Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 21
Daglegt líf 21ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009 Kjarnakot, hús Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarnaskógi, er í sér- stöku uppáhaldi hjá norðlenskum skemmdarvörgum um þessar mund- ir. Um daginn voru sex rúður brotn- ar og öll ljós innandyra.    Hvers konar fólk stendur í svona?    Og hvers konar fólk rífur upp hellu úr bílastæðinu við Akureyrarkirkju og hendir inn um steindan glugga? Er nema von að spurt sé.    Ingi frændi minn er fimm ára. Hann er sagður líkur afa Skapta, langafa sínum, að mörgu leyti og hefur mikið fengið að heyra um gamla manninn. Þetta örleikrit skrifaði sig sjálft í gær, þegar ég hringdi heim til Hrannar frænku minnar og Pálma. „Halló.“ „Sæll, þetta er Skapti. Hvað heitir þú?“ „Ingi.“ „Sæll frændi. Er pabbi þinn heima, eða mamma?“ „Bara pabbi.“ „Má ég aðeins tala við hann?“ „Pabbi, það er til þín. Þetta er Skapti – sem er ekki dáinn.“    Páll Stefánsson ljósmyndari heldur fyrirlestur í Kvosinni í MA í dag kl. 17.15 á vegum Áhugaljósmynd- araklúbbs Akureyrar. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.    Forráðamenn Iceland Express hafa ákveðið að bjóða upp á flug tvisvar í viku í sumar á milli Kaupmanna- hafnar og Akureyrar.    Norðlendingar verða væntanlega á ferð og flugi í sumar, ef einhver á peninga, því einu sinni í viku verður flogið frá Akureyri til Portúgals.    Vorsýning nemenda Myndlistaskól- ans á Akureyri verður um helgina, í húsnæði skólans, í tilefni þess að 35. starfsárinu er að ljúka. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, list- hönnunar- og fagurlistadeilda. Alls verða 32 nemendur brautskráðir að þessu sinni.    Vegna vinnu við gerð nýrra und- irganga undir Hörgárbraut við Skúta verður brautin, þjóðvegur 1, lokuð milli Hlíðarbrautar og Und- irhlíðar frá því í dag til 5. júní næst- komandi.    Undirgöngin eru þörf framkvæmd og löngu tímabær, því fjöldi barna í Hlíðahverfinu er í Glerárskóla, handan þjóðvegar 1, og svo hefur verið lengi. Það er því gríðarlegt ör- yggismál að þessi göng verði að veruleika, þó þau hafi verið minna í umræðunni en mörg önnur …    Hjáleið verður um Hlíðarbraut, Krossanesbraut og Undirhlíð meðan á framkvæmdum stendur.    Sýningin Kalli25 var opnuð í vikunni í Gallerí Ráðhús, bæjarstjórn- arsalnum, þar sem sjá má verk Karls Guðmundssonar. Þau eru unn- in með olíulitum á bókbandspappa.    „Karl er alvarlega mál- og hreyfi- hamlaður ungur maður sem býr yfir góðum skilningi. Þrátt fyrir fötlun sína tekst Kalla að koma til skila þeirri næmu listrænu tilfinningu sem býr innra með honum,“ segir Rósa Kristín Júlíusdóttir í sýning- arskrá. Hún er myndlistarkona og kennari en þau Kalli hafa unnið mik- ið saman.    Akureyrarhöfn er hvorki meira né minna en þriðja besta höfnin í Evr- ópu, samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var meðal farþega skemmti- ferðaskipa í eigu Princess Cruises um þjónustu í höfnum. Vikudagur sagði frá þessu.    Alls voru 34 hafnir í Evrópu nefndar í könnuninni og aðeins hafnirnar í Geirangri og Flåm í Noregi fengu betri útkomu en Akureyrarhöfn.    Bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, fagnar nið- urstöðu skoðanakönnunarinnar í samtali við Vikudag og sömu sögu er að segja af fólki í ferðaþjónustunni.    Bruce Krumrine, aðstoðarforstjóri ferðasviðs Princess Cruises, sagði í samtali við Vikudag, að helsta ástæða fyrir góðri einkunn Akureyri til handa væri hversu hlýjar og góð- ar móttökur farþegar fengju frá bæjarbúum. Einnig nefndi hann úr- val góðra ferðaþjónustuaðila og fal- legt umhverfi, ekki síst frá náttúr- unnar hendi. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kalli Karl Guðmundsson við opnun sýningarinnar í Gallerí Ráðhús í vikunni. Eitt verkanna í baksýn. Pétur Stefánsson kastar framvísnagátu og verður svarið gefið upp í Vísnahorninu á morgun: Er það fast á einum stað, en aldrei kjurt. Allir hafa í sér það sem um er spurt. Jónas Hallgrímsson lætur sig óréttlætið varða á blogginu á Baggalúti og gaman að heyrist frá þjóðskáldinu. Nú lætur hann sig varða „viðvarandi óréttlæti skemmtanalífsins“: Vér mótmælum, allir sem einn, órétti, spillingu, valdi. Hér kvenmaður næst ekki neinn nema gegn ást, eður gjaldi. Þar bloggar einnig Sigurður Breiðfjörð „agnarlitla valhendu um ástand heimsins“: Við ógnum heimsins enginn býður ærlegt svar – enda hafa ílengst þar einkanlega fávitar. Einnig kom upp úr kafinu á Baggalúti forn vísa eftir Snorra Sturluson: Glitnir hét salur, hann var gulli studdur og sjálfumgleði hið sama; nú þar féhirðar híma flestan dag – tæta gögn og gráta. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af Jónasi og Breiðfjörð Kringlan, sími 533 4533 Smáralind, sími 554 3960 MARINE BIOLOGY COLLECTION Öflug orkublanda fyrir líflausa húð Gerir húðina bjartari og orkumeiri! Vertu velkomin á kynningu í HYGEA KRINGLUNNI í dag fimmtudag 7. og á morgun föstudag 8. maí kl. 13-17 Bjóðum 10% kynningarafslátt og fallegan kaupauka Íslensk verðbréf hf. I Strandgötu 3 I 600 Akureyri Sími: 460 4700 I iv@iv.is I www.iv.is Íslensk verðbréf eru sjálfstætt, sérhæft eignastýringarfyrirtæki sem hefur þjónað einstaklingum og fagfjárfestum í meira en tuttugu ár og býr að mikilli reynslu og þekkingu á verðbréfamarkaði. Leitar þú að traustum og óháðum aðila til að ávaxta fjármuni þína? Kynntu þér málið á iv.is eða talaðu við sérfræðinga okkar í síma 460 4700. Við stöndum vörð um fjármuni þína Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.