggjandi að hlusta á hann, fullan bjartsýni og áhuga, segja frá endurhæfingu sinni í skóla fyrir nýblinda í Bretlandi. Aðdáunarvert var að fylgjast með störfum hans hjá Öryrkjabandalaginu þar sem hann af góðvild og óeigingirni liðsinnti öryrkj- um og lítilmögnum í baráttu þeirra um kjör og réttindi sem oft á tíðum var á brattann að sækja. Á árinu 1979 varð hann formaður Blindrafélagsins og nokkru síðar einnig framkvæmda- stjóri. Ég fór oft og hitti hann þar og fylgdist með myndarlegri starfsemi félagsins sem efldist jafn og þétt í hans tíð og má segja að Halldór hafi breytt félaginu úr því að vera stofnun í öflugt fyrirtæki sem varð stoð og stytta allrar starfsemi blindra og sjónskertra á Íslandi. „Það er sannkölluð hrollvekja að vera gamall, sjúkur og blindur og eiga engan samastað“. Svona hófst grein eftir Halldór sem birtist í Morgun- blaðinu 31. október 1992 í tilefni opn- unar Hjúkrunarheimilisins Eirar sem hann hafði tekið þátt í uppbyggingu á og verið hvatamaður að ásamt fleir- um. Heimilið ber nafn gyðju lækninga og líknar og mun ég seint gleyma þeirri stund er ég og einn af þeim ágætu starfsmönnum Eirar sem hlúðu að honum síðustu æviárin, sát- um með Halldór á milli okkar á rúm- bríkinni daginn fyrir andlát hans og hlustuðum á hann syngja kaffisöng- inn sem gjarnan var sunginn á heim- ilinu. Við Andrea áttum margar góðar stundir með þeim Halldóri og Þor- björgu á námsárum okkar í Gauta- borg en þau heimsóttu okkur oft eða við hittumst í Kaupmannahöfn. Þá gafst okkur tími til að setjast niður og kynnast hvor öðrum betur, ræða heimsmálin og spá í framtíðina. Tengdafaðir minn leit dagsins ljós búinn ríkulegum vöggugjöfum. Þess- ir eðliseiginleikar voru veganestið góða sem byrðar blindunnar grönd- uðu aldrei. Dag hvern vaknaði hann til veruleika sem hlýtur að teljast hetjudáð að afbera. Þrátt fyrir fötlun sína og mótlæti í lífinu strax á unga aldri við móðurmissinn varð ég aldrei áskynja sjálfsvorkunnar eða nam merki uppgjafar í fari hans, eitthvað sem við hin sem eftir stöndum ættum að taka okkur til eftirbreytni. Ég kveð nú með söknuði, virðingu og góðum minningum, einstakan mann, tengdaföður, ljúfan afa barnanna okkar Andreu og vin okkar allra. Minning hans mun varðveitast að eilífu og veita Þorbjörgu og fjöl- skyldunni allri styrk í þeirra söknuði. Einar Þ. Þórhallsson. „Skuldlaus og ríkur,“ bætti afi við hálfmeðvitundarlaus þegar hjúkrun- arkonan sagði að hann væri ríkur að eiga allt fólkið sitt. Hún var að skipta um súrefniskútinn sem fylgdi afa síð- asta spölinn. Skuldleysið var mikil- væg viðbót, því afi elskaði ömmu og var umhugað um að hún lifði áhyggju- laus eftir sína daga. Hálfum sólar- hring síðar var hann allur. Skuldlaus. Við fjölskyldan sátum eftir með ríki- dæmið, minningarnar um afa Hall- dór, einn af stóru köflunum í lífi okkar allra. Hann var sérdeilis góður maður hann afi. Hann var líka margfróður og þá er nú stutt í töfrana. Hún var rómantísk Reykjavíkin sem afi fæddist í laust eftir 1920. Baldursgata 11 var í úthverfi, fólk fór flestra sinna ferða fótgangandi og spjallaði á götum úti. Þá byggðu menn falleg hús, fóru í kvöldheim- sóknir, spiluðu, sungu og skröfuðu. Þinghús, dómkirkja og MR voru helstu möndlarnir sem bæjarlífið snerist í kringum. Svo að segja önnur hver verslun var bókaverzlun, hitt voru sérverzlanir þar sem hver lagði alúð í sitt sérsvið. Klein