Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinmai 2009næsti mánaðurin
    mifrlesu
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 07.05.2009, Síða 1

Morgunblaðið - 07.05.2009, Síða 1
F I M M T U D A G U R 7. M A Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 122. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Sérfræðingar frá Háskólanum í Reykjavík svara spurningum þínum um Evrópumál. Sjá nánar á hr.is/EU VEKUR EVRÓPA FORVITNI? MEISTARANÁM Í EVRÓPUFRÆÐUM VIÐ HR HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK R E Y K J A V Í K U N I V E R S I T Y «RAFLOST Í ÞRIÐJA SINN KANNA NÝJAR VÍDDIR Í TÓNLISTARSKÖPUN «HANDKNATTLEIKUR VANTAR SPENNU Í ÚRSLITAKEPPNINA Allur gangur virðist vera á því hvernig bankarnir fylgja eftir markmiðum um gegnsæi í af- greiðslu mála þeirra fyrirtækja sem eiga í vanda. Viðskipti Atvinnulífið í höndum banka Hópur stofnfjáreigenda, með Hörð Arnarson í broddi fylkingar, vill taka yfir stjórn Byrs á aðalfundi sparisjóðsins, sem haldinn verður 13. maí næstkomandi. Vilja taka yfir stjórn Byrs Lítill hvati er fyrir erlenda fjár- festa að kaupa skuldabréf íslenskra fyrirtækja og því er þessi lausn langsótt til að leysa vanda krónu- bréfaeigenda. Langsótt lausn fyrir fjárfesta Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is BANDARÍSKIR fjárfestar hafa áhuga á að kaupa hlut í Geysi Green Energy (GGE), Íslandsbanki á handveð í öllum hlut félagsins í Hitaveitu Suð- urnesja og samkvæmt nýlegu mati á eignum og skuldum GGE er eigið fé þess að mestu uppurið. Heimildir Morgunblaðsins herma að erlendu fjárfestarnir hafi fundað ásamt Ásgeiri Margeirs- syni, forstjóra GGE, með fulltrúum iðnaðarráðu- neytisins fyrir skemmstu. Ásgeir staðfestir að er- lendir aðilar hafi verið hérlendis en vill ekki segja hverjir þeir eru. „Það er nokkuð ljóst að fjármagn til þessarar starfsemi er af skornum skammti á Ís- landi þannig að við höfum leitað þess erlendis. Það er rétt að við vorum með gesti um daginn sem voru að skoða okkur.“ Helsta eign GGE er þriðjungs- hlutur í HS-veitum og HS-orku, sem áður mynd- uðu Hitaveitu Suðurnesja (HS). Í fundargerð stjórnar HS frá því í ágúst kemur fram að Íslands- banki eigi handveð í öllum hlutum GGE í báðum þessum fyrirtækjum. Þá hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að samkvæmt mati sem var gert á virði eigna og skulda GGE hafi eigið fé félagsins einungis verið um 650 milljónir króna í lok mars. Áhugi að utan á Geysi Green  Bandarískir fjárfestar hafa áhuga á að kaupa hlut í Geysi Green Energy  Íslandsbanki á handveð í öllum hlut félagsins í Hitaveitu Suðurnesja Geysir Green Energy á 32% í HS-Orku og HS-veitum. Sjóður í eigu Íslandsbanka og Atorka eiga mest í Geysi Green Íslandsbanki á handveð í hlut Geysis Green í HS-félögunum. Íslenska ríkið, sem átti áður hlut í HS, á í dag Íslandsbanka. Viðskipti | 6 SUÐIÐ í hunangsflugunum er enn eitt merki þess að náttúran er óðum að vakna til lífsins. Drottningarnar eru nú í óðaönn að byggja sér bú og verpa en brátt munu þær hverfa okkur sjónum í rúman mánuð á meðan þær koma dætrum sínum, þernunum, á legg. Í síðari hluta júní hefst svo suðið á nýjan leik þegar þernurnar fara á stjá til að safna hunangi og gleðjast þá margir yfir þessum litfögru flugum þótt aðrir kjósi að forðast þær. Tígulegar drottningar á sveimi Morgunblaðið/Ómar  ÓLAFUR Loftsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara, segir kennara óttast að með frekari nið- urskurði muni skólastarf skaðast til lengri tíma, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Nú þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða sem séu farnar að bitna á gæðum skóla- starfsins. Það muni svo leiða til lak- ari þjónustu við nemendur og for- ráðamenn þeirra. Formaður Skólastjórafélags Íslands telur að erfitt verði fyrir nýútskrifaða kenn- ara að fá vinnu næsta haust og laus- ráðnir kennarar og leiðbeinendur eigi endurráðningu ekki vísa. »6 Skólastarf gæti skaðast  MÖRG sprota- fyrirtæki hafa náð góðum ár- angri í rekstri og vöruþróun að undanförnu þrátt fyrir erfitt rekstrarum- hverfi. Veikt gengi krónunnar hefur skilað fyr- irtækjum meiri tekjum en áður í krónum talið. Davíð Lúðvíksson, forstöðumað- ur stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins, segir mörg sprotafyrirtæki eiga bjarta framtíð, en þolinmæðin sé þeim mikilvæg. »18 Sprotafyrirtækin eiga bjarta framtíð  UM helmingur af átta milljarða reiknuðu tapi í ársreikningi Reykja- nesbæjar fyrir síðasta ár er vegna Hitaveitu Suðurnesja, alls um fjórir milljarðar. Einnig má búast við miklum skelli hjá Reykjavíkurborg vegna taps Orkuveitu Reykjavíkur, sem nemur 73 milljörðum króna. Borgin á 93% hlut í Orkuveitunni Ársreikningur borgarinnar fyrir næsta ár verður lagður fyrir borgarstjórn 19. maí og kemur þá betur í ljós hvernig áhrif tapsins koma fram. »2 Sveitarfélög tapa á orkunni

x

Morgunblaðið

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Sprog:
Årgange:
111
Eksemplarer:
55740
Registrerede artikler:
3
Udgivet:
1913-nu
Tilgængelig indtil :
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Udgivelsessted:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-nu)
Haraldur Johannessen (2009-nu)
Udgiver:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-nu)
Nøgleord:
Beskrivelse:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Tillæg:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 122. tölublað (07.05.2009)
https://timarit.is/issue/333859

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

122. tölublað (07.05.2009)

Gongd: