Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is SÁ rúmlega hundrað manna hópur sem tók þátt í gönguferð Ferðafélags Íslands á Vífilsfellið í gærmorgun af- sannaði fljótt alla slíka fordóma. Blaðamaður og ljósmyndari voru kannski enn með stírurnar í aug- unum, en það var ekki að sjá á þeim hressa hópi sem þarna var sam- ankominn að fjallferð fyrir vinnu væri neitt tiltökumál. Sól skein líka í heiði og ekki þurfti að vera kominn hátt upp í hlíðar til að geta týnt sér í út- sýninni sem fyrir augu bar. Vífils- fellið var því sannarlega freistandi tindur og ljóst að bæði menn og fer- fætlingar kunnu vel að meta göngu- veðrið. Það var fjölbreyttur hópur sem tók þátt í þessari göngu Ferðafélagsins og ljóst að hin árlega morg- ungönguvika hittir í mark. Eftir góð- ar teygjur, með örlítilli innhverfri íhugun í anda David Lynch, var hóp- urinn til í slaginn undir fararstjórn þeirra Páls Ásgeirs Ásgeirssonar og konu hans Rósu Sigrúnar Jóns- dóttur. Og líkt og þegar stór hópur Ís- lendinga, svo ekki sé talað um af sama landshorninu, er saman kom- inn þá fóru kunnugleg andlit fljót- lega að birtast í brekkunum. Ein- staklingar sem setja svip sinn á þjóðfélagsumræðuna, göngufélagar úr öðrum ferðum – jafnvel á fjar- lægar slóðir og meira að segja gamlir skólafélagar. Viðræðuefni flestra reyndust líka vera fjallaferðir og aðr- ar göngur „Hefur þú gengið Fimm- vörðuhálsinn,“ heyrðist spurt en aðr- ir rifjuðu upp síðustu göngu sína á Vífilsfellið eða aðra íslenska tinda. Þó vissulega drægi úr spjallinu á meðan maður klöngraðist yfir stöku hálkublett eða lét sig gossa niður snjóskafla eftir að toppnum var náð. Það var líka ljóst að hjá mörgum var þetta ekki fyrsta morgungangan – þeir höfðu líka farið með á Helga- fellið við Hafnarfjörð á mánudag og ekki látið rigninguna stöðva sig í að arka á Keili á þriðjudag. Sumir höfðu meira að segja líka leikið sama leik fyrir ári, tekið þá þátt í öllum fimm morgungöngum Ferðafélagsins. Í þann mund er flestir lesendur rýna nú í blaðið með morgunkaffi sínu má því búast við að góður hópur göngufólks sé uppi á Helgafelli í Mos- fellssveit. Að minnsta kosti sé mark takandi á kveðjunum í gær. „Sjáumst á morgun,“ heyrðist í hverjum hópn- um á fætur öðrum er haldið var til byggða. Og fyrir okkur hin er ekki of seint að slást með í för á Úlfarsfellið á föstudagsmorgun. Taka svo bara morgungöngurnar fimm með stæl á næsta ári. Að byrja daginn á toppnum Morgunblaðið/Heiddi Vetrarleifar Þó að komið sé sumar leynist snjórinn enn víða. Gengið á Vífilsfell Í fjallgöngu skiptir réttur búnaður miklu máli. Af stað Það var svo sannarlega vel mætt í morgungönguna og allir klárir á að ná upp á toppinn. Upp, upp, upp á fjall Það gátu allir gengið með sínum hraða.  Hvað fær fólk til að rífa sig á lappir fyrir klukkan sex og halda í fjallgöngu fyrir vinnu?  Slík framtaksemi hlýtur að teljast á mörkum hins gerlega, eða hvað? Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is ÞAU Hulda Gunnlaugsdóttir, for- stjóri Landspítala - háskólasjúkra- húss, og Ögmundur Jónasson heil- brigðisráðherra voru sammála um það á ársfundi LSH í gær að bygg- ing nýs háskólasjúkrahús væri nauð- synlegt framfaraskref. „Ég sé framtíð Landspítalans þannig að hann verði eitt af bestu sjúkrahúsum á Norðurlöndum,“ sagði Hulda. Landspítalinn hefði hins vegar ekki farið varhluta af efnahagsástandinu og það væri t.d. ljóst að ekki næðist það markmið, sem sett var 2007, að efla svo vís- indarannsóknir við spítalann, að fyr- ir árið 2011 rynnu 3% af fjármagni spítalans til rannsókna. Landspít- alanum hefur nú verið gert að skera niður um 2,6 milljarða á þessu ári. Árið 2008 jókst rekstrarkostnaður hans gríðarlega, m.a. vegna geng- isbreytinga, sem leiddu t.d. til þess að kostnaður við s-merkt lyf jókst um tæp 40%. Bygging nýs sjúkrahúss má hins vegar ekki bíða að mati Huldu, sem vísar í það álit norskra sérfræðinga að dýrara væri fyrir íslenskt sam- félag að reka spítalann áfram við nú- verandi aðstæður en að sameina reksturinn. Ódýrara að byggja en bíða „Við þurfum nýjan Landspítala. Við verðum að tryggja framtíðina og að við getum áfram veitt bestu, mögulegu þjónustu innan fjárlaga- rammans.“ Ögmundur sagðist engu geta lofað þar sem hann væri í reynd umboðslaus um sinn. „Verði ég áfram í embætti, mun ég tryggja að málið verði fært upp á vinnuborðið en ekki sett til hliðar. Það er nefnilega hárrétt hjá Huldu […] að það er dýrt og óskyn- samlegt að leggja árar í bát. Ef ég fæ um þetta ráðið, þá siglum við.“ Verði eitt af bestu sjúkra- húsum Norðurlanda  Þrátt fyrir niðurskurð má bygging Landspítala ekki bíða lengi Hulda Gunnlaugsdóttir Ögmundur Jónasson Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið fyrir aðeins 6000 krónur Þú ákveður svo hva r og hvenær þú veiðir veidikortid.is Hver seg ir að það sé d ýrt að veiða ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.