kjötkaupmað- ur og Lárus Lúðvíksson skókaup- maður meðal annarra. Rík menning en lágt tæknistig. Hljómar það ekki skringilega í eyrum okkar tækni- þræla? Eða erum við ef til vill eitthvað meira en efnið eitt? Afa fannst Guð hafa yfirgefið sig þegar hann missti móður sína ellefu ára gamall, þá svo sjónskertur að honum var ekki treystandi að ganga í barnaskóla. Frú Ásthildur Sveins- dóttir hafði verið ljósið hans í rökkr- inu. Hann sólargeislinn hennar. Hann var einbirni. En Guð fer nú aldrei langt. Amma kom tíu árum síðar, sigl- andi með Esjunni frá Seyðisfirði. Þá var nú gaman að vera til. Amma skvísa og afi sæti. Í millitíðinni voru menntaskólaárin, með öllum lífstíðar- vinunum svo úr varð lesklúbburinn Skalli, sennilega einn virðulegasti les- klúbbur frá lokum frönsku byltingar- innar; hámenntaður heimsborgara- klúbbur nokkurra menntskælinga í þorpinu Reykjavík. Og Sigurður Nor- dal var innan seilingar ef eitthvað var óljóst. Þá tók lögfræðin við og Páll Líndal las upphátt fyrir afa svo hann kæmist yfir námsefnið. Afi var bókelskur þrátt fyrir sjóndepruna, bækurnar voru sjónin hans, fróðleiksfýsnin óslökkvandi. Hver áratugur hafði sinn sjarma og sín stríð, afi heygði þau öll með sínu göfuga æðruleysi sem hann lærði ungur. Bakkus, blind- an og fjárhagsvandræði bönkuðu upp á, stundum saman, en alltaf sigraði afi að lokum, með ömmu, klettinn, sér við hlið og blindrastafinn í hinni hendinni. Alltaf svo glæsilegur hann afi. Aðals- mennskan holdi klædd. Nú er þetta fallega ævintýri á enda. Halldór Sveinn var skírður Halldór í höfuðið á föðurbróður sínum sem dó ungur og efnilegur piltur. Skammlífi hafði fylgt Halldórsnafninu einu. Þess vegna var Sveini bætt við. Afi sagði jafnan að hann hefði lafað á Sveini þegar hann var eitt sinn nær dauða en lífi. Hann gerði nú meira en að lafa hann afi. Hann var fyrirmynd okkar allra sem að honum stóðum. Með fal- legu snyrtilegu hendurnar sínar greri allt sem hann snerti. Nú er hljótt í Hrafnagili en vorið græðir fjör um dal. Halldór Friðrik Þorsteinsson.  Fleiri minningargreinar um Hall- dór Svein Rafnar bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Halldór Sveinn Rafnar Milt hægt og rótt Milt þéttist tíð, en molar þann drang er minnist heill við hádegisbrún. Hægt drýpur tíð, en holar það bjarg sem hyggst æ standa stöðugt og heilt. Rótt seytlar tíð, en ryður sér leið að rótum bjargs er bifast til falls. (Kristinn Reyr) Guðmundur Þorgrímsson. HINSTA KVEÐJA ✝ Elísabet Gunn-arsdóttir fæddist á Ísafirði 24. apríl 1943. Hún lést á sjúkrahúsi Akureyrar 29. apríl síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Helgu Kristbjargar Her- mundardóttur hús- móður, f. 6.7. 1923, d. 23.8. 2004, ættaðrar frá Akureyri og Gunnars Bachmann Guðmundssonar kaupmanns í Björns- búð á Ísafirði, f. 3.2. 1913, d. 20.1. 1959. Elísabet var elst átta systkina, þar af ein hálfsystir, næstelstur þeirra systkina var Hermundur , f. 16.3. 1944, d. 5.10. 1982; Ólafur, f. 6.12. 1945; Björn, f. 29.11. 1947; Kristín, f. 15.8. 1950; Helga Björk, f. 8.5. 1952; Hulda Gunnur, f. 13.9. 12.5. 1968, kvæntur Kalinu Klopova leikskólakennara, f. 11.6. 1976, og eiga þau tvö börn; Daniel Sverrir, f. 12.7. 2001 og Katrín Jana, f. 25.1. 