Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009 MIKIL líkindi eru með prest- unum, þegar þeir tala um fyr- irheitna landið, og orðum Sam- fylkingarmanna um Evrópusambandið. Það er Guðs ríki á jörðu, segja þeir, og allar syndir verða okkur fyrirgefnar. Nú höfum við Íslendingar feng- ið tímabundna undanþágu frá ákvæðum EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga. Það er sjálfsagt og óhjákvæmilegt í sam- skiptum vinaþjóða, að þannig sé brugðist við, eins og ástandið er. En Samfylkingarmenn líta öðru vísi á málið. „Þetta sýnir ríka vel- vild ESB-ríkjanna gagnvart Ís- landi,“ er í fjölmiðlum haft eftir Árna Páli Árnasyni alþingismanni Þetta er vond guðfræði. „Drott- inn gaf og drottinn tók,“ sagði kerlingin og beygði sig fyrir vilja almættisins. Og Árni Páll Árna- son er þakklátur fyrir lítilræðið. Halldór Blöndal Vond guðfræði Höfundur er fyrrv. alþingismaður. EITT af þeim mál- um sem var mikið rætt í kosningabaráttunni er aflamarkskerfið. Í dag erum við með eitt kerfi sem er aflamark á skip og báta sem gildir á öll veiðisvæði innan landhelginnar. Sumir stjórn- málaflokkar vilja auka vægi smábáta með því að úthluta þeim sérsvæðum til að veiða á og frjálsa sókn á þau svæði. Í fyrsta lagi gengur ekki að ein- hver hafi frjálsan aðgang að tak- mörkuðum fiskistofnum en aðrir verði að hlíta aflamarki. Ef smábát- ar eiga að fá sérsvæði (skipt á milli landshluta) verður að rannsaka hvað hvert svæði getur gefið af sér (ítala samanber beitarþol á landi) eftir tímabilum á ári. Sveitarfélög verða að bera ábyrgð á að sókn fari ekki yfir þessa ítölu og hvar eigi að vinna þennan afla. Samhliða þessu verður að banna flutning afla frá einu svæði til annars. Þetta er flókið kerfi og erfitt í framkvæmd. Það er gott að hafa lítil fyrirtæki í sjávarútvegi en það er bráðnauðsyn- legt að hafa nokkur stór fyrirtæki því þau leiða framfarir í tækni, þró- un afurða og markaðssetningu en minni einingarnar fylgja oft á eftir í þeirri þróun. Það er mjög mikilvægt að búa til stöðugleika á mörkuðum með jöfnu framboði á vöru og það eru fyrst og fremst stór fyrirtæki sem geta gert það. Gallarnir á afla- markskerfinu er frjálsa framsalið á aflaheim- ildum en jafnframt er það aðalhagræðing- arkrafturinn. Ég styð aflamarkskerfið en það þarf að styrkja betur í lögum samfélagsábyrgð þeirra sem hafa veiði- réttinn. Mér finnst að það eigi að taka auðlinda- gjald af veiðirétthöfum, hitaveitum, vatnsveitum, raforku- fyrirtækum, ferðamönnum, nýtingu á afréttum (sauðfé) og öðrum auð- lindum þjóðarinnar sem renni í rík- issjóð en á móti komi lækkun á bein- um sköttum. Þetta er mikilvæg aðgerð til að koma á jafnvægi í þjóð- félaginu. Það er skemmtileg umræða á milli manna um „fé án hirðis“ og „hirði án fjár“ þannig að núverandi veiðirétthafar verða að gefa okkur skýringu á því hvers vegna þeir skulda svona mikla peninga og hvernig þeirra sýn er á hugtakinu „samfélagsábyrgð“. Mín skoðun Eftir Örn Ingvarsson Eftir Örn Ingvarsson » Sumir stjórnmála- flokkar vilja auka vægi smábáta með því að úthluta þeim sér- svæðum til að veiða á og frjálsa sókn á þau svæði. Höfundur er rafmagnsiðnfræðingur. Í FYRRA leyfði undirritaður sér að leggja fram tillögu um stofnun svokallaðs Vestfjarðasjóðs, í þágu uppbyggingar á Vest- fjörðum í anda Roose- velts Bandaríkja- forseta og New Deal-stefnu hans, með 20 milljarða króna stofnfé. Ýmsir sér- fræðingar og fjármálaspekingar hlógu þessa tillögu að sjálfsögðu út af borðinu. En rétt áður stofnuðu þeir sömu spekingar eitt dul- arfyllsta eignarhaldsfélag landsins, Stím ehf., svo eitt lítið dæmi sé nefnt um heimsku sumra fjár- málaspekinga. Þetta huldufélag var sérstaklega sett á fót til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group, stærsta