Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009
Morgunblaðið/Kristinn
Óraunhæfar væntingar? Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra gagnrýndi formaður Sjálfstæðisflokksins Össur Skarphéðinsson utanrík-
isráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra fyrir að spila upp of miklar væntingar um samninga Íslands við ESB.
Í
stefnuræðu forsætisráðherra, Jóhönnu
Sigurðardóttur, á Alþingi síðastliðinn
mánudag kom fram sá rökstuðningur
fyrir því af hverju Ísland eigi að sækja
um aðild að Evrópusambandinu, sem
vantar í þingsályktunartillögu utanrík-
isráðherra um aðildarumsókn.
Fjórar góðar ástæður
Jóhanna tók útgangspunkt í hagsmunum
heimila og fyrirtækja. Hún benti í fyrsta lagi á
gjaldmiðilsmálin; til lengri tíma litið þurfa bæði
íslenzk heimili og fyrirtæki stöðugan gjald-
miðil. Jóhanna benti á þann aukakostnað, í
formi vaxta og verðtryggingar, sem almenn-
ingur og atvinnurekendur greiða vegna krón-
unnar.
Í öðru lagi benti forsætiráðherrann á að að-
ildarumsókn myndi strax stuðla að jákvæðum
áhrifum á gengi krónunnar og vexti og þau
áhrif yrðu væntanlega meiri eftir því sem að-
ildarferlinu miðaði áfram. Þannig væri aðild-
arumsókn hluti af því að fást við bráðavandann,
sem við er að glíma í íslenzku efnahagslífi, um
leið og hún legði grunn að meiri stöðugleika í
framtíðinni.
Í þriðja lagi benti forsætisráðherrann á að
íslenzkir neytendur greiddu nú hærra mat-
arverð en þeir þyrftu að gera ef Ísland ætti að-
ild að ESB. Reynsla norrænu aðildarríkjanna,
sem gengu inn í sambandið fyrir hálfum öðrum
áratug, sýnir að matarverð lækkaði umtalsvert
með aðild.
Í fjórða lagi færði Jóhanna Sigurðardóttir
rök fyrir því að aðildarumsókn myndi end-
urvekja traust alþjóðasamfélagsins og er-
lendra fjárfesta á Íslandi, með öðrum orðum
endurreisa lánstraust þjóðarinnar. Það hefur
komið skýrt fram að undanförnu að það er af
afar skornum skammti.
Þetta eru fjórar góðar ástæður til að sækja
um aðild að Evrópusambandinu og mætti
nefna fleiri, til dæmis að með aðild fengi Ísland
raunveruleg áhrif á löggjöfina, sem við í dag
fáum senda frá ESB án þess að geta breytt
henni eða hafnað.
Væntingar og fyrirvarar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, sagði í umræðum um stefnuræð-
una að hann hefði verið þeirrar skoðunar að
fyrr eða síðar þyrfti þjóðin að skera úr um
mögulega Evrópusambandsaðild. Eftir hrun
bankakerfisins, fall krónunnar og þrengingar á
alþjóðlegum fjármálamörkuðum bæri mönnum
skylda til að gaumgæfa alla valkosti. „En ég vil
þó sérstaklega vara við því að stjórnmálamenn
spili stöðugt upp meiri væntingar með þjóðinni
um þann mögulega aðildarsamning sem okkur
stendur til boða,“ sagði Bjarni og vék í fram-
haldinu sérstaklega að því sem Jóhanna Sig-
urðardóttir sagði um að samningsstaða Íslands
gagnvart Evrópusambandinu væri sterk á
sviði sjávarútvegs, vegna þess að Íslendingar
hefðu sýnt það hugrekki og framsýni að færa
fiskveiðilögsöguna út í 200 mílur á sínum tíma.
„Hvað er hér eiginlega átt við? Hvað er það
sem gerir stöðu okkar svona sérstaklega
sterka af þessari ástæðu einni? Það er óábyrgt
að gefa í skyn að í grunninn bíði okkar eitthvað
annað í aðildarviðræðum en sú stefna sem Evr-
ópuþjóðirnar hafa nú þegar komið sér saman
um,“ sagði Bjarni.
Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði sömu-
leiðis: „Hæstvirtur forsætisráðherra sagði hér
áðan að hún væri óviss um það af þessum
ástæðum hvað í boði væri í aðildarviðræðum.
Ef einhver velkist í vafa skal ég segja það hér:
Það er Evrópusambandið sem er í boði. Það er
það sem er í boði ef maður sækir um aðild að
Evrópusambandinu. Og hvað segir hæstvirtur
utanríkisráðherra? Jú. Hann óskar umboðs frá
þinginu til þess að ganga til viðræðna við Evr-
ópusambandið. Það gerir hann þó með marg-
víslegum fyrirvörum og áskilur sér rétt til þess
að berjast gegn þeim mögulega samningi sem
hann sjálfur ætlar að leiða til lykta. Hvað er
hér eiginlega átt við? Hvers konar samningur
er það sem hæstvirtur utanríkisráðherra vill
alls ekki? Er það kannski samningur um að við
göngum inn í Evrópusambandið bara eins og
Evrópusambandið er? Væri það hræðilegur
samningur fyrir hæstvirtan utanríkisráð-
herra?“
Þetta er algerlega réttmæt gagnrýni hjá
Bjarna Benediktssyni. Það á ekki að halda því
fram að hægt sé að semja um eitthvað annað
en að Ísland undirgangist lög og reglur Evr-
ópusambandsins í öllum grundvallaratriðum.