2006. Eftir landspróf frá Gagnfræða- skóla Ísafjarðar 1959 og andlát föð- ur síns, vann Elísabet eitt ár sem starfsmaður á bæjarskrifstofu Ísa- fjarðarbæjar. Veturinn 1960-1961 var hún nemi við lýðháskóla í Sví- þjóð. Frá 1961-1964 var Elísabet starfsmaður á skrifstofu rafveitu Ísafjarðar. Árið 1964 flytja Elísabet og Hreinn til Akureyrar þar sem þau hafa búið síðan. Á Akureyri bjuggu Elísabet og Hreinn lengst af í Ægisgötu þar sem heimili þeirra hefur verið frá 1974. Elísabet var húsmóðir fyrstu árin á Akureyri en vann lengst af sem starfsmaður, launafulltrúi á launadeild skrifstofu Akureyrarbæjar. Síðustu 10 árin vann hún hjá Símanum og Já 118. Útför Elísabetar fer fram frá Glerárkirkju í dag, 7. maí og hefst athöfnin kl. 13.30. Meira: mbl.is/minningar 1954 og Guðrún Eyj- ólfsdóttir, f. 8.6. 1962. Hinn 14. desember árið 1963 giftist El- ísabet Hreini Sverr- issyni símsmið á Ak- ureyri, f. 14.12. 1940, syni hjónanna Guð- bjargar J. Ingimund- ardóttur húsmóður, f. 24.6. 1917, d. 18.1. 1994 og Sverris Magnússonar blikk- smiðs á Akureyri, f. 28.10. 1916, d. 5.9. 1984. Synir Elísabet og Hreins eru: 1) Gunnar Bach- mann verkfræðingur, f. 27.4. 1964, kvæntur Vilborgu Huld Helgadótt- ur lyfjafræðingi, f. 15.8. 1968, og eiga þau þrjú börn; Sonja Bára, f. 9.8. 1991, Stefán Atli, f. 10.7. 2002 og Linda Björg, f. 2.6. 2005, 2) Guð- björn Sverrir verkfræðingur, f. Með hækkandi sól, þegar allt er að vakna til lífsins eftir vetrardvala, lagði Elísabet tengdamóðir mín aftur augun í hinsta sinn, eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Það er erfitt að átta sig á því að hún Essa er farin frá okkur. Þegar við hittumst helgina áð- ur datt mér ekki í hug að aðeins nokkrum dögum síðar myndum við þurfa að kveðja hana í síðasta sinn. Þótt við höfum öll vitað í hvað stefndi, þá vonuðumst við til að fá meiri tíma með henni. Mér finnst sárast að hugsa til þess að börnin mín fái ekki að njóta samveru hennar lengur. Ég var aðeins 17 ára gömul þegar Gunnar eldri sonur hennar kynnti mig fyrir foreldrum sínum og tóku þau mér opnum örmum. Síðan þá hefur samband okkar styrkst stöð- ugt með árunum. Hún reyndist mér einstaklega vel í gegnum árin og betri tengdamóður hefði ég ekki get- að hugsað mér. Hún var mjög hlý og góð manneskja sem setti aðra ávallt í öndvegi. Hún vildi allt fyrir fólk gera og oft virtist sem það væru engin tak- mörk fyrir hjálpsemi hennar. Þegar ég lít til baka eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann. Seint mun ég gleyma öku- ferðinni okkar frá Akureyri til Reykjavíkur með ömmu Heddu og Sonju Báru, þá lítilli. Við höfum mik- ið hlegið að þessari ævintýraferð okkar saman í gegnum árin. Við fjöl- skyldan höfum átt yndislegar stundir með Essu og Hreini og er sárt að hugsa til þess að fjölskylduferðirnar sem við oft vorum að tala um og skipuleggja verði án hennar. Ég mun sakna samtala okkar þar sem hún var viðræðugóð og gátum við spjallað saman um menn og mál- efni í tíma og ótíma. Hún hafði skemmtilegan húmor og það var stutt í hláturinn. Essa var sérstak- lega næm og urðum við fjölskyldan oft vör við það. Hún var fljót að skynja breytingar og gerðum við Gunnar stundum grín ef eitthvað kom upp á að þá ættum við von á símhringingu, sem reyndist svo oft vera. Ég er þakklát fyrir hverja sam- verustund sem við áttum saman . Guð blessi minningu tengdamóður minnar, Elísabetar Gunnarsdóttur. Vilborg Huld Helgadóttir. Elísabet Gunnarsdóttir  Fleiri minningargreinar um El- ísabetuGunnarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.