Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 37
Umræðan 37BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 HINN 4. apríl síð- astliðinn voru 60 ár liðin frá því að Atl- antshafsbandalagið (NATO) var stofnað í Washington. Ísland var stofnaðili að bandalaginu og stóð ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar að aðildinni. Þeir flokkar sem studdu aðildina voru Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Framsókn- arflokkur, en Sósíalistar voru á móti. Það var mikil andstaða gegn aðildinni að NATO og brutust út gríðarleg mótmæli gegn aðildinni þegar hún var til umræðu á Al- þingi sem enduðu með götuó- eirðum. Eftir á má segja að and- staðan gegn aðildinni hafi verið skiljanleg, þar sem því var heitið þegar Ísland fékk fullveldi að land- ið yrði ævarandi hlutlaust og lýð- veldið Ísland var varla orðið fimm ára þegar landið gerðist aðili að NATO. Aðildin að bandalaginu kom ekki til af góðu. Reynslan frá seinni heimsstyrjöld sýndi að engin vörn var í hlutleysi landsins og kalda stríðið var á byrjunarstigi. Með þessari grein ætla ég að leggja mat á hvort aðild Íslands að NATO hafi verið landinu til góðs eður ei. Það var mikill fórnarkostnaður sem fylgdi aðild Íslands að NATO, því aðildin klauf þjóðina í tvennt. Skömmu eftir aðildina að NATO kom bandarískur her til landsins og var hér á árunum 1951 til 2006. Komu bandaríska hersins fylgdu mikil umsvif, sérstaklega efnahags- leg, sem juku enn á sundrungu meðal Íslendinga, hvort fólk var fylgjandi hersetunni eður ei. Á tímabili voru tekjur af Keflavík- urherstöðinni um 20% af erlendum tekjum þjóðarinnar. Með aðildinni að NATO tók Ísland virkan þátt í samstarfi þjóða um öryggis- og varnarmál sem skipti hina ný- frjálsu þjóð miklu máli. Með aðildinni að NATO lagði Ís- land grunn að því að styrkja sitt efnahagslega sjálfstæði, þ.e. bar- áttu landsins fyrir stækkun efna- hagslögsögu landsins. Allar út- færslur á efnahagslögsögunni kostuðu átök, sérstaklega við Breta. Lausn þessara átakamála var nánast alltaf gerð með aðkomu NATO. Lengi vel var framlag Ís- lands til sameiginlegra varna NATO aðstaðan fyrir bandaríska herinn á Keflavíkurflugvelli. Sein- asta áratuginn hefur Ísland tekið virkari þátt í störfum bandalagsins, m.a. rekið alþjóðaflugvöll í Pristina í Kosovo og tekið þátt í starfi bandalagsins í Afganistan. Hér hefur verið stiklað á stóru í sögu aðildar Íslands að NATO. Það er mat mitt að aðildin að bandalag- inu hafi reynst Íslandi farsæl, en fórnarkostnaðurinn var mikill. Aðildin hjálpaði til svo um munar að Ísland fékk yfirráð yfir efnahags- lögsögu sinni. Aðildin gerði Íslandi líka kleift að taka virkari þátt í samstarfi vestrænna þjóða. Í þriðja lagi og það sem ég tel vera mikilvægast þá hefur aðildin tryggt öryggi landsins. Staðan í dag er þannig að aðildin að NATO hefur fengið nýja öryggismerkingu eftir brotthvarf bandaríska hersins frá landinu árið 2006. Í krafti aðild- arinnar hefur Ísland gert loftvarn- arsamninga við önnur NATO-ríki og að auki hefur Ísland stóreflt allt samstarf við grannþjóðir á sviði ör- yggismála. NATO er að mínu mati fyrst og fremst varnar- og öryggis- bandalag og það er sléttur áratug- ur síðan bandalagið beitti hern- aðarmætti sínum til að koma á friði í ófriðarbálinu mikla sem skapaðist við sundrungu gömlu Júgóslavíu. Tíu ár eru ekki langur tími og bandalagið hefur enn sama hlut- verki að gegna og því sem það var stofnað til. Þó friðsæld ríki nú í Evrópu er ófriður víða og hann gerir ekki boð á undan sér. Hins vegar tel ég NATO vera komið í hreinar ógöng- ur með hernaðarbrölti sínu í Afg- anistan. Bandalagið á að leita allra leiða til að komast út úr þeim átök- um. Það skýtur skökku við í mín- um huga að NATO sem upp- runalega var stofnað sem varnar- og öryggisbandalag skuli vera í hreinu stríði við skæruliða í landi sem er langt utan áhrifasvæðis bandalagsins. Því er það ótrúlegt að heyra að danskar og norskar herþotur séu að gera loftárásir á skæruliða sem ekki eru búnir sömu vopnum í fjallahéruðum í Afganist- an. Bandalagið getur stutt Banda- ríkin í sinni herferð í Afganistan með óbeinum hætti, en bein þátt- taka í þessu ljóta stríði þjónar eng- um tilgangi fyrir NATO. Ísland þarf á aðild að NATO að halda til að tryggja sitt öryggi. Ís- land á að vera í farabroddi þeirra þjóða sem vilja að bandalagið hætti hernaði sínum í Afganistan og Ís- land á að minna aðildarríki banda- lagsins á upprunalegt hlutverk sitt, sem er að vera varnar- og öryggis- bandalag. Ísland og NATO í 60 ár Eftir Gunnar