Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.05.2009, Blaðsíða 26
um og óvíst hvernig til tækist. Það gekk betur en vænta mátti þó aðgerð- in hafi reynst henni erfið og sagði hún oft að íslensk hjúkrun hefði bjargað lífi sínu eftir aðgerðina. Þá sýndi hún einnig glæsileika sinn, hvernig hún tók veikindum sínum af ótrúlegu æðruleysi. Aðdáunarvert var hvernig hún tókst á við heilsubrestinn. Það var svo margt sem gerði hana Vigdísi Magnúsdóttur svona sér- staka. Hún var gegnheil og góð manneskja. Hún sagði sjálf að það hefði gert gæfumuninn í hennar lífi að hafa Jesúm alltaf með í stóru og smáu. „Bænin opnar margar leiðir“ sagði hún og „við bæn skapast mikill kærleikur til þess sem beðið er fyrir“. Hún sagði líka: „Ég hef oft beðið Jesúm að slást í för með mér því ég hef þurft á því að halda, það hefur aldrei brugðist, sérstaklega í sam- bandi við erfiðar ákvarðanir. Ég hef alltaf fundið að Jesús var með mér hvernig sem mál þróuðust.“ Já hún kom víða við, Kaldársel, KFUK, Barnaspítalinn og ekki síst Kristilegt félag heilbrigðisstétta þar sem hún átti svo marga góða vini. Bróðurfjölskylda hennar var henni afar kær. Það var líka fallegt að fylgj- ast með sambandi móður minnar og hennar þar sem þær studdu hver aðra eftir því sem aðstæður kölluðu á og var táknrænt fyrir móðurfjöl- skyldu þeirra og er okkur sem eftir lifum til eftirbreytni. Ég þakka Dídí fyrir samfylgdina, fyrirbænir, hvatningu, stuðning og uppörvun í lífi og starfi. Far þú í friði, kæra frænka, Herdís Ástráðsdóttir. Eftir að Vigdís Magnúsdóttir lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands ákvað hún að leita sér frekari mennt- unar erlendis. Hún dvaldist í nokkur ár í Bandaríkjunum og síðar í Noregi og lauk þar námi í spítalastjórnun. Lengst af starfaði Vigdís á Landspít- ala þar sem hún var stjórnandi í nær þrjá áratugi, lengst af hjúkrunarfor- stjóri og síðan forstjóri spítalans í fjögur ár. Þrátt fyrir krefjandi og tímafrek ábyrgðarstörf gaf Vigdís sér tíma til að sinna margvíslegum velferðar- og líknarmálum. Hún var kosin í stjórn Krabbameinsfélags Íslands árið 1975 og sat í stjórn félagsins til ársins 1999. Það ár var hún kjörin í Heið- ursráð þess jafnframt því sem hún var sæmd gullmerki Krabbameins- félagsins. Við sem unnum með henni að mál- efnum Krabbameinsfélagsins minn- umst áhuga hennar og atorku, hún var ráðagóð og hugvitssöm og naut félagið mikillar þekkingar hennar, víðsýni og reynslu á sviði heilbrigð- isþjónustunnar á Íslandi. Vigdís var föst fyrir en skipti sjaldan skapi, rétt- sýn og sanngjörn í öllum sínum at- höfnum. Þótt heilsu hennar hrakaði nokkuð og þrekið minnkaði hin síðari ár var hún jafnan æðrulaus og glað- leg og áhugi hennar á góðum málum dvínaði hvergi. Að leiðarlokum þakkar Krabba- meinsfélag Íslands Vigdísi Magnús- dóttur samfylgdina, vináttuna og tryggðina. Félagið vottar ástvinum hennar innilega samúð. Sigurður Björnsson og Guðrún Agnarsdóttir. ✝ Vigdís Magn-úsdóttir, fyrrver- andi forstjóri Land- spítala, fæddist í Hafnarfirði hinn 19. febrúar 1931. Hún lést á heimili sínu í Hafn- arfirði 25. apríl 2009. Foreldrar hennar voru Sigríður E. Er- lendsdóttir, f. 27. maí 1896, d. 16. mars 1990 og Magnús Snorrason skipstjóri, f. 30. nóv. 1892, d. 29. júní 1938. Systkini Vigdísar voru Snorri Kristinn, f. 2. apríl 1924, d. 5. nóv. 1992 og Elín Gróa, f. 27. sept. 1925, d. 4. okt. 1947. Vigdís lauk námi frá Hjúkr- unarskóla Íslands árið 1956. Á ár- unum 1958-1960 var hún við nám og störf á Presbyterian St. Lukes í Chi- cago í Bandaríkjunum. Síðar