Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Heiddi Húsið Vatnsstígur 4 í „hers hönd- um“ snemma í aprílmánuði. Stutt hústaka HÓPUR fólks kom sér í gær fyrir í húsinu við Vatnsstíg, sem lögreglan þurfti að rýma fyrir nokkru. Hvarf það síðan á braut eftir viðræður við lögregluna. Ekki kom til neinna ryskinga og fólkið var fátt og hafði það sig á brott með góðu. Smiðir komu síðan á vettvang og hófu að byrgja fyrir dyr og glugga. 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009 KONA um þrítugt var í síðustu viku úrskurðuð í gæsluvarðhald til 12. maí, en hún er grunuð um að hafa skipulagt fíkniefnasmygl til landsins. Hún var einnig úrskurðuð í gæslu- varðhald fyrr á árinu, grunuð um að hafa haft atvinnu af vændi ungra kvenna, sem hún hafi flutt til Ís- lands. Fram kom í úrskurði héraðs- dóms, að lögreglu hefði borist upp- lýsingar um að konan og unnusti hennar hefðu farið til Hollands og ætluðu að flytja með sér mikið magn af fíkniefnum. Unnustinn var síðan handtekinn á Schipholflugvelli í Amsterdam hinn 13. febrúar með mikið magn fíkniefna. Tengsl við belgísk burðardýr Fyrr á þessu ári hafði lögreglan rökstuddan grun um að konan tengdist fyrirhuguðum innflutningi fíkniefnanna frá Hollandi, máli sem hugsanlega tengdist mun umfangs- meiri innflutningi fíkniefna hingað til lands á undanförnum mánuðum og árum. Hugsanlegt er að sögn Karl Steinars að tengsl séu milli konunn- ar og tveggja belgískra kvenna sem voru handteknar í Leifsstöð með u.þ.b. 350 grömm af kókaíni í apríl. Konurnar komu til landsins með flugi frá Amsterdam og voru á mánudag dæmdar í 10 mánaða fang- elsi fyrir kókaínsmyglið. Þá er einnig talið að belgískur karlmaður á þrítugsaldri, sem reyndi að flytja fíkniefni til landsins innvortis, tengist konunni. Maðurinn flúði frá lögreglu eftir handtöku í Leifsstöð í síðasta mánuði en náðist daginn eftir í miðbæ Keflavíkur. Grunuð um umfangsmikinn innflutning fíkniefna SAMKVÆMT deiliskipulagi er fyrirhugað að byggja á þriðja hundrað íbúða, veitingastaða og vinnustaða á slippasvæðinu norðan Mýrargötu. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulags- ráðs, segir þó að beðið verði með úthlutun lóða enda engin eftirspurn eftir þeim sem stendur. Hugsanlega breytist ásýnd svæðisins þó eftir hugmyndasamkeppni Faxaflóahafna sem hefst senn. Morgunblaðið/Golli Engin eftirspurn eftir lóðum sem stendur Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is LAUSRÁÐNIR kennarar og leið- beinendur í grunnskólum landsins geta ekki gengið að störfum sínum vísum næsta skólavetur, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Reynt verður eftir fremsta megni að útvega fólki önnur störf innan skólakerfisins en hætt er við að erfiðara verði en oft áður fyrir nýútskrifaða kennara að fá vinnu næsta haust. Þetta segir Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, formaður Skóla- stjórafélags Íslands og skólastjóri Foldaskóla í Reykjavík. Hann segir starfsmannamál skólanna óðum að skýrast, um það hverjir haldi stöðu sinni og hverjir ekki. Staðan sé mjög breytileg eftir landshlutum, hún sé almennt góð á landsbyggðinni en þrengri á suðvesturhorninu. Kristinn segir það liggja fyrir að víða verði kennslustundum fækkað, einkum þar sem sveitarfélög höfðu bætt við kennslustundum í yngstu bekkjunum. Þá verður dregið úr yf- irvinnu kennara og skorið niður í al- mennum rekstri skólanna. „Það er ljóst að einhverjir laus- ráðnir kennarar og leiðbeinendur munu ekki fá endurráðningu og ekki alveg fyrirséð hvernig þeirra mál leysast. Vonandi tekst að tryggja sem flestum önnur störf en þetta getur einkum átt við sérgreinar eins og textílmennt, tónmennt og val- greinar,“ segir Kristinn en hann veit einnig nokkur dæmi þess að kenn- arar hyggist flytja úr landi, í leit að öðrum atvinnutækifærum, líkt og úr fleiri starfsstéttum. Ekki rætt um lækkun launa Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir kennara eins og aðra landsmenn hafa alvar- legar áhyggjur af stöðu mála. „Tilhæfulausar yfirlýsingar sumra sveitarstjórnarmanna hafa líka valdið miklum óróa meðal kenn- ara. Yfirlýsingar um að forysta kennara sé að ræða við sveit- arfélögin um styttingu skólaársins og lækkun launa kennara eru ósann- ar. Slík atriði hafa ekki verið rædd milli Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga eða Launanefndar,“ segir Ólafur. Hann segir kennara einnig óttast að með frekari niðurskurði muni skólastarf skaðast til lengri tíma, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Nú þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða sem séu farnar að bitna á gæðum skólastarfsins. Það muni svo leiða til lakari þjónustu við nem- endur og forráðamenn þeirra. „Ég sakna þess reyndar að heyra ekki meira frá foreldrum eða sam- tökum þeirra, þar sem nú þegar er búið að grípa til margra aðgerða til að spara í skólunum, eins og að sam- eina bekki í stærri bekkjardeildir, segja upp lausráðnu starfsfólki, skera niður alla yfirvinnu, fækka millistjórnendum og almennum kennurum. Jafnframt er í gildi ráðn- ingarbann þannig að ekki verður ráðið aftur í störf þeirra sem sagt hefur verið upp. Verulega er verið að spara í öllu er lýtur að rekstri skólanna, endurnýjun tækja, bóka- kaupum, ljósritun og mörgu, mörgu öðru,“ segir Ólafur að endingu. Áhyggjur af skólastarfi  Skólastjórar búa sig undir niðurskurð næsta vetur  Erfitt fyrir nýútskrifaða kennara að fá vinnu  Kennarar óttast að skólastarf skaðist með meiri niðurskurði MIÐAÐ við end- urskoðaða fjár- hagsáætlun Reykjavík- urborgar eru framlög til rekstrar grunn- skólanna næsta vetur svipuð í krón- um talin og á síðasta ári en að teknu tilliti til launabreytinga nemur hagræðingin á milli ára um 7%, að sögn Kjartans Magn- ússonar, formanns menntaráðs. Hann segir meirihlutann í borg- arstjórn hafa gefið út þá yfirlýs- ingu að engum fastráðnum borg- arstarfsmanni yrði sagt upp í hagræðingarskyni að svo stöddu. Reynt yrði að útvega lausráðnu starfsfólki, sem ekki fær end- urráðningu, vinnu innan skólakerf- isins. Þeir kennarar sem kæmu til baka úr launalausu leyfi mundu ganga í sín störf. Bendir Kjartan á að 300 starfsmenn hafi verið ráðnir til vinnu eftir að nýjar reglur voru settar um ráðningu í ljósi efnahagsástandsins. Á átta þús- und manna vinnustað sé eðlilega töluverð starfsmannavelta. „Með þessu reynum við að lágmarka nei- kvæð áhrif þeirrar hagræðingar sem borgin þarf að grípa til.“ Fastráðnum verði ekki sagt upp Kjartan Magnússon „VIÐ erum þrjár fjölskyldur sem stöndum fyrir þessu. Við eigum sjálf smábörn og okkur finnst verð- lagið komið fram úr öllu hófi þegar barnavagn er farinn að kosta 150 þúsund krónur,“ segir Pétur Blön- dal, einn þeirra sem opnað hafa Reiðhjóla- og barnavörumarkað. Hann segir að þegar að hafi verið gáð hafi ýmislegt verið í geymslum fjölskyldnanna sem þær tímdu ekki að fleygja. „Þá fengum við þá hug- mynd að bjóða fólki að koma og selja notaðar barnavörur og kaupa ódýrt.“ Tekið verður á móti vörum í um- boðssölu í dag og á morgun kl. 17 til 21 að Holtasmára 1. Vörurnar verða svo seldar á laugardag og sunnudag kl. 10 til 17. „Þetta átti bara að vera bílskúrssala en málið hefur undið upp á sig þar sem svo vel hefur verið tekið í þetta.“ ingibjorg@mbl.is Reiðhjóla- og barnavöru- markaður ÞINGMENN Borgarahreyfing- arinnar telja að uppfylla þurfi þrjú skilyrði áður en hreyfingin getur fallist á þingsályktunartillögu um aðildarviðræður við ESB. Í fyrsta lagi þurfi að tryggja gagnsæja og hlutlausa miðlun fræðslu frá sérstakri upplýs- ingastofu á vegum Alþingis. Lagt er til að stofan sé skipuð fagfólki og taki mið af reynslu nágrannaþjóða við þjóðaratkvæðagreiðslur. End- anlegur samningur þurfi að vera al- menningi aðgengilegur. Í öðru lagi verði samninga- nefndin að vera skipuð á faglegum forsendum og njóta ráðgjafar a.m.k. tveggja óháðra, erlendra sérfræðinga. Í þriðja lagi þurfi að tryggja „jafnt vægi atkvæði allra landsmanna við þjóðaratkvæða- greiðslu um samninginn“. Setja skilyrði fyrir viðræðum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti Húsgögn Mikið úrval af sófum og sófasettum - Verðið kemur á óvart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.