Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is Þ rátt fyrir djúpa efnahags- lægð hafa sprotafyr- irtæki náð góðum ár- angri að undanförnu. Þar ræður mestu að ráðdeild einkenndi reksturinn í eignabólunni á undanförnum árum og skuldir reyn- ast þeim ekki fjötur um fót nú, þegar verðmæti hafa gufað upp í stórum stíl. Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins (SI), segir sprotafyrirtæki hafa meiri möguleika til þess að blómstra nú en fyrir bankahrunið. „Það hafa einkum þrjú atriði staðið í vegi fyrir frekari sókn sprotafyrirtækja. Skortur á fjár- magni, erfið samkeppnisstaða varð- andi starfsfólk og erfið samkeppn- isstaða vegna gengisskráningar. Tvö af þessum atriðum hafa stórlega lagast, þrátt fyrir erfiðleikana í efna- hagslífinu. Eftir sem áður er aðgengi að fjármagni afleitt. En flest þessara fyrirtækja hafa lært að það borgar sig ekki að skuldsetja sig á meðan uppbyggingin stendur yfir. Þau eru flest í góðum málum, með stöðugar tekjur og eru að byggja upp flókna tækni, oft einkaleyfisvarða. Þetta skapar mikil tækifæri til framtíðar og það hafa mörg fyrirtæki verið að ná eftirtektarverðum árangri að und- anförnu, þrátt fyrir heimskreppuna,“ segir Davíð. Þolinmæði þrautir vinnur Sprotafyrirtæki eru oftast nær sprottin upp úr rannsóknar- og þró- unarverkefnum einstaklinga, þróun- arhópa, háskóla, rannsóknarstofnana eða fyrirtækja sem byggjast á sér- hæfðri þekkingu. Oft eru dokt- orsverkefni eða frumkvöðlastarf ým- iss konar sá jarðvegur sem fyrirtækin spretta upp úr. Út frá því er gengið að um 10 prósent af veltu sprotafyrirtækja fari í þróun- arkostnað. Það hættir að teljast sprotafyrirtæki og útskrifast sem slíkt þegar það hefur náð einum millj- arði í veltu eða verið skráð í Kauphöll Íslands. Davíð segir mikilvægt, í því ástandi sem nú er, að sprotafyr- irtækin nái traustri fótfestu og eflist. Þolinmæði sé dyggð í þessum geira eins og fjölmörg dæmi sanni. „Fjöl- mörg fyrirtæki ná virkilega athygl- isverðum árangri í sínu starfi. Þrátt fyrir gjaldeyrishöft og hátt vaxtastig séu erfiðar hindranir, þá geta fyr- irtæki vaxið mikið, meðal annars vegna þess að það er meira úrval af framúrskarandi starfsfólki nú en oft áður,“ segir Davíð. Meðal þeirra sprotafyrirtækja sem hafa vaxið umtalsvert á síðustu miss- erum er netfyrirtækið Gogogic, sem sérhæfir sig í gerð smærri tölvu- leikja, leikjahönnun og gerð marg- miðlunarefnis fyrir vefinn. Velta fyr- irtækisins jókst um 120 prósent í fyrra frá fyrra ári. Sama má segja um fyrirtæki eins og Mentor, sem fékk Vaxtarsprotann fyrir skömmu, og Sögu Medicu. Mentor hefur byggt upp upplýsinga- og skólaumsjón- arkerfið Mentor fyrir skóla og veitir auk þess ýmsa aðra þjónustu á sviði fræðslumála. Velta fyrirtækisins jókst um 160 prósent í fyrra en starfsmenn fyrirtækisins eru nú 26. Saga Medica framleiðir heilsuvöru úr íslenskum lækningajurtum og hafa vörurnar verið markaðssettar hér heima og erlendis. Davíð segir mikla möguleika fyrir hendi og mörg fyrirtæki hafi tök á því að vaxa og dafna vel. magnush@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Gogogic Það var létt yfir starfsmönnum Gogogic þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði í gær. Sprotasókn í kreppu  Sprotafyrirtæki hafa mörg hver verið að fjölga fólki að undanförnu  Auðveld- ara að fá gott og hæft fólk til liðs við fyrirtækin, segir Davíð Lúðvíksson hjá SI Morgunblaðið/Heiddi Vaki Hermann segir uppbyggingu sprotafyr- irtækis taka langan tíma. Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is ÞAÐ ER margt sem þarf að ganga upptil að sprotafyrirtæki nái að vaxa ogdafna,“ segir Hermann Kristjánsson,framkvæmdastjóri Vaka, sem fyrir skömmu hlaut útflutningsverðlaun forseta Ís- lands. Fyrirtækið hefur í rúm 20 ár sérhæft sig í hönnun hátæknibúnaðar fyrir fiskeldi og hef- ur Hermann mikla þekkingu á því hvað þarf til að breyta sprotafyrirtæki í farsælt útflutnings- fyrirtæki. „Fyrst og fremst þarf starfsmenn með góða menntun og vilja og áhuga til að gera sífellt betur. Að hafa aðgang að fjármagni skiptir öllu máli. Möguleikar á stuðningi frá Rannís, eða öðrum slíkum aðila, skipta miklu máli. Þá þarf Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins einnig að vera mjög sterkur og geta stutt við eða komið mynd- arlega að fyrirtækjum á mismunandi stigum. Þá þarf að gera sér grein fyrir því að þetta er langtímaverkefni. Menn koma ekki af stað sprotafyrirtæki sem skilar árangri einhverjum vikum eða mánuðum síðar. Það þarf oftast langan tíma til að byggja upp sprotafyrirtæki að mínu mati, sérstaklega ef menn huga að út- flutningi. Það tekur sinn tíma að skapa sér nafn á markaði, koma sér upp viðskipta- samböndum og þróa þau, þrátt fyrir að sam- skipti séu nú öll auðveldari en þau voru.“ Betri aðstæður nú fyrir sprotafyrirtæki Hermann segist telja auðveldara í dag að reka sprotafyrirtæki en þegar Vaki var stofn- aður á 9. áratug síðustu aldar. „Það eru fleiri aðilar sem geta komið að fjármögnun sprota- fyrirtækja en áður. Að mörgu leyti eru leið- irnar til að stunda viðskipti erlendis auðveld- ari,“ segir Hermann og vísar þar til greiðari samskiptaleiða en áður, „en engu að síður tek- ur það langan tíma. Ég held það geti verið mjög spennandi að reka sprotafyrirtæki í dag. Það er nóg framboð af góðu fólki og hug- myndum og umhverfið er tiltölulega jákvætt.“ Hermann segir að á sínum tíma hafi verið erfitt að ýta fyrirtækinu úr vör. „En með einbeittum vilja og vissu um að varan væri góð, og með stuðningi margra aðila, þá náðum við að kom- ast yfir erfiðustu hjallana og nú gengur mjög vel. Það þýðir ekki að það sé komið viðvarandi logn og allt verði í góðu lagi framvegis.“ Hermann neitar því þó ekki að það erfiða ástand sem nú ríkir í viðskiptaheiminum geri sprotafyrirtækjunum erfitt fyrir. „Almennt séð er einfaldlega mjög erfitt að reka fyrirtæki í umhverfi þar sem eru miklar sveiflur, t.d. á genginu, og vextir háir. Það gildir sama um sprotafyrirtæki, eins og við vorum, eða útflutn- ingsfyrirtæki eins og við skilgreinum okkur í dag, eða í raun hvaða fyrirtæki sem er. Áætl- anagerð er mjög erfið þegar viðskiptin eru í krónum, unnið er út frá veikum forsendum þegar tilboð eru gefin og því oft erfitt að standa við það verð sem unnið var út frá nokkrum mánuðum fyrr. Þá eru gjaldeyr- ishöftin líka vond fyrir alla en þau eru vænt- anlega nauðsynleg til skamms tíma.“ Stór heimamarkaður ekki nauðsynlegur Aðspurður hvort hann hafi einhver skilaboð til íslenskra frumkvöðla sem hafa áhuga á stofnun sprotafyrirtækis minnir hann á að auð- veldara sé nú en áður að ná árangri í útflutn- ingi þótt heimamarkaðurinn sé lítill. „Vegna þess hversu auðvelt er að nálgast upplýsingar og koma þeim til markhópa, t.d. vegna auðveld- ari samskiptaleiða, þá þurfa fyrirtæki ekki endilega að eiga stóran heimamarkað eins og alltaf var talað um hér áður fyrr,“ segir Her- mann en aðeins 4% af veltu Vaka eru á Íslandi. „Lykillinn er að einbeita sér að því sem maður er góður í,“ bætir hann við og nefnir að und- irverktakar sjái um framleiðslu Vaka. Þess vegna