Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009 HÁSKÓLAPRÓFESSOR í Eyja- firði, Ingi Rúnar Eðvarðsson, skrifar grein í Morgunblaðið sem birtist 5. maí sl. undir fyrirsögn- inni „Atvinnuleysi og ESB“. Leit- un er að öllu kynlegri samsuðu. Greinin á að færa lesendum heim sanninn um að engin hætta sé á auknu atvinnuleysi hérlendis við inngöngu í ESB heldur hið gagn- stæða. „Atvinnuleysi hefur minnkað innan ESB“ er sér- staklega undirstrikað í greininni og að minni ríkin komi ekki verr út en hin stærri nema síður sé. Til stuðnings þeirri staðhæf- ingu birtir prófessorinn töflu þar sem hann skiptir ESB-ríkjum í þrjá hópa: Norðurlönd, minni ríki og stærri ríki. Telur hann sig sýna fram á „með óyggjandi hætti“ að ótti við aukið atvinnu- leysi samfara ESB-aðild sé ástæðulaus. Sá galli er m.a. á framsetningu greinarhöfundar að hann stöðvar klukku sína við árið 2007. Þannig verður ljóst að tilgangurinn helg- ar meðalið. Lítum aðeins á stöð- una í fámennari ríkjum ESB þar sem prófessorinn endar sína töflu (tölur hans 2007 í sviga) og á nú- verandi atvinnuleysi í apríl 2009 (heimild: Eurostat á heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB). Norðurlönd í ESB: Danmörk nú 5,7% (3,4 árið 2007); Finnland 7,6% (6,6); Svíþjóð 8,0% (3,5). Minni ríki: Eistland 11,1% (4,7); Írland 10,6% (4,8); Kýpur 4,9% (3,7); Lettland 16,1% (4,9); Lithá- en 15,5% (5,4); Malta 6,7% (4,1). Samkvæmt málflutningi áróð- ursmanna fyrir aðild Íslands að ESB snýst Evrópusambandið öðru fremur um vinnu og velferð. Atvinnuleysi í þessu fyrirmynd- arsamfélagi mælist nú að með- altali 8,9% yfir allt svæðið, jafn- hátt á evrusvæðinu og utan þess. Framkvæmdastjórn ESB áætlar þessa dagana að atvinnuleysið fari í 11,5% að meðaltali um mitt næsta ár. – Bakkabræður komust eitt sinn að því að „botninn er suður í Borgarfirði“. Mér sýnist Eyfirðingurinn enn hafa verk að vinna. HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON, náttúrufræðingur. Botninn er suður í Borgarfirði Frá Hjörleifi Guttormssyni ÞEGAR forsætisráðherra og fjár- málaráðherra tilkynntu trúlofun vinstriflokkanna fyrir kosningar var ekki annað að heyra en ráðahag- urinn væri traustur. Ágreinings- efnin voru falin til að blekkja kjós- endur. Eftir kosningar hefur kærustuparið hamast við að dásama sigur vinstriafla (fé- lagshyggjuflokka?) Síðan voru tekin upp dæmigerð vinnubrögð vinstri- manna og ágreiningsmálum þeirra vísað til nefnda, sem falið var að strauja brúðarkjólinn, en forsætis- ráðherra boðar nú að það sé a.m.k. hálfs mánaðar vinna. Aðrar fréttir eru í véfréttastíl og allt tal um gagnsæi er nú þagnað. Á meðan bíður þjóðin, á meðan bíða atvinnuvegirnir eftir þeim lausnum sem vinstriflokkarnir kenna nú Sjálfstæðisflokknum um að hafa staðið í vegi fyrir að kæm- ust í framkvæmd. Hafa vinstrimenn einhver úrræði sem þeir geta sam- einast um? Nú heyrist ekkert í hinum sjálf- skipuðu talsmönnum þjóðarinnar sem nauðguðu réttarkerfi lýðveld- isins til að hrekja fyrri ríkisstjórn frá völdum. Hvar er nú trúbador- inn? Hann narraði löghlýðna en vonsvikna borgara niður á Aust- urvöll til þess að standa við bakið á skríl sem átti það eitt erindi þangað að skemmta sér við að valda spjöll- um á húsi Alþingis og ráðast á lög- reglumenn að störfum. Hvar er nú fundarstjórinn úr Háskólabíói? Hann notaði vinnubrögð einræð- isherra, þegar hann ákvað hverjir skyldu hafa málfrelsi á fundunum og hverjir ekki. Hvar er nú mað- urinn, sem fór með kassagítar upp á Arnarhól til að syngja Davíð Oddsson og samstarfsmenn hans út úr Seðlabankanum? Hvar er nú „höfundur“ þjóðarinnar sem réðst með fádæma ruddaskap að Geir Haarde, þáverandi forsætisráð- herra, fyrir utan stjórnarráð lýð- veldisins? Lengi má spyrja. Áhyggjur þess- ara manna vegna vandamála þjóð- arinnar virðist hafa horfið um leið og Jóhanna og Steingrímur op- inberuðu. Voru áhyggjur þeirra af hag þjóðarinnar ekki raunveruleg- ar? Hver var raunverulegur hugur þeirra og hvar eru þeir nú? Ekki eru þeir flúnir til útlanda með út- rásarbullunum. Ekki sé ég eftir þeim en öruggt er að sá hluti heiðarlegra borgara sem lét blekkjast þegar hæst var látið hlýtur nú að hugsa málin. AXEL KRISTJÁNSSON lögmaður. Hvar eru þeir núna? Frá Axel Kristjánssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.