Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 20
20 Kvikmyndir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Þ au voru ung, falleg og framtíðin virtist brosa við þeim út að eyrum. Minntu á Jack Dawson (Leonardo Di Caprio), þar sem hann stóð sperrtur með út- breiddan faðminn í stafni Titanic og hrópaði út yfir spegilsléttan haf- flötinn: „Ég er konungur heims- ins!“ Eins og flestir muna endaði sú sjóferð illa, og sama má segja um feril flestra ungu leikaranna sem virtust – og töldu sig sjálf vera að leggja undir sig heiminn á öndverð- um 9. áratug síðustu aldar. Meðlim- irnir í The Brat Pack (eða Rakk- arapakkinu eins og það var stundum kallað hér heima) voru ekki aðeins áberandi, heldur kok- hraustir og kenndu sig óbangnir við útúrsnúning á nafni frægustu leikaraklíku sem nokkru sinn hefur vappað um Hollywood – The Rat Pack, Rottugengið hans Franks Si- natra, Deans Martins, Shirley Mac- Lean o.fl. frægra stjarna. En vel að merkja, sá hópur var að mestu leyti skipaður óumdeildu hæfileikafólki, langsjóuðu úr kvikmynda- og skemmtanabransanum upp úr miðri 20. öldinni og hafði margs- annað tilverurétt sinn á toppnum. Þegar litið er til baka virðist aug- ljóst að það sem Rakkarapakkið skorti til að festa sig í sessi er hæfi- leikar og úthald, nokkuð sem fyrir- myndir þeirra þurftu ekki að hafa áhyggjur af. Þau urðu aldrei annað og meira en dægurflugur og fæst þeirra tórðu á toppnum fram að aldamótum og aðeins einn eða tveir meðlimir þess eru með umtals- verðu lífsmarki í dag. Í dag eru þau flest lítið meira en dæmi um fall- valtleik frægðarinnar. Í startholurnar hjá Hughes og Coppola Unglingamyndir ruddu sér til rúms á 9. áratugnum og urðu að mjög svo vinsælli og ábatasamri kvikmyndagrein sem enn heldur velli og vel það. Fram til þessa höfðu vestrinn, stríðsmyndir og lauflétt músíköl átt hug og hjörtu yngri kvikmyndahúsgesta (að ógleymdum Beach-myndum AIP), en þessar greinar voru á und- anhaldi þegar komið var fram á þann 9. Unga fólkið vildi fá að sjá ábúðarmeiri og alvarlegri myndir, þroskasögur um þeirra kynslóð, sem stóðu uppi í hárinu á þeim eldri. Þá voru nokkrar rómantískar gamanmyndir inn á milli. Það má segja að tveir leikstjórar hafi öðrum fremur veitt unglinga- myndinni brautargengi, þeir Francis Ford Coppola og enn frek- ar John Hughes. Á þessum tíma- mótum voru þeir bæði farsælir leikstjórar og framleiðendur. Cop- pola einn af framsæknustu leik- stjórum 20. aldarinnar, en ung- lingamyndirnar hans tvær, Rumble Fish og The Outsiders (báðar gerð- ar ’83), eru e.k. tilraunastarfsemi manns sem langaði að fást við ný og ögrandi verkefni eftir Godfather- myndirnar tvær o.fl. sígild stór- virki. Báðar eru myndirnar byggð- ar á sögum eftir S.E. Hinton, sem skrifaði nokkrar bækur um vand- ræðaunglinga og félagslegar að- stæður þeirra og bakgrunn. Mynd- irnar eru forverar Kolfallið gengi Af og til myndast leikaraklíkur sem setja svip sinn á umhverfið, The Brat Pack er sú þekktasta frá ofanverðri öldinni sem leið. Horfin Molly Ring- wald sést varla í kvikmyndum lengur. St. Elmo’s Fire Margar unglingastjörnur á einu bretti. Rob Lowe, Mare Winningham, Emilio Estevez, Demi Moore, Judd Nelson, Ally Sheedy og Andrew McCarthy. Vinirnir í myndinni áttu erfitt með að fóta sig í heimi fullorðinna. Engin stórstjarna Anthony Mich- ael Hall leikur nú aðalhlutverkið í sjónarpsþáttunum Dead Zone. Þjálfarinn Emilio Estevez verður minnst sem þjálfara Mighty Ducks. Vinsældir Demi Moore naut mjög mikilla vin- sælda á tímabili. Fallinn Andrew McCarthy hefur fallið af stjörnufestingunni. ALLY SHEEDY Hin geðþekka Sheedy gerði garðinn frægan í The