geta starfsmenn Vaka einbeitt sér að kjarnanum; vöruþróun og markaðssetningu. Hermann bendir jafnframt á að ekki þurfi alltaf að stofna nýtt sprotafyrirtæki fyrir hverja nýja hugmynd. „Það eru til mörg sprotafyrirtæki sem menn ættu að reyna að leita til með sínar hugmyndir og koma þeim þannig í farveg innan starfandi fyrirtækja. Mér finnst að stjórnvöld ættu að styðja við þau fyr- irtæki sem þegar eru komin áleiðis í þessari vinnu og eru komin með vörur á markað því ákveðinn stuðningur við þau myndi leiða til aukinna tekna og árangurs fyrr en ella.“ Að lokum vildi Hermann taka fram að þótt vissu- lega sé hægt að velja sér auðveldari leið til at- vinnu og framfærslu þá væri það sérstaklega gaman að vinna með góðu fólki að nýsköpun í umhverfi sem byði upp á nýjar áskoranir á hverjum degi. „Spennandi að reka sprotafyrirtæki í dag“ 18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009 „Það er tiltölulega stutt síðan CCP var útskrifað sem sprotafyr- irtæki. Það sem skiptir miklu máli er samheldni og tiltrú starfsmanna á verkefnið,“ segir Jón Hörðdal, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs CCP, sem rekur tölvuleikinn Eve-Online. Jón segir að sprotafyrirtæki gangi alltaf í gegnum erfitt tíma- bil. Það sem komi þeim yfir erf- iðustu hindranirnar sé stefnu- festa, þolinmæði og tiltrú. „Lykillinn að því að komast í gegnum svona tímabil er að allt starfsfólkið, ekki aðeins hluti þess, hafi trú á því að verkefnið verði árangursríkt og varan góð. Ef allir hafa fulla trú á verkefni, þá tífaldast líkurnar á því að góð- ur árangur náist. Ef aðeins hluti starfsmanna hefur tiltrú, þá minnka líkurnar tífalt. Þetta þurfa þeir sem reka sprotafyr- irtæki að hafa á bak við eyrað.“ Standa saman Yfirmaður hjá CCP segir tækifæri víða Ráðherrar í ríkisstjórn Samfylk- ingarinnar og Sjálfstæðisflokks- ins, Össur Skarphéðinsson, Árni M. Mathiesen og Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir, undirrituðu 3. október í fyrra samstarfssamning um eflingu sprotafyrirtækja. Undirskriftin var eftirminnileg fyrir þá sem voru viðstaddir, þar sem ráðherrarnir voru aug- ljóslega stressaðir vegna vanda bankanna á þessum tíma. Bank- arnir voru yfirteknir af skila- nefnd Fjármálaeftirlitsins næstu daga á eftir, frá 6. til 9. október. Viðmælendur Morgunblaðsins eru sammála um að samningurinn sé mikilvægur. Undirskrift fyrir hrun Á níunda áratugnum fengu nokkrir nemendur úr rafmagns- verkfræði við Háskóla Íslands hugmynd að sjálfvirkum taln- ingarbúnaði fyrir laxaseiði, sem byggðist á örtölvutækni. Fyr- irtækið Vaki var stofnað og er það nú með afar styrka stöðu á sínum markaði. „Nú erum við með talningarbúnaðinn en einnig höfum við þróað fjölda annarra vara. Stærsta og nýj- asta varan okkar er kerfi sem fylgist þráðlaust með vexti og viðgangi fiska í fiskeldiskvíum, mælir stærðina á fiskunum jafnt og þétt á hverjum degi og fylgist með hversu mikið þeir stækka. Upplýsingarnar eru svo aðgengilegar gegnum netið hverjum sem er í fyrirtækinu,“ segir Hermann. Vaki hóf starfsemi sína hér á landi en hóf fljótt að selja framleiðslu sína erlendis. „4% af veltu okkar er á Íslandi en útflutningur er 96%,“ segir Hermann. Vaki selur til fyr- irtækja í 50 löndum en aðal- viðskiptalöndin eru Noregur, Skotland og lönd í S-Ameríku. Starfsmenn á Íslandi eru 15 og í Chile vinna sex. Öll fram- leiðsla fer fram hjá und- irverktökum og segir Hermann að það skapi u.þ.b. 20 störf í viðbót. Með styrka stöðu á sínum markaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.