Það er til dæmis ekki raunsætt, eins og Morg-
unblaðið hefur bent á, að telja að Ísland geti
fengið fulla og varanlega undanþágu frá sjáv-
arútvegsstefnu Evrópusambandsins. Sama á
við um landbúnaðarmálin. Enda er á hvorugu
þörf. Ísland getur lifað með stefnu ESB bæði í
landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Reynsl-
an sýnir hins vegar að ný aðildarríki geta sam-
ið um sérlausnir og haft áhrif á stefnuna í þágu
eigin hagsmuna.
Landbúnaður og sjávarútvegur
Jóhanna Sigurðardóttir vék að þessum tveim-
ur málaflokkum í stefnuræðu sinni. Hvað land-
búnaðinn varðar benti hún á að aðlögun
styrkjakerfis hans á næstu árum væri óhjá-
kvæmileg, burtséð frá aðild að ESB, vegna
samninga á vegum Heimsviðskiptastofnunar-
innar (WTO). Og margoft hefur komið fram á
undanförnum árum að við slíka aðlögun mun
Ísland þurfa að fylgja fordæmi Evrópusam-
bandsins. Neytendur munu njóta góðs af lægri
tollum og aukinni samkeppni frá innflutningi,
en bændum verður auðveldað að aðlagast nýju
umhverfi með styrkjum og munu þá m.a. njóta
þess sérstaka tillits, sem ESB hefur tekið til
landbúnaðar á norðlægum slóðum.
Það er rétt hjá forsætisráðherranum að
staða Íslands til að semja um sjávarútvegsmál
er sterk vegna útfærslu landhelginnar á sínum
tíma. Ástæðan er sú að með henni var erlend-
um togurum, sem veitt höfðu á Íslandsmiðum
og komu ekki sízt frá Bretlandi, Þýzkalandi og
Belgíu, ýtt út fyrir 200 mílurnar. Þessi ríki
ESB geta því ekki vísað til neins sögulegs
veiðiréttar á Íslandsmiðum miðað við þær regl-
ur sem gilda í Evrópusambandinu. Það styrkir
stöðu Íslands.
Fremur en að vekja hjá fólki falsvonir benti
Jóhanna Sigurðardóttir á grundvallaratriðin í
stefnu Evrópusambandsins í auðlindamálum.
Hún benti réttilega á að aðild að ESB merkti
ekki afsal auðlinda. Hvað orkulindir varðar
verður í raun engin breyting frá núverandi
EES-samningi og fyrirvarar um að Ísland
megi ekki afsala sér þessum auðlindum eru í
raun óþarfir. Í Evrópusambandinu er hins veg-
ar sameiginleg stjórn fiskveiða. „Það þarf sam-
komulag og sátt á meðal aðildarríkjanna um
nýtingu fiskstofna sem færast á milli lögsögu
aðildarríkjanna, rétt eins og Ísland hefur hing-
að til gert samkomulag við nágrannaríki um
nýtingu deilistofna. Sú sátt byggist á sögulegri
veiðireynslu þar sem tryggt er að hvert og eitt
aðildarríki njóti óbreyttrar hlutdeildar í fisk-
stofnum,“ sagði Jóhanna.
Það er sömuleiðis rétt hjá forsætisráð-
herranum – og leiðir m.a. af 200 mílna útfærsl-
unni – að reglur ESB um hlutfallslegan stöð-
ugleika „munu tryggja að Ísland muni sem
áður sitja eitt að öllum kvóta í staðbundnum
stofnum í íslenskri lögsögu eftir aðild að Evr-
ópusambandinu.“
Jóhanna færði rök fyrir því að Ísland gæti
orðið leiðandi í sjávarútvegsmálum innan ESB
og á því leikur lítill vafi. Íslenzkar útgerðir
þurfa ekki að hafa minnimáttarkennd gagnvart
keppinautum í núverandi ESB-ríkjum; þvert á
móti. Þar er greinin ríkisstyrktur atvinnuveg-
ur á brauðfótum. Hér á landi er einhver bezt
rekni sjávarútvegsgeiri í heimi og þrátt fyrir
tímabundna erfiðleika hefur íslenzkur sjávar-
útvegur alla burði til að standast allri sam-
keppni snúning í framtíðinni – einkum og sér í
lagi ef núverandi ríkisstjórn lætur vera að
kippa fótunum undan rekstrarumhverfi grein-
arinnar með fyrningarleiðinni svokölluðu.
