Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
ostur
Ríkur af mysupróteinum
Bra
gðg
óð
nýju
ng
9%
aðeins
Prófaðu nýja braðgóða Fjörostinn,
fituminnsta kostinn í ostaúrvali dagsins.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
BÚIST er við að fleiri heldur en
færri muni fá stöðu grunaðra í rann-
sókn sérstaks saksóknara á kaupum
Q Iceland Finance ehf. á hlutum í
Kaupþingi. Er þetta gert til þess að
girða ekki fyrir hugsanlegar ákærur
á síðari stigum rannsóknarinnar og
einnig til þess að tryggja að þeir ein-
staklingar sem í hlut eiga fái notið
réttlátrar málsmeðferðar.
Embætti sérstaks saksóknara rann-
sakar núna hvort kaup Q Iceland
Finance, sem er í eigu sjeiks Moha-
med Bin Khalifa Al-Thani, á fimm
prósenta hlut í Kaupþingi í sept-
ember varði hugsanlega við ákvæði
um markaðsmisnotkun í lögum um
verðbréfaviðskipti eða ákvæði í
auðgunarbrotakafla almennra hegn-
ingarlaga. Meðal annars er emb-
ættið að rannsaka hvort með við-
skiptunum hafi verið send villandi og
röng skilaboð til markaðarins sem
voru til þess fallin að hafa áhrif á
verðmyndun hlutabréfa í bankanum
rétt fyrir bankahrun.
Nokkrir hafa þegar verið yfirheyrðir
í málinu og hafa stöðu grunaðra.
Fyrrverandi stjórnendur hjá Kaup-
þingi sem Morgunblaðið hefur náð
tali af segjast ekki hafa áhyggjur af
þessu máli, engin lög hafi verið brot-
in.
„Ef það er einhver vafi er frekar gef-
in staða sakbornings svo viðkomandi
hafi lögmann sér til fulltingis frá
upphafi,“ segir Ólafur Þór Hauks-
son, sérstakur saksóknari. Hann
segir að ef í ljós kæmi að vitni hefði
saknæma aðild að málinu þyrfti að
yfirheyra það að nýju með breytta
réttarstöðu.
Vilja ekki endurtaka mistökin
„Það er skynsamlegt hjá saksókn-
aranum að taka sem flesta sem
grunaða strax í byrjun til að
skemma ekki hugsanlegan mála-
tilbúnað gegn þeim,“ segir fyrrver-
andi lögfræðingur hjá Kaupþingi
sem Morgunblaðið ræddi við. Bent
hefur verið á að saksóknari vilji síð-
ur falla í þá gryfju að taka skýrslur
af mönnum þar sem þeim er gefið til
kynna að þeir hafi stöðu vitnis og
þurfa síðan að gefa út ákæru á hend-
ur þeim seinna.
Þau mistök hafi verið gerð við
rannsókn á olíusamráðsmálinu að
fyrrverandi forstjórar voru kallaðir
til sem vitni og voru síðan ákærðir,
sem þótti mjög óheppilegt.
Þagnarréttur liður í
réttlátri málsmeðferð
Þeir sem hafa stöðu grunaðra eða
stöðu sakborninga hafa ákveðin rétt-
indi. Meðal annars eiga þeir svokall-
aðan þagnarrétt, en það er rétturinn
til að fella ekki sök á sjálfan sig. Er
þessi réttur m.a varinn af 6. gr.
Mannréttindasáttmála Evrópu.
Eiga grunaðir menn og sakborn-
ingar því rétt til þess að neita að tjá
sig um sakargiftir og þurfa ekki að
játa á sig sök. Er það liður í réttlátri
málsmeðferð en rétturinn til rétt-
látrar málsmeðferðar er stjórn-
arskrárvarinn. Inntur eftir þessu
segir Ólafur að þetta sé vissulega ein
af ástæðum þess að fleiri fái stöðu
grunaðra. „Það kemur hins vegar
ekki í veg fyrir að menn sem eigi
saknæma aðild verði ákærðir þótt
þeir séu yfirheyrðir sem vitni í upp-
hafi,“ segir Ólafur.
Fleiri en færri
munu fá stöðu
grunaðra
Til að tryggja réttláta máls-
meðferð og girða ekki fyrir
ákæru á hendur vitnum sem
reynast hafa saknæma aðild
munu fleiri en færri fá stöðu
grunaðra í rannsókn sérstaks
saksóknara á kaupum sjeiksins á
hlutabréfum í Kaupþingi.
