Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009
Sjávarútvegur
„MÉR líst mjög illa á hugmyndir
um fyrningu. Að mínu mati er þetta
eignaupptaka; við höfum keypt
megnið af okkar veiðiheimildum og
samkvæmt því sem komið hefur
fram á að innkalla þær án bóta,“
sagði Jón Eðvald Friðriksson,
framkvæmdastjóri FISK Seafood,
sem er með 230 manns í vinnu á
Skagaströnd, í Skagafirði og
Grundarfirði. „FISK er í fé-
lagslegri eigu og hagsmunir þess
fara algerlega saman við hagsmuni héraðsins. FISK
hefur keypt kvóta til þess að tryggja nýtingarrétt
sinn á auðlindinni, sem aftur hefur verið grunnur að
öðrum fjárfestingum í fasteignum, skipum og búnaði
á sjó og í landi. Með þessum kaupum höfum við einnig
verið að tryggja atvinnuöryggi og atvinnurétt starfs-
manna okkar, auk markaðsaðgangs með afurðir og í
raun grunninn fyrir blómlegri byggð í héraðinu.“
Hann kveðst ekki sjá réttlætið í því að innkalla, án
bóta, veiðiheimildir sem fyrirtæki hafi keypt en skilja
þau eftir með skuldirnar. „Augljóst er að þeir sem
hafa selt veiðiheimildir á síðustu árum, standa betur
að vígi ef til þess kemur að leigja til sín heimildir frá
ríkinu; þeir fengu peninga fyrir söluna, en fyrirtæki
eins og FISK sitja eftir með skuldirnar.“
Hann telur augljóst að stjórnvöld hafi ekki gert sér
grein fyrir alvarlegum afleiðingum þess hvernig málið
var kynnt. „Yfirlýsing um að fyrningarleið skuli farin
frá og með 1. september 2010 hefur áhrif frá fyrsta
degi, en ekki bara á næsta ári eða einhverntíma í
framtíðinni. Við finnum það varðandi allt sem snýr að
rekstrinum. Bankarnir eru í uppnámi nú þegar og
heyrst hefur að fyrirtæki hafi stoppað allar fjárfest-
ingar þannig að þetta kemur líka strax niður á þjón-
ustufyrirtækjum og sprotafyrirtækjum í iðnaðinum.“
Jón Eðvald segist hafa trú á því að ef allir þeir sem
starfa í sjávarútvegi verði leiguliðar hjá ríkinu hafi sú
ákvörðun einnig áhrif á hlutaskiptakerfið „þannig að
þetta er í raun aðför að sjómönnum og land-
vinnslufólkinu. Nú stefnir í að ríkissjóður verði með
mikinn hluta atvinnulífsins í landinu á sínum herðum
og því finnst mér skrýtið á þessum tímapunkti að taka
líka yfir fyrirtæki sem geta flest komist sjálf í gegnum
ástandið.“
Jón Eðvald bendir á að fjárfestingar í sjávarútvegi
séu mjög miklar. „Einn frystitogari kostar í dag um
það bil 5 milljarða og enginn getur tekið ákvörðun um
slíka fjárfestingu vitandi ekki neitt um hvað framtíðin
ber í skauti sér. Kannski verðum við hér með leigu-
flota og leiguáhafnir eins og í fluginu. Fyrir utan kvót-
ann eru helstu verðmætin sú þekking sem er fyrir
hendi í greininni og ég held að því miður hafi ekki ver-
ið hugsað um mögulegar afleiðingar þessara breyt-
inga. Vissulega þarf að laga agnúa í kerfinu og ná um
það meiri sátt við þjóðina, en það gera menn ekki með
því að stjórnvöld setji fram fyrirframgefna niðurstöðu
í svo mikilvægu máli, en tala svo um nauðsynlegt sam-
ráð í hinu orðinu. Ég tel að ef stjórnvöld fara þá leið
sem talað er um verði það dauðadómur fyrir lands-
byggðina og jafnvel greinina alla.“
Leigufloti og leiguáhafnir?
Jón Eðvald
Friðriksson
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Þ
röstur Jóhannsson gerir út tvo báta í Hrísey ásamt
bróður sínum og þeir verka allan afla sjálfir. „Þess-
ar hugmyndir um fyrningu virðast hálfmótaðar eða
jafnvel ómótaðar. En ef þessi leið verður farin
fyndist mér eðlilegt að allt yrði tekið á einu bretti;
kvótinn og skuldirnar þannig að menn geti byrjað á hreinu
borði. Ef kvótinn verður innkallaður og við látnir sitja uppi
með skuldirnar þarf engan speking til að sjá hvernig fer,“ seg-
ir Þröstur. „Skuldirnar hverfa ekki um leið og kvótinn fer.“
Þeir Þröstur eru með kvóta upp á 130 tonn af þorski og um
30 tonn af ýsu. „Við höfum keypt kvóta; ein 20 tonn fyrir sex
árum og önnur 40 fyrir fjórum árum en ekkert upp á síðkastið
því verðið hefur verið svo hátt.
Skiljanlegt að fólki svíði
Þröstur segir oft talað um að útgerðarmenn eigi ekki kvót-
ann og það megi til sanns vegar færa. „En ég minni á að fram-
seljanlegur kvóti er ekki sér fyrirbæri í sjávarútvegi heldur er
kvóti líka t.d. í mjólkuriðnaði. Þetta eru takmörkuð gæði og
verðmiði á þau verður til vegna þess að færri komast að en
vilja. Stjórnvöld undnfarinna ára hafa lagt blessun sína yfir
kvótaviðskipti, að minnsta kosti ekki gert athugasemdir.“
Hann bendir á að sala á kvóta hafi komið harkalega niður á
Hríseyingum. Nú hafa útgerðarmenn í eynni nokkur hundruð
tonn til umráða en um 2.000 tonn hafa verið seld í burtu.
Þröstur segir mjög skiljanlegt að fólki líki ekki við það að
menn labbi út úr sjávarútveginum með fúlgur fjár. „Auðvitað
svíður fólki það ef til dæmis erfingjar útgerðarmanna labba úr
greininni með milljarða. Starfsfólkið hefur skapað veðmætin
en ekki erfingjarnir. Maður hefur séð margt óréttlátt, ég dreg
ekki fjöður yfir það, en mér finnst að hefði átt að taka á því
fyrir mörgum árum. En auðvitað eru mörg dæmi um að menn
eigi sér langa sögu, til dæmis hér í Hrísey. Pabbi hóf að gera
út hér 1961 og svo tókum við bræðurnir við.“
Því senda þeir okkur ekki bara reikning?
Hvað fyrninguna varðar segist Þröstur hafa fengið þau svör
frá frambjóðendum fyrir kosningar að ekki ætti að vega að
þeim fyrirtækjum sem nú eru í rekstri. „Hver er þá tilgang-
urinn? Ef við eigum að borga til ríkisins því þá ekki að senda
okkur bara reikning? Menn eiga reyndar alveg nóg með sín
lán núna og mér finnst þessar hugmyndir vanhugsaðar. Slegið
er fram hugmyndum um fyrningarleið til að ná sáttum, en ég
spyr - sáttum við hverja?“
Þröstur sagði að í þeirri „veislu“ sem var í gangi undanfarin
ár hafi mann alveg misst sig í kvótaviðskiptum. Algjör steypa,
segir hann um það verð sem viðgekkst. Segist hafa heyrt að í
krókaflamarkskerfinu, þar sem eru bátar undir 15 tonnum
sem mega bara veiða á línu og færi, hafi kílókvóti af þorski
verður seldur á 2700 til 2800 krónur. „Síðan var kvótinn
minnkaður um 30% en lánin hækkuðu um 100% og í vetur
varð verðlækkun úti í heimi vegna heimskreppunnar.“
Hann segir þá bræður ekki hafa tekið þátt í því að kaupa
kvóta svo dýru verði. Síðast þegar þeir keyptu kostaði kílóið
1.050 krónur „og okkur fannst það alveg nóg.“
Þröstur segir að fyrirtækið hafi stofnað til töluverðra
skulda, staðan hafi þó verið nokkuð viðráðanleg fyrir hrunið í
haust, en skuldirnar hafi rúmlega tvöfaldast síðan í fyrra,
enda hafi þeir tekið erlend lán þegar evran var 85-90 krónur.
„Ég held að margir í þessum smábátageira séu rosalega illa
staddir, sérstaklega þeir sem hafa verið grimmir í að kaupa
kvóta.“
Óvissa hefur yfirleitt verið töluverð í sjávarútvegi, að sögn
Þrastar. „Óvissan er það versta og hefur líklega aldrei verið
meiri en nú – maður veit ekkert hvað er framundan.“
Óvissan verst og aldrei meiri
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Landað úr Sigga Gísla Þröstur Jóhannesson, við kranann, landar í Hrísey í vikunni, þegar hann kom með þrjú og hálft tonn af
þorski á bátnum Sigga Gísla. Til hægri er Steinar Kjartansson hafnarvörður í Hrísey.
„AFLEIÐINGAR fyrningaleiðar eru alveg ljósar;
þetta fyrirtæki eins og lunginn úr íslenskum sjáv-
arútvegi mun á undraskömmum tíma fara í þrot.
Það er mjög einfalt að sýna fram á það,“ segir Ólaf-
ur Marteinsson framkvæmdastjóri hjá Ramma.
Um 250 manns starfa hjá fyrirtækinu á Siglufirði,
Ólafsfirði og í Þorlákshöfn.
„Það er alveg sama hvernig þessi þjóðnýting er
skoðuð, hún leiðir til gjaldþrots í sjávarútvegi.“
Hvað mun gerast? „Það segir sig sjálft; fasta-
fjármunir og skip eru mjög mikið afskrifuð og
uppistaðan af eigum Ramma eru veiðiheimildir
sem félagið hefur keypt. Eftir hremmingar haustsins er eiginfjárhlut-
fall margra fyrirtækja mjög lágt og um það bil 10% hjá okkur. 5%
fyrning á ári þýðir að eigið fé lækkar um helming og við því er ekki
hægt að bregðast á nokkurn hátt; ekki með hagræðingu og ekki er
hægt að kaupa viðbótar veiðiheimildir.“
„Það eina sem hægt yrði að gera er að reyna að laga reksturinn að
breytingunni með því að minnka starfsemina og með því yrði fórnað
mikilli þekkingu og markaðsstarfi sem byggt hefur verið upp á
löngum tíma. Sjávarútvegurinn er miklu flóknari en það að fara bara
á sjó og veið þorsk, heldur einnig veiði fleiri tegunda, vinnsla þeirra
fyrir mismunandi markaði, markaðssetning og tækniþróun. Lang-
tímahugsun víkur fyrir skammtímasjónarmiðum.“
Ólafur segir ein rökin fyrir fyrningarleiðinni þau að fyrst sjávar-
útvegurinn þoldi 30% niðurskurð á þorski hljóti hann að þola 5% fyrn-
ingu á ári „en þetta eru ólíkir hlutir. Það er hægt að bregðast tíma-
bundið við minni veiðum; maður lengir í lánum og lagar reksturinn að
breytingunni tímabundið, til dæmis með frestun viðhalds. Það er ekki
hægt ef fyrningarleiðin verður farin. Framlegðin í svona fyrirtæki er
ekki línuleg, hún er lang mest á síðustu tonnunum sem veidd eru.“
Ólafur
Marteinsson
Greinin fer í þrot