fór hún til framhaldsnáms í spítalastjórnun við Norges Höyere Sykepleieskole, Ósló í Noregi, og lauk þar námi í desember árið 1972. aðarstörfum á sviði heilbrigðis- og velferðarmála m.a. í stjórn Krabba- meinsfélags Íslands frá 1973 til 1999 en þá var hún kjörin í heiðursráð fé- lagsins, í stjórn minningargjafasjóðs Landspítala frá 1988-2008, formað- ur fagráðs Rjóðursins, hvíldar- og endurhæfingarheimilis fyrir lang- veik og fötluð börn, frá árinu 2003, heiðursfélagi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vigdís var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Vigdís var um árabil leiðandi í æskulýðs- starfi KFUM og K í Hafnarfirði. Vigdís var ein af brautryðjendum Kristilegs félags heilbrigðiskvenna sem stofnað var árið 1952, formaður félagsins 1964-1970, í stjórn Kristi- legs félags heilbrigðisstétta og for- maður 1990-2003 og síðan varafor- maður félagsins. Í minningu Vigdísar hefur verið stofnaður styrktarsjóður Kristilegs félags heil- brigðisstétta sem mun styrkja mál- efni í samræmi við lög og anda fé- lagsins um að styðja og efla andlega og trúarlega þjónustu innan heil- brigðisþjónustunnar. Vigdís verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl.15. Meira: mbl.is/minningar Vigdís starfaði sem hjúkrunarfræðingur á skurðstofu St. Jós- efsspítala í Hafn- arfirði á árunum 1961- 1970, á skurðstofu St. Jósefsspítala Kaup- mannahöfn sumarið 1967, aðstoð- arforstöðukona Land- spítala 1970-1973, hjúkrunarforstjóri Landspítala frá 6. júní 1973 til 1. desember 1995 þegar hún tók við starfi forstjóra Landspítala sem hún gegndi til árs- ins 1999. Árið 1999 var henni falið fyrir hönd sjúkrahúsanna í Reykja- vík að kynna sjúklingum, aðstand- endum og starfsfólki ný lög um rétt- indi sjúklinga. Síðustu starfsárin vann hún við hjúkrun á Sjúkrahóteli Rauða kross Íslands. Vigdís var í skólanefnd Hjúkrunarskóla Íslands um árabil, kenndi þar stjórnun sem og í Nýja hjúkrunarskólanum. Hún gegndi fjölmörgum trún- „Sumir miðla öðrum mildilega og eignast æ meira.“ Svo segir í orðs- kviðum Salomons, og þessi orð eiga vel við hana Vigdísi frænku mína sem var einstök kona. Hjálpsöm, hlý og trygglynd. Hún laðaði fólk að sér með sinni ljúfu framkomu og ræktaði vel samband sitt við fjölskylduna og hina mörgu vini. Börn löðuðust umsvifa- laust að henni og hann er stór barna- hópurinn sem hefur notið elskusemi hennar og gjafmildi. Hún var ávallt fallega klædd og heimilin hennar voru glæsileg enda var hún mikill fag- urkeri. Það var alltaf tilhlökkunarefni að vera boðin í mat til hennar en hún var listamaður við matargerð auk þess sem hún skapaði fagra umgjörð um máltíðina og hugsaði þá fyrir hverju smáatriði. Dídí ólst upp í Hafnarfirði hjá móð- ur sinni ásamt systkinum sínum, Snorra og Elínu. Faðir hennar lést eftir löng veikindi þegar hún var sjö ára gömul en Sigríður, móðir hennar, lét ekki deigan síga heldur fór á mat- reiðslunámskeið og hóf síðan störf sem matreiðslukona. Æskuheimili mitt á Strandgötu 21 hjá Jóel Fr. Ingvarssyni og Valgerði föðursystur minni tengdist heimili hennar á Strandgötu 47 sterkum böndum. Þær systur, Valgerður og Sigríður Erlendsdætur, voru óvenju samrýndar og hjálpsemi var þar í fyr- irrúmi. Í þessu skjóli átti Dídí öruggt athvarf. Heimilislífið hjá þessum fjöl- skyldum einkenndist mikið af starf- inu í KFUM og K og kirkjunni. Þar lágu rætur hennar og þar var grunn- urinn lagður að þeirri leið sem hún valdi að feta í lífi sínu. Þær mæðgur héldu heimili saman meðan Sigga frænka lifði, en hún lést 1990 á 