Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 7. M A Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
122. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
Sérfræðingar frá Háskólanum í Reykjavík
svara spurningum þínum um Evrópumál.
Sjá nánar á hr.is/EU
VEKUR EVRÓPA FORVITNI?
MEISTARANÁM
Í EVRÓPUFRÆÐUM VIÐ HR
HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK
R E Y K J A V Í K U N I V E R S I T Y
«RAFLOST Í ÞRIÐJA SINN
KANNA NÝJAR VÍDDIR
Í TÓNLISTARSKÖPUN
«HANDKNATTLEIKUR
VANTAR SPENNU Í
ÚRSLITAKEPPNINA
Allur gangur virðist vera á því
hvernig bankarnir fylgja eftir
markmiðum um gegnsæi í af-
greiðslu mála þeirra fyrirtækja
sem eiga í vanda.
Viðskipti
Atvinnulífið í
höndum banka
Hópur stofnfjáreigenda, með Hörð
Arnarson í broddi fylkingar, vill
taka yfir stjórn Byrs á aðalfundi
sparisjóðsins, sem haldinn verður
13. maí næstkomandi.
Vilja taka yfir
stjórn Byrs
Lítill hvati er fyrir erlenda fjár-
festa að kaupa skuldabréf íslenskra
fyrirtækja og því er þessi lausn
langsótt til að leysa vanda krónu-
bréfaeigenda.
Langsótt lausn
fyrir fjárfesta
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
BANDARÍSKIR fjárfestar hafa áhuga á að kaupa
hlut í Geysi Green Energy (GGE), Íslandsbanki á
handveð í öllum hlut félagsins í Hitaveitu Suð-
urnesja og samkvæmt nýlegu mati á eignum og
skuldum GGE er eigið fé þess að mestu uppurið.
Heimildir Morgunblaðsins herma að erlendu
fjárfestarnir hafi fundað ásamt Ásgeiri Margeirs-
syni, forstjóra GGE, með fulltrúum iðnaðarráðu-
neytisins fyrir skemmstu. Ásgeir staðfestir að er-
lendir aðilar hafi verið hérlendis en vill ekki segja
hverjir þeir eru. „Það er nokkuð ljóst að fjármagn
til þessarar starfsemi er af skornum skammti á Ís-
landi þannig að við höfum leitað þess erlendis. Það
er rétt að við vorum með gesti um daginn sem voru
að skoða okkur.“ Helsta eign GGE er þriðjungs-
hlutur í HS-veitum og HS-orku, sem áður mynd-
uðu Hitaveitu Suðurnesja (HS). Í fundargerð
stjórnar HS frá því í ágúst kemur fram að Íslands-
banki eigi handveð í öllum hlutum GGE í báðum
þessum fyrirtækjum. Þá hefur Morgunblaðið
heimildir fyrir því að samkvæmt mati sem var gert
á virði eigna og skulda GGE hafi eigið fé félagsins
einungis verið um 650 milljónir króna í lok mars.
Áhugi að utan á Geysi Green
Bandarískir fjárfestar hafa áhuga á að kaupa hlut í Geysi Green Energy
Íslandsbanki á handveð í öllum hlut félagsins í Hitaveitu Suðurnesja
Geysir Green Energy á 32%
í HS-Orku og HS-veitum.
Sjóður í eigu Íslandsbanka og
Atorka eiga mest í Geysi Green
Íslandsbanki á handveð í hlut
Geysis Green í HS-félögunum.
Íslenska ríkið, sem átti áður
hlut í HS, á í dag Íslandsbanka. Viðskipti | 6
SUÐIÐ í hunangsflugunum er enn eitt merki þess að náttúran er óðum að
vakna til lífsins. Drottningarnar eru nú í óðaönn að byggja sér bú og verpa
en brátt munu þær hverfa okkur sjónum í rúman mánuð á meðan þær
koma dætrum sínum, þernunum, á legg. Í síðari hluta júní hefst svo suðið á
nýjan leik þegar þernurnar fara á stjá til að safna hunangi og gleðjast þá
margir yfir þessum litfögru flugum þótt aðrir kjósi að forðast þær.
Tígulegar drottningar á sveimi
Morgunblaðið/Ómar
ÓLAFUR Loftsson, formaður Fé-
lags grunnskólakennara, segir
kennara óttast að með frekari nið-
urskurði muni skólastarf skaðast til
lengri tíma, með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum. Nú þegar hafi verið
gripið til ýmissa aðgerða sem séu
farnar að bitna á gæðum skóla-
starfsins. Það muni svo leiða til lak-
ari þjónustu við nemendur og for-
ráðamenn þeirra. Formaður
Skólastjórafélags Íslands telur að
erfitt verði fyrir nýútskrifaða kenn-
ara að fá vinnu næsta haust og laus-
ráðnir kennarar og leiðbeinendur
eigi endurráðningu ekki vísa. »6
Skólastarf gæti skaðast
MÖRG sprota-
fyrirtæki hafa
náð góðum ár-
angri í rekstri og
vöruþróun að
undanförnu
þrátt fyrir erfitt
rekstrarum-
hverfi. Veikt
gengi krónunnar
hefur skilað fyr-
irtækjum meiri tekjum en áður í
krónum talið.
Davíð Lúðvíksson, forstöðumað-
ur stefnumótunar og nýsköpunar
hjá Samtökum iðnaðarins, segir
mörg sprotafyrirtæki eiga bjarta
framtíð, en þolinmæðin sé þeim
mikilvæg. »18
Sprotafyrirtækin eiga
bjarta framtíð
UM helmingur af átta milljarða
reiknuðu tapi í ársreikningi Reykja-
nesbæjar fyrir síðasta ár er vegna
Hitaveitu Suðurnesja, alls um fjórir
milljarðar.
Einnig má búast við miklum skelli
hjá Reykjavíkurborg vegna taps
Orkuveitu Reykjavíkur, sem nemur
73 milljörðum króna. Borgin á 93%
hlut í Orkuveitunni Ársreikningur
borgarinnar fyrir næsta ár verður
lagður fyrir borgarstjórn 19. maí og
kemur þá betur í ljós hvernig áhrif
tapsins koma fram. »2
Sveitarfélög tapa á orkunni