Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Húsnæði óskast Lítil íbúð á höfuðborgarsvæðinu óskast - Eldri kona óskar eftir lítilli og bjartri íbúð til leigu til langs tíma. Öruggar greiðslur, góð umgengni og ekkert ónæði. Góð meðmæli. Sími: 661 63 61. Guðrún. Bókhald Bókhald - Framtöl Framtals- og bókhaldsþjónusta - VSK uppgjör, stofnun EHF. erfðarfjár- skýrslur o.fl. Sanngjarnt verð. Uppl. í s. 517-3977. Vélar & tæki Til leigu með/án manns. Gerum einnig tilboð í hellulagnir og drenlagnir. Upplýsingar í síma 696 6580. Reiðhjól Rafmagnsreiðhjól Rafmagnsreiðhjól, verð 98.900,- engin tryggingariðgjöld/bensín- kostnaður. Allt að 25 km/klst. án þess að stíga hjólið, ca. 20 km á hleðslunni. www.el-bike.is Bílar Óska eftir góðum bíl. Verð 150 - 200.000.- Upplýsingar í síma 863 3318. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 KRINGLUBÓN ekið inn stóri- litli turn. Opið mán.-fös. 8-18, lau. 10-18. S. 534 2455 GÆÐABÓN Hafnarfirði bílakj. Firðinum (undir verslunarm.) Opið mán.-fös. 8-18. S. 555 3766 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, mössun, teflon, bryngljái, djúphreinsun. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR. Hvert sem er hvenær sem er. 16 manna. 9 manna. Með eða án ökumanns. Fast verð eða tilboð. CC bílaleigan sími 861-2319. Vélsleðar Skidoo MXZ 800 Í toppstandi, sleði upp á 790.000,- fæst á 450.000,- vegna flutnings til Noregs. Aukasæti fylgir, ný yfirfarinn af Mótormax. Skoða öll tilboð. Hafið samband í síma 772-0737! Kv. Birgir. Húsviðhald Tökum að okkur að leggja PVC dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands- byggðinni einnig. Erum líka í viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598. Einkamál Chat.is - spjallvefur Frábær, nýr, íslenzkur spjallvefur, ókeypis og öllum opinn. Þið notið hljóðspjall (Voice Chat) til að tala saman alveg eins og í síma! Bridsfélag Kópavogs Seinna kvöld Butler-tvímennings- keppninnar fór fram síðastliðinn fimmtudag. Úrslit kvöldsins urðu þessi: Jón Sigurðss. og Kristmundur Einarss. 45 Árni M. Björnss. og Heimir Tryggvas. 34 Þórður Jörundss. og Jörundur Þórðars. 32 Björn Jónsson og Þórður Jónsson 27 Lokastaðan varð þessi: Jón Sigurðss. og Kristmundur Einarss. 82 Eiður M. Júlíusson og Guðlaugur Bessas. 56 Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson 51 Baldur Bjartmannss. og Sigurjón Karlss. 47 Næsta og jafnframt síðasta keppni félagsins í vor er tveggja kvölda vortvímenningur. Vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta og ljúka þannig ágætlega vel sóttum bridskvöldum félagsins í vetur. Keppt er í Þinghól að venju og hefst keppni kl. 19.30 fimmtudaginn 7. maí. Gullsmárabrids Spilað var á 13 borðum fimmtu- daginn 30. apríl. Úrslit í N/S: Leifur Kr. Jóhanness. – Guðm. Magnúss.225 Þorsteinn Laufdal – Sigtryggur Ellertss.219 Ernst Backman – Hermann Guðmss. 201 Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfss. 200 A/V Lilja Kristjánsd. – Guðrún Gestsdóttir 217 Elís Kristjánsson – Páll Ólason 211 Elís Helgason – Gunnar Alexanderss. 210 Samúel Guðmss. – Kjartan Sigurjónss. 195 Aðalfundur bridsdeildarinnar var haldinn í lok spilamennsku. Leifur Kr. Jóhannesson var endurkjörinn formaður. Mjög góð þátttaka var sl.mánudag í Gullsmára.Spilað var á 14 borðum.Úrslit í N/S Hrafnh. Skílad. - Þórður Jörundsson 344 Elís Kristjánsson - Páll Ólason 338 Dóra Friðleifsd. - Heiður Gestsd. 309 Haukur Guðbjartss. - Jón Jóhannss. 303 A/V Díana Kristjánsd. - Ari Þórðarson 323 Lúðvík Ólafsson - Þorleifur Þórarinss. 316 Guðbjörg Gíslad .- Sigurður Sigurðss. 314 Elís Helgason - Gunnar Alexanderss. 301 Vakin er athygli á vorgleði deild- arinnar sem haldin verður laugar- daginn 23. maí. Fjölmenn árshátíð bridskvenna Árshátíð bridskvenna fór fram á Hótel Sögu 1. maí og mættu 100 konur og fengu sér gott að borða og spiluðu skemmtilegan brids á eftir. Mót þetta hefur farið vax- andi undanfarin ár og þarf líklega að huga að stærra húsnæði fyrir næsta ár. Helstu úrslit urðu þessi í N/S: Harpa Ingólfsd. - Brynja Dýrborgard. 67,3% Hrafnh. Skúlad. - Soffía Daníelsd. 65,9% Ragnh.Nielsen - Hjördís Sigurjónsd. 64,2% María Haraldsd. - Bryndís Þorsteinsd.61,1% A-V Elín H Þórisd. - Berghildur Reynisd. 65,0% Erla Sigvaldsd. - Lovísa Jóhannsd. 61,3% Birna Lárusd. - Helga Sturlaugsd. 60,0% Valgerður Einarsd. - Rannveig Lund 59,8% BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is ✝ Guðríður Þor-steinsdóttir fædd- ist að Holtsmúla í Landsveit í Rang- árvallasýslu 14. nóv- ember 1920. Hún lést á líknardeild Landa- kotsspítala 24. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þorsteinn Þor- steinsson, f. 28. febr- úar 1875, d. 1. mars 1936 og Guðrún Guð- brandsdóttir, f. 5. júlí 1877, d. 20. júlí 1965. Bróðir Guðríðar var Marel, f. 1. ágúst 1911, d. 20. maí 1983. Guðríður giftist 18. ágúst 1945 Elísi G. Víborg, f. 27. júlí 1918, d. 1. desember 1998. Foreldrar hans voru Guðmundur Pétursson, f. 10. þeirra eru Katrín Ásta, f. 19. nóv- ember 1996, og Vilhelm Þráinn, f. 17. maí 2002. b) Þorsteinn Már, f. 6. apríl 1979, maki Vala Steins- dóttir, f. 7. júlí 1979, barn þeirra er Áflhildur Edda, f. 30. október 2008. c) Elísa Björk, f. 18. febrúar 1983. Guðríður ólst upp á Holtsmúla í Landsveit. Hún flutti til Reykjavík- ur 1937 og bjó á Öldugötu 4. Hún vann hjá h.f Föt í 7 ár. 1944 –1945 fer hún vestur á Ísafjörð á Hús- mæðraskólann. Hún kynnist Elís á þessum árum og giftast þau fyrir vestan, flytja síðan 1946 til Reykja- víkur og búa í Miðtúni. 1948 flytja þau í Barmahlíð 36, en það hús reistu þeir í sameiningu tengda- faðir Guðríðar og fjölskylda. Bjuggu þau þar öll sín hjúskap- arár. Guðríður var fyrst og fremst húsmóðir en vann í mötuneyti Eimskipafélags Íslands í hartnær 20 ár eða til ársins 1990. Útför Guðríðar fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 7. maí og hefst athöfnin kl. 13. mars 1891, d. 21. apríl 1993 og María Hálfdánardóttir, f. 28. október 1889, d. 14. febrúar 1980.Guðríður og El- ís eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Viðar Guðmundur, f. 21. mars 1947, 2) Guðrún Elsa, f. 21. mars 1950, sonur hennar og Gunnlaugs Sveinbjörnssonar, f. 28. maí 1954, er Guð- jón Ingi, f. 24. nóv- ember 1983, 3) Þorsteinn, f. 8. mars 1953, maki Ásta Fríða Bald- vinsdóttir, f. 10. apríl 1957. Börn þeirra eru a) Hildur Jóna, f. 14. apríl 1976, maki Sigurjón Einar Þráinsson, f. 5. júní 1972, börn Jæja, Gauja mín, þá er komið að leiðarlokum þíns jarðneska lífs, þú hafðir þráð þetta lengi, en kannski ekki eins og þú hafðir vonað eða hélst. Láttu Guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá bestu. Blessað hans orð sem boðast þér, í brjósti hjarta festu. Ég kom inn í fjölskylduna fyr- ir 35 árum. Það var mjög sérstakt að koma inn í og kynnast svona „stórfjölskyldu“. Þar sem amman og afinn og bræður bjuggu öll í sama fjölskylduhúsinu, sem þau höfðu byggt saman. Það var ekki alltaf auðvelt að vera í svona fjölskyldu- húsi, það gekk nú stundum ýmislegt á eins og gengur og gerist, en þú hafðir það að leiðarljósi að hafa alla góða. Það má kannski segja um þig að þú hafir verið eins konar sátta- semjari í húsinu. Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. Þú hafðir létta lund, gast gert grín að sjálfri þér og öðrum. Ég minnist þess ekki í öll þessi ár að þú hafir verið í slæmu skapi þegar við komum í heimsókn. Þú talaðir um það að þú hefðir átt gott líf. En lífið hafði ekki verið þér alltaf auðvelt, en þú barst ekki tilfinningar þínar á torg sem hefði kannski stundum verið þér og þínum betra. Þú talaðir um að þú værir sátt við Guð og menn sem er ekki lítið þegar svona er komið. Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú og hennar ljós? Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú er burt mitt hrós. Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið, uns fáráð öndin sættist Guð sinn við. Þú varst trúuð kona. Trúðir því að þín biði eitthvað annað eftir þetta líf. Berdreymin varstu og komu draumar þínir oft fram. Ljóðelsk varstu og þú kunnir alveg ógrynni af þeim. Ég vil að leiðarlokum þakka þér og Elís fyrir alla ykkar hjálp sem við höfum fengið frá ykk- ur, ekki síst okkar fyrstu hjúskap- arár. En það sem ég þakka þér mest fyrir er hann Steini minn, betri mann og vin hefði ég ekki geta eign- ast. Og með honum á ég þrjá gull- mola sem síðan hafa gefið okkur aðra þrjá gullmola. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. (Matthías Jochumsson.) Guð veri með þér og lýsi þér á þinni leið, Gauja mín, eigðu góða heimkomu. Þín tengdadóttir Ásta Fríða Baldvinsdóttir. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnson.) Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Takk fyrir allt. Guðrún og Guðjón. Guðríður Þorsteinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Guð- ríði Þorsteinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ingólfur Guð-mundsson fædd- ist í Villingadal á Ingjaldssandi í Ön- undarfirði hinn 25. desember 1910. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt 27. apríl síðastliðins. Hann var sonur hjónanna Guð- mundar Sigmunds- sonar bónda, f. 16.8. 1854, d. 30.6. 1925 og Jakobínu Sigríð- ar Jónsdóttur, f. 8.3. 1868, d. 19.5. 1953. Yngstur fjórtán systk- ina, sem öll eru látin. einn son, Örn, f. 21.2. 1945, kvæntur Hrafnhildi Bjarnadóttur, þau eiga þrjú börn, og Einar, f. 2.2. 1947, kvæntur Báru Bjarna- dóttur, þau eiga tvær dætur, Ein- ar á eina dóttir frá fyrra hjóna- bandi og Bára tvær dætur frá fyrra hjónabandi. Afabörnin eru sjö. Langafabörnin eru tólf. Ingólfur fluttist til Reykjavíkur 18 ára gamall 1928. Gekk í Sjó- mannaskólann og var síðan stýri- maður á togurum fram yfir seinni heimsstyrjöldina. Eftir að hann hætti sjómennsku árið 1952 stundaði hann verslunarstörf og rak um tíma eigin matvöruversl- un „Ingólfsbúð“ á horni Vest- urgötu og Ægisgötu allt til ársins 1980 er hann hætti störfum. Útför Ingólfs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 7. maí, og hefst athöfnin kl. 13. Ingólfur kvæntist 31. maí 1941 Svövu Ingimundardóttur, f. 14.12. 1916, dóttur hjónanna Ingimund- ar Einarssonar verkamanns og Jó- hönnu Egilsdóttur verkalýðsforingja. Ingólfur og Svava bjuggu fyrstu bú- skaparárin að Ei- ríksgötu 33 í Reykjavík, en frá árinu 1954 að Lyng- haga 12 í Reykjavík. Þau eignuðust þrjá syni, þeir eru: Ágúst Rafn, f. 7.2. 1941, kvæntur Vilborgu Jónsdóttur, þau eiga Elsku afi. Ég trúi því bara ekki ennþá að þú sért farinn en ég veit að þér líð- ur betur núna. Það var gott að fá að kveðja þig en mikið rosalega var það sárt, en að vita að amma, pabbi og mamma voru hjá þér þegar þú kvaddir hjálpar manni í sorginni. Ég man svo vel eftir einum bíltúr sem við fórum í ásamt ömmu og Helgu Rut frænku, þá vorum við Helga unglingar, við vorum í Ford- inum þínum flotta sem þú hugsaðir svo vel um og það var passað vel uppá það að vera á löglegum hraða, satt best að segja þá varst þú vel undir löglegum hraða. Það sem er mér svo minnistætt er að þegar þú keyrðir framhjá sætum strákum þá vorum við fljótar að beygja okkur niður, ég og Helga Rut, og þóttumst vera að reima skóna okkar. Þú hugsaðir líka svo vel um garðinn á Lynghaganum og alltaf voru stéttin og garðurinn svo fín, varst með kústinn á lofti á sumrin og á veturna varst þú duglegur með snjóskófluna, þvílíkur dugnað- ur í einum manni. Þú passaðir líka svo vel uppá allt og vildir hafa reglu á hlutunum. Sé ég að hann faðir minn hefur ekki langt að sækja það. Ég er svo þakklát fyrir það að börnin okkar Óla hafa fengið að kynnast þér en hún Hildur Karen varð 4 mánaða daginn sem þú fórst. Ég kveð þig nú, afi minn, með mikilli sorg en svo rík af minn- ingum um yndislegan afa og lang- afa. Elsku amma, ég bið guð um að halda vel utan um þig á þessum erfiða tíma. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Svava Arnardóttir. Ingólfur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.