Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 43
Auðlesið efni 43 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Þótt færri hafi ráð á að komast til suð-rænna sumar-leyfis-staða í ár þarf það ekki að koma að sök ef fleiri dagar verða eins og um síðustu helgi. Þá héldu margir höfuð-borgar-búar í Naut-hóls-víkina til að láta sólina leika um sig. Þessi ungi drengur byggði kastala í hinum hvíta sandi víkurinnar og af myndinni að dæma virðist hann hafa kunnað vel við þá iðju. Góða veðrið léttir lund landans „Athygli umheimsins beinist að Íslandi nú um stundir og þið hafið því einstakt tæki-færi til þess að koma ykkur á fram-færi,“ segir David Hoskin frá fyrir-tækinu Eye-for-Image í Danmörku. Hann var meðal fyrir-lesara á mál-þingi sem bar yfir-skriftina „Að tala fyrir Íslands hönd“. Að mati Hoskins hefur Ísland sem vöru-merki ekki beðið hnekki vegna efnahags-hrunsins. „Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að Ísland var sem vöru-merki fyrir hrunið ekki sérlega þekkt eða sterkt,“ segir Hoskin. Í viðhorfs-könnun sem kynnt var á mál-þinginu kom fram að Danir, Bretar og Þjóðverjar tengja Ísland fyrst og fremst við náttúru og menningu. Ímynd Íslands sterk Ljóst varð á þriðju-dag að 26 ára stríði Tamíla-Tígranna gegn stjórnar-hernum á Srí Lanka er lokið. Bar-átta Tígranna fyrir sjálf-stæðu ríki þjóðar-brots Tamíla í norð-austur-hluta landsins hefur kostað um 70.000 manns-líf og grimmdin hefur verið skelfi-leg á báða bóga. Velupillai Prabhakaran, leið-togi Tígranna, reyndi á mánu-dag að flýja af átaka-svæðinu í sjúkra-bíl en var skotinn á flóttanum. En ekki er víst að ósigur Tígranna boði frið. Tamíla-Tígrarnir hafa lengi verið taldir harð-vítugustu skæru-liða-samtök sögunnar og réðu um hríð yfir þriðjungi Srí Lanka. Stríðinu lokið Reuters Tvær umsóknir bárust í út-boði sér-leyfa á Dreka-svæðinu. Útboðið hófst í janúar sl. og rann frestur til að sækja um sér-leyfi út 15. maí síðast-liðinn og voru um-sóknir opnaðar að við-stöddum fjölda gesta. Upp úr umslögunum kom annars vegar um-sókn frá norska olíu-leitar-félaginu Aker Exploration en það er með starf-semi víða, m.a. á norska land-grunninu. Úr hinu umslaginu birtist um-sókn frá norska olíu-leitar-fyrirtækinu Sagex Petroleum, sem lagði hana fram í samvinnu við Lindir Resources sem er íslenskt félag. Umsóknirnar ná til fjögurra reita á Dreka-svæðinu. Tveir reitanna eru innan svæðis sem fellur undir sam-komulag við Noreg um land-grunnið á svæðinu milli Íslands og Noregs. Tvö til-boð í olíu-leit Björn Thors og Ólafur Darri fara með hlut-verk víkinga í breskri sjón-varps-mynd og fóru tökur fram í úr-hellis-rigningu í ágúst-mánuði í fyrra í York-skíri og nágrenni York. Um er að ræða sögu-lega sjón-varps-mynd í tveimur hlutum sem sýnd var ný-lega á Channel 4 í Bret-landi. Þættirnir eru fram-leiddir af stöðinni sjálfri og segja frá baráttu enska hersins við inn-rás norrænna víkinga annars vegar og Norðmanna frá Frakk-landi hins vegar árið 1066. Þeir Björn og Ólafur Darri fara með hlut-verk víkinganna Hákonar og Gyrd, sem auk Snorra (sem leikinn er af hinum danska Søren Byder), fara fyrir inn-rásar-liði víkinga í umboði Haraldar harðráða. Víkingar í sjónvarpsmynd Björn Thors. Ólafur Darri. ,Ég fæ til-boð frá Ports-mouth á næstu dögum sem ég mun vega og meta áður en ég tek ákvörðun um fram-haldið. Ég ætla ekki bara skrifa undir án þess að vita neitt hvað tekur við,“ sagði landsliðs-fyrirliðinn Hermann Hreiðarsson við Morgun-blaðið en nú-gildandi samningur hans við félagið rennur út í sumar. „Það eru nokkrir aðrir klúbbar búnir að hafa samband, bæði úr ensku úrvals-deildinni og úr 1. deildinni sem og Rangers í Skot-landi. Ég hef ekki verið í við-ræðum við þessi félög á neinum alvarlegum nótum. Ég hef komið hreint fram við þau og sagt þeim að ég ætli að bíða eftir Ports-mouth,“ sagði Hermann. Tíma-bilið hjá Hermanni var kafla-skipt. Hann missti fljótlega stöðu sína í liðinu og var nánast algjörlega úti í kuldanum hjá Tony Adams en þegar honum var sparkað í febrúar og Paul Hart ráðinn í hans stað vænkaðist hagur Eyja-mannsins. Hermann tók sæti sitt í liðinu á nýjan leik og það var ekki síst fyrir hans frammi-stöðu sem Ports-mouth náði að rétta úr kútnum. Hermann með til-boð frá Ports-mouthAfla-brögð við landið hafaverið mjög góð undan-farið. Það er helst talið hamla veiðunum að nokkuð langt er liðið á fisk-veiði-árið og þorsk-veiði-heimildir margra að verða uppurnar. Mjög gott fiskirí hefur verið á Snæfells-nesi undan-farið. Jón Guðmundsson, vigtar- maður og hafnar-vörður í Ólafsvík, sagði vel veiðast með öllum veiðar-færum og bátana koma hlaðna að landi. „Menn eru á færum og línu, netum, drag-nót, trolli og rækju. Hér eru menn að fiska á allt,“ sagði Jón. Hann sagði afla-brögðin hafa verið mjög góð undan-farið hvort heldur væri á Arnar-stapa, í Rifi eða Ólafsvík. Um þrjá-tíu bátar róa frá Ólafsvík, ámóta margir frá Arnar-stapa en færri frá Rifi. Góð veiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.