94. aldursári og það var einstakt hvernig hún Dídí annaðist móður sína. En þessi ljúfa og elskulega kona var jafn- framt hörkudugleg og ósérhlífin. Hún tók að sér margs konar störf m.a. í þágu kristilegra félaga og líknar- félaga sem og mikilvæg ábyrgðar- störf við hjúkrun og sjúkrahússtjórn- un. Dídí byggði sér fallegt einbýlishús við Fagraberg og þar bjó hún meðan heilsan Vorkomu fylgir oft óþreyju- full eftirvænting í barnssálinni. Það kveður í runni og kvakar í mó og það eru fardagar. Það voru að minnsta kosti fardagar fyrir mig þegar ég fékk að fara suður í fjörð til Dídíar frænku og fékk oftar en ekki að gista. Litla timburhúsið við Strandgötuna var í augum barnsins eins og ævin- týrahöll í miðju hrauninu þar sem álf- ar og huldufólk bjuggu í hverjum hól. Mamma og Dídí voru bræðradætur og nánar vinkonur. Mér var svo sann- arlega ekki í kot vísað. Allt var svo fínt og fágað og ólíkt mínu erilsama heimili var allt á sínum stað. Þar fékk ég óskipta athygli án þess að þurfa að grípa til örþrifaráða! Minningar af Strandgötunni eru sveipaðar dýrðar- ljóma. Sigga, mamma Dídíar, í eld- húsinu með skjannahvíta, stífaða svuntu að baka. Dídí eins og kvik- myndastjarna í hjúkrunarkonubún- ing svífur út á enn eina vaktina á spít- alanum. Við Ella Snorra að glamra á píanóið eða gramsa í fataskáp frænku okkar. Þegar ég óx úr grasi áttaði ég mig á því að Dídí var fleira til lista lagt en að dekra við ólátabelgi af Nesinu. Hún var vel menntuð og farsæl í starfi, sannkallaður brautryðjandi og órög að takast á við áskoranir. Hún var sí- ung, kona á framabraut, löngu áður en það komst í tísku. Öll hennar störf voru í annarra þágu og hún vann þau af alúð og hógværð. Hún var ástsæll stjórnandi og við vorum öll stolt af henni. Þrátt fyrir erilsamt starf sem hjúkrunarfræðingur og síðar sem forstjóri Landspítalans, hafði hún nægan tíma til að vaka yfir velferð stóru fjölskyldunnar okkar. Í gleði og sorg stóð Dídí alltaf með okkur, traust eins og klettur. Hún hvatti okkur krakkaskarann og studdi og ekki veitti af – jafn brokkgeng og við erum. Nú er aftur komið vor, fardagar og kveðjustund. Við Lambastaða-systk- inin; Vigdís Marta, Viggó Snorri, Páll Kári, Hrafnhildur og Halla Guðbjörg kveðjum góða frænku okkar og vin- konu með djúpu þakklæti og virð- ingu. Helga Pálsdóttir. „Sumir miðla öðrum mildilega og eignast æ meira.“ Svo segir í orðs- kviðum Salomons, og þessi orð eiga vel við hana Vigdísi frænku mína sem var einstök kona. Hjálpsöm, hlý og trygglynd. Hún laðaði fólk að sér með sinni ljúfu framkomu og ræktaði vel samband sitt við fjölskylduna og hina mörgu vini. Börn löðuðust umsvifa- laust að henni og hann er stór barna- hópurinn sem hefur notið elskusemi hennar og gjafmildi. Hún var ávallt fallega klædd og heimilin hennar voru glæsileg enda var hún mikill fag- urkeri. Það var alltaf tilhlökkunarefni að vera boðin í mat til hennar en hún var listamaður við matargerð auk þess sem hún skapaði fagra umgjörð um máltíðina og hugsaði þá fyrir hverju smáatriði. Dídí ólst upp í Hafnarfirði hjá móð- ur sinni ásamt systkinum sínum, Snorra og Elínu. Faðir hennar lést eftir löng veikindi þegar hún var sjö ára gömul en Sigríður, móðir hennar, lét ekki deigan síga heldur fór á mat- reiðslunámskeið og hóf síðan störf sem matreiðslukona. Æskuheimili mitt á Strandgötu 21 hjá Jóel Fr. Ingvarssyni og Valgerði föðursystur minni tengdist heimili hennar á Strandgötu 47 sterkum böndum. Þær systur, Valgerður og Sigríður Erlendsdætur, voru óvenju samrýndar og hjálpsemi var þar í fyr- irrúmi. Í