Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 750kr. 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA Night at the museum 2 kl. 3:20 - 5:40 - 8 -10:20 LEYFÐ Angels and Demons kl. 3 - 6 - 9 B.i.14 ára Boat that rocked kl. 6 - 9 B.i.12 ára Night at the museum 2 kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ Angels and Demons kl. 2:30 - 5:30 - 8:30 B.i. 14 ára X-Men Origins: Wolfe... kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Crank 2 kl. 5:40 - 10:40 B.i. 16 ára Boat that rocked kl. 3 - 8 B.i. 12 ára X men Orgins Wolverine kl. 3:40 - 10 B.i.14 ára Draumalandið kl. 4 - 6 - 8 LEYFÐ Night at the museum 2 kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ Angels and Demons kl. 3:30 - 6 - 9 B.i.14 ára Þú færð 5 % endurgreitt í HáskólabíóSími 462 3500 HÖRKU HASAR! SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI “Spennandi, fyndin og hraðskreið út í gegn! Miklu betri en Da Vinci Code.” -T.V., - kvikmyndir.is -M.M.J., kvikmyndir.com 750k r. Ó.H.T., Rás 2 “Englar og Djöflar verður einn stærsti smellurinn í sumar“ - S.V., MBL 750k r. S.V. MBL Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú b Þegar ljósin slökkna byrjar fjörið... aftur! ... og nú í stærsta safni í heimi! HEIMSFR UMSÝNIN G Frábær ævintýra gamanmynd í anda fyrri myndar! HEIMSFR UMSÝNIN G Frábær ævintýra gamanmynd í anda fyrri myndar! Þegar ljósin slökkna byrjar fjörið... aftur! ... og nú í stærsta safni í heimi! Vinsælasta myndiní heiminum í dag 750k r. 750k r. Partíið er alveg að verða búið. Mannskap-urinn er orðinn þreyttur og svefnlausen samt vill enginn fara heim, augna- blikið er núna, heima bíða bara reikningar. Samt er öllu meiri varkárni til staðar en áður, Íslendingar eru farnir að þekkja sinn vitj- unartíma og brenna kertið bara í annan end- ann, við erum öll brennd, að minnsta kosti öðr- um megin.    Það er Íslendingapartí hér í Cannes og hlut-verk Íslendings í útlöndum tekur enn á sig nýjar myndir. Það er góður rómur gerður að nýrri mynd Rúnars Rúnarssonar, Önnu, og partíið er fullt af Íslendingum og Dönum auk Finna, Svía og Þjóðverja á stangli. Blaða- mannafundurinn eftir stuttmyndasýningarnar var hins vegar kyndugt fyrirbæri, óþarflega langur og kynnar sem voru ekkert alltof öruggir í ensku. Þetta var eins og í annarri heimsálfu en blaðamannafundir í höllinni, þar sem fagmennskan er í fyrirrúmi og þraut- reyndir blaðamenn sitja í flestum sætum. En um leið var þetta enn önnur mynd af Cannes, hér mættu unglingar í blaðamennskukúrsum og stemningin var gjörólík – en þó veitti ég at- hygli einum gutta sem er efni í hörkublaða- mann, spurði hnitmiðaðra og góðra spurninga af miklu öryggi og mér kæmi ekki á óvart að ég ætti eftir að setja við hliðina á honum í höll- inni sjálfri eftir ekki alltof mörg ár.    En það er kominn tími á að spá í spilin ogveðja á sigurvegarana, enda verðlaunin afhent í kvöld, sunnudagskvöld. Ég hef að- allega verið að horfa á myndir í aðalkeppninni og þar er óvissan töluverð ennþá, þegar þetta er skrifað hef ég séð 13 myndir af 20 en vænt- anlega verða þær orðnar 16 þegar greinin birtist. Af þeim sem ég á eftir að sjá er orðspor Bright Star hvað best en hins vegar er orðið ekki ennþá komið á götuna um myndir á borð við The Time That Remains, Map of the Sounds of Tokyo, Andlit (Visage) og Enter the Void. Þá hafa bæði Í upphafi (Á l’origine) og Vengence fengið frekar volgar móttökur. En af keppnismyndunum sem ég hef séð stendur Looking for Eric tvímælalaust upp úr, en ef marka má stigatöfluna sem birtist daglega í Screen Daily er Spámaðurinn (Un prophète) líklegasta sigurmyndin. Fínasta ræma vissu- lega en varla sigurmynd.    Þá eru góðar myndir á borð við FishTank, Þorsta (Bak-Jwi) og IngloriousBasterds búnar að fá ágætis viðtökur, en þó ekki nærri því jafn góðar og fyrri mynd- ir þessara leikstjóra. Það sama gildir raunar um Brotin faðmlög (Los abrazos rotos) Alma- dóvars, enda með síðri myndum spænska meistarans síðustu árin. Þá eru nokkrar mynd- ir hreinlega frekar slappar, þar má nefna Vindhviður á vornóttum (Chun feng chen zui de ye wan), Taking Woodstock, Vincere, Vil- ligrös (Les Herbes folles) og Hvíta borðann (Das Weisse Band) eftir Haneke – en þó útiloka ég ekki að síðastnefnda myndin gæti nappað einhverjum verðlaunum. Allar eru þær þó margfalt betri en hin filippseyska Kinatay, mynd sem væri hægt að eyða heilum pistli í að útlista hvernig öll trikkin í bókinni eru notuð vitlaust í. Loks er það umdeildasta mynd hátíð- arinnar til þessa, Antichrist. Við erum kannski fá sem kunnum virkilega að meta hana, en ef örlögin hafa skipað nógu marga stuðnings- menn hennar í dómnefnd er aldrei að vita hvernig fer.    Að þessu sögðu eru raunar margar bestumyndirnar sem ég hef séð utan að- alkeppninnar. The Imaginarium of Dr. Par- massus og Up komast báðar á topp fimm listann hjá mér á hátíðinni sem og himnesk mynd Bahmans Ghobadi um írönsku neð- anjarðartónlistarsenuna, Enginn veit um pers- nesku kettina (Kasi az gorbehaye irani khabar nadareh), sem keppir í Un Certain Regard. Það er eina myndin sem ég hef séð í þeim flokki, sem vissulega fellur nokkuð í skuggann af aðalflokknum – en ef allar hinar myndirnar þar eru jafn góðar og persnesku kettirnir hef ég kannski verið að horfa í vitlausa átt. asgeirhi@mbl.is Korter í úrslit Talið niður Tilkynnt verður í kvöld hvaða mynd hlýtur Gullpálmann í Cannes og sjálf- sagt er kominn skjálfti í leikstjórana. Tarant- ino stígur þó bara dans við leikarana. FRÁ CANNES Ásgeir H. Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.