Það er ekki raunhæft að Ísland fái fulla eða
varanlega undanþágu frá sjávarútvegsstefnu
ESB. En það er heldur ekki raunsætt að segja
að Ísland muni engar sérlausnir fá sem auð-
velda íslenzkum sjávarútvegi að búa við sam-
eiginlegu sjávarútvegsstefnuna. ESB hefur
alltaf verið reiðubúið að koma til móts við mik-
ilvæga þjóðarhagsmuni umsóknarríkja þegar
samið er um aðild. Það er beggja hagur.
Þrjú fordæmi
Hægt er að horfa til að minnsta kosti þriggja
fordæma þegar metið er hvort Ísland eigi
möguleika á sérlausnum í samningum við ESB.
Það fyrsta er samningar Noregs um aðild að
ESB árið 1994. ESB átti þá veiðirétt í norskri
efnahagslögsögu á grundvelli sögulegrar veiði-
reynslu, öfugt við það sem gerist í tilfelli Ís-
lands. Í aðildarsamningi Noregs var kveðið á
um að aflahlutdeild ESB í norskri lögsögu og
Noregs í lögsögu annarra ESB-ríkja byggðist
á sögulegri reynslu á árunum 1989-1993.
Samningsaðilar máttu hvorki auka sókn í van-
nýtta stofna hvorir í annarra lögsögu né auka
veiðar á tegundum utan kvóta. Þannig tókst
Norðmönnum að tryggja svo til óbreytta stöðu
gagnvart ESB. Þeir fóru ennfremur fram á að
fiskveiðistjórnunarkerfi þeirra norðan 62.
breiddargráðu héldist óbreytt. Norðmenn
fengu tímabundna undanþágu frá sjáv-
arútvegsstefnunni fram til 1998 og áttu þá að
fara sjálfir algerlega með stjórn á þessu svæði.
Eftir þann tíma átti það að falla undir sameig-
inlegu sjávarútvegsstefnuna en þó þannig að
fiskveiðistjórnunarreglur Norðmanna féllu inn
í hana. Þetta er því dæmi um sérlausn þar sem
ESB veitir ekki einu ríki undanþágu frá löggjöf
sinni, heldur lýsir vilja til að breyta löggjöfinni
til að koma til móts við hagsmuni aðildarrík-
isins. Með aðild hefði Noregur fengið sömu
áhrif á mótun sjávarútvegsstefnunnar og önn-
ur aðildarríki og gott betur því að landinu var
heitið því að það fengi embætti sjávarútvegs-
málastjóra í framkvæmdastjórn ESB.
Norðmenn felldu aðildarsamninginn naum-
lega í þjóðaratkvæðagreiðslu en það breytir
ekki því að samningurinn, sem gerður var,
sýndi vilja ESB til að koma til móts við hags-
muni norsks sjávarútvegs.
Í öðru lagi má horfa til aðildarsamnings
Möltu sem gekk í ESB 2004. Til að vernda
grunnslóð eyríkisins fyrir sókn frá öðrum að-
ildarríkjum voru settar reglur um að innan 25
mílna frá ströndum eyjarinnar mætti eingöngu
veiða á bátum styttri en tólf metra en á slíkum
bátum hafa Maltverjar sjálfir lengst af sótt sjó-
inn. Þetta er skýrt sérákvæði í sjávarútvegs-
stefnu ESB.
Reynsla þessara tveggja ríkja – og margra
fleiri – sýnir að vel er hægt að semja um sér-
lausnir innan sameiginlegu fiskveiðistefnunnar
út frá hagsmunum einstakra ríkja. Og eru þó
hvorki Malta né Noregur háð sjávarútvegi með
sama hætti og Ísland.
Síðasta dæmið er af samningaviðræðum
okkar Íslendinga sjálfra við Evrópubandalag-
ið, eins og það var þá kallað þegar Evrópska
efnahagssvæðið var í smíðum. Þar fór Ísland
fram á fulla fríverzlun með fisk og undanþágu
frá fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi –
sem reyndar má deila um hvort hafi verið
gagnleg. Hún er engu að síður varanleg und-
anþága frá fjárfestingafrelsinu á EES. Og frí-
verzlun með yfir 90% sjávarafurða Íslendinga
náðist fram. Í fyrstu hafði EB í frammi kröfu
um 30.000 tonna þorskkvóta í íslenzkri lögsögu
í skiptum fyrir markaðsaðganginn. Sú krafa
náði ekki fram að ganga. Ísland skipti á veiði-
heimildum við EB; fékk 30.000 tonn af loðnu-
kvóta bandalagsins í lögsögu Grænlands gegn
3.000 tonna karfakvóta í íslenzku lögsögunni,
sem ESB-ríkin hafa lítið nýtt sér.
Þessi niðurstaða í okkar eigin samningum
við ESB sýnir að sambandið viðurkennir sér-
stöðu sjávarútvegsins á Íslandi og mikilvægi
hans fyrir þjóðarhagsmuni.
Aftur ber að slá þann varnagla að þessi
dæmi ætti ekki að nota til að skapa óraunhæfar
væntingar um samning Íslands við ESB. En
þau sýna að hægt er að semja við sambandið,
andstætt því sem stundum er haldið fram.
Evrópusambandið og væntingarnar
Reykjavíkurbréf
230509