Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 33
Dagbók 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009 Sudoku Frumstig 1 5 2 6 3 9 7 6 9 5 6 3 9 5 3 1 8 2 7 5 1 4 8 8 3 1 9 3 2 4 1 7 3 4 1 2 7 7 4 9 3 2 5 8 6 4 5 9 4 2 7 1 6 3 8 7 8 1 7 6 7 9 5 4 1 5 9 3 6 4 3 6 1 7 1 8 4 3 5 6 9 2 5 2 6 8 9 1 3 4 7 3 4 9 2 6 7 5 8 1 4 9 7 5 8 2 1 6 3 2 6 3 7 1 9 8 5 4 8 5 1 3 4 6 7 2 9 1 7 5 6 2 4 9 3 8 6 3 4 9 7 8 2 1 5 9 8 2 1 5 3 4 7 6 2 5 9 4 1 7 6 3 8 7 8 3 2 5 6 4 9 1 4 1 6 8 9 3 7 2 5 9 3 1 6 8 2 5 7 4 6 2 7 5 4 9 1 8 3 8 4 5 7 3 1 2 6 9 1 6 4 3 2 8 9 5 7 3 9 2 1 7 5 8 4 6 5 7 8 9 6 4 3 1 2 1 4 5 2 9 3 6 8 7 6 7 9 4 8 1 3 5 2 2 8 3 5 7 6 9 4 1 4 6 7 9 3 5 1 2 8 8 3 1 6 4 2 7 9 5 5 9 2 8 1 7 4 3 6 7 5 8 3 6 4 2 1 9 3 2 6 1 5 9 8 7 4 9 1 4 7 2 8 5 6 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 7. maí, 127. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er nafn þitt sakir máttar þíns. (Jeramía 10, 6.) Víkverja rak í rogastans á þriðju-dag þegar hann hlýddi á for- seta ASÍ. Það var sem nýr maður og endurborinn talaði. Þetta var ekki sá Gylfi Arnbjörnsson sem settist á forsetastól ASÍ á ársfundi samtak- anna síðasta haust. Hinn nýi Gylfi talaði líkt og hann þekkti nú raunir almúgans sem hann er í vinnu hjá, hefði skilning á þeim ógnarvanda sem að heimilunum steðjar. Gylfi nýi kallaði eftir aðgerðum, efndum og hann hafði m.a.s. í hótunum við þá sem nú segjast vera að mynda ríkisstjórn í landinu. Nýi Gylfi sagði bráðaaðgerða þörf strax í dag, ella væri ekkert við verkalýðshreyf- inguna að tala. Hún tæki engan þátt í gerð þjóðarsáttar eða stöð- ugleikasáttmála. Þegar Víkverji létti á sér gegnum lyklaborðið hafði hins vegar ekkert gerst hjá þeim sem segjast ætla að mynda rík- isstjórn. Kannski hafa þau ekki heyrt í nýja Gylfa en Guð láti gott á vita. x x x Víkverji er reyndar að velta þvífyrir sér hvort gamli Gylfi hafi hrokkið upp af værum blundi um miðjan dag á baráttudegi verkalýðs- ins, nánar tiltekið á Austurvelli, þegar lýðurinn baulaði á forseta sinn í miðri ræðu. Ef til vill baulaði lýðurinn á forseta sinn vegna bágra kjara og laklegrar frammistöðu verkalýðshreyfingarinnar í að verja kjörin. x x x Og á meðan lýðurinn baular á for-seta sinn og gerir hróp að rík- isstjórn sem gerir fátt til bjargar sem fólkið finnur, er rétt að rifja upp nafn einnar Búkollu sem stóð á Austurvelli í búsáhaldabyltingunni blessuðu og gerði hróp að rík- isstjórn Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokks. Baulið þá kom úr munni viðskiptaráðherrans núverandi en hann stendur nú keikur með rík- isstjórn sem þessi sama Samfylking stendur að ásamt Vinstri grænum. Þá baulaði núverandi viðskiptaráð- herra í þágu skuldugra húseigenda og krafðist aðgerða ríkisstjórnar. Nú er baulið þagnað. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 fara höndum um, 8 lagvopn, 9 skúta, 10 aðgæti, 11 fiskur, 13 illa, 15 skammt, 18 dap- urt, 21 ótta, 22 óþétt, 23 eru í vafa, 24 farangur. Lóðrétt | 2 ákveð, 3 raka, 4 lok, 5 lítil tunna, 6 dæld í jörðina, 7 efa, 12 ferskur, 14 tré, 15 fokka, 16 hæsta, 17 höfðu upp á, 18 ekki framkvæmt, 19 púkans, 20 pinna. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 drúpa, 4 flíka, 7 lepps, 8 Óttar, 9 aum, 11 röng, 13 gaur, 14 eigra, 15 volt, 17 treg, 20 æra, 22 tómur, 23 lyfið, 24 rýran, 25 akrar. Lóðrétt: 1 dulur, 2 úlpan, 3 assa, 4 fróm, 5 ístra, 6 aurar, 10 ungar, 12 get, 13 gat, 15 vitur, 16 lemur, 18 rófur, 19 góður, 20 ærin, 21 alda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. Bg5 Be7 7. Rxf6+ Rxf6 8. Bd3 O-O 9. O-O b6 10. De2 Bb7 11. Had1 h6 12. Bh4 c6 13. c3 Dc7 14. Re5 c5 15. dxc5 Dxc5 16. Hfe1 Dc7 17. Bc2 Had8 18. Hxd8 Hxd8 Staðan kom upp á alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyr- ir skömmu í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Ólafur Gísli Jónsson (1913) hafði hvítt gegn Önnu Geir- þrúði Guðmundsdóttur (1775). 19. Rxf7!? Kxf7? Svartur hefði getað haldið jöfnu eftir 19… Dc6! 20. Be4 Dxe4 21. Dxe4 Rxe4 22. Rxd8 Bxh4 23. Rxb7 Bxf2+ 24. Kf1 Bxe1. Í framhaldinu tapar svartur óumflýj- anlega. 20. Dxe6+ Kf8 21. Bxf6 Bxf6 22. Bb3 Bd5 23. Bxd5 Hxd5 24. De8#. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Veikleiki. Norður ♠108732 ♥75 ♦ÁK93 ♣D3 Vestur Austur ♠KD4 ♠ÁG95 ♥G943 ♥ÁD108 ♦64 ♦7 ♣Á874 ♣K652 Suður ♠6 ♥K63 ♦DG10852 ♣G109 (3) Sagnbaráttan. Hendur norðurs og austurs eru óbreyttar frá því í gær (og fyrradag), en suður og vestur hafa skipt á nokkr- um spilum. Norður passar í byrjun og austur opnar á Standard-laufi. Nú á suður „réttu“ spilin fyrir hindr- unarstökki í 2♦, góðan sexlit og litla vörn til hliðar. Vestur doblar neikvætt. Hvað á norður að gera? Hindrun í 4♦ gerir engan skaða í herbúðum A-V – þeir geta auðveldlega mjakað sér í 4♥, sem vinnast. Það er aðeins með stökki í 5♦ sem norður set- ur andstæðingana í raunverulegan vanda. En samkvæmt hugmyndafræði Robsons & Segals hefur norður ekki leyfi til að taka skarið með svo afger- andi hætti, því suður gæti átt fimmlit í tígli og meiri varnarspil. Er þetta ekki alvarlegur veikleiki á Robson-stílnum? (Meira á morgun.) (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er hverjum manni nauðsyn- legt að losna við og við undan oki hvers- dagsins. Langtímamarkmið tengd menntun og þörfum barna þinna hvíla á þér. (20. apríl - 20. maí)  Naut Haldið ró ykkar á hverju sem gengur og lítið bara á björtu hliðarnar. Notaðu tímann til að byggja þig upp á jákvæðan hátt. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það kostar sitt að komast áfram svo þú skalt hvergi hika, þótt þér finnist eitthvað ganga þér á móti. Sinntu þínum nánustu af alúð. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert eins fallegur og þér finnt þú vera – það eru góðar fréttir þar sem þér finnst þú æði í dag. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Gættu þess að ganga ekki til samn- inga við aðra en þá sem þú treystir og að texti samkomulagsins sé réttur og tæm- andi. Orðspor þitt er mikilvægara en peningar í banka. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Viðurkenning er grundvallarþörf mannverunnar – nokkuð sem þú gefur öðrum en gleymir sjálfum þér. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú fetar einstigi þessa dagana, en með smá bjartsýni tekst þér að halda jafnvæginu. Hugmyndir þínar í dag eru grundvöllur þess sem gerist á morgun. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er nauðsynlegt að fá út- rás fyrir tilfinningarnar og gott ráð að hrópa þær frá sér, þar sem aðstæður leyfa. Reyndu að þróa hugmyndir sem eru öðruvísi og spennandi. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Á næstu vikum væri upplagt að ferðast. Þú hefur einstakan hæfileika til þess að færa ljós þangað sem áður var myrkur. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú verður líklega beðinn um að vinna fyrir aðra í dag. Mundu að þú getur ekki sinnt þörfum allra í kring um þig. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Dagurinn í dag hefur allt það til að bera sem þér finnst einkenna góð- an dag. Njóttu þess en gleymdu þó ekki þínum nánustu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það kallar á heilmikið skipulag þegar margt liggur fyrir bæði í starfi og utan þess. Slepptu ósiðunum sem koma í veg fyrir frama þinn. Stjörnuspá 7. maí 1940 Ríkisráð Íslands hélt fyrsta fund sinn. Þar voru lagasetn- ingar Alþingis staðfestar af innlendum valdhöfum í fyrsta sinn um aldir. Í upphafi var staðfestur úrskurður um með- ferð konungsvalds. 7. maí 1951 Bandaríska varnarliðið kom til landsins, en varnarsamn- ingur hafði verið gerður tveimur dögum áður. „Algjör eining lýðræðisflokkanna,“ sagði Morgunblaðið. „Land- ráðin framin,“ sagði á forsíðu Þjóðviljans. 7. maí 1957 Helen Keller kom til landsins í nokkurra daga heimsókn til að „hvetja blinda og mállausa og styðja og örva þá,“ eins og sagði í Morgunblaðinu. Sjálf var hún blind og heyrnarlaus frá barnæsku og hlaut heims- frægð fyrir dugnað sinn og baráttu fyrir rétti blindra. 7. maí 1995 Heimsmeistarakeppnin í handknattleik hófst í Laug- ardalshöll. Frakkar urðu heimsmeistarar en Íslend- ingar lentu í 13.-16. sæti. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Magndís Guð- rún Ólafsdóttir er 70 ára í dag, 7. maí. Af því tilefni býður hún ætt- ingjum og vinum að gleðjast með sér laugardaginn 9. maí í Safn- aðarheimili Innri-Njarðvíkurkirkju Njarðvík- urbraut, frá kl. 15 til 18. 70 ára RAGNAR Sigbjörnsson er 65 ára í dag. Hann hef- ur engan tíma til að halda sérstaklega upp á dag- inn. „Ég þarf að sinna stúdentum sem eru í meist- aranámi og taka próf eftir helgi í jarðskjálftaverkfræði.“ Ragnar er prófessor í Há- skólanum og forstöðumaður Rannsóknarmið- stöðvar í jarðskjálftaverkfræði. „Ég hef sinnt því starfi síðan miðstöðinni var komið á fót í árs- byrjun 2000.“ Rannsóknarmiðstöðin er á Selfossi og ekur hann úr Mosfellssveitinni þar sem hann og eiginkona hans, Bjarnveig Höskuldsdóttir þroska- þjálfi og kennari í Borgarholtsskóla búa. „Þegar umferðin er mest er maður álíka lengi á Selfoss og vestur í Háskóla.“ Þau Bjarnveig hafa víða búið; í Danmörku, Bretlandi og Noregi. Þau eiga þrjár dætur. Anna Birna er elst. Hún starfar sem hómópati og á þrjú börn. Sólveig er sérfræðingur í flugsálfræði og flugöryggi og á tvö börn, og sú yngsta, Bryndís, skrifar nú doktorsritgerð í líffræði. „Hún hefur ílengst erlendis og þar fæ ég sænskan tengdason,“ segir Ragnar glaðlega. Hann segir óákveðið hvort haldið verði upp á áfang- ann seinna en vinnufélagarnir megi búast við köku með kaffinu: „Þó líklegast ekki fyrr en eftir helgi.“ gag@mbl.is Ragnar Sigbjörnsson er 65 ára Sinnir stúdentum í dag Nýirborgarar Ísafjörður Birna Sif fædd- ist 12. nóvember kl. 9.04. Hún vó 3.640 g og 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Sara Sturludóttir og Andri Fannar Guðmunds- son. Ísafjörður Elsa Ragnheið- ur fæddist 29. september kl. 2.41. Hún vó 3.970 g og 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Ester Sturlu- dóttir og Stefán Þór Haf- steinsson. Reykjanesbær Ástmar L. fæddist 18. nóvember kl. 15.55. Hann vó 3.860 g og var 54 cm langur. For- eldrar hans eru Noppawan Laorattanapaiboon og Steingrímur L. Agnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.