Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 5
WWW.H R.IS MEISTARANÁM VIÐ KENNSLUFRÆÐI OG LÝÐHEILSUDEILD HR MPH EXECUTIVE Meistaranám í leiðtogafræðum á heilbrigðissviði MPH Executive er spennandi meistaranám í stjórnun, rekstri og nýsköpun á sviði heilbrigðismála. Unnið er í náinni samvinnu við erlenda háskóla m.a. Columbia University í New York, McGill University í Montreal og Mayo Clinic í Rochester. Námið miðar við að þátttakendur öðlist afburðaþekkingu og færni í stjórnun stofnana og fyrirtækja á heilbrigðissviði. MPH Executive er kennt í lotum tvær helgar í mánuði og sniðið að þörfum þeirra sem stunda atvinnu með námi. FYRIR HVERJA? Master of Public Health Executive námið er fyrir: • Metnaðarfulla einstaklinga og framsækna stjórnendur sem ætla sér hlutverk í þeim breytingum sem framundan eru í heilbrigðismálum. • Frumkvöðla sem vilja öðlast þekkingu til að koma hugmyndum sínum í verk. MPH (MASTER OF PUBLIC HEALTH) Meistaranám í lýðheilsufræðum MPH (Master of Public Health) er nám í kenningum og aðferðum lýðheilsufræða. Námið er fyrir fólk sem vill auka skilning sinn og færni í lýðheilsustarfi með einstaklingum og hópum, innanlands og erlendis. Útskrifaðir nemendur með MPH-gráðu öðlast færni og þekkingu til að vinna að rannsóknum, stjórnun og skipulagi og framkvæmd verkefna á sviði lýðheilsu. Starfsettvangur lýðheilsufræðinga er fjölbreyttur, innan sveitarstjórna, í heilbrigðis- og félagsþjónustu, skólum, fyrirtækjum og í frjálsum félagasamtökum. FYRIR HVERJA? Námið hentar fólki sem hefur áhuga á heilsu og áhrifaþáttum heilbrigðis í víðu samhengi, hvort sem um börn, ungmenni eða fullorðna er að ræða. Þá er námið áhugaverður kostur fyrir fólk sem hefur áhuga á forvörnum og heilsueflingu hvers konar, sem og þeim sem stefna á að vinna að sjúkdómavörnum. Almennt inntökuskilyrði er bakkalárgráða (BA, BSc eða BEd) eða hærri gráða á háskólastigi. Náminu lýkur með alþjóðlega viðurkenndri meistaraprófsgráðu, Master of Public Health (MPH). ÁHERSLUR OG MARKMIÐ Í MPH-náminu er lögð áhersla á hagnýta þekkingarsköpun og vinnulag. Markmiðið er að nemendur öðlist hæfni og þekkingu til að taka að sér leiðandi hlutverk í skipulagningu, greiningu og framkvæmd lýðheilsuverkefna ásamt því að læra aðferðir til að stunda og leggja mat á rannsóknir. MED (MASTER OF EDUCATION) Meistaranám í lýðheilsu- og kennslufræðum MEd í lýðheilsu- og kennslufræðum er tveggja ára meistaranám. Markmiðið er að mennta kennara með fagþekkingu í lýðheilsufræði og kennslufræði. Lykilatriði eru sjálfsöryggi, virðing fyrir nemendum, færni í mannlegum samskiptum, árangursríkir kennsluhættir, lausnamiðuð leikni og fagleg þekking. KENNSLUFRÆÐI Helmingur námsins, eða 60 ECTS, er í kennslufræði og þjálfun í kennsluaðferðum. Megináherslur í kennaranáminu eru að efla færni kennara í að miðla þekkingu á fagsviðum sínum til nemenda og að skapa hvetjandi námsumhverfi sem örvar starfsgleði, sjálfstæði og skapandi hugsun. LÝÐHEILSUFRÆÐI Lýðheilsuhluti námsins er einnig 60 ECTS en í honum fá nemendur innsýn í kjarnasvið lýðheilsuvísinda; s.s. aðferðir og nálgun á viðfangsefni lýðheilsufræða, áhrifaþætti heilbrigðis, faraldsfræði og skipulag aðgerða á vettvangi. DIPLÓMANÁM Í KENNSLUFRÆÐUM Nemendur sem lokið hafa BA/BSc-námi geta tekið 60 ECTS í kennslufræðum til að öðlast kennsluréttindi og ljúka þá diplómagráðu. Nemendur með meistaragráðu þurfa að taka 30 ECTS í kennslufræði til að öðlast kennsluréttindi. HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK R E Y K J A V Í K U N I V E R S I T Y UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 31. MAÍ NK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.