Heppilegra að fleiri fái stöðu grunaðra
Tryggir réttláta málsmeðferð
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
GUÐRÚN Dögg Rúnarsdóttir, ný-
kjörin ungfrú Ísland, veit fátt
skemmtilegra en að hanna fatnað.
Hún er við nám á listnámsbraut í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti,
FB, með fatahönnun sem kjörsvið.
„Ég var farin að hanna og sauma
á mig áður en ég byrjaði í náminu.
Það er rosalega skemmtilegt þegar
maður hefur búið til eitthvað fal-
legt,“ segir Guðrún Dögg sem
kveðst hafa lært margt af ömmu
sinni, Elviru Christel Einvarðsson,
en foreldrar Guðrúnar Daggar eru
Brynja Kristbjörg Jósefsdóttir og
Rúnar Þór Óskarsson.
„Amma er rosalega flink í hönd-
unum. Hún hefur alltaf prjónað,
heklað og saumað og hún hjálpaði
mér við handavinnu þegar ég var
yngri. Svo var hún líka að vinna í
handavinnunni uppi á Höfða,“ grein-
ir Guðrún Dögg frá. Höfði er dval-
arheimili fyrir aldraða á Akranesi
og þar ætlar fegurðardrottningin að
starfa í sumar eins og í fyrrasumar.
Það verður reyndar ekki við handa-
vinnu, heldur í eldhúsinu.
Að loknu náminu í FB stefnir Guð-
rún Dögg að því að fara í hönn-
unarskóla í Mílanó á Ítalíu. „Þar er
hægt að læra fata- og skóhönnun,
skartgripahönnun, matarhönnun og
ýmislegt fleira. Mig langar til þess
að fá BA-gráðu þaðan.“
Framundan er þátttaka í keppn-
inni Miss World sem haldin verður í
Suður-Afríku síðar á árinu og hlakk-
ar Guðrún Dögg mikið til farar-
innar. Spurð að því hvers vegna hún
hafi ákveðið að taka þátt í fegurð-
arsamkeppninni hér heima svarar
hún: „Mér var boðið að taka þátt og
ég sá enga ástæðu til þess að segja
nei. Þetta var mjög skemmtilegt og
maður lærir líka helling á þessu,
eins og til dæmis að vinna með fólki
og koma fram.“
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Fegurðardísir Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, ungfrú Ísland, ásamt Magdalenu Dubik, sem varð í öðru sæti, og Sylvíu
Dagmar Friðjónsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti í keppninni. Þátttökunni fylgdi mikil vinna en skemmtileg.
Hannar og saumar og
lærði margt af ömmu
Guðrún Dögg Rúnarsdóttir var kjörin ungfrú Ísland
EITT tilfelli svínainflúensu (H1N1) hefur verið staðfest
hér á landi og grunur leikur á að fjórir til viðbótar séu
smitaðir. Sýni þar að lútandi verða send til rannsóknar.
Öll tilfellin sem hér um ræðir eru innan sömu fjölskyld-
unnar og eru tilfellin á höfuðborgarsvæðinu og á Suður-
landi.
Á fundi sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar í
gærmorgun var ákveðið að lýsa ekki yfir neyðarstigi að
svo komnu máli vegna þess að veikindi þeirra sem hlut
eiga að máli eru ekki alvarleg. Hins vegar átti að senda út
boð í gær til sóttvarnalækna landsins um að skerpa á eft-
irliti í heilbrigðisþjónustunni, tilkynna grunsamleg veik-
indatilvik þegar í stað og taka sýni úr viðkomandi.
Sá fyrsti sem veiktist úr fyrrnefndri fjölskyldu kom frá
útlöndum fyrir um viku og nú er staðfest að hann hafi
fengið inflúensuna. Hinir fjórir veiktust í kjölfarið og
grunur leikur á að þeir séu einnig smitaðir af inflúensu A
(H1N1). aij@mbl.is
Staðfest tilfelli um
svínainflúensu hér
Ekki lýst yfir neyðarstigi
Grunur um fimm smit
Reuters
Smithætta Veikindi þeirra sem hlut eiga að máli hér á
landi eru ekki talin alvarleg. Myndin er frá Taívan.