Alexander Ólafsson Gunnar Alexander Ólafsson » Aðildin að banda- laginu kom ekki til af góðu. Reynslan frá seinni heimsstyrjöld sýndi að engin vörn var í hlutleysi landsins. Höfundur er stjórnmálafræðingur. LÁTINN er í Reykjavík ástsæll heimilisköttur dr. Jón. Fullu nafni hér hann dr. Jón Karl Friðrik Geirsson Arnesen. Hann fæddist að Fjólugötu 21 í janúarmánuði 1995 hjá þeim dr. Jóni K.F. Geirs- syni og Sigrúnu Hjartardóttur. Ungur flutti hann að Sörlaskjóli 6 þar sem hann bjó til dauðadags. Jón nam fuglafræði í háskóla lífs- ins og útskrifaðist þaðan með dokt- orsgráðu í atferli spörfugla. Árið 1998 gerðist hann frjáls köttur í Vesturbæ Reykjavíkur og sást æ sjaldnar heima hjá sér og gufaði að lokum upp svo hans varð ekki vart í rúmt ár. Talið er að hann hafi leg- ið í óreglu á þessu tímabili. Síðan birtist hann á ný í Sörlaskjólinu og fór að dvelja dag og dag á heimili sínu og jafnvel nokkra daga í senn enda kom honum ágætlega saman við heimilisfólkið í flestum grein- um. Þó var hann á öndverðum meiði við það í pólitík. Fólkið var vinstrisinnað en hann var harður hægrisinni, dyggur aðdáandi Morgunblaðsins og einstaklega mikið í nöp við R-listann sem þá réði ríkjum í höfuðborginni. Í klóm meindýraeyðis Í byrjun árs 2000 fóru borgaryf- irvöld í mikla herferð gegn villi- köttum, meindýraeyðir gekk ber- serksgang með sveit byssuglaðra manna og dr. Jón gekk í gildru þeirra. Það varð honum til lífs að sjónvarpið sendi mannskap á vett- vang til að gera frétt um árangur aðgerðanna. Þar tókst dr. Jóni að vekja athygli á sér þannig að sjón- varpsvélarnar beindust að honum í rimlabúri bak við lás og slá. Íbúar í Sörlaskjóli báru kennsl á kött sinn í fréttum kvöldsins og tókst að bjarga honum á síðustu stundu gegn verulegu lausnargjaldi. Reynt var að halda dr. Jóni innan- dyra næstu daga en hann slapp þó út og gekk strax í gildru borg- arstjórnar á ný. Nú var dr. Jón orðinn góðkunningi meindýraeyðis en það er ekki góð staða. Fyrir til- stilli kattavinafélagsins var þó haft samband við eigendurna sem á ný greiddu hátt lausnargjald fyrir sinn ástsæla kött. Málið komst í fjölmiðla, því var slegið upp í DV og Morgunblaðinu. Sigmund teikn- aði skopmynd af dr. Jóni þar sem Ingibjörg Sólrún borgarstjóri var að troða honum ofan í sekk. Hann er eini nafngreindi kötturinn sem Sigmund teiknaði og það er ekkert gamanmál að lenda í slíku. Slys Sumarið 2002 varð dr. Jón fyrir slysi og kom heim með brákaða hauskúpu, brotinn kjálka og augað út á kinn. Raunar var aldrei upp- lýst hvað kom fyrir, sumir nefndu ökuþrjóta aðrir hvísluðu um katt- aníðinga. Læknar vildu lóga dýrinu en fengust þó með fortölum til að gera að sárum þess. Kjálkinn var víraður saman, augað fjarlægt og hausinn settur í trekt. Síðan lifði hann á fljótandi fæði sem sprautað var upp í hann meðan beinin voru að gróa. Eftir þetta var Jón með skúffukjaft og skakkur í andliti með hola augnatóft. Augað sem eftir var hafði einnig orðið fyrir hnjaski svo sjónin dapraðist ár frá ári og síðustu árin var dr. Jón steinblindur. Það eru hastarleg ör- lög fyrir doktor í fuglaatferl- isfræði. Elliárin Jón hafði tiltölulega hægt um sig í ellinni en hafði þó daglega útivist og rataði um götur og garða í ná- grenninu þótt blindur væri. Hann reyndi að halda sig fjarri kastljósi fjölmiðlanna. Morgunblaðið birti þó mynd af honum á forsíðu í októ- berbyrjun 2006 með viðtali og grein á innsíðum. Aðalfrétt fjöl- miðla þennan dag var brottför bandaríska setuliðsins frá Íslandi. Eigandi dr. Jóns, sem var mikill herstöðvaandstæðingur, hafði ver- ið að vonast til þess að viðtal yrði haft við sig á þessum merka sig- urdegi en Jón stal senunni og allir gleymdu brottför hersins. Í um- fjöllun um dr. Jón í Fréttablaðinu og á ýmsum netsíðum nú eftir frá- fall hans hefur komið fram að hann er fyrirmyndin af eineygða kett- inum Kisa sem Hugleikur Dagsson hefur teiknað og skrifað bækur um að undanförnu. Þó verður að undir- strika að þar er frjálslega farið með ýmsar staðreyndir og margt fært í stílinn. Jón sjálfur vildi a.m.k. aldrei kannast við ákveðin atvik sem þar er greint frá. Dr. Jóns er sárt saknað meðal katta og manna, útför hans hefur farið fram í kyrrþey en þeir sem vildu minn- ast hins látna eru beðnir að láta fuglavinafélagið njóta þess. ÁRNI HJARTARSON, jarðfræðingur og fyrrverandi kattareigandi. Doktor Jón – Minning um kött Frá Árna Hjartarsyni Hinn eineygði dr. Jón MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugrein- ar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.