eiganda Glitnis, fyrir tæpa 20 milljarða króna í nóvember 2007. Glitnir seldi bréfin og lánaði Stími, sem var bara eitt af hundruðum slíkra gervifélaga, um 20 milljarða króna til kaupanna. Og félagið fékk fimm milljarða króna lán í október á síðasta ári og fjárfesti í kjölfarið í FL Group rétt áður en félagið skil- aði mesta tapi Íslandssögunnar. Hugsið ykkur, lesendur góðir, hvað margt gott hefði getað leitt af því ef þessir blessuðu drengir hefðu haft vit á að stofna eitt stykki Vest- fjarðasjóð meðan allt lék í lyndi og leggjast á árarnar með Vestfirð- ingum. Bara smá dropi í öllu fjár- málahafinu. En því miður. Það er stundum sitt hvað gæfa og gjörvu- leiki. Stofnfé 100 milljarðar Og nú kemur hér önnur tillaga, yfirfærð á landið allt í stað Vest- fjarða. Stutt greinargerð: „Stofna skal nýjan fjárfestinga- og lánasjóð fyrir Ísland, Íslandssjóðinn, sem hafi Íbúðalánasjóð að fyrirmynd. Ís- landssjóðurinn er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins, sem veitir ein- staklingum, félögum og fé- lagasamtökum í at- vinnurekstri á Íslandi lán til uppbyggingar. Hann er fjárhagslega sjálfstæður og stendur undir lánveitingum og rekstri með eigin tekjum. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að Íslendingar geti búið við öryggi í at- vinnumálum og að fjár- munum verði sér- staklega varið til þess að auka möguleika fólks til að koma sér upp eigin at- vinnurekstri á viðráðanlegum kjör- um. Íslandssjóðurinn fjármagnar út- lán sín með sölu ríkistryggðra verð- bréfa og lántöku. Ríkissjóður er ábyrgðaraðili sjóðsins og semur við bankastofnun um rekstur hans og stjórn. Viðkomandi banki sér um alla vinnu við undirbúning og veit- ingu lána sjóðsins og tekur allar ákvarðanir þar að lútandi, hverju nafni sem nefnast. Rekstrarkostn- aður Íslandssjóðsins og tap vegna útlána skal greitt af tekjum hans. Heimilt er að veita lán til smáfyr- irtækja jafnvel þó þau hafi engin veð önnur en frumkvæði, kjark og þor. Bannað er að veita lán með veði í íbúðarhúsum lántakenda eða skylduliðs þeirra. Lánin verði veitt til eins margra ára og þurfa þykir. Lántakendur hafi nokkurt val um það hvenær afborganir hefjast. Heimilt er að láta hluta af lánum sjóðsins vera víkjandi lán. Vextir verði eins og þeir gerast hjá Íbúðalánasjóði á hverjum tíma. Stofnfé Íslandssjóðsins er 100 millj- arðar króna. Spyrja má hver sé eðl- ismunur á því að veita mönnum hagstæð lán til íbúðarkaupa eða veita þeim hagstæð lán til að koma undir sig fótunum í atvinnurekstri til að geta búið í viðkomandi hús- næði. Er hann einhver? Láns- upphæðir geta verið breytilegar. Eitt til tvö þúsund fyrirtæki gætu strax fengið fyrirgreiðslu, hvort sem þau væru staðsett á Langanesi, í Reykjavík eða Árneshreppi á Ströndum og er þá miðað við há- markslán 50 til 100 milljónir króna. Þá má hugsa sér að lánin verði verðtryggð að hluta. Krafturinn býr í smáfyrirtækjum Nokkur hluti af lánum Íslands- sjóðsins fer sjálfsagt beint út um gluggann í fyllingu tímans eins og alltaf gerist. Á hinn bóginn skal lögð á það þung áhersla, að stuðningur Íslandssjóðsins við alls konar fjöl- skyldufyrirtæki og önnur smáfyr- irtæki mun skila sér þegar á heild- ina er litið, þó veð verði kannski ekki alltaf samkvæmt ströngustu kröfum Lloyd’s. Það er reynsla margra annarra þjóða af aðgerðum af þessu tagi að krafturinn býr í smáfyrirtækjum. Menn þurfa að horfa á þetta öðrum augum en þeim að heimta arð og vexti að kveldi í gegnum einhver risafyrirtæki út- lendinga. Hér er verið að tala um langtíma fjárhagsaðgerðir sem munu skila sér margfaldlega beint í kassa landsmanna. Íslandssjóðurinn mundi hafa gífurleg margfeldisáhrif strax frá fyrsta degi. Og það sem meira er: Allar reddingar í byggða- málum á landinu gætu heyrt sög- unni til að verulegu leyti. Ætla mætti að margir væru þeirrar skoð- unar að ýmislegt væri á sig leggj- andi til að svo mætti verða. Pening- arnir eru til ef vel er leitað. Svo mörg eru þau orð. Vitlaus? Má vera. En eru menn með heppilegri lausnir á takteinum? Er ekki Íslandssjóð- urinn bara gráupplagður? Eftir Hallgrím Sveinsson » Íslandssjóðurinn mundi hafa gífurleg margfeldisáhrif strax. Og það sem meira er: Alls konar reddingar í byggðamálum gætu heyrt sögunni til. Hallgrímur Sveinsson Höfundur er bókaútgefandi og starfs- maður á plani á Brekku í Dýrafirði. Íslandssjóðurinn STJÓRN Félags íslenskra at- vinnuflugmanna (FÍA) lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með að Icelandair Group hf. skuli manna flugverkefni sín erlendis með flug- mönnum sem ráðnir eru sem verk- takar í gegnum áhafnaleigur í skattaskjólum. Þetta er sérstak- lega dapurlegt í ljósi þess að færa má rök fyrir því að íslenska ríkið fari í dag með um þrjá fjórðu hluta hlutafjár í félaginu. Um sextíu flugmenn FÍA sem starfað hafa hjá Icelandair Group hf./Icelandair ehf. eru án atvinnu í dag og flestir þeirra á atvinnu- leysisbótum hjá íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að flugverkefni séu fyrir hendi hjá Icelandair Group hf. er þessum mönnum haldið utan þeirra. Nýverið kom inn á borð fyrir- tækisins leiguflugsverkefni erlend- is sem til stóð að flugmenn Ice- landair ehf. ynnu. Var búið að kynna það stéttarfélaginu og hóp- ur flugmanna kominn með þetta á sínar vinnuskrár. Án fyrirvara var þetta verkefni fært frá Icelandair ehf. og öðru dótturfélagi Ice- landair Group hf., SmartLynx í Lettlandi, falið að sinna verkefn- inu. Til að sinna störfum flug- manna voru frekar endurráðnir verktakaflugmenn í gegnum áhafnaleigu á Guernsey í stað þess að endurráða atvinnulausa flug- menn á kjarasamningi stéttar- félagsins. Þetta gerist þrátt fyrir að sam- kvæmt kjarasamningi FÍA við Ice- landair Group hf./Icelandair ehf. skal verkefni þetta mannað flug- mönnum Icelandair ehf. og það myndi þýða vinnu fyrir fjölda at- vinnulausra flugmanna Icelandair ehf. sem nú eru á atvinnuleys- isbótum. Þessir sömu flugmenn myndu greiða skatta af launum sínum til íslenska ríkisins í stað þess að vera á bótum og þannig leggja sitt af mörkum til sam- félagsins. Af ótrúlegri óbilgirni og ósveigjanleika vill stjórn Ice- landair Group hf. færa störf þessi í hendur flugmanna, sem ráðnir eru í gegnum áhafnaleigu í skatta- skjóli sem gerviverktakar. Það verður að teljast með ólík- indum hve skilningsleysi stjórnar þessa umsvifamikla flugrekanda á Íslandi í garð sinna eigin flug- manna ristir djúpt og hve löngun Icelandair Group hf. til þess að létta undir með íslenskri þjóð rist- ir grunnt. Nú þegar alvarlegar horfir í efnahagsmálum þjóð- arinnar en nokkru sinni fyrr efnir stjórn fyrirtækisins til illinda við stéttarfélag atvinnuflugmanna á Íslandi. Með vísan til ástands efnahags- mála á Íslandi hefur stjórn FÍA ekki viljað láta sverfa til stáls í þessu mikla réttlætismáli. Nú er hvorki staður né stund til þess að standa í harðvítugum átökum um það sem við teljum rétt okkar fólks til vinnu. Átök nú myndu skaða íslenskt þjóðarbú. FÍA hef- ur þegar hafið undirbúning að málshöfðun fyrir Félagsdómi vegna meintra brota Icelandair Group hf./Icelandair ehf. Stjórn Félags íslenskra atvinnu- flugmanna skorar á stjórn Ice- landair Group hf. að breyta af- stöðu sinni. Opið bréf til stjórnar Icelandair Group hf. Frá stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) » Þolinmæði okkar er hins vegar á þrotum og því viljum við vekja athygli stjórnvalda og almennings á þessari stöðu. @ Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.