Breakfast Club og St. Elmo’s Fire, síðan hefur hún fengið yfir 50 hlutverk, ekkert minnisstætt, bjargar vonandi saltinu í grautinn. EMILIO ESTEVEZ Fæddur inn í Hollywood-settið, sonur Martins Sheens, líkt og Charlie. Fékk lítið hlutverk í Tex (’82), þar sem frá- bær Matt Dillon fór fyrir hópnum, ásamt Meg Tilly. Hann vakti meiri at- hygli ári síðar í mynd Coppola, The Outsiders. Tvær af höfuðmyndum Rakkarapakksins, The Breakfast Club og St. Elmos Fire, komu á markaðinn ’85 og Estevez, sem er metnaðarfullur strákur, voru flestir vegir færi. Hann valdi sem næsta verkefni Maximum Overdrive, hrika- leg mistök frá hendi Stephens Kings, á sínu niðurlægingarskeiði í áfengi og öðrum heldur heilsuspillandi efn- um. Síðar lék hann í hinum vinsælu Young Guns, Stakeout og Stakeout 2; leikstýrði nokkrum B-myndum og hinni ábúðarmiklu Bobby, sem sýnd var í fyrra. Sjálfsagt verður leik- arans helst minnst fyrir þjálfarahlutverkið í þremur myndum, kenndum við íshokkílið barna, The Mighty Ducks, sem Disney framleiddi á 10. ára- tugnum. ROB LOWE Lowe vantaði nánast ekki neitt annað en slatta af hæfileikum og dómgreind, því hann rústaði nánast eitt sinn blómlegum ferli með því að láta leiða sig í gildru og láta filma sig í mökum við „vafasama“ stúlku, sem var um það bil lögaldra. Coppola notaði Lowe í The Outsiders og þaðan lá leiðin í Rakkarapakkið í St. Elmo’s Fire, þar sem hann bar af hópnum ásamt Winningham. Hann stóð sig prýðilega í kvikmynda- gerð The Hotel New Hampshire, eft- ir John Irving, rétt fyrir hneykslið. Vinur hans, Mike Myers, hefur verið iðinn við að hressa upp á kvikmynda- feril Lowes, sem komst í fréttirnar fyrir skömmu þegar skógareldar voru næstum búnir að teygja sig í 25 milljón dala búgarð hans í Santa Barbara. Það væri allt í lagi að þiggja smáskák af honum (búgarðinum, á ég við.) Lowe hefur nóg að gera í sjónvarpi og B-myndum. JAMES SPADER Lunkinn leikari sem vakti heimsathygli þegar hann vann gullverðlaunin á Can- nes-kvikmyndahátíðinni fyrir frammistöðu sína í Sex, lies and videotape (’89) eftir Soderbergh. Bregður fyrir í ólíklegustu myndum en tengsl hans við Rakk- arapakkið eru í Pretty in Pink og Less Than Zero. Spader er kunnastur í dag fyrir trausta túlkun á lögmanninum Alan Shore í sjónvarpsþáttunum Boston Legal, sem hefur fært honum tvenn Emmy-verðlaun og eitt stk. Golden Globe, auk fjölmargra annarra verð- launa og tilnefninga. Næst sjáum við Spader, ásamt William H. Macy, í Shorts (’09), nýjustu mynd Roberts Rodriguez. Spader er á grænni grein. ANDREW McCARTHY Einn sá slakasti í hópnum komst í kastljósið í St. Elmo’s Fire og í Hughes-myndinni Pretty in Pink ári síðar. Less Than Zero (’87) var ein af bitastæðri Rakkarapakksmyndunum og sú síðasta áður en hann fékk sparkið úr því einvalaliði. Við tóku myndir þar sem McCarthy var ýmist skelfilegur (Frankenheimer-myndin Year of the Gun ’91) eða hreint út sagt óþolandi (Mulholland Falls ’96): McCarthy er löngu djúpt sokkinn í fen B-mynda og aukahlutverka í sjón- varpi. MOLLY RINGWALD Ótrúlegt en satt, hin rauðhærða Ringwald komst á forsíðu Time og var ókrýnd prinsessa Rakkarapakks- ins á þessum velmegunartímum. Hún sló í gegn í Sixteen Candles (’84), myndinni sem hleypti dellunni af stað þegar Hughes smalaði ung- leikurum saman og úr varð umtals- verð aðsóknarmynd. Hún kom við sögu St. Elmo’s Fire og var aðal- aðdráttaraflið í Pretty In Pink (’86). Síðan má segja að leiðin hafi tekið sveiflu niður á við og hin hárprúða Rakkarapakkið Pretty in Pink Molly Ringwald var stjarna mynd- arinnar, studd m.a. af Andrew McCarthy og Jon Cryer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.