þessu skjóli átti Dídí öruggt athvarf. Heimilislífið hjá þessum fjöl- skyldum einkenndist mikið af starf- inu í KFUM og K og kirkjunni. Þar lágu rætur hennar og þar var grunn- urinn lagður að þeirri leið sem hún valdi að feta í lífi sínu. Þær mæðgur héldu heimili saman meðan Sigga frænka lifði, en hún lést 1990 á 94. aldursári og það var einstakt hvernig hún Dídí annaðist móður sína. En þessi ljúfa og elskulega kona var jafn- framt hörkudugleg og ósérhlífin. Hún tók að sér margs konar störf m.a. í þágu kristilegra félaga og líknar- félaga sem og mikilvæg ábyrgðar- störf við hjúkrun og sjúkrahússtjórn- un. Dídí byggði sér fallegt einbýlishús við Fagraberg og þar bjó hún meðan heilsan leyfði. Veikindum sínum tók hún af miklu æðruleysi en þá kom það sér vel að eiga góða vini sem reyndust henni frábærlega. Við í stórfjölskyldu hennar vorum svo sannarlega lánsöm að eiga hana að. Umhyggja hennar fyrir okkur var einlæg og af eðlis- lægri hjálpsemi var hún ávallt reiðubúin til aðstoðar eða hjálpar ef þess var þörf. Með virðingu og sökn- uði þökkum við fyrir samfylgdina og biðjum henni Guðs blessunar. Kristín Guðmundsdóttir. Dídí. Þetta nafn hefur hljómað á heimili mínu frá því ég man eftir mér. Dídí frænka kom þar mikið við sögu. Barnið fann fljótt að það var borin virðing fyrir þessari konu. Á hana var hlustað og hún gat stundum verið ströng og það var ekki laust við að ég væri pínuhrædd við hana í fyrstu. Hún sagði að ég ætti að borða matinn minn og engar refjar. Það var nú ekki að ástæðulausu enda barnið með ein- dæmum matvant. En það var stutt í klingjandi hláturinn og barnið fann líka að hún var góð kona sem hægt var að treysta. Dídí tengdist mörgu því sem var mikilvægt í bernsku minni, þar má fyrst nefna KFUK og Kaldársel. Þegar ég lá 6 ára gömul á Landspít- alanum varð ég óskaplega montin þegar hún kom og heimsótti mig, en ég taldi hana auðvitað ráða þar yfir öllu. Starfsstúlkunum þótti mikið til koma að ég væri frænka hennar Vig- dísar. Ég var ekki lengi að átta mig á hverja þær væru að tala um þótt ég hefði aldrei heyrt hana kallaða það áður. Það er mér eftirminnilegt þegar ég fór 9 ára gömul sem eina barnið í fjöl- skylduferð til Júgóslavíu. Þá fannst mér Dídí vera pæja og vera stelpu- legri en giftu konurnar í ferðinni. Það var huggun harmi gegn að fá að vera heilan dag ein með henni þegar ég fékk ekki að fara í dagsferð til Fen- eyja. Þá var nú gaman, ég fékk enskukennslu hjá henni, sem hafði búið í sjálfri Ameríku, hún keypti ís og rosaflotta eyrnalokka handa mér. Á endanum varð þetta næstum meira ævintýri fyrir litla stelpu en Feneyja- ferð. Á menntaskólaárum mínum þegar mamma og pabbi voru í utanlands- ferðum varð ég þeirra gæfu aðnjót- andi að vera stundum boðið í mat til þeirra mæðgna Dídíar og Siggu á Álfaskeiðið. Þetta voru ekkert smá fín matarboð. Þótt virkur dagur væri og gesturinn bara venjuleg mennta- skólastelpa var ekkert til sparað. Ljúffengur ávaxtasafi í fordrykk, ný- bakað ilmandi brauð, súpa í forrétt, aðalréttur og eftirréttur. Lagt á borð í borðstofunni, fínasta stellið tekið fram, tauservíettur með servíett- uhring, öllu tjaldað til. Nú í seinni tíð var það fastur liður í Íslandsferðum mínum að heimsækja Dídí. Þó hún sjálf væri ekki söm og áður var sama hlýja viðmótið sem mætti manni. Heimilin hennar í Fagraberginu og síðar á Herjólfsgöt- unni voru alltaf jafnfalleg og þangað var gott að koma. Ég er þakklát að Kristín dóttir mín náði að kynnast henni. Hún var því vön að þessar heimsóknir væru eitt af því fyrsta sem við gerðum í Íslands- ferðunum. Þær eru margar fallegar gjafirnar sem hún á sem Dídí hefur gefið henni. Við fjölskyldan í Stokk- hólmi kveðjum Dídí með söknuði og þakklæti fyrir allt. Valgerður Bjarnadóttir. Ég hringi og segist koma eftir 10 mínútur. Þegar ég kem er Dídí búin að taka út franska súkkulaðitertu, þeyta rjóma og setja í handskorna kristalsskál, taka út heimabakað brauð og smyrja, leggja Frijsenborg- arstellið á borð og allt tilbúið. Þegar hún bauð okkur í mat, þá hugsaði hún alltaf um hvað hver og einn vildi borða, og hafði svo matartil- búninginn eftir því, tók sem sagt tillit til allra. Allt gert af kærleik og natni, hugsað um hvert einasta atriði. Allt svo flott og hún yfirveguð eins og ein- hver annar hefði gert þetta allt. Dídí var ein af mínum uppáhalds- frænkum, hún sá alltaf það jákvæða í öðrum. Ég hafði hannað ýmislegt bæði í Fagraberginu og á Herjólfs- götunni, en hún hafði ákveðnar skoð- anir á því hvernig þetta ætti að vera og hugsaði fyrir hverju smáatriði. Heimili hennar var svo huggulegt, allt í stíl og glæsileiki yfir öllu, og einnig umgjörðin í kringum það, hraun og útsýni. Ég man eftir henni þegar hún kom í Kaldársel, að fylgj- ast með mér þegar ég var lítil stelpa. Alltaf svo umhyggjusöm. Eftir að ég fullorðnaðist fannst mér við vera jafnaldra, hún var alltaf svo ung í anda. Hún fylgdist vel með börnun- um mínum, og var með allt á hreinu, var með betra minni en ég, oft á tíð- um. Þrátt fyrir veikindi núna á seinni árum, þá lét hún ekkert stöðva sig, hélt áfram að sinna sínum hugðarefn- um og ég veit að meginástæðan fyrir þessu æðruleysi var hin einlæga trú hennar. Sólin skín, þegar ég geng út af Herjólfsgötunni, og ég baða mig í geislum hennar, mér hlýnar um hjartarætur. Hildur Bjarnadóttir. Það eru forréttindi að hafa átt sam- leið með Vigdísi Magnúsdóttir, „Dídí“ frænku minni og vinkonu. Ég horfi til barnæsku í Arahúsi hjá afa og ömmu sem í minningunni er svo stórt og rúmaði svo marga. Þar safnaðist stórfjölskyldan oft saman ásamt mörgum vinum. Órjúfanlegur partur af minning- unni er Sigga ömmusystir, móðir Dídíar og hennar fjölskylda, ásamt Guðmundi ömmubróður og börnum hans. Sigga hafði misst manninn sinn og Guðmundur konu sína. Amma og afi tóku Guðmund og börnin hans inn á heimilið sitt og ég hef það á tilfinn- ingunni að afi hafi ákveðið að ganga Dídí í föðurstað, því það var einstak- lega kært með þeim alla tíð. Það sem heillaði mig við Dídí var svo margt. Lítil stelpa leit upp til þessarar glæsilegu frænku. Hún var alltaf svo glöð og kát. Smitandi hlát- urinn hennar ómar í eyrum mér. Hún var svo góð við okkur krakkana, þannig manneskja sem sýndi börnum og reyndar öllum mikinn áhuga. Svo var hún líka hjúkrunarkona. Fór til Ameríku og víðar til náms og starfa, kom heim og vann lengi á St. Jósefsspítala og síðar á Landspítal- anum. Hvað ég var stolt af henni frænku minni. Lengst af starfaði hún sem hjúkrunarforstjóri og síðar sem forstjóri. Þegar hún var komin á eft- irlaun tók hún vaktir á sjúkrahótelinu meðan heilsan leyfði. Hún hóf starfs- feril sinn og lauk við rúm skjólstæð- ings síns. Fyrir 12 árum gekkst hún undir al- varlega höfuðaðgerð í Bandaríkjun- Vigdís Magnúsdóttir  Fleiri minningargreinar um Vig- dísi Magnúsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elsku Vigdís, með þakklæti fyrir ómetanlega vináttu og samstarf liðinna ára. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsdóttir.) Sigríður Jóhannsdóttir, Jensen Beach, FL. HINSTA